Rangárþing ytra

Fréttamynd

Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær

Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá.

Innlent
Fréttamynd

18 dagar í gíslingu

Muhammad Azfar Karim, grunnskólakennari á Hellu, ræðir í fyrsta sinn um mannránið sem markaði djúp spor, bæði fyrir hann og fjölskyldu hans í Pakistan.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum

Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi brast óvænt í söng inni í helli

Þrír af tólf manngerðum hellum á Ægissíðu við Hellu verða nú opnaðir almenningi til sýnis. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra prófaði að syngja í einum hellinum með sönghópnum Öðlingnum úr Rangárvallasýslu.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu

Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu.

Innlent
Fréttamynd

Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki

Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár.

Innlent
Fréttamynd

Byggt við Íþróttahúsið á Hellu

Um er að ræða tvílyft hús úr límtré, klætt steinullareiningum með einhalla þaki við núverandi íþróttahús. Á neðri hæðinni verður áhaldageymsla en á þeirri efri verður líkamsræktaraðstaða sem tengist núverandi íþróttamiðstöð um göngusvalir í íþróttahúsi.

Innlent