Erlendar

Fréttamynd

Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Manchester United tekur á móti nýliðum Wigan á Old Trafford, en eftir frábæra byrjun hefur nýluðunum fatast flugið í erfiðum leikjum undanfarið. Þá tekur Everton á móti West Ham á Goodison Park.

Sport
Fréttamynd

Meiddist á læri og verður frá út árið

Sænski varnarmaðurinn Olof Mellberg hjá Aston Villa varð fyrir því óláni að meiðast á læri í leiknum gegn Bolton á laugardaginn og verður frá keppni fram yfir áramót. "Þessi tíðindi eru eitthvað sem við hefðum alveg viljað sleppa við," sagði David O´Leary á heimasíðu Villa í dag, en hann er orðinn langþreyttur á meiðslum lykilmanna sinna.

Sport
Fréttamynd

Keane fer til Celtic í vikunni

Þær fregnir bárust nú rétt í þessu frá höfuðstöðvum BBC í Skotlandi að fréttastöðin hafi heimildir fyrir því að Roy Keane muni ganga til liðs við Glasgow Celtic í vikunni og að einn af stærri hluthöfum í félaginu hafi boðist til að greiða stóran hluta launa hans úr eigin vasa ef hann féllist á að ganga til liðs við félagið sem hann hefur borið hug til síðan hann var strákur.

Sport
Fréttamynd

Schuster framlengir hjá Getafe

Þýski knattspyrnustjórinn Bernd Schuster hefur framlengt samning sinn við spútniklið Getafe til ársins 2008, en þetta var tilkynnt í dag. Schuster hefur náð undraverðum árangri með liðið síðan hann tók við í júní í sumar.

Sport
Fréttamynd

Michelin hættir eftir næsta keppnistímabil

Dekkjaframleiðandinn Michelin hefur gefið það út að hann muni hætta að framleiða hjólbarða fyrir Formúlu 1 eftir tímabilið 2006, en ákvörðun þessi kemur í kjölfar þess að alþjóða aksturssambandið, FIA, ákvað á dögunum að öll dekk í keppnum frá og með árinu 2008 skuli vera frá sama framleiðandanum.

Sport
Fréttamynd

Heilsaði aftur að hætti fasista

Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio er aftur kominn í fréttirnar á Ítalíu eftir að hann heilsaði áhorfendum að fasistasið með útréttri hendi í leik gegn Livorno um helgina, en hann var fyrir skömmu sektaður um háa fjárhæð fyrir að gera slíkt hið sama þegar hann fagnaði marki.

Sport
Fréttamynd

Bjartsýnn á að Walcott skrifi undir nýjan samning

Huw Jennings, þjálfari ungmennaliðs Southampton, segist viss um að ungstirnið Theo Walcott muni taka af allan vafa um framtíð sína fljótlega með því að gera sinn fyrsta atvinnumannasamning við félagið, en Walcott þessi er aðeins 16 ára gamall og hefur verið orðaður við Chelsea og Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Verður frá út árið

Markvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus er meiddur og verður frá út árið eftir að hafa meiðst á tá á æfngu. Buffon mun því missa af í það minnsta tveimur leikjum en vonir standa til um að hann verði orðinn klár í slaginn þann 7. janúar þegar Juve sækir Palermo heim. Buffon hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili, en hann er einnig ítalskur landsliðsmaður.

Sport
Fréttamynd

Þrjú sæti laus í hópnum fyrir HM

Sven-Göran Eriksson hefur gefið það út að enn séu þrjú sæti laus í leikmannahópi sínum fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Eriksson hefur þegar nefnt 20 manna hóp, en hann ætlar sér að hafa 23 manna hóp á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Vodafone fer frá Ferrari til McLaren

Fjarskiptarisinn Vodafone hefur náð samningi við McLaren-liðið í Formúlu 1 um að verða aðal styrktaraðili liðsins frá og með árinu 2007. Vodafone hefur verið hjá erkifjendunum Ferrari síðan árið 2002 og hefur skaffað ítalska liðinu um 23 milljónir punda á ári, en nú er ljóst að þeir styðja við bakið á keppinautum þeirra eitthvað fram á næsta áratug. Ekki hefur enn verið gefið upp hve hár samningurinn er.

Sport
Fréttamynd

Celtic toppar listann í dag

Það nýjasta að frétta af írska miðjumanninum Roy Keane er það að uppáhalds lið hans í æsku, Glasgow Celtic, sé líklegasta liðið til að landa honum eftir að samningar sigldu í strand milli hans og Real Madrid.

Sport
Fréttamynd

Hefur brennt allar brýr og ætti að hætta strax

Breski almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford telur að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United sé búinn að brenna allar brýr að baki sér í samskiptum sínum við fjölmiðla og telur að honum væri hollast að segja af sér á meðan hann haldi enn einhverri reisn.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Magdeburg

Magdeburg tapaði í gær fyrir Flensburg á heimavelli sínum 37-32 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigfús Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Arnór Atlason tvö, en Magdeburg hefur ekki tekist að halda í við efstu liðin í deildinni undanfarið. Þá vann Lemgo auðveldan sigur á Delitzsch 34-24, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá Lemgo í gær.

Sport
Fréttamynd

Riley stýrði Miami til sigurs í fyrsta leik

Miami Heat bar sigurorð af Chicago Bulls í nótt í fyrsta leik Pat Riley sem þjálfara, en hann tók við af Stan Van Gundy á dögunum eftir að sá síðarnefndi ákvað að hætta af fjölskylduástæðum. Riley og félagar þurftu að hafa nokkuð fyrir sigrinum, en þriggja stiga skot frá Chicago sem hefði getað jafnað leikinn á lokasekúndunni vildi ekki ofan í.

Sport
Fréttamynd

Grant Hill væntanlega með Orlando í nótt

Framherjinn Grant Hill leikur að öllum líkindum sinn fyrsta leik á tímabilinu með Orlando Magic í kvöld þegar liðið sækir New York heim. Hill hefur verið frá keppni síðan í haust vegna kviðslits og þurfti í aðgerð vegna þessa í endaðan október. Þetta eru góð tíðindi fyrir Orlando liðið, því flestir lykilmanna liðsins hafa misst úr leiki í vetur vegna meiðsla og gengið því verið brösótt.

Sport
Fréttamynd

Kári skoraði fyrir Djurgarden

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var á skotskónum fyrir lið sitt Djurgarden í kvöld, þegar það lagði Álaborg frá Danmörku í Skandinavíudeildinni 2-1. Kári skoraði síðara mark liðsins, sem er efst í sínum riðli í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Býðst til að koma Mourinho til varnar

Paul Jewell, stjóri Wigan, ætlar ekki að erfa það við kollega sinn Jose Mourinho hjá Chelsea þó hann hafi blásið út í fjölmiðlum eftir leik liðanna á dögunum, þar sem Mourinho kallaði einn leikmanna Wigan svindlara og á yfir höfði sér stóra sekt frá knattspyrnusambandinu fyrir vikið.

Sport
Fréttamynd

Þarf í aðgerð vegna ökklameiðsla

Sóknarmaðurinn Kevin Phillips hjá Aston Villa þarf að fara í aðgerð á ökkla og verður frá í nokkurn tíma, því læknar félagsins telja víst að beinflís sé að skemma út frá sér í ökklanum á honum. David O´Leary, stjóri Villa, getur þó huggað sig við að Mark Delaney er óðum að braggast eftir að hafa verið frá nánast allt tímabilið og ekki veitir af, því varnarleikur Villa hefur ekki alltaf verið upp á marga fiska í vetur.

Sport
Fréttamynd

Kynþáttafordómar verða ekki liðnir á næsta ári

Lars-Christer Olsson, yfirmaður UEFA segir að knattspyrnufélög í Evrópu megi ekki búast við að verða tekin vettlingatökum á næsta ári og hefur gefið það út að sambandið ætli að herða enn frekar refsingu í garð liða ef stuðningsmenn þeirra gera sig seka um kynþáttafordóma, bæði í Evrópukeppnum og heimafyrir.

Sport
Fréttamynd

Liverpool verður í baráttunni um titilinn

Rick Parry hjá Liverpool segir að markmið Liverpool um að blanda sér í slaginn um toppsætið í úrvalsdeildinni sé raunhæft og segir Rafa Benitez vera rétta manninn til að stýra liðinu á sigurbraut.

