Viðskipti

Tímamót hjá Avion-flugfélaginu
Avion Group hefur fengið afhenta Boeing 747-400 flugvél sem er mun sparneytnari og tæknilegri en eldri gerðir og getur borið mun meira af frakt yfir lengri vegalengd. Framkvæmdastjóri Avion segir þetta viss tímamót í rekstri félagsins.

Samherji eykur hlut sinn
Samherji hefur aukið hlut sinn í Síldarvinnslunni um 10,59% og á eftir kaupin 34,78% eignarhlut í félaginu. Kaupverð eignarhlutarins var um 795 milljónir króna. Snæfugl, sem er 59% í eigu Samherja, á 12,94% eignarhlut í Síldarvinnslunni.

Forstjóri Boeing segir upp
Harry Stonecipher, forstjóri og stjórnarformaður Boeing, hefur sagt upp starfi sínu hjá fyrirtækinu að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Farið var fram á uppsögn Stoneciphers eftir að rannsókn var gerð á sambandi hans við konu sem starfar hjá Boeing.

Stór hluthafi í KB og Íslandsbanka
Nýir eigendur eru komnir að þriðjungshlut í Olíufélaginu og með því eignast Landsbankinn dágóðan hlut í KB banka. Þar með er Landsbankinn óbeint stór hluthafi í báðum samkeppnisbönkunum, KB banka og Íslandsbanka.

Stofnfé í SPRON verður stóraukið
Stofnfjáreigendur geta keypt tvo nýja hluti fyrir hvern sem þeir eiga fyrir. Aðalfundur heimilaði að stofnfé yrði hækkað úr 14.480 hlutum í 100 þúsund en byrjað verður á þreföldun. Sparisjóðsstjórinn vill styrkja eigið fé sjóðsins.
Félagsmenn eignast séreignasjóð
Á aðalfundi Verzlunarmannafélgs Reykjavíkur mun stjórn félagsins leggja til að hver félagsmaður eignist séreignarsjóð hjá félaginu.

Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu
Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu.

Varasjóðir VR
"Með þessu erum við í raun og veru að setja allar hliðarþjónustu félagsins í einn sjóð. Sjötíu prósent iðgjalda rennur áfram til samtryggingar félagsins og fer í sjúkra- og slysadagpeninga, dagpeninga fyrir langveik börn, dánarbætur, lögfræðiaðstoð og svo framvegis," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur.

Afskrifaði 500 milljónir af 700
Síminn borgaði tæplega 700 milljónir króna fyrir svokallaðar óefnislegar eignir í fyrra en afskrifaði rúmlega 500 þeirra í lok árs. Forstjóri Símans segir þetta ekki þýða að eignirnar hafi verið metnar of hátt.

Eiga enn meira í Smáralind
Með kaupum á 34 prósenta hlut í Fasteignafélagi Íslands, sem á meðal annars Smáralind, hafa Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, Saxhóll og Baugur eignast 98 prósent af öllu hlutafé í félaginu. Seljendur að þessum 34 prósentum eru Norvik, Vesturgarður og Sveinn Valfells.

deCode tapar 3,5 milljörðum
Rúmlega 3,5 milljarða króna tap varð af rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári. Árið 2003 nam tapið af rekstrinum rúmlega tveimur milljörðum króna. Tekjur félagsins árið 2004 námu tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna.

Sakaður um trúnaðarbrest
Stjórnarformaður hollenska skipafélagsins Geest, sem Samskip tilkynnti um kaup á í gær, sakar forstjóra Eimskips um trúnaðarbrest vegna ummæla hans. Haft var eftir forsvarsmönnum Eimskips í gær að hætt hefði verið við kaup á Geest þar sem verðið hafi verið of hátt.
Sakaður um trúnaðarbrot
Fyrrum eigendur hollenska skipafélagsins Geest North Sea Line sem Samskip hafa keypt, hugleiða lagalegar aðgerðir vegna þess sem þeir telja trúnaðarbrot í yfirlýsingum forstjóra Eimskipafélagsins.

Skipafélagsbréf í arð
Til greina kemur að hluthafar Burðaráss fái bréf í Eimskipafélaginu í arð þegar félagið verður skráð á markað. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Burðaráss í ræðu á aðalfundi félagsins. Eimskipafélagið er að fullu í eigu Burðaráss.

Lyfjamarkaðurinn opinn öllum
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um samkeppnisumhverfi og verðmyndun lyfja á Íslandi vill lyfjafyrirtækið Actavis taka fram að íslenski markaðurinn sé opinn öllum þeim sem sækist eftir að selja lyf á markaðnum og uppfylla skilyrði Lyfjastofnunar.

Undirbúa dómsmál vegna kaupanna
Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar.

Samskip í hóp hinna stærstu
"Þetta er vissulega afar stórt skref fyrir Samskip og stór biti að kyngja fjárhagslega en við erum fullir bjartsýni og teljum okkur hafa gert góð kaup," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa erlendis, eftir að tilkynnt var að félagið hefði keypt hollenska gámafyrirtækið Geest North Sea Line.

Reynir Baugur yfirtöku að nýju?
Baugur er talinn líklegur til að reyna nýja leið til að yfirtaka bresku matvælakeðjuna Somerfield Plc. samkvæmt heimildamanni Reuters-fréttastofunnar. Þar er ekki endilega átt við að hærra tilboð verði gert í keðjuna en það sem gert var í febrúar þegar Baugur bauð 190 pens á hlut.

Bílainnflutningur eykst um 30%
Innflutningur bifreiða jókst um rúm 30 prósent í fyrra miðað við árið 2003. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu voru 16.500 bílar fluttir til landsins í fyrra en árið á undan voru 12.600 bílar fluttir til landsins.
Ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar
Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri markaðs-og sölusviðs Flugleiða eða Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Húsasmiðjunnar í stað Árna Haukssonar. Steinn Logi hefur störf 11. mars næstkomandi. Hann segist hlakka til að takast á við nýja starfið og segir fyrirtækið öflugt og eigendur þess metnaðarfulla.

Olíuverð fór yfir 53 dollara
Heimsmarkaðsverð á olíu náði fjögurra mánaða hámarki í gær þegar verðið á tunnunni fór yfir fimmtíu og þrjá dollara. Að sögn sérfræðinga á olíumarkaði er ástæða hækkunarinnar aukin eftirspurn eftir olíu á heimsvísu.
Þrjár nýjar stofnanir
Í nýjum frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er lagt til að í stað Samkeppnisstofnunar verða til tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og úrskurðarnefnd samkeppnismála. Að auki verður sett á fót Neytendastofa.

Íslenskir dómstólar hlíti EFTA
Í frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er ákvæði sem segir að íslenskir dómstólar verði að hlíta niðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA í samkeppnismálum er varða Evrópska efnahagssvæðið. Iðnaðarráðherra segir það ekki brot á ákvæði í stjórnarskrá er varði sjálfstæði dómstólanna. </font /></b />

Hyggja á frekari fjárfestingar
Flugleiðir hyggja á frekari fjárfestingar erlendis og hefur félagið til þess 350 milljónir dollara í eigið fé. Þetta segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í viðtali við þýska viðskiptadagblaðið <em>Handelsblatt</em>.

Verðbólga hærri en hjá EES-ríkjum
Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum EES var 115,9 stig í janúar síðastliðnum og lækkaði um 0,5% frá desember, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 129,5 stig og lækkaði hún um 0,4% frá fyrra mánuði. Frá janúar 2004 til janúar 2005 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,0% að meðaltali í ríkjum EES en 2,7% á Íslandi.

Íhugar kaup á French Connection
Baugur stefnir að því að kaupa bresku tískufatakeðjuna French Connection sem rekur hundruð verslana víða um heim, samkvæmt fréttum í breska dagblaðinu <em>Daily Telegraph</em> í dag. Þar segir að íslenska fyrirtækið, sem þegar eigi verslanir á borð við Hamleys og Oasis í Bretlandi, hafi áhuga á að kaupa þrjú prósent í French Connection til að byrja með fyrir sem svarar til um rúmlega eins milljarðs íslenskra króna.

Baugur íhugar formlegt boð
Baugur íhugar nú að bjóða á nýjan leik í verslanakeðjuna Somerfield og að þessu sinni með formlegum hætti. Frá þessu greindu breskir fjölmiðlar í gærkvöldi. Haft er eftir forsvarsmönum Baugs að félagið sé að endurmeta stöðuna varðandi Somerfield og hugsanlegt sé að tilboð verði lagt fram fljótlega.

Kauphöllin áminnir Íbúðalánasjóð
Kauphöll Íslands hefur ákveðið að áminna Íbúðalánasjóð opinberlega fyrir brot á reglum Kauphallarinnar í tengslum við lánshæfismat á sjóðnum.

Krónan hefur kallað á stríð
Ný verðstefna sem kom til framkvæmda hjá Krónunni um helgina hefur hrint af stað verðstríði á matvörumarkaði, að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Talsmenn Bónuss og Nettó segja að ekkert verði gefið eftir. </font /></b />

KB banki hækkar vexti
KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra lána frá og með morgundeginum um allt að 0,3 prósentustig. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta.