Hörgársveit

Fréttamynd

Tveir bæir bætast á garna­veikilista

Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir standa bara þarna úti með snjó í eyrunum og snjó upp að mitti“

Dóttir Margrétar Örnu Arnardóttur sat með heilmikinn snjó í fanginu í aftursæti bíls þeirra sem varð fyrir snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi. Aðrir vegfarendur sem höfðu hafist handa við að moka snjóskafl á veginum stóðu í snjó upp að mitti og með snjó í eyrunum. Margrét Arna hrósar happi að ekki hafi farið verr en kveðst undrandi á því hversu margir Íslendingar hafi lagt af stað yfir heiðina á illa útbúnum bílum með engan búnað í bílnum. „Það var nú engum meint af sem betur fer,“ segir Margrét í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar“

Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. Til allrar lukku hafi farið betur en á horfðist en snjóflóðið náði Hannesi upp að hnjám, en hann var í óða önn ásamt þremur öðrum við að moka upp fjölskyldubíl sem sat fastur í skafli þegar flóðið féll.

Innlent
Fréttamynd

Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi

Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit.

Innlent