Viðskipti

Fréttamynd

20 prósenta hækkun frá áramótum

Hlutabréf í Íslandsbanka og FL Group hafa hækkað um tuttugu prósent á þeim sextán dögum sem eru liðnir frá áramótum. Verðmæti Íslandsbanka eins og sér fer nú nærri að vera sama og áætluð útgjöld ríkissjóðs í ár samkvæmt fjárlögum.

Innlent
Fréttamynd

Vísitalan yfir sexþúsund stig

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands fór yfir 6000 stig í gær og sló með því enn eitt metið. Vísitalan endaði í 6009 stigum. Hækkun vísitölunnar frá áramótum nemur 8,56 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virkur eignarhlutur í SPH frá upphafi

Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) telur að samkvæmt skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins hafi virkur eignarhlutur verið til staðar í sjóðnum frá upphafi og undrast því rannsókn eftirlitsins nú. Kemur þetta fram í greinargerð sem Sparisjóðurinn sendi frá sér í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áfram hækkar Íslandsbanki

Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 2,5 prósent í byrjun viðskiptadags í gær eftir að greint var frá því að nokkrir lykilstjórnendur í Íslandsbanka hefðu gert kaupréttarsamninga við bankann til þriggja ára. Í lok dags höfðu bréf bankans hækkað um rúm tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir Kjartan Gunnarsson

Henrik Didner, sem situr í valnefnd sem leggur fram tillögu að næstu stjórn sænska verðbréfafyrirtækisins Carnegie, er ósáttur við vinnubrögð Kjartans Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, og ætlar að ganga úr henni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurfjármagna lán Símans

Í kjölfar samrunans við Skipti hefur efnahagsreikningur Símans vaxið úr 26 milljörðum króna í rétt rúma 84 milljarða. Kom þetta fram á hluthafafundi sem haldinn var 21. desember á síðasta ári og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Á hluthafafundinum var samruninn samþykktur. Skipti ehf. er félagið sem keypti Símann af ríkinu í sumar fyrir 66,7 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lokar í fyrsta sinn yfir 6.000 stigum

Úrvalsvísitalan stóð í 6.009 stigum þegar Kauphöllin lokaði í dag og er það í fyrsta skipti í sögunni sem hún lokar í yfir 6.000 stigum. Hækkun á verði hlutabréfa í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands fyrstu tólf daga ársins er svo mikil að ef hún héldist yfir allt árið myndi verðmæti hlutabréfa hækka um 1.100 prósent til ársloka.

Innlent
Fréttamynd

Góð ávöxtun Vista

Séreignarsjóðurinn Vista, sem rekinn er af KB banka og tekur við viðbótarlífeyrissparnaði, skil­aði góðri ávöxtun árið 2005. Ein fjárfestingaleiða sjóðsins, innlend hlutabréf, skilaði 67,4 prósenta nafnávöxtun eða 60,7 prósenta raunávöxtun. Er það 2,7 prósentum umfram hækkun úrvalsvísitölunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtaka sjónvarpsfélags stöðvuð

Þýska útgáfufyrirtækið Axel Springer fær ekki að taka yfir sjónvarpskeðjuna ProSieben­Sat1, samkvæmt úrskurði eftirlitsstofnunar fjölmiðla í landinu. Líklegt þykir að Axel Springer áfrýji úrskurðinum til þýskra dómstóla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjö fyrirtæki mega þegar byrja að selja raforku

Sjö fyrirtæki hafa fengið leyfi til að selja raforku til neytenda eftir að raforkusala var gefin frjáls um síðustu áramót. Veitur sem framleiða rafmagn þurfa sérstakt leyfi til að selja utan síns dreifisvæðis. Þær sem hafa fengið leyfi eru Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Rafmagnsveitur ríkisins - RARIK og Rafveita Reyðarfjarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur að lækka

Erlendir sérfræðingar telja að gengi bandaríkjadals muni lækka gagnvart helstu gjaldmiðlum á árinu. Kemur þetta fram á vefsíðu greiningardeildar Íslandsbanka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FlyMe tvöfaldast í verði

Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons eignarhaldsfélagi, hækkuðu gríðarlega í gær í miklum viðskiptum. Gengið stóð í 0,23 sænskum krónum á hlut rétt fyrir lokun markaða og hafði hækkað um 30 prósent á einum degi. Frá áramótum er hækkunin um 85 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja lítinnn áhuga á olíufélögum

Fjármálasérfræðingar segja að lítill áhugi virðist vera á því að kaupa olíufélagið Esso og Skeljungur mun hafa verið falur um hríð, án þess að fjárfestar hafi sýnt áhuga.

Innlent
Fréttamynd

Ker vill selja Esso

Ker ætlar að selja Olíufélagið hf. Helstu ástæður þessa eru að sögn Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Olíufélagsins, að efnahagsástandið sé hagstætt og margir hafi getu til að kaupa félagið, en ekki síður að eigendur Kers hafi hug á að auka fjárfestingar sínar erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Græddi 25 milljónir á sólarhring

Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, keypti í gær hlutabréf í bankanum fyrir tæpan milljarð króna. Bjarni keypti bréfin í gær á genginu 18,6 en nú síðdegis var skráð gengi þeirra 19,1. Það þýðir að bara á þessum eina skammti hefur Bjarni hagnast um 25 milljónir króna á einum sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni eykur hlut sinn

Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, hefur keypt 50 milljón hluti í Íslandsbanka. Verð hlutabréfanna er 930 milljónir króna. Hlutur Bjarna í félaginu er nú um 0,93%.

Innlent
Fréttamynd

Trillukarlar í flugrekstur

Um tuttugu Horn­firðingar, sem flestir tengjast smábátaútgerð, keyptu skömmu fyrir áramót 10 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu City Star. Félagið er að megni til í eigu Íslendinga en það er móðurfélag skoska flugfélagsins City Star Airlines og Landsflugs. Kaupin koma í kjölfar skemmtiferðar hornfirskra trillukarla í september síðastliðnum en þá flugu þeir með City Star Airlines frá Hornafirði. til Írlands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stelios hefur ekki gert upp hug sinn

Stofnandinn og stærsti eigandi easy­Jet, Stelios Haji-Ioannou, segir í viðtali við Evening Standard að hann hafi ekki gert upp hug sinn hvort hann myndi fallast á hugsanlega yfirtöku FL Group. "Ég er hvergi nærri því að selja. Ég tel enn að bréfin eigi meira inni."

Viðskipti innlent
Fréttamynd

100 milljarða króna fjármögnun Actavis

Actavis hefur gengið frá 100 milljarða fjármögnun sem byggist annars vegar á sambankaláni og hins vegar á sölu forgangsréttarhlutabréfa. Sambankalánið er að upphæð 80 milljarðar króna sem er það mesta sem íslensku fyrirtæki hefur verið veitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að Íslandsbanki sameinist öðrum

Hugmyndir um að Íslandsbanki sameinist öðrum banka hafa verið lagðar á hilluna með sölu á fjórðungshlut Straums-Burðaráss í gær, að mati stjórnarformanns bankans. Hann telur að meiri friður skapist nú um eignarhald í bankanum.

Innlent
Fréttamynd

Verð Actavis hækkaði um fimm prósent

Hlutabréf í Actavis hafa hækkað um 5,06 prósent í dag en um miðjan dag var tilkynnt um rúmlega hundrað milljarða lántöku fyrirtækisins hjá sex erlendum bönkum. Alls hafa bréf í félaginu hækkað um 12,65 prósent frá áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Tóku 100 milljarða að láni

Actavis hefur tekið lán upp á rúmlega 100 milljarða króna. Sex erlendir bankar veita lánið sem er tekið í bandarískum dollurum og að upphæð 1,27 milljarðar í þeim gjaldmiðli.

Innlent
Fréttamynd

Söluhagnaður Straums-Burðaráss 16 milljarðar króna

Söluhagnaður Straums-Burðaráss af sölu á tæplega fjórðungshlut fyrirtækisins í Íslandsbanka nemur um 16 milljörðum króna, að sögn Þórðar Más Jóhannessonar forstjóra. Miklar vangaveltur eru þegar uppi um frekari eignatilfærslur hér innanlands eftir að Straumur-Burðarás fékk um 80 milljarða króna fyrir hlutinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrari blokkir eftir Íslandsbankasöluna

Sala Straums til FL Group, Þáttar og fleiri aðila skýrir línur í eignarhaldi stærstu bankanna. Þrjár megin viðskiptablokkir eru með stærstu viðskiptabankanna í miðju sinni. Viðskiptin marka skil í átökum sem verið hafa í eigendahópi bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

160 milljarðar í árshagnað

Hagnaður helstu Kauphallarfélaga nærri fjórfaldast á fjórða ársfjórðungi. Gengishagnaður fjármálafyrirtækja í sögulegu hámarki. Spáð minni hækkun Úrvalsvísitölunnar í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sterling selt til Easy Jet?

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir að til greina komið að selja breska lággjaldaflugfélaginu Easy Jet, danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group. Í viðtali við danska viðskiptablaðið Börsen segir Hannes að einnig komi til greina að auka mjög samstarf þessara tveggja flugfélaga. Sameinuð yrðu flugfélögin stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.

Innlent