Innlendar

Fréttamynd

Anton jafnaði met Arnar

Sundmaðurinn stórefnilegi, Anton Sveinn McKee, gerði sér lítið fyrir nú áðan og og jafnaði Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 400 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Sterkar þjóðir keppa hér á landi

Í dag hefst sterkasta íshokkímót sem haldið hefur verið hérlendis þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik en þar fyrir utan eru Spánn, Króatía, Serbía og Eistland í riðli Íslands.

Sport
Fréttamynd

Geta tryggt sig á Ólympíuleika

Í dag hefst Íslandsmeistaramótið í 50 m laug í Laugardalslauginni. Þetta er stærsta mót ársins hér á landi og eitt fárra sem eru viðurkennd hjá FINA, Alþjóðasundsambandinu. Keppendur eiga því möguleika á að ná Ólympíulágmörkum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið í badminton - myndir

Íslandsmótið í badminton fór fram um helgina. Ragna Ingólfsdóttir setti glæsilegt met er hún varð fyrsta konan til þess að vinna einliðaleikinn í níu skipti. Kári Gunnarsson vann einliðaleik karla en þetta var fyrsti sigur hans.

Sport
Fréttamynd

Ragna og Kári Íslandsmeistarar í badminton

Ragna Ingólfsdóttir og Kári Gunnarsson urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton. Ragna var að vinna í níunda skipti, sem er met, en Kári var að vinna sinn fyrsta titil í einliðaleik.

Sport
Fréttamynd

Óðinn Björn fer á ÓL í London

Það fjölgaði í íslenska Ólympíuhópnum í kvöld þegar kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH tryggði sér farseðilinn til London.

Sport
Fréttamynd

Anton bætti Íslandsmetið aftur

Sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur verið í miklu stuði á spænska meistaramótinu í sundi og tvíbætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi í dag.

Sport
Fréttamynd

Geir Ólafs í júdóið | Bjarni bronsmaður segir hann vera öflugan

Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki.

Sport
Fréttamynd

Bikargleði í Laugardalshöllinni - myndir

Kvennalið Aftureldingar og karlalið KA urðu í dag bikarmeistarar í blaki en úrslitaleikir Asics-bikarsins fóru þá fram í Laugardalshöllinni. Afturelding var að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil en KA-menn urðu meistarar þriðja árið í röð og í fimmta sinn alls.

Sport
Fréttamynd

KA vann Stjörnuna þriðja árið í röð

KA varð bikarmeistari karla í blaki þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Asics bikarsins í Laugardalshöllinni. KA hefur unnið Stjörnumenn í úrslitaleiknum öll þrjú árin en félagið varð þarna bikarmeistari karla í fimmta sinn.

Sport
Fréttamynd

Afturelding bikarmeistari í blaki í fyrsta sinn

Afturelding varð bikarmeistari kvenna í blaki eftir öruggan 3-0 sigur á Þrótti í úrslitaleik Asicsbikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þetta er fyrsti titilinn sem Afturelding vinnur í blakinu.

Sport
Fréttamynd

Óðinn kastaði kúlunni 19,75 metra í gær

Óðinn Björn Þorsteinsson kúluvarpari úr FH kastaði í gærkvöldi kúlunni 19,75 metra í gærkvöldi sem er einungis 25 cm frá Ólympíulágmarki en Óðinn var að kasta kúlunni innanhúss í Kaplakrika. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Afturelding í bikarúrslitaleikinn en þjálfarinn í bann

Undanúrslitaleikirnir í Asicsbikarnum í blaki fóru fram í Laugardalshöllinni í dag en úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á sama stað á morgun. Hjá konunum komust Þróttur úr Neskaupsstað og Afturelding í úrslitaleiknum en bikarúrslitaleikurinn hjá körlunum verður á milli KA og Stjörnunnar.

Sport
Fréttamynd

Emilía fékk brons í Svíþjóð

Emilía Rós Ómarsdóttu frá Skautafélagi Akureyrar vann til bronsverðlauna á listhlaupsmóti í Malmö um helgina. Níu íslenskar stelpur tóku þátt í keppninni að því er fram kemur á heimasíðu Skautasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Tek með mér alla skó

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er á leiðinni í 3 vikna æfingabúðir til Ástralíu. Innanhússtímabilið gekk vel og Helga horfir nú til þess að ná lágmarkinu inn á ÓL í London í sumar. Þessa dagana er það þó "hamurinn“ sem ræður ferðinni.

Sport