Verðbólga á Írlandi 3,8 prósent 11. maí 2006 13:41 Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira