Spyr mig af hverju ég gerðist markvörður 8. mars 2006 08:15 Örvæntingarsvipurinn á Wiese segir allt sem segja þarf um atvikið í gær, sem var í meira lagi grátlegt fyrir þýska liðið NordcPhotos/GettyImages Tim Wiese, markvörður Werder Bremen hefur eflaust ekki sofið vel í nótt, því skelfileg mistök hans undir lok leiksins gegn Juventus í gærkvöldi urðu þess valdandi að Bremen missti af sæti í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni. Wiese átti vart til orð til að lýsa líðan sinni eftir leikinn í gær. "Ég bara skil ekki hvað gerðist - þetta er ótrúlegt. Maður ver öll þessi skot í leiknum og svo gerir maður svona byrjendamistök í blálokin sem kostuðu okkur farseðilinn í 8-liða úrslitin. Svona lagað hendir markverði líklega bara einu sinni á æfinni. Markverðir geta jafnvel staðið sig eins og hetjur en gera svo ein mistök og það kostar liðið leikinn. Það er ekki laust við að ég spyrji mig af hverju í ósköpunum ég gerðist markvörður yfir höfuð," sagði aumingja Wiese. Félagar hans reyndu að hughreysta hann með litlum árangri eftir leikinn, en þjálfari hans benti réttilega á að það hefði fyrst og fremst verið Wiese að þakka að Bremen var enn inni í leiknum á Delle Alpi. "Frammistaða minna manna var frábær og meira að segja betri en í fyrri leiknum. Það var því sannkölluð skömm að þurfa að tapa þessu á svona marki. Ég get þó ekki verið að skammast út í Tim, því hann hélt okkur inni í leiknum á löngum köflum og ef hans hefði ekki notið við - hefðum við aldrei verið í aðstöðu til að ná áfram í keppninni," sagði Thomas Schaaf, þjálfari Bremen. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira
Tim Wiese, markvörður Werder Bremen hefur eflaust ekki sofið vel í nótt, því skelfileg mistök hans undir lok leiksins gegn Juventus í gærkvöldi urðu þess valdandi að Bremen missti af sæti í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni. Wiese átti vart til orð til að lýsa líðan sinni eftir leikinn í gær. "Ég bara skil ekki hvað gerðist - þetta er ótrúlegt. Maður ver öll þessi skot í leiknum og svo gerir maður svona byrjendamistök í blálokin sem kostuðu okkur farseðilinn í 8-liða úrslitin. Svona lagað hendir markverði líklega bara einu sinni á æfinni. Markverðir geta jafnvel staðið sig eins og hetjur en gera svo ein mistök og það kostar liðið leikinn. Það er ekki laust við að ég spyrji mig af hverju í ósköpunum ég gerðist markvörður yfir höfuð," sagði aumingja Wiese. Félagar hans reyndu að hughreysta hann með litlum árangri eftir leikinn, en þjálfari hans benti réttilega á að það hefði fyrst og fremst verið Wiese að þakka að Bremen var enn inni í leiknum á Delle Alpi. "Frammistaða minna manna var frábær og meira að segja betri en í fyrri leiknum. Það var því sannkölluð skömm að þurfa að tapa þessu á svona marki. Ég get þó ekki verið að skammast út í Tim, því hann hélt okkur inni í leiknum á löngum köflum og ef hans hefði ekki notið við - hefðum við aldrei verið í aðstöðu til að ná áfram í keppninni," sagði Thomas Schaaf, þjálfari Bremen.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sjá meira