Sport
Fréttamynd

Komin í sögubækurnar

Sænski kylfingurinn Annika Sörenstam varð í dag fyrsta konan til að hljóta hina virtu nafnbót kylfingur ársins hjá íþróttafréttamönnum tvisvar á ferlinum, en það hefur ekki gerst áður í 55 ára sögu verðlauna þessara. Sörenstam vann verðlaunin síðast fyrir tveimur árum, en hún hlaut þau í ár eftir harða samkeppni við Colin Montgomerie og Michael Campbell.

Sport
Fréttamynd

Hugsaði um að taka eigið líf

Miðjumaðurinn og meiðslakálfurinn Kieron Dyer hjá Newcastle hefur gefið það út að löng og erfið barátta hans við þrálát meiðsli hafi gert það að hann hafi verið orðinn þunglyndur og hafi verið kominn með sjálfsvígshugsanir.

Sport
Fréttamynd

Lét fjölmiðlamenn heyra það

Sir Alex Ferguson segir að fjölmiðlar séu á hausaveiðum þegar kemur að því að fjalla um Manchester United og segir þá gagnrýni sem lið hans hefur fengið undanfarið keyra úr hófi fram. Sá gamli stormaði út af blaðamannafundi í dag eftir að hafa aðeins svarað einni spurningu, en lið hans mætir Wigan í úrvalsdeildinni annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Walcott verður eftirsóttur í janúar

Hinn ungi og efnilegi Theo Walcott hjá Southampton verður líklega eftirsóttur þegar opnar fyrir leikmannamarkaðinn á Englandi í janúar, en þessi 16 ára gamli framherji hefur þegar vakið athygli Chelsea og Arsenal. Talið er að verðmiðinn á drengnum verði um átta milljónir punda, en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að fara frá Southampton.

Sport
Fréttamynd

Ekkert frí hjá Schumacher í ár

Fyrrum margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Þjóðverjinn Michael Schumacher, sleppti að taka sitt venjubundna vetrarfrí í ár eins og hann hefur gert undanfarið og hefur þess í stað fylgst náið með prófunum á Ferrari-bílnum og segist ekki geta beðið eftir að byrja að keyra á ný.

Sport
Fréttamynd

Ciudad Real mætir Celje Lasko

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Evrópukeppnanna í handbolta. Í Meistaradeildinni mæta Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real sterku liði Celje Lasko frá Slóveníu. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach mæta Bidasoa frá Spáni í EHF keppninni og Lemgo, lið Ásgeirs Hallgrímssonar og Loga Geirssonar, mætir rússneska liðinu Dynamo Astachan.

Sport
Fréttamynd

Mourinho og Ferguson gætu fengið sekt

Nú eru ummæli þeirra Jose Mourinho og Alex Ferguson eftir leiki helgarinnar í rannsókn og svo gæti farið að báðir yrðu sektaðir fyrir gremju sína. Mourinho sakaði leikmann Wigan um að vera svindlara og Ferguson lét vafasöm orð falla um Rob Styles dómara eftir jafnteflið við Everton.

Sport
Fréttamynd

Detroit lá í Utah

Fimm leikir voru háðir í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að sjóðheitt lið Detroit Pistons tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli. Kobe Bryant tryggði LA Lakers sömuleiðis óvæntan sigur á Dallas Mavericks með þriggja stiga körfu í lokin og Phoenix lá fyrir New Orleans á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Tottenham sigraði Portsmouth

Lið Tottenham Hotspurs hefur ekki sagt sitt síðasta orð í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í vetur og í kvöld vann liðið góðan sigur á botnliði Portsmouth 3-1 á heimavelli sínum. Sigurinn var þó langt frá því að vera auðveldur.

Sport
Fréttamynd

Verðum að sýna meiri hörku

Steve Bruce hefur gefið það út til leikmanna sinna að þeir verði að sýna meiri hörku og harðfylgni ef þeir ætli sér að sleppa við fall úr ensku úrvalsdeildinni, en gengi liðsins það sem af er vetri hefur verið langt undir væntingum.

Sport