Lét fjölmiðlamenn heyra það 13. desember 2005 15:30 Sir Alex Ferguson er orðinn langþreyttur á gagnrýni fjölmiðla á lið sitt NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson segir að fjölmiðlar séu á hausaveiðum þegar kemur að því að fjalla um Manchester United og segir þá gagnrýni sem lið hans hefur fengið undanfarið keyra úr hófi fram. Sá gamli stormaði út af blaðamannafundi í dag eftir að hafa aðeins svarað einni spurningu, en lið hans mætir Wigan í úrvalsdeildinni annað kvöld. "Fjölmiðlamenn hata Manchester United," sagði hann áður en hann gekk á dyr á fundinum í dag. "Þetta lið hefur alltaf verið gagnrýnt harðlega og það fylgir því líklega að vera svona stórt félag. Það er skiljanlegt að við séum gagnrýndir, en það keyrir úr hófi fram um þessar mundir og það er farið að skemma út frá sér hjá félaginu. Ég held að stuðningsmenn liðsins geri sér grein fyrir þessu og ég held að þeir falli ekki í þá gryfju að fara að trúa öllu sem skrifað er í blöðin," sagði Ferguson. Þrátt fyrir að gengið United í ár hafi ekki verið í samræmi við væntingar, benti Ferguson á þá staðreynd að liðið væri á svipuðu róli og undanfarin ár. "Ef þið skoðið árangur okkar á þessum tímapunkti, er hann betri en á fjórum af síðustu sex tímabilum og því finnst mér engin ástæða til að vera að örvænta. Við erum bara í sömu klemmu og önnur lið í toppbaráttunni, Chelsea tapar ekki stigum og það er vandamál allra liða í deildinni - ekki bara okkar vandamál," sagði Ferguson. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson segir að fjölmiðlar séu á hausaveiðum þegar kemur að því að fjalla um Manchester United og segir þá gagnrýni sem lið hans hefur fengið undanfarið keyra úr hófi fram. Sá gamli stormaði út af blaðamannafundi í dag eftir að hafa aðeins svarað einni spurningu, en lið hans mætir Wigan í úrvalsdeildinni annað kvöld. "Fjölmiðlamenn hata Manchester United," sagði hann áður en hann gekk á dyr á fundinum í dag. "Þetta lið hefur alltaf verið gagnrýnt harðlega og það fylgir því líklega að vera svona stórt félag. Það er skiljanlegt að við séum gagnrýndir, en það keyrir úr hófi fram um þessar mundir og það er farið að skemma út frá sér hjá félaginu. Ég held að stuðningsmenn liðsins geri sér grein fyrir þessu og ég held að þeir falli ekki í þá gryfju að fara að trúa öllu sem skrifað er í blöðin," sagði Ferguson. Þrátt fyrir að gengið United í ár hafi ekki verið í samræmi við væntingar, benti Ferguson á þá staðreynd að liðið væri á svipuðu róli og undanfarin ár. "Ef þið skoðið árangur okkar á þessum tímapunkti, er hann betri en á fjórum af síðustu sex tímabilum og því finnst mér engin ástæða til að vera að örvænta. Við erum bara í sömu klemmu og önnur lið í toppbaráttunni, Chelsea tapar ekki stigum og það er vandamál allra liða í deildinni - ekki bara okkar vandamál," sagði Ferguson.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn