Lög og regla Bílvelta á Suðurnesjum Bílvelta varð á Garðvegi við svokallaðan Ellustekk skömmu fyrir hádegi samkvæmt Víkurfréttum. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur en hann náðist á hlaupum við innkomuna í Garðinn. Hann var fluttur til Keflavíkur til sýnatöku og skoðunar. Bifreiðin er nokkuð skemmd. Innlent 13.10.2005 15:12 Erilsamt hjá lögreglunni Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, töluverð ölvun var í miðbænum og tuttugu útköll bárust vegna hávaða í heimahúsum. Tveir voru í geymslu hjá lögreglunni í morgun, einn vegna ölvunar og hinn vegna ölvunaraksturs. Tíu voru teknir fyrir ölvunarakstur en að öðru leyti var nóttin stóráfallalaus. Innlent 13.10.2005 15:12 Vélsleðamenn skullu saman á stökki Tveir menn, hvor á sínum vélsleðanum, skullu saman í stökki sem varð til þess að annar slasaðist alvarlega. Mennirnir voru að leika sér að stökkva yfir veginn yfir á Hauganes í Eyjafirði þegar sleðar þeirra skullu saman. Innlent 13.10.2005 15:12 Fernt á slysadeild Fernt fór á slysasdeild eftir harðan árekstur jeppa og fólksbifreiðar laust fyrir klukkan þrjú dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi í Svínahrauni þegar þeir rákust á. Innlent 13.10.2005 15:12 Maður féll sex metra Maður hlaut höfuðáverka eftir að hann féll um sex metra í loðnubræðslunni á Eskifirði á fimmta tímanum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans. Líðan hans er sögð góð eftir atvikum og maðurinn með fullri meðvitund. Innlent 13.10.2005 15:12 Óvenjumargir í varðhaldi Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Innlent 13.10.2005 15:12 Skemmdi bíl á háskólalóðinni Sautján ára piltur dundaði sér við það í ölæði á háskólalóðinni laust fyrir klukkan sjö í morgun að skemma bíl sem þar stóð. Öryggisvörður sá til hans þar sem hann var að brjóta bílrúðu og kallaði til lögreglu. Piltur var handtekinn og settur í fangageymslu og er þess nú beðið að hann verði skýrsluhæfur, eins og það var orðað. Innlent 13.10.2005 15:12 Eftirlitslaus partí alltof mörg Fjórir unglingar voru handteknir í heimahúsi í Breiðholti aðfaranótt laugardags, en nágrannar höfðu kvartað yfir háreysti og ólátum í þeim. Í ljós kom að unglingar á grunnskólaaldri voru eftirlitslausir í húsinu og var áfengisneysla mikil. Innlent 13.10.2005 15:12 Fíkniefnin hafa skilað sér niður Nígeríumaðurinn sem tekinn var á þriðjudagskvöld í Leifsstöð með ætlað kókaín í farangri og innvortis er talinn hafa verið með 300 til 450 grömm af efninu. Fíkniefnunum var pakkað í hátt í fimmtíu misstórar kúlur sem maðurinn hafði bæði gleypt og geymt í endaþarmi. Innlent 13.10.2005 15:12 Báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Innlent 13.10.2005 15:12 Dómari kallaði dóminn fjarstæðu Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Innlent 13.10.2005 15:12 Valt með fullan pall af möl Engan sakaði þegar vörubíll með fullfermi af möl valt í Garðabæ á fimmta tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var bíllinn staddur í beygju þar sem hann hann reyndi að sturta hlassinu af pallinum þegar óhappið varð. Innlent 13.10.2005 15:12 15 mánaða dómur fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tvo karlmenn í dag í fimmtán mánaða fangelsi hvorn fyrir kókaínsmygl og fyrir að reyna að koma sér hjá því að greiða aðflutningsgjöld af hnefaleikabúnaði. Innlent 13.10.2005 15:12 Vonin fer minnkandi Rannsókn á brottnámi níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember hefur ekki borið árangur að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Innlent 13.10.2005 15:11 Beiðni um rannsókn vegna mannsláts Aðstandendur gamals manns sem lést eftir að hafa dottið á Hrafnistu í Reykjavík hafa lagt inn beiðni um rannsókn á málinu til embættis lögreglustjórans í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 15:11 Gæsluvarðhald