Erlent Ísrael er kjarnorkuveldi -Ehud Olmert Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, missti það út úr sér viðtali við þýska sjónvarpsstöð, að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Í viðtalinu, sem fór fram á ensku, sagði Olmert: "Íran hefur opinberlega hótað því að þurrka Ísrael út af landakortinu. Finnst þér þetta sambærilegt, þegar þeir eru að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, við Bandaríkin, Frakkland, Ísrael og Rússland ?" Erlent 12.12.2006 11:08 Búðarþjófur slapp naumlega Erlent 12.12.2006 10:51 „Ég vinnaði þetta með glæsibrögum“ Kasakinn Borat fór með sigur af hólmi í máli sem tveir ungir Bandaríkjamenn höfðuðu gegn honum fyrir að hafa þá með í kvikmyndinni um ferðalag sitt um Ameríku. Erlent 12.12.2006 10:24 Palestínumenn berjast á Gaza Til skotbardaga kom í dag milli palestinskra öryggissveita sem tilheyra annarsvegar Hamas samtökunum og Fatah samtökum Mahmouds Abbas, forseta. Bardaginn var háður á Gaza ströndinni og særðust tveir úr liði hvors aðila. Erlent 12.12.2006 10:13 Þjóðverjar fá ekki að auglýsa tóbak Þjóðverjar töpuðu í dag máli sem þeir höfuðuðu til að fá að hafa tóbaksauglýsingar í fjölmiðlum, öðrum en sjónvarpi. Evrópudómstóllinn staðfesti lög um bann við slíkum auglýsingum sem Evrópusambandið og Evrópuþingið höfðu staðfest. Erlent 12.12.2006 09:57 Sjálfsmorðsárás í Afganistan Erlent 12.12.2006 09:44 Nasdaq leggur fram tilboði í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq lagt fram formlega óvinveitt yfirtökutilboð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um 110 prósent á árinu vegna yfirtökutilrauna. Viðskipti erlent 12.12.2006 09:27 ESB viðræðum Tyrkja frestað að hluta Untanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í gær að fresta að hluta viðræðum Tyrkja um aðild að sambandinu. Þetta er gert vegna þess að stjórnvöld í Ankara hafa neitað að opna hafnir sínur fyrir Kýpu-Grikkjum. Utanríkisráðherrarnir samþykktu þetta einróma á fundi sínum sem stóð í tíu klukkustundir og lauk seint í gær. Erlent 12.12.2006 08:24 Tvær bílsprengjur í Bagdad Að minnsta kosti 54 týndu lífi og um 140 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu nærri hóp farandverkamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Önnur bifreiðin mun hafa verið kyrrstæð en hinni var að sögn vitna ekið inn í miðjan hópinn áður en ökumaður sprengdi hana í loft upp. Síðan var skotið á verkamennina úr launsátri Erlent 12.12.2006 07:29 Deilt um helförina Tvær ráðstefnur um helför gyðinga hófust í Íran og Þýskalandi í dag. Í Teheran er spurt hvort helförin hafi í raun átt sér stað en í Berlín er fullyrt að þeir sem neiti því geri það einvörðungu í pólitískum tilgangi. Gögn Þjóðverja sjálfra um ódæðin séu næg sönnun. Erlent 11.12.2006 19:28 Ekki öllum harmdauði Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Erlent 11.12.2006 19:22 Tengsl milli jafnréttis og velferðar barna Náin tengsl eru á milli jafnréttis kynjanna og velferðar barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem birt var í dag. Þar er vitnað til rannsókna sem sýna að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd í ákvarðanatökum myndi vannærðum börnum fækka í heiminum. Erlent 11.12.2006 19:14 Íhuga að opna kistu Páls postula Embættismenn í Páfagarði eru að velta því fyrir sér að láta opna stóra þykka marmarakistu, sem talið er að geymi jarðneskar leifar Páls postula. Búið er að reyna að taka röntgen myndir af kistunni, en hún er of þykk til þess að sjáist inn í hana. Erlent 11.12.2006 16:25 Nýtt yfirtökutlboð í Corus Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækiið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði fyirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 11.12.2006 15:43 Verdi í gallabuxum Franski tenórinn Roberto Alagna stormaði af sviðinu á Scala óperunni í Milanó í gær, eftir að hópur áhorfenda púaði á hann. Þetta gerðist í miðjum flutningi á óperunni Aidu, eftir Verdi. Púið var ekki vegna þess að Alagna stæði sig illa, heldur til þess að lýsa vanþóknun á þeim ummælum hans að áhorfendurnir í Scala óperunni væru erfiðir og duttlingafullir. Erlent 11.12.2006 15:19 Brenndu myndir af forseta Írans Tugir stúdenta brenndu myndir af Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og köstuðu kínverjum til þess að trufla ræðu sem hann flutti við háskóla í Teheran, í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Ahmadinejad er sýndur svo opinn fjandskapur, síðan hann vann stórsigur í forsetakosningum árið 2005. Erlent 11.12.2006 14:32 Danir kaupa eina geit á mínútu Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar er lent í vanda útaf sístækkandi geitahjörð sinni. Stofnunin hleypti um helgina af stað söfnun fyrir fátæka í Afríkuríkinu Malawi, þar sem Danir voru hvattir til þess að kaupa geit í jólagjöf handa þeim. Erlent 11.12.2006 13:30 Óttast raðmorðingja vændiskvenna Breska lögreglan óttast að raðmorðingi, ámóta og hinn illræmdi Jack The Ripper, herji á vændiskonur í Ipswich í austurhluta landsins. Þrjár vændiskonur hafa fundist myrtar þar síðastliðna níu daga. Hinnar fjórðu er saknað og lögreglan telur ástæðu til þess að hafa áhyggjur af öryggi hennar. Erlent 11.12.2006 13:10 5,9 prósenta atvinnuleysi innan OECD Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 11.12.2006 12:06 Sanyo innkallar farsímarafhlöður Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði talsvert í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægra síðan árið 1975. Viðskipti erlent 11.12.2006 11:15 400 Rambóar Bæjarstjórnin í smábænum Cherry Tree, í Pennsylvaníu, mun taka ákvörðun um það á miðvkudag, hvort hún biður alla bæjarbúa um að eignast byssur og læra að nota þær. Íbúar í Cherry Tree eru um 400 talsins. Erlent 11.12.2006 10:07 Ungur kynferðisglæpamaður Fjögurra ára gamall drengur í La Vega, í Bandaríkjunum, var settur í skammarkrókinn fyrir að áreita unga aðstoðar kennslukonu kynferðislega. Drengurinn hafði knúsað kennslukonuna og nuddað andlitinu við brjóst hennar. Erlent 11.12.2006 09:47 Arababandalagið reynir að miðla málum Arababandalagið ætlar að reyna að miðla málum í þeirri stjórnarkreppu sem við blasir í Líbanon. Mörg hundruð þúsund manns komu saman í höfuðborginni Beirút í gær og kröfuðst þess að Fouad Saniora, forsætisráðherra landsins, afsalaði völdum að hluta til stjórnarandstöðunnar eða segði af sér. Liðsmenn Hizbollah og stuðningsmenn Sýrlendinga fóru fyrir mótmælendum. Talið er að svo fjölmenn mótmæli hafi ekki verið haldin fyrr í Líbanon. Erlent 11.12.2006 08:56 3 börn Fatah-liða myrt í morgun Byssumenn myrtu í morgun þrjú börn yfirmanns í leyniþjónustu Palestínumanna. Skotið var á þau fyrir utan skóla þeirra í Gaza-borg. Faðir barnanna, Baha Balousheh er sagður tengjast Fatha-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og mun hafa leitt aðför gegn Hamas-hreyfingunni fyrir áratug. Tvö börn til viðbótar særðust í árásinni og einn vegfarandi féll. Stuðningsmenn Fatah hafa hótað hefndum. Erlent 11.12.2006 08:33 Öflug sprenging í Tyrklandi Hluti fimm hæða byggingar í borginni Diyarbakir í Suður-Tyrklandi hrundi í öflugri sprengingu í morgun. Fjölskyldur trykneskra hermanna búa þar. Svo virðist sem miðstöðvarketill í byggingunni hafi sprungið. Vitað er að minnst tveir særðust í sprengingunni en óvíst hvort einhverjir týndu lífi. Björgunarmenn eru komnir á vettvang og leita fólks í rústunum. Erlent 11.12.2006 08:18 Viðræður hefjast á ný Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna hefjast að nýju 18. þessa mánaðar að sögn kínverskra fulltrúa. Fundað verður í Peking. Viðræðurnar sigldu í strand fyrir ári síðan þegar fulltrúar stjórnvalda í Pyongjang gengu frá samningaborðinu vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna. Erlent 11.12.2006 08:06 54 týnt lífi í 3 eldsvoðum í Rússlandi Eldar kviknuðu í tveimur heilbrigðisstofnunum í Rússlandi í nótt. 9 týndu lífi á geðsjúkrahúsi í Síberíu en öllum var bjargað frá bráðum bana af sams konar sjúkrahúsi norðvestur af Moskvu. 54 hafa því týnt lífi í eldum á sjúkrahúsum í Rússlandi um helgina. Erlent 10.12.2006 18:20 Yunus tekur við friðarverðlaunum Nóbels Bangladessbúinn Mohammad Yunus veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló í Noregi í dag. Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði deila með sér verðlaununum í ár. Erlent 10.12.2006 13:25 Vísar á rússnesk yfirvöld Marina Litvinenko, eiginkona KGB njósnarans Alexanders Litvinenko, segir margt benda til þess að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á dauða hans. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirka efninu polon 210 í síðasta mánuði. Erlent 10.12.2006 10:05 Óvænt heimsókn í 13. sinn Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Þetta var í 13. sinn sem hann heimsótti bandaríska hermenn þar. Erlent 10.12.2006 10:02 « ‹ 202 203 204 205 206 207 208 209 210 … 334 ›
Ísrael er kjarnorkuveldi -Ehud Olmert Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, missti það út úr sér viðtali við þýska sjónvarpsstöð, að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Í viðtalinu, sem fór fram á ensku, sagði Olmert: "Íran hefur opinberlega hótað því að þurrka Ísrael út af landakortinu. Finnst þér þetta sambærilegt, þegar þeir eru að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, við Bandaríkin, Frakkland, Ísrael og Rússland ?" Erlent 12.12.2006 11:08
„Ég vinnaði þetta með glæsibrögum“ Kasakinn Borat fór með sigur af hólmi í máli sem tveir ungir Bandaríkjamenn höfðuðu gegn honum fyrir að hafa þá með í kvikmyndinni um ferðalag sitt um Ameríku. Erlent 12.12.2006 10:24
Palestínumenn berjast á Gaza Til skotbardaga kom í dag milli palestinskra öryggissveita sem tilheyra annarsvegar Hamas samtökunum og Fatah samtökum Mahmouds Abbas, forseta. Bardaginn var háður á Gaza ströndinni og særðust tveir úr liði hvors aðila. Erlent 12.12.2006 10:13
Þjóðverjar fá ekki að auglýsa tóbak Þjóðverjar töpuðu í dag máli sem þeir höfuðuðu til að fá að hafa tóbaksauglýsingar í fjölmiðlum, öðrum en sjónvarpi. Evrópudómstóllinn staðfesti lög um bann við slíkum auglýsingum sem Evrópusambandið og Evrópuþingið höfðu staðfest. Erlent 12.12.2006 09:57
Nasdaq leggur fram tilboði í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq lagt fram formlega óvinveitt yfirtökutilboð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um 110 prósent á árinu vegna yfirtökutilrauna. Viðskipti erlent 12.12.2006 09:27
ESB viðræðum Tyrkja frestað að hluta Untanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í gær að fresta að hluta viðræðum Tyrkja um aðild að sambandinu. Þetta er gert vegna þess að stjórnvöld í Ankara hafa neitað að opna hafnir sínur fyrir Kýpu-Grikkjum. Utanríkisráðherrarnir samþykktu þetta einróma á fundi sínum sem stóð í tíu klukkustundir og lauk seint í gær. Erlent 12.12.2006 08:24
Tvær bílsprengjur í Bagdad Að minnsta kosti 54 týndu lífi og um 140 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu nærri hóp farandverkamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Önnur bifreiðin mun hafa verið kyrrstæð en hinni var að sögn vitna ekið inn í miðjan hópinn áður en ökumaður sprengdi hana í loft upp. Síðan var skotið á verkamennina úr launsátri Erlent 12.12.2006 07:29
Deilt um helförina Tvær ráðstefnur um helför gyðinga hófust í Íran og Þýskalandi í dag. Í Teheran er spurt hvort helförin hafi í raun átt sér stað en í Berlín er fullyrt að þeir sem neiti því geri það einvörðungu í pólitískum tilgangi. Gögn Þjóðverja sjálfra um ódæðin séu næg sönnun. Erlent 11.12.2006 19:28
Ekki öllum harmdauði Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Erlent 11.12.2006 19:22
Tengsl milli jafnréttis og velferðar barna Náin tengsl eru á milli jafnréttis kynjanna og velferðar barna, samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem birt var í dag. Þar er vitnað til rannsókna sem sýna að ef karlmenn og konur hefðu jafnmikil völd í ákvarðanatökum myndi vannærðum börnum fækka í heiminum. Erlent 11.12.2006 19:14
Íhuga að opna kistu Páls postula Embættismenn í Páfagarði eru að velta því fyrir sér að láta opna stóra þykka marmarakistu, sem talið er að geymi jarðneskar leifar Páls postula. Búið er að reyna að taka röntgen myndir af kistunni, en hún er of þykk til þess að sjáist inn í hana. Erlent 11.12.2006 16:25
Nýtt yfirtökutlboð í Corus Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækiið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði fyirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 11.12.2006 15:43
Verdi í gallabuxum Franski tenórinn Roberto Alagna stormaði af sviðinu á Scala óperunni í Milanó í gær, eftir að hópur áhorfenda púaði á hann. Þetta gerðist í miðjum flutningi á óperunni Aidu, eftir Verdi. Púið var ekki vegna þess að Alagna stæði sig illa, heldur til þess að lýsa vanþóknun á þeim ummælum hans að áhorfendurnir í Scala óperunni væru erfiðir og duttlingafullir. Erlent 11.12.2006 15:19
Brenndu myndir af forseta Írans Tugir stúdenta brenndu myndir af Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, og köstuðu kínverjum til þess að trufla ræðu sem hann flutti við háskóla í Teheran, í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Ahmadinejad er sýndur svo opinn fjandskapur, síðan hann vann stórsigur í forsetakosningum árið 2005. Erlent 11.12.2006 14:32
Danir kaupa eina geit á mínútu Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar er lent í vanda útaf sístækkandi geitahjörð sinni. Stofnunin hleypti um helgina af stað söfnun fyrir fátæka í Afríkuríkinu Malawi, þar sem Danir voru hvattir til þess að kaupa geit í jólagjöf handa þeim. Erlent 11.12.2006 13:30
Óttast raðmorðingja vændiskvenna Breska lögreglan óttast að raðmorðingi, ámóta og hinn illræmdi Jack The Ripper, herji á vændiskonur í Ipswich í austurhluta landsins. Þrjár vændiskonur hafa fundist myrtar þar síðastliðna níu daga. Hinnar fjórðu er saknað og lögreglan telur ástæðu til þess að hafa áhyggjur af öryggi hennar. Erlent 11.12.2006 13:10
5,9 prósenta atvinnuleysi innan OECD Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 11.12.2006 12:06
Sanyo innkallar farsímarafhlöður Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði talsvert í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægra síðan árið 1975. Viðskipti erlent 11.12.2006 11:15
400 Rambóar Bæjarstjórnin í smábænum Cherry Tree, í Pennsylvaníu, mun taka ákvörðun um það á miðvkudag, hvort hún biður alla bæjarbúa um að eignast byssur og læra að nota þær. Íbúar í Cherry Tree eru um 400 talsins. Erlent 11.12.2006 10:07
Ungur kynferðisglæpamaður Fjögurra ára gamall drengur í La Vega, í Bandaríkjunum, var settur í skammarkrókinn fyrir að áreita unga aðstoðar kennslukonu kynferðislega. Drengurinn hafði knúsað kennslukonuna og nuddað andlitinu við brjóst hennar. Erlent 11.12.2006 09:47
Arababandalagið reynir að miðla málum Arababandalagið ætlar að reyna að miðla málum í þeirri stjórnarkreppu sem við blasir í Líbanon. Mörg hundruð þúsund manns komu saman í höfuðborginni Beirút í gær og kröfuðst þess að Fouad Saniora, forsætisráðherra landsins, afsalaði völdum að hluta til stjórnarandstöðunnar eða segði af sér. Liðsmenn Hizbollah og stuðningsmenn Sýrlendinga fóru fyrir mótmælendum. Talið er að svo fjölmenn mótmæli hafi ekki verið haldin fyrr í Líbanon. Erlent 11.12.2006 08:56
3 börn Fatah-liða myrt í morgun Byssumenn myrtu í morgun þrjú börn yfirmanns í leyniþjónustu Palestínumanna. Skotið var á þau fyrir utan skóla þeirra í Gaza-borg. Faðir barnanna, Baha Balousheh er sagður tengjast Fatha-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og mun hafa leitt aðför gegn Hamas-hreyfingunni fyrir áratug. Tvö börn til viðbótar særðust í árásinni og einn vegfarandi féll. Stuðningsmenn Fatah hafa hótað hefndum. Erlent 11.12.2006 08:33
Öflug sprenging í Tyrklandi Hluti fimm hæða byggingar í borginni Diyarbakir í Suður-Tyrklandi hrundi í öflugri sprengingu í morgun. Fjölskyldur trykneskra hermanna búa þar. Svo virðist sem miðstöðvarketill í byggingunni hafi sprungið. Vitað er að minnst tveir særðust í sprengingunni en óvíst hvort einhverjir týndu lífi. Björgunarmenn eru komnir á vettvang og leita fólks í rústunum. Erlent 11.12.2006 08:18
Viðræður hefjast á ný Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna hefjast að nýju 18. þessa mánaðar að sögn kínverskra fulltrúa. Fundað verður í Peking. Viðræðurnar sigldu í strand fyrir ári síðan þegar fulltrúar stjórnvalda í Pyongjang gengu frá samningaborðinu vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna. Erlent 11.12.2006 08:06
54 týnt lífi í 3 eldsvoðum í Rússlandi Eldar kviknuðu í tveimur heilbrigðisstofnunum í Rússlandi í nótt. 9 týndu lífi á geðsjúkrahúsi í Síberíu en öllum var bjargað frá bráðum bana af sams konar sjúkrahúsi norðvestur af Moskvu. 54 hafa því týnt lífi í eldum á sjúkrahúsum í Rússlandi um helgina. Erlent 10.12.2006 18:20
Yunus tekur við friðarverðlaunum Nóbels Bangladessbúinn Mohammad Yunus veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló í Noregi í dag. Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði deila með sér verðlaununum í ár. Erlent 10.12.2006 13:25
Vísar á rússnesk yfirvöld Marina Litvinenko, eiginkona KGB njósnarans Alexanders Litvinenko, segir margt benda til þess að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á dauða hans. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirka efninu polon 210 í síðasta mánuði. Erlent 10.12.2006 10:05
Óvænt heimsókn í 13. sinn Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Þetta var í 13. sinn sem hann heimsótti bandaríska hermenn þar. Erlent 10.12.2006 10:02
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið