Erlendar

Fréttamynd

Sakaður um steraneyslu

Ameríska hafnarboltastjarnan Barry Bonds er borin þungum sökum í bók eftir tvo íþróttafréttamenn sem kemur út á næstunni. Höfundar bókarinnar er sagðir færa rök fyrir því í bókinni að Bonds hafi á ótrúlega skömmum tíma breytt sér úr spretthörðum íþróttamanni í vöðvatröll og ekkert annað en steranotkun hafi geta orðið þess valdandi.

Sport
Fréttamynd

Hyypia á bekknum hjá Liverpool

Finnski varnarjaxlinn Sami Hyypia er á varamannabekk Liverpool þegar liðið tekur á móti Benfica í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram á Anfield og þarf Liverpool að skora minnst tvö mörk til að komast áfram. Peter Crouch og Fernando Morientes eru í fremstu víglínu hjá Liverpool. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir

New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Robinho aðvarar Arsenal

Brasilíski snillingurinn Robinho hjá Real Madrid hefur gefið út aðvörun á hendur leikmönnum Arsenal og skorar á þá að vanmeta ekki styrk spænska liðsins, sem sýndi sig glögglega um daginn þegar liðið var næstum búið að vinna upp fimm marka forskot Real Zaragoza í spænska bikarnum eftir að allir höfðu afskrifað liðið.

Sport
Fréttamynd

Við þurfum ekki Ronaldinho

John Terry og Frank Lampard hjá Chelsea segja að Chelsea þurfi ekki leikmenn eins og Ronaldinho til að vinna Meistaradeildina og benda á að Chelsea hafi í sínum röðum leikmenn sem geta breytt gangi leiksins upp á eigin spýtur með einstaklingsframtaki.

Sport
Fréttamynd

Ronaldinho er ekki til sölu

Roman Abramovich eigandi Chelsea virðist vekja ótta hvar sem hann kemur, því á blaðamannafundi eftir leik Barcelona og Chelsea þótti Frank Rijkaard ástæða til að taka það fram að peningar gætu ekki keypt snillinginn Ronaldinho frá Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Alonso verður einbeittur

Pat Symonds, yfirhönnuður hjá meisturum Renault í Formúlu 1, segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Fernando Alonso á keppnistímabilinu að hann hafi þegar samþykkt að ganga til liðs við McLaren árið 2007.

Sport
Fréttamynd

Chelsea á yfir höfði sér kæru

Englandsmeistarar Chelsea eiga yfir höfði sér kæru í kjölfar þess að leikmenn liðsins veittust að Mark Halsey dómara í viðureign sinni við West Brom á dögunum. Leikmennirnir veittust að dómaranum eftir að hann vísaði Arjen Robben af velli fyrir ljóta tæklingu. Leikmenn West Brom sleppa við refsingu í málinu.

Sport
Fréttamynd

Missir af 8-liða úrslitunum

Unglingurinn Lionel Messi hjá Barcelona getur ekki leikið með liði sínu í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hann reif vöðva í fæti í leiknum gegn Chelsea í gær og talið er að hann verði frá í að minnsta kosti mánuð. Þá verður Carles Puyol í leikbanni í fyrri leiknum í næstu umferð eftir að hann fékk gult spjald fyrir óþarft brot á Eið Smára Guðjohnsen í leiknum í gær.

Sport
Fréttamynd

Við vanmetum ekki Real Madrid

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur varað við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn gegn Real Madrid á Highbury í Meistaradeildinni í kvöld og segir að þó sínir menn séu vissulega í góðri stöðu, sé Real Madrid hættulegt lið sem ekki megi vanmeta.

Sport
Fréttamynd

Getum skorað tvö mörk

Rafa Benitez hefur ekki áhyggjur af að hans menn nái ekki að skora þau tvö mörk sem liðið þarf á að halda í leiknum gegn Benfica á Anfield í kvöld, þegar liðin spila síðari leik sinn í Meistaradeildinni. Benfica vann fyrri leikinn 1-0.

Sport
Fréttamynd

Líklega frá út leiktíðina

Keppnistímabilið hjá Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United er líklega á enda runnið eftir að í ljós kom að hann þarf í aðgerð vegna brákaðs kinnbeins sem hann hlaut í varaliðsleik með liði Manchester United í gær og talið er að hann verði allt að tvo mánuði að jafna sig.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti Bretinn til að leika í Rússlandi

Skoski landsliðsmaðurinn Garry O´Connor er langt frá því að vera frægasti knattspyrnumaður í heiminum, en hann markaði þó þátt sinn í sögunni í gær þegar ljóst var að hann yrði fyrsti leikmaðurinn af Bretlandseyjum til að ganga til liðs við knattspyrnulið í Rússlandi.

Sport
Fréttamynd

Nýr verðlaunagripur afhentur í vor

Á föstudaginn verður kynntur nýr verðlaunagripur sem afhentur verður sigurvegaranum í Meistaradeild Evrópu eftir úrslitaleik keppninnar í vor. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool mun þá afhenda borgarstjóranum í París gripinn, sem hann mun hafa undir höndum fram að úrslitaleik keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Aldrei verið eins stoltur af mínum mönnum

Alex McLeish var stoltur af sínum mönnum í gær þrátt fyrir að þeir hefðu fallið úr leik gegn sterku liði Villareal í Meistaradeildinni á mörkum skoruðum á útivelli. Leikurinn í gær endaði með jafntefli 1-1 á Spáni, en um tíma leit út fyrir að skoska liðið ætlaði að fara með sigur af hólmi.

Sport
Fréttamynd

Þakkaði Cannavaro fyrir markið

Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Juventus eignaði félaga sínum Fabio Cannavaro allan heiðurinn að sigurmarkinu sem hann skoraði í leiknum gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í gærkvöld, því eins og sást í endursýningum frá aðdraganda marksins, sneri Emerson baki í markvörðin Tim Wiese þegar hann missti boltann frá sér á klaufalegan hátt.

Sport
Fréttamynd

Spyr mig af hverju ég gerðist markvörður

Tim Wiese, markvörður Werder Bremen hefur eflaust ekki sofið vel í nótt, því skelfileg mistök hans undir lok leiksins gegn Juventus í gærkvöldi urðu þess valdandi að Bremen missti af sæti í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni. Wiese átti vart til orð til að lýsa líðan sinni eftir leikinn í gær.

Sport
Fréttamynd

Solskjær með brákað kinnbein

Það gekk á ýmsu í varaliðsleik Manchester United og Middlesbrough í gærkvöldi, en norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði við Ugo Ehiogu eftir aðeins sjö mínútna leik. Talið er að Solskjær sé með brákað kinnbein eftir óhappið.

Sport
Fréttamynd

Barcelona á skilið að vera komið áfram

Jose Mourinho gat lítið sagt eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni á Nou Camp í gærkvöldi og viðurkenndi að úr því að Barcelona væri komið í næstu umferð keppninnar, ættu liðið það líklega skilið. Frank Rijkaard sagðist ekki hafa verið í hefndarhug, eftir tapið fyrir Chelsea í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Göppingen lagði Minden

Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þegar liðið vann nauman sigur á Snorra Steini Guðjónssyni og félögum í Minden 30-29 á útivelli. Snorri skoraði einnig tvö mörk fyrir Minden, sem er sem fyrr í botnbaráttu í deildinni á meðan Göppingen siglir lygnan sjó um miðja deild.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði

Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Portland í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Portland Trailblazers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt klukkan 1:30 eftir miðnætti. Dallas hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum eftir að hafa tekið 19-1 rispu á dögunum og líta leikmenn liðsins væntanlega á leikinn við Portland sem kjörið tækifæri til að rétta úr kútnum.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn Rangers með ólæti

Stuðningsmenn Glasgow Rangers sem ekki fengu miða á leikinn gegn Villareal í kvöld brugðust ókvæða við og réðust að rútu sem flutti leikmenn spænska liðsins á völlinn. Talið er að um 50 manns hafi verið á bak við verknaðinn, en þeir köstuðu bjórflöskum og öðru lauslegu í rútuna. Atvikið er í rannsókn hjá lögreglu, en þetta átti sér stað fyrir leik liðanna í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Chelsea úr leik

Barcelona er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli sínum. Snillingurinn Ronaldinho skoraði mark Barcelona, en Frank Lampard jafnaði metin fyrir Chelsea úr vafasamri vítaspyrnu í uppbótartíma. Barcelona fer því áfram samanlagt 3-2.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Barcelona og Chelsea í hálfleik

Staðan í leik Barcelona og Chelsea í meistaradeildinni er jöfn 0-0 í hálfleik. Heimamenn hafa verið heldur sprækari í hálfleiknum, en urðu fyrir því óláni að missa undrabarnið Lionel Messi meiddan af velli. Inná í hans stað kom hinn sænski Henrik Larsson. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Útlendingarnir komu með leikaraskapinn

Knattspyrnugoðið Bobby Charlton segir að það sé útlensku leikmönnunum að kenna að leikaraskapur sé orðinn til vandræða í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann bendir á að áður en leikmenn af meginlandinu hafi komið inn í deildina, hafi leikaraskapur ekki þekkst.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári byrjar á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea í leiknum gegn Barcelona í kvöld sem hefst nú innan skamms á Nou Camp í Barcelona og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Sport
Fréttamynd

Barcelona er besta lið í heimi

Brasilíumaðurinn Rivaldo sem var lykilmaður í liði Barcelona þegar það varð Spánarmeistari árið 1999, segir að Barcelona sé besta félagslið heimsins í dag og spáir að Barca slái Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Quashie í fimm leikja bann

Miðjumaðurinn Nigel Quashie hjá West Brom hefur verið dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd enska knattspyrnuambandsins eftir að hann þótti sýna ósæmilega framkomu þegar honum var vikið af velli í leik gegn Middlesbrough fyrir níu dögum síðan.

Sport
Fréttamynd

Craig Bellamy handtekinn

Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Blackburn er aftur kominn í fréttirnar á röngum forsendum, en hann var handtekinn í dag í tengslum við rannsókn á árás sem gerð var á unga konu á næturklúbbi í Cardiff. Bellamy var sleppt gegn tryggingu eftir að hafa setið yfirheyrslu, en hann þarf að mæta aftur fljótlega þegar málið veður rannsakað frekar.

Sport