framlengt Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa leitt í ljós að Ragnar Björnsson, maðurinn sem lést eftir árás í Mosfellsbæ um síðustu helgi, lést af völdum höggs á kjálka og gagnauga. Gæsluvarðhald yfir árásarmanninum hefur verið framlengt Innlent 13.10.2005 15:11 Varð brátt í brók Ætlað kókaín fannst á 25 ára gömlum Nígeríumanni við tollskoðun í Leifsstöð á þriðjudagskvöld. Strax vaknaði grunur um að maðurinn væri með meira magn fíkniefna innvortis sem var sannreynt með röntgenskoðun sama kvöld. Innlent 13.10.2005 15:11 Fékk skilorð fyrir að skalla mann Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Honum var gert að greiða þeim sem hann réðst á tæplega 300 þúsund krónur í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 15:11 Sveik út 650 þúsund Kona um þrítugt fær þriggja mánaða fangelsisdóm brjóti hún lög næstu tvö árin. Konan sveik út vörur og tölvubúnað á kostnað raunvísindadeildar Háskóla Íslands fyrir tæpar 650 þúsund krónur þegar hún vann þar sem deildarstjóri. Innlent 13.10.2005 15:11 Sextán seldu unglingum tóbak Sextán sölustaðir í Hafnarfirði af 27, eða 59 prósent, seldu unglingum tóbak í nýlegri könnun sem forvarnarnefnd Hafnarfjarðar gerði. Útkoman er betri nú en í vor þegar 62 prósent sölustaða seldu unglingum tóbak. Innlent 13.10.2005 15:11 Voru ölvaðir í bílferð Jeppi og fólksbíll, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Sandgerðisvegi skammt frá veginum að Rockville klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 15:11 Skeljungur hótar skaðabótakröfu Skeljungur hefur mótmælt því að Atlantsolía fái að reisa sjálfsafgreiðslustöð á lóð Teits Jónassonar hf. við Dalsveg í Kópavogi við hliðina á bensínstöð Skeljungs. Í bréfi til skipulagsnefndar Kópavogs segir að vegna nálægðar við bensínstöð Skeljungs muni breytingin leiða til minni eldsneytissölu fyrirtækisins og verulegs fjárhagstjóns. Innlent 13.10.2005 15:11 Reykbúr flutt vegna dópsala Reykaðstaða sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut verður flutt á næstunni. Ástæðan er meðal annars sú að dópsalar hafa stundað að bjóða fíkniefni til sölu þar og fólk hefur jafnvel sofið þar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:11 500 handsprengjum eytt Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddu 500 handsprengjum fyrir Varnarliðið á þriðjudag. Handsprengjurnar höfðu skemmst í geymslum Varnarliðsins og var því tekið til þess ráðs að eyða þeim með tveimur sprengingum. Innlent 13.10.2005 15:11 Gæsluvarðhald framlengt Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Magnúsi Einarssyni um tvo mánuði, til 15. febrúar. Innlent 13.10.2005 15:11 Skilorð vegna dráttar á rannsókn Rúmlega þrítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni, sem er þroskahömluð. Sjálfur er maðurinn nokkuð þroskahamlaður og í slakri félagslegri stöðu. Innlent 13.10.2005 15:11 Sótti veikan sjómann Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í togarann Guðmund frá Nesi sem staddur var um eitt hundrað sjómílur norðvestur af Snæfellsnesi. Innlent 13.10.2005 15:11 Óvenjutíðir stórbrunar Eftir fremur rólega tíð hjá slökkviliðum landsins fyrstu átta mánuði ársins hefur fjöldi bruna orðið í landinu síðan í september. Sumir þeirra hafa verið ansi stórir. Bruninn í Hringrás í Klettagörðum er einhver mesti bruni sem orðið hefur síðustu ár eða jafnvel áratugi. Innlent 17.10.2005 23:41 Hefði getað orðið stórbruni Minnstu mátti muna að stórbruni yrði í 150 ára gömlu húsi á horni Lækjargötu og Austurstrætis þegar eldur kviknaði þar út frá eldunartækjum í Kebab-húsinu á neðri hæðinni um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Innlent 13.10.2005 15:10 Lögreglan á Selfossi leitar vitna Lögreglan á Selfossi leitar vitna vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi skammt austan við Hveragerði um klukkan tvö síðastliðinn sunnudag. Þar valt bifreið þegar ökumaðurinn reyndi að koma í veg fyrir árekstur við bifreið sem ekið var á móti og var að fara fram úr öðrum bílum. Innlent 13.10.2005 15:10 « ‹ 99 100 101 102 103 104 105 106 107 … 120 ›
