Vinnumarkaður

Fréttamynd

Flúðu Venesúela og leita nú að vinnu ásamt hundruðum samlanda sinna

Síðustu mánuði hafa um 700 hælisleitendur fengið alþjóðlega vernd hér á landi og fá þá dvalarleyfi hér í eitt til fjögur ár. Þessi fjöldi hefur sjaldan eða aldrei verið meiri hér á landi. Hjón þaðan segja sig sárvanta vinnu svo lífið komist í eðlilegt horf en stundum sé ruglingslegt hvert eigi leita og hvernig.

Innlent
Fréttamynd

Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar.

Innlent
Fréttamynd

Nýstofnað stéttarfélag segist ranglega aðili að ASÍ og SGS

Í fyrstu grein laga stéttarfélagsins Kóps segir að félagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands. Í samtali við Fréttastofu segir Drífa Snædal formaður ASÍ að það sé rangt.

Innlent
Fréttamynd

Kópur ekki hluti af ASÍ

Forseti ASÍ segir að nýtt stéttarfélag, Kópur, sem hafi verið auglýst og sé sérstaklega beint að Pólverjum sem starfa á Íslandi, hafi verið stofnað. Það tengist þó ASÍ ekki á nokkurn hátt.

Viðskipti innlent