Viðskipti

Fréttamynd

Endurvakið traust

Í viðtali á fréttavef Bloomberg segir Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings, að bankarnir hér hafi brugðist á viðeigandi hátt við áhyggjum sem uppi hafa verið um skuldasöfnun þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap Vopnafjarðarhrepps 35,1 milljón króna

Vopnafjarðarhreppur skilaði 35,1 milljóna krónu tapi á síðasta ári, að því er fram kemur í samanteknum ársreikningi sveitarfélagsins fyrir A og B hluta. A hluti rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins var hins vegar jákvæður um 6,8 milljónir króna. Rekstrartekjur námu 403,6 milljónum á síðasta ári. Þar af námu rekstrartekjur A hluta 299,4 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bættur hagur hjá HP

Tekjur bandaríska tölvuframleiðandans Hewlett-Packard (HP) námu 1,46 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins en það er 51 prósenta aukning á milli ára. Tekjurnar námu 51 senti á hlut, sem er umfram væntingar fjármálasérfræðinga en þeir reiknuðu með tekjuaukningu upp á 49 sent á hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hærra heildsöluverð í Bandaríkjunum

Heildsöluverð hækkaði um 0,9 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta er mesta hækkun síðastliðna sjö mánuði vestra en helsta ástæða hækkunarinnar er hærra eldsneytisverð og verð á öðrum orkugjöfum. Hækkunin nam 0,5 prósentum í mars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir í bresku fyrirtæki

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 55% hlut í breska fyrirtækinu Innovate, sem sérhæfir sig í geymslu og dreifingu á kældum og frystum afurðum. Kaupverð er trúnaðarmál. Í tilkynningu Eimskips segir að með kaupunum á hollenska frystigeymslufyrirtækinu Daalimpex fyrr á árinu og Innovate nú sé Eimskip orðið ráðandi aðili í Evrópu þegar kemur að geymslu á hitastýrðum matvælum.

Innlent
Fréttamynd

Heildarafli skipa minni í ár

Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði, metinn á föstu verði, var 17,6 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Aflinn nam 80.105 tonnum samanborið við 117.612 tonn í apríl í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflinn dregist saman um 15,5 prósent á milli ára, sé hann metinn á föstu verði. Heildaraflinn fyrstu fjóra mánuði ársins var 469.282 tonn en hann var 870.117 tonn í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veikindadögum fækkar

Veikindaleyfi starfsfólks í Bretlandi voru með minnsta móti á síðasta ári en samkvæmt upplýsingum samtaka iðnaðarins á Bretlandi hafa veikindadagar ekki verið færri í 20 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engar athugasemdir vegna yfirtökutilboðs

Yfirtökunefnd gerir ekki athugasemdir við yfirtökutilboð Skoðunar ehf, sem er félag í 100 prósent eigu Dagsbrúnar, í Kögun hf. Skoðun ehf. keypti 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. 22. mars síðastliðinn og í kjölfarið gerði félagið öllum hluthöfum í Kögun hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu. Gildistími þess er frá 18. apríl til 16 maí en tilboðið hljóðar upp á 75 krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hugmyndir um kaup Fly Me á Sterling

Hugmyndir eru uppi um að sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me kaupi Sterling flugfélagið sem er í eigu FL Group og jafnvel norska flugfélagið Norwegian. Ager Hansen, sem er næststærsti hluthafi í Fly Me, segir í viðtali við Finansavisen að Finnair komi líka til greina, en það á lágjaldaflugfélagið Fly Nordic.

Erlent
Fréttamynd

FlyMe horfir til Sterling

Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur í hyggju að kaupa eða renna saman við danska lággjaldaflugfélagið Sterling og norska flugfélagið Norwegian. Þetta segir danska dagblaðið Jyllands-Posten og bætir við að ef af sameiningu flugfélaganna verður þá muni það verða eitt af stærstu lággjaldaflugfélögum Norðurlanda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga á Írlandi 3,8 prósent

Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ECB fylgist með verðbólguþróun

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir í mánaðarlegu fréttabréfi bankans í dag að fylgst verði grannt með verðþróun í álfunni til að halda verðbólgu í skefjum. Óstöðugleiki í olíuverði og óbeinir skattar hafi áhrif á aðra liði til hækkunar og séu líkur á að verðbólga á evrusvæðinu verði yfir 2 prósentum til skamms tíma. Búist er við að verðbólgan muni hækka á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitala neysluverð hækkaði um 1,45 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,45 prósent á milli mánaða og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,48 prósent frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkaði verð á ferðum og flutningum um 5,2 prósent, þar af bensín um 6,5 prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hins vegar um 5,5 prósent á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hollinger tapaði rúmum 800 milljónum króna

Bandaríska dagblaðaútgáfan Hollinger International tapaði 11,7 milljónum Bandaríkjadölum, jafnvirði 824,6 milljóna íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2006. Tapið nemur 13 sentum á hlut. Þetta er ófullnægjandi afkoma, að sögn stjórnar útgáfunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færri íbúðalán

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu alls 3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af voru rúmlega 2,8 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæpar 200 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er samdráttur á milli mánaða og sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið minni en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði töluvert í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag, m.a. vegna styrkingar jensins gagnvart dollar. Það kemur fyrirtækjum í útflutningi illa. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,39 prósent, 238,98 punkta, og endaði í 16.951,93 stigum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spáir áframhaldandi hækkun stýrivaxta

Greiningardeild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands komi til með að hækka stýrivexti sína um 0,5% á fimmtudaginn í næstu viku. Greiningardeildin telur verulega þörf á hækkuninni þar sem Seðlabankinn sé enn langt frá verðbólgumarkmiðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna

Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gullverð ekki hærra í aldarfjórðung

Gullverð hækkaði um 19,90 Bandaríkjadali í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og endaði í 699,90 dölum á únsu. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan í október árið 1980 en þá fór verð á únsu í 850 dali. Fjármálasérfræðingar segja verðið ekki undrunarefni í sjálfu sér heldur sé það athyglisvert hversu mikil hækkunin hafi verið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

AOL segir upp 1.300 manns

Bandaríska netveitan American Online (AOL) greindi frá því í dag að hún ætli að segja upp 1.300 manns, sem er um 7 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Þá mun fyrirtækið loka þremur skrifstofum sínum í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði í dag

Olíuverð fór rétt yfir 70 dollara markið á helstu mörkuðum í dag vegna óvissu um hvort Íranar íhugi að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Íran er annað stærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC og gæti samdráttur á olíuframleiðslu landsins haft áhrif á olíuframboð á heimsvísu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjallað um Kauphöll Íslands á Sky News

Tveggja og hálfrar mínútu frásögn verður af Kauphöll Íslands í kvöldfréttum Sky News í kvöld, en sendingar Sky News ná til til um það bil 80 milljóna manna. Tilefnið er að Kauphöllin hlaut verðlaun Buisness Britain Magazine fyrir árin tvö 2005-2006 fyrir að stuðla að hagvexti í íslensku efnahagslífi.

Innlent
Fréttamynd

Olíutunnan yfir 70 dollurum

Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana, sem er annað stærsta landið innan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og það fjórða stærsta á heimsvísu. Stjórnvöld í Íran hafa hótað að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða en það hefur töluverð áhrif á olíuframboð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá 1,1 prósents verðbólgu í maí

Greiningardeild Landsbankans spáir 1,1 prósents verðbólgu í endurskoðaðri verðbólguspá sinni fyrir maí. Fyrri spá deildarinnar hljóðaði upp á 0,8 prósenta hækkun. Nýr grunnur vísitölunnar hefur einnig áhrif til hækkunnar vísitölunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eigið fé neikvætt hjá RÚV

Eigið fé Ríkisútvarpsins (RÚV) var neikvætt um 186,2 milljónir í lok síðasta árs en það nam 10,2 milljónum við upphaf árs. Í ársuppgjöri RÚV fyrir síðasta ár segir að stofnunin standi á tímamótum. Stjórnvöld áformi að breyta því í hlutafélag um mitt þetta árið. Samhliða því verða eignastaða þess metin og eiginfjarstaðan bætt með framlagi úr ríkissjóði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fáar nýráðningar í Bandaríkjunum

Nýráðningar voru með minnsta móti í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Nýráðningar voru 138.000 talsins og er það með minnsta móti samanborið við síðustu sex mánuði. Laun hafa hins vegar hækkað nokkuð og vekur það ugg manna um yfirvofandi verðbólgu. Atvinnuleysi stóð í stað á milli mánaða en það mældist 4,7 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kögun tapaði 100 milljónum

Kögun hf. og dótturfélög fyrirtækisins töpuðu 100 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 195 prósenta viðsnúningur frá síðasta ári þegar fyrirtækið skilaði 105 milljóna króna hagnaði. Tap Kögunar fyrir skatta nam 120 milljónum króna. Kögun hf. verður skráð úr Kauphöll Íslands gangi yfirtökutilboð Skoðunar ehf. í fyrirtækið eftir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði lítillega

Olíuverð hækkaði lítillega á mörkuðum í dag í kjölfar lækkana síðustu daga og fór yfir 70 dollara markið á ný á helstu mörkuðum. Verð á olíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 14 sent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og stendur verðið í 70,08 dollurum á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 21 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 70,50 dollurum á tunnu.

Viðskipti erlent