Franski handboltinn

Viktor Gísli hafði betur í uppgjöri íslensku markvarðanna í Frakklandi
Það var Íslendingaslagur markvarða í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Nantes og Selestat áttust við.

Viktor Gísli sýndi Mikkel Hansen í tvo heimana | Myndband
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilli sína milli stanganna hefur Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum.

„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“
Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Kristján heldur í vonina en ólíklegt að hann verði með gegn Val
Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC í Frakkland, segir ólíklegt að hann verði með í leiknum gegn Val í Evrópudeildinni annað kvöld.

Grátlegt tap Viktors og félaga
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes máttu þola grátlegt tap er liðið heimsótti Toulouse í frönsku úrvalsdeildinn í handbolta í kvöld, 32-31.

Darri fær nagla í ristina á föstudag
Darri Aronsson, leikmaður Ivry í Frakklandi, fer í aðgerð á föstudaginn kemur þar sem settir verða naglar í rist leikmannsins vegna ristarbrots sem hann varð fyrir í júlí á þessu ári. Þó Darri hafi verið í spelku síðan þá sem og endurhæfingu þá er hann enn á sama stað í dag og skömmu eftir brot.

Flottur leikur Viktors Gísla í sigri Nantes
Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Nantes sem vann þrettán marka sigur á Cretail í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Viggó Sigurðsson og félagar í Leipzig töpuðu naumlega gegn Göppingen í þýsku deildinni.

Kristján Örn markahæstur í sigri
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er PAUC vann öruggan fimm marka útisigur gegn Creteil í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-32.

Viktor Gísli og félagar á toppinn í Frakklandi
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes unnu afar öruggan 11 marka sigur er liðið tók á móti Cesson Rennes-Metropole í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-24.

Kristján markahæstur í sigri AIX
Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður AIX, var markahæsti leikmaður vallarins þegar AIX sigraði Toulouse, 26-25, í franska handboltanum í kvöld. Grétar Guðjónsson, markvörður Selestat, beið ósigur gegn Saint-Raphael á sama tíma, 39-30.

Kristján Örn skoraði þrjú mörk í öruggum sigri
Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Pays d'Aix unnu nokkuð öruggan sigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Grétar Ari og félagar enn án stiga í Frakklandi
Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Selestat eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sex marka tap gegn Ivry í kvöld, 38-32.

Viktor Gísli tæpur fyrir landsleikina
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er kominn í kapphlaup við tímann um að geta verið með íslenska landsliðinu þegar undankeppni EM hefst í næsta mánuði.

„Einhvern veginn alltaf á eftir þessum manni“
Það að vera besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar í handbolta, sennilega næstbestu deildar heims, ætti að geta verið nóg til að spila mikið fyrir íslenska landsliðið. Þannig er það þó ekki hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni.

„Alveg hreinskilinn með að þetta hefur ekkert verið til umræðu“
Kristján Örn Kristjánsson stefnir á að spila með liði í Meistaradeild Evrópu í handbolta og vill komast að hjá „stærra“ félagi þegar samningur hans við PAUC í Frakklandi rennur út sumarið 2024.

Kristján heill heilsu eftir Covid og vill sýna að verðlaunin voru verðskulduð
Kristján Örn Kristjánsson endaði síðasta tímabil í Frakklandi á því að vera valinn besta hægri skytta deildarinnar, þrátt fyrir að hafa stóran hluta leiktíðar verið að jafna sig af því að veikjast illa vegna kórónuveirusmits sem hafði mikil áhrif á hann.

Íslendingaliðin áfram í franska bikarnum
Leikið var í 32-liða úrslitum í frönsku bikarkeppninni í handbolta í kvöld og voru fjögur Íslendingalið í eldlínunni sem tryggðu sér öll sæti í 16-liða úrslitum.

Þreytti frumraun sína í sigri á PSG
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson lék sinn fyrsta leik fyrir franska stórliðið Nantes í franska handboltanum í kvöld.

Grétar sá fjórði í efstu deild Frakklands
Nú er ljóst að hið minnsta fjórir íslenskir handboltamenn munu leika í efstu deild Frakklands á næstu leiktíð því markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur samið við nýliða Sélestat.

Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir
Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu.

Danmerkurmeistarinn Viktor Gísli: „Staðráðinn í að láta þetta ganga upp“
„Það var ekki verið að haga sér, það voru tekin nokkur pissustopp og rútuferð sem átti að taka tvo og hálfan tíma tók örugglega fjóra og hálfan tíma,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson um heimferðina eftir að GOG varð Danmerkurmeistari í handbolta um liðna helgi.

Ólafur Andrés yfirgefur Montpellier
Ólafur Andrés Guðmundsson mun ekki leika með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Hann er einn fjögurra leikmanna liðsins sem fær ekki áframhaldandi samning hjá félaginu.

Kristján Örn skoraði fjögur
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk er PAUX Aix vann fjögurra marka sigur á Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristján í liði ársins í Frakklandi
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson hlaut þann mikla heiður að vera valinn í úrvalslið frönsku 1. deildarinnar í handbolta vegna frammistöðu sinnar með PAUC í vetur.

Kristján Örn næst markahæstur í sigri AIX á Dunkerque
Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður AIX, var næst markahæstur í 34-21 sigri AIX á Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Grétar Ari og félagar úr leik
Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Nice eru úr leik í umspilinu um sæti í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn Selestat í kvöld, 28-32.

Kristján skoraði þrjú í óvæntu tapi
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix töpuðu óvænt er liðið heimsótti Cesson Rennes-Metropole í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-25.

Kristján Örn meðal þriggja bestu í Frakklandi
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir eru sem besta örvhenta skytta frönsku úrvalsdeildarinnar.

Kristján og félagar unnu mikilvægan sigur
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í Aix unnu mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 26-25.