Bílvelta á Suðurnesjum Bílvelta varð á Garðvegi við svokallaðan Ellustekk skömmu fyrir hádegi samkvæmt Víkurfréttum. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur en hann náðist á hlaupum við innkomuna í Garðinn. Hann var fluttur til Keflavíkur til sýnatöku og skoðunar. Bifreiðin er nokkuð skemmd. Innlent 13.10.2005 15:12
Erilsamt hjá lögreglunni Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, töluverð ölvun var í miðbænum og tuttugu útköll bárust vegna hávaða í heimahúsum. Tveir voru í geymslu hjá lögreglunni í morgun, einn vegna ölvunar og hinn vegna ölvunaraksturs. Tíu voru teknir fyrir ölvunarakstur en að öðru leyti var nóttin stóráfallalaus. Innlent 13.10.2005 15:12
Vélsleðamenn skullu saman á stökki Tveir menn, hvor á sínum vélsleðanum, skullu saman í stökki sem varð til þess að annar slasaðist alvarlega. Mennirnir voru að leika sér að stökkva yfir veginn yfir á Hauganes í Eyjafirði þegar sleðar þeirra skullu saman. Innlent 13.10.2005 15:12
Fernt á slysadeild Fernt fór á slysasdeild eftir harðan árekstur jeppa og fólksbifreiðar laust fyrir klukkan þrjú dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi í Svínahrauni þegar þeir rákust á. Innlent 13.10.2005 15:12
Maður féll sex metra Maður hlaut höfuðáverka eftir að hann féll um sex metra í loðnubræðslunni á Eskifirði á fimmta tímanum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans. Líðan hans er sögð góð eftir atvikum og maðurinn með fullri meðvitund. Innlent 13.10.2005 15:12
Óvenjumargir í varðhaldi Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Innlent 13.10.2005 15:12
Skemmdi bíl á háskólalóðinni Sautján ára piltur dundaði sér við það í ölæði á háskólalóðinni laust fyrir klukkan sjö í morgun að skemma bíl sem þar stóð. Öryggisvörður sá til hans þar sem hann var að brjóta bílrúðu og kallaði til lögreglu. Piltur var handtekinn og settur í fangageymslu og er þess nú beðið að hann verði skýrsluhæfur, eins og það var orðað. Innlent 13.10.2005 15:12
Eftirlitslaus partí alltof mörg Fjórir unglingar voru handteknir í heimahúsi í Breiðholti aðfaranótt laugardags, en nágrannar höfðu kvartað yfir háreysti og ólátum í þeim. Í ljós kom að unglingar á grunnskólaaldri voru eftirlitslausir í húsinu og var áfengisneysla mikil. Innlent 13.10.2005 15:12
Fíkniefnin hafa skilað sér niður Nígeríumaðurinn sem tekinn var á þriðjudagskvöld í Leifsstöð með ætlað kókaín í farangri og innvortis er talinn hafa verið með 300 til 450 grömm af efninu. Fíkniefnunum var pakkað í hátt í fimmtíu misstórar kúlur sem maðurinn hafði bæði gleypt og geymt í endaþarmi. Innlent 13.10.2005 15:12
Báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Innlent 13.10.2005 15:12
Dómari kallaði dóminn fjarstæðu Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Innlent 13.10.2005 15:12
Valt með fullan pall af möl Engan sakaði þegar vörubíll með fullfermi af möl valt í Garðabæ á fimmta tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var bíllinn staddur í beygju þar sem hann hann reyndi að sturta hlassinu af pallinum þegar óhappið varð. Innlent 13.10.2005 15:12
15 mánaða dómur fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tvo karlmenn í dag í fimmtán mánaða fangelsi hvorn fyrir kókaínsmygl og fyrir að reyna að koma sér hjá því að greiða aðflutningsgjöld af hnefaleikabúnaði. Innlent 13.10.2005 15:12
Vonin fer minnkandi Rannsókn á brottnámi níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember hefur ekki borið árangur að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Innlent 13.10.2005 15:11
Beiðni um rannsókn vegna mannsláts Aðstandendur gamals manns sem lést eftir að hafa dottið á Hrafnistu í Reykjavