Innlendar

Einar Daði hætti við þátttöku á sterku móti í Tallinn
Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins.

Gunnar valinn bardagamaður ársins hjá Cage Contender
Gunnar Nelson og Mjölnir mokuðu til sín verðlaunum á uppskeruhátíð Cage Contender í Dublin í gærkvöld. Gunnar hlaut tvö verðlaun og Mjölnir var valið lið ársins.

Orri og félagar lögðu meistarana
Blakmaður ársins, Orri Þór Jónsson, er atvinnumaður í blaki í Danmörku og leikur með HIK Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni en hann gekk í raðir félagsins frá uppeldisfélagi sínu HK nú í sumar.

Jón Margeir íþróttamaður Reykjavíkur og Kópavogs
Sundkappinn Jón Margeir Sverrisson var í dag útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur. Hann er því bæði íþróttamaður Kópavogs og Reykjavíkur.

Jón Margeir og Íris Mist best í Kópavogi
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum fyrr í vikunni.

Þróttur Nes. marði sigur á Aftureldingu
Þróttur frá Neskaupstað vann nauman sigur á Aftureldingu í viðureign liðanna í Mikasa-deild kvenna í blaki í Mosfellsbæ í kvöld.

Íþróttamaður ársins 2012 | Myndasyrpa
Það var mikið um dýrðir í Gullhömrum í gær er íþróttamaður ársins var krýndur. Það var handboltamaðurinn Aron Pálmarsson sem fékk sæmdarheitið að þessu sinni.

Landsliðið í hópfimleikum er lið ársins 2012
Sú nýbreytni var tekin upp í kjöri íþróttamanns ársins í ár að kjósa þjálfara og lið ársins. Lið ársins er kvennalandslið Íslands í hópfimleikum. Landsliðið er skipuð stúlkum úr fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi.

Hver verður valinn íþróttamaður ársins?
Í kvöld kemur í ljós hver hlýtur sæmdarheitið íþróttamaður ársins 2012 af Samtökum íþróttafréttamanna. Það er ljóst að nýtt nafn verður letrað á listann í ár enda hefur enginn af þeim sem eru á topp tíu listanum hlotið sæmdarheitið áður.

Vala Rún skautakona ársins
Vala Rún B. Magnúsdóttir hefur verið kjörin skautakona ársins af Skautasambandi Íslands. Vala Rún hafnaði í fyrsta sæti á Bikarmóti ÍSS og öðru sæti á Íslandsmóti ÍSS. Þá hafnaði hún í fyrsta sæti í stúlknaflokki á Reykjavík International Games.

Þau tíu bestu á árinu
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins.

Akstursíþróttasamband Íslands stofnað | Sérsamböndum ÍSÍ fjölgar
Kosið verður í fyrstu stjórn Akstursíþróttasambands Íslands á stofnþingi sambandsins á morgun.

Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi karatefólk ársins
Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012.

Ástrós og Hafþór keilufólk ársins
ÍR-ingarnir Ástrós Pétursdóttir og Hafþór Harðarson hafa verið valin íþróttakona- og maður ársins 2012 í keilu.

Sigurður og Sara danspar ársins
Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir hafa verið útnefnd danspar ársins af Dansíþróttasambandi Íslands.

Kári og Ragna badmintonfólk ársins
Kári Gunnarsson og Ragna Ingólfsdóttir hafa verið valin badmintonfólk ársins 2012. Stjórn Badmintonsambands Íslands tilkynnti valið í dag.

Hjördís og Orri Þór blakfólk ársins
Hjördís Eiríksdóttir og Orri Þór Jónsson hafa verið útnefnd blakfólk ársins af stjórn blaksambands Íslands.

Apostolov tekur við karlalandsliðinu í blaki
Blaksamband Íslands hefur ráðið Apostolo Apostolov sem landsliðsþjálfara karla í blaki. Apostolov hefur þjálfað kvennalandslið Íslands undanfarin fjögur ár.

María og Sævar skíðafólk ársins
María Guðmundsdóttir frá Akureyri og Sævar Birgisson frá Ólafsfirði hafa verið útnefnd skíðakona og -maður ársins 2012.

Garpar og Mammútar sigursælir norðan heiða
Garpar stóðu uppi sem sigurvegarar á bikarmóti Krulludeildar Skautafélags Akureyrar sem lauk í gærkvöldi.

Matthías ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í blaki
Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár.

Afreksfólk fatlaðra verðalaunað
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki.

Sævar undir Ólympíulágmarki
Skíðagöngukappinn Sævar Birgisson náði frábærum árangri á FIS-móti í Idre í Svíþjóð þegar hann lækkaði sig í 86 FIS-punkta. Hann varð í 13. sæti í keppninni og er langt undir Ólympíulágmarki sem er 120 punktar.

Pétur og Marín Laufey glímufólk ársins
Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, voru valin glímufólk ársins 2012 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 24. nóvember 2012.

Æfa með einu besta félagi heims
Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni.

Á að banna getuskiptingu barna í hópíþróttum?
Húsfyllir var á ráðstefnu sem Háskóli Íslands og Íþróttasamband Íslands stóðu fyrir í hátíðarsal háskólans í gær. Ráðstefnan bar titilinn "Skipta íþróttir máli?" og var hún tvískipt. Annars vegar var fjallað um almennt íþróttastarf og hins vegar afreksíþróttir.

Þormóður með flensu og Ármann vann sveitakeppnina
Ármann hafði sigur í sveitakeppni karla í júdó sem fram fór í gær. Í sveitakeppni kvenna hafði A-sveit Júdófélags Reykjavíkur betur gegn B-sveit félagsins.

Kristján Helgi þrefaldur Íslandsmeistari
Kristján Helgi Cassasco úr Víkingi og Thelma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu urðu í gær Íslandsmeistarar í kumite í opnum flokki fullorðinna.

Ásgeir farinn að skjóta í Þýskalandi
Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari.

Vésteinn hættur að þjálfa Kanter
Frjálsíþróttaþjálfarinn Véstein Hafsteinsson og eistneski kringlukastarinn Gerd Kanter hafa slitið samstarfi sínu sem hefur staðið undanfarin tólf ár.