Erlendar

Fréttamynd

Denver vann Norðvesturriðilinn

Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland.

Sport
Fréttamynd

Gæti spilað gegn Sunderland

Argentínski varnarjaxlinn Gabriel Heinze verður mögulega í liði Manchester United á föstudaginn þegar liðið tekur á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Þessi tíðindi ganga þvert á það sem leikmaðurinn og stjóri hans hafa sagt undanfarnar vikur, því varnarmaðurinn lenti í alvarlegum hnémeiðslum í haust og ekki þótti ráðlegt að taka áhættu á að láta hann spila of snemma.

Sport
Fréttamynd

Hiddink tekur við Rússum

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink hefur nú bundið enda á allar vangaveltur sem hafa tengt hann við enska landsliðið, því í dag tilkynnti hann í sjónvarpsviðtali í heimalandinu að hann tæki við landsliði Rússa eftir að HM lýkur í sumar. Hiddink stýrir liði PSV Eindhoven í dag, en stýrir svo liði Ástrala á HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Það er engin pressa á mér eða liðinu

Jose Mourinho segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó Manchester United sé á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni, því leikmenn Chelsea hafi titilvörnina algerlega í höndum sér og því eigi sprettur United ekki eftir að skila neinu þegar upp verði staðið.

Sport
Fréttamynd

Baunar enn á Souness

Craig Bellamy vísar því alfarið á bug að hann sé maður sem hafi slæm áhrif á þau lið sem hann hefur spilað fyrir á ferlinum eins og fyrrum knattspyrnustjóri hans Graeme Souness gaf til kynna þegar hann setti hann í skammarkrókinn hjá Newcastle á sínum tíma. Bellamy hefur verið lykilmaður spútnikliði Blackburn í vetur og segist ekki skilja orð fyrrum knattspyrnustjóra síns.

Sport
Fréttamynd

Missir líklega af HM

Varnarmaðurinn Luke Young hjá Charlton á að öllum líkindum litla möguleika á að komast í HM-hóp Englendinga í sumar eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik með liði sínu á dögunum. Young hlaut svipuð meiðsli snemma á leiktíðinni og var þá frá í einar fimm vikur, en nú segist hann líklega þurfa enn lengri tíma til að jafna sig. Young leysti Gary Neville af í stöðu hægri bakvarðar með landsliðinu í vetur og stóð sig þá ágætlega.

Sport
Fréttamynd

Fréttirnar af Rooney eru kjaftæði

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að fréttir af himinháum spilaskuldum ungstirnisins Wayne Rooney séu rakalaus þvættingur en séu því miður fylgifiskur þess að vera stórstjarna í knattspyrnu og líkir því sem Rooney gengur í gegn um nú við það sem menn á borð við George Best, Paul Gascoigne og David Beckham þurftu að þola á sínum ferli.

Sport
Fréttamynd

Hrifinn af Fowler

Sam Allardyce hefur látið í veðri vaka að Bolton reyni að lokka til sín framherjann Robbie Fowler ef hann fær ekki framlengingu á samningi sínum við Liverpool. Fowler hélt upp á afmælið sitt í gær með því að skora sigurmark Liverpool gegn Bolton.

Sport
Fréttamynd

Púttin klikkuðu hjá mér

Bandaríski kylfingnum Tiger Woods þótti ansi blóðugt að það hefðu verið sérgrein hans púttin sem hefðu orðið honum að falli á nýafstöðnu Masters-mótinu í Bandaríkjunum. Það var landi hans Phil Mickelson sem sigraði á mótinu og klæddist græna jakkanum sem hann einmitt afhenti Woods eftir mótið í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Hiddink í fýlu út í enska knattspyrnusambandið

Knattspyrnustjórinn Guus Hiddink sem gerði lið sitt PSV Eindhoven að Hollandsmeisturum í gær, er sármóðgaður út í enska knattspyrnusambandið og hefur nú fullyrt að hann muni alls ekki taka við lið Englendingum eftir að Sven-Göran Eriksson hættir störfum þar eftir HM í sumar.

Sport
Fréttamynd

Miðaverð hækkar mikið á næsa tímabili

Gera má ráð fyrir að stuðningsmenn Manchester United verði sumir hverjir óhressir með nýjustu fréttir af félaginu, því forráðamenn félagsins hafa nú tilkynnt að miðaverð muni hækka verulega á næstu leiktíð. Þegar allt er talið hækkar miðaverð á leiki á Old Trafford að meðaltali um rúm 12%. Einhverjir stuðningsmanna liðsins geta þó sætt sig við það að það verða dýrustu sætin sem hækka hlutfallslega mest. Hækkunin þýðir að dýrasta sætið mun kosta um 38 pund, en það ódýrasta um 23 pund.

Sport
Fréttamynd

Lakers vann grannaslaginn

Los Angeles Lakers sigraði í nótt granna sína Clippers 100-83 í NBA deildinni og kom þar með í veg fyrir að Clippers hefði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í fyrsta sinn síðan árið 1993. Kobe Bryant skoraði 17 af 38 stigum sínum í fjórða leikhlutanum, en Elton Brand og Sam Cassell skoruðu 24 stig hvor fyrir Clippers - sem þó er enn ofar í töflunni.

Sport
Fréttamynd

Phil Mickelson sigraði

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson vann í gær sinn annan sigur á þremur árum á Masters-mótinu í golfi sem fram fór á Augusta-vellinum. Mickelson lék lokahringinn á 69 höggum og endaði á 7 höggum undir pari - tveimur höggum á undan Suður-Afríkumanninum Tim Clark.

Sport
Fréttamynd

Kidd með áttundu þrennuna í sigri Nets

Fimm leikjum er þegar lokið í NBA deildinni í kvöld. New Jersey Nets komst aftur á sigurbraut og lagði Milwaukee Bucks 95-83. Jason Kidd náði áttundu þrennu sinni í vetur og þeirri 75. á ferlinum þegar hann skoraði 11 stig, hirti 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar hjá Nets. Vince Carter var stigahæstur með 25 stig, en hjá Milwaukee skoraði TJ Ford mest, 19 stig. Leikur Seattle og Phoenix verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV klukkan eitt í nótt.

Sport
Fréttamynd

Ánægður með Fowler

Rafa Benitez var ánægður með sigurmark afmælisbarnsins Robbie Fowler gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag og gaf til kynna að frammistaða eins og þessi yrði ekki til að skemma fyrir honum þegar kæmi að því að endurskoða samning hans í sumar.

Sport
Fréttamynd

Önnur félög hefðu ef til vill rekið Ferguson

David Gill segir ekki ólíklegt að einhver önnur félög en Manchester United hefðu ef til vill látið Sir Alex Ferguson fara eftir vonbrigði framan af leiktíðinni, en bendir á að það að skipta um knattspyrnustjóra sé alls ekki alltaf lausnin.

Sport
Fréttamynd

Svaraði spurningunum á vellinum

Breska blaðið The Sunday Mirror greindi frá því í dag að Wayne Rooney skuldaði 700.000 pund vegna veðmála á þessu ári og hefur málið vakið mikla athygli á Englandi, þar sem landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson hefur meðal annars ákveðið að kalla Rooney á sinn fund til að ræða þessar fréttir. Rooney var spurður út í þessar fréttir eftir leikinn við Arsenal í dag.

Sport
Fréttamynd

PSV Eindhoven meistari

PSV Eindhoven varði í dag meistaratitil sinn í hollensku knattspyrnunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Groningen á heimavelli sínum og liðið því komið með 80 stig í deildinni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. AZ Alkmaar tapaði á sama tíma fyrir Ajax og hefur 70 stig í öðru sætinu.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Santander og Barcelona

Spænsku meistararnir í Barcelona urðu að sætta sig við jafntefli á útivelli gegn frísku liði Racing Santander í dag 2-2. Henrik Larsson og Samuel Eto´o skoruðu mörk Börsunga í leiknum sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn. Barcelona er sem fyrr á toppi deildarinnar og hefur 11 stiga forskot á Real Madrid og Valencia sem eru í öðru og þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Við eigum góða möguleika á að ná Chelsea

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sína menn eftir sigurinn á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir lið sitt eiga ágæta möguleika á að ná Chelsea á lokasprettinum. Wayne Rooney var maður leiksins og skoraði annað mark liðsins og lagði hitt upp fyrir Kóreumanninn Park.

Sport
Fréttamynd

Loeb sigraði annað árið í röð

Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastien Loeb frá Frakklandi, vann í dag sigur í hinu árlega Korsíkuralli sem staðið hefur yfir síðan fyrir helgi. Þetta er annað árið í röð sem Loeb sigrar í þessari keppni, en með sigrinum minnkaði hann forskot Marcus Grönholm á toppi stigakeppni ökumanna til heimsmeistaratitilsins. Loeb, sem ekur á Citroen, varð nærri hálfri mínútu á undan hinum finnska Grönholm sem ekur Ford-bifreið.

Sport
Fréttamynd

Hamburg bikarmeistari

Lið Hamburg varð í dag bikarmeistari í þýska handboltanum þegar liðið skellti Kronau/Östringen í úrslitaleik 26-25. Hamburg hefur komið nokkuð á óvart í keppninni og sló meðal annars Íslendingalið Magdeburg úr keppni í undanúrslitum í gær.

Sport
Fréttamynd

Mickelson í forystu

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu á Masters mótinu í golfi þegar einn hringur er eftir sem spilaður verður á morgun. Michelson er á fjórum höggum undir pari, en hann átti erfitt uppdráttar á síðasta hring eins og fleiri. Chad Campbell og Fred Couples eru jafnir í öðru sæti á mótinu á þremur höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Kaka skoraði þrennu

Brasilíski leikstjórnandinn Kaká fór á kostum í dag þegar AC Milan tók Verona í kennslustund 4-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Milan lenti undir 1-0 í leiknum, en varnarmaðurinn Nesta jafnaði leikinn og svo skoraði Kaká þrennu í síðari hálfleiknum, þar af eitt mark úr vítaspyrnu. Milan er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar á eftir Juventus og eru tveimur stigum á undan grönnum sínum í Inter sem eru í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Manchester United lagði Arsenal

Manchester United heldur uppteknum hætti í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og í dag vann liðið sannfærandi sigur á Arsenal 2-0 á heimavelli sínum Old Trafford, en þetta var níundi sigur United í röð. Maður leiksins Wayne Rooney skoraði fyrra mark United í upphafi síðari hálfleiksins og Kóreumaðurinn Park bætti við öðru marki á 78. mínútu og innsiglaði sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Eins og við værum tólf á vellinum

Jose Mourinho var afar ánægður með sigur sinna manna í Chelsea á West Ham í dag, þar sem heimamenn lentu marki undir og misstu mann af velli snemma leiks - en náðu að snúa dæminu við og vinna stórsigur. Mourinho sagði að sínir menn hefðu litið út fyrir að vera manni fleiri inni á vellinum en ekki einum færri eins og raun bar vitni.

Sport
Fréttamynd

Mayweather vann Judah

Heimsmeistarinn Floyd Mayweather tryggði stöðu sína sem einn allra besti boxari heims þegar hann sigraði Zab Judah á stigum í bardaga þeirra í Las Vegas í nótt. Mayweather var sannarlega betri í bardaganum og hirti IBF-beltið af Judah með sigrinum. Mayweather er ósigraður í 35 bardögum.

Sport
Fréttamynd

Chelsea burstaði West Ham

Chelsea vann sannfærandi sigur á grönnum sínum í West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að vera manni færri nær allan leikinn. Maniche var vikið af leikvelli á 16. mínútu en áður hafði Collins komið gestunum í West Ham í 1-0. Chelsea tvíefldist við mótlætið og sigraði 4-1 með mörkum frá Drogba, Gallas, Crespo og Terry og heldur sínu striki á toppi deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Cleveland stöðvaði New Jersey

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu í kvöld 14 leikja sigurgöngu New Jersey Nets í NBA deildinni með 108-102 sigri á útivelli. LeBron James fór á kostum í fjórða leikhlutanum og tók þá yfir leikinn eins og svo oft áður, en hann skoraði 18 af 37 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var níundi leikurinn í röð sem hinn ungi James skorar 35 stig eða meira, sem er næstlengsta rispa sinnar tegundar í deildinni síðan árið 1970.

Sport
Fréttamynd

Spáir meiri spennu á næsta tímabili

Alex Ferguson segist vænta þess að baráttan um enska meistaratitilinn verði mun harðari á næsta keppnistímabili og spáir því að sínir menn ásamt Arsenal muni veita Englandsmeisturum Chelsea miklu betri samkeppni en í ár.

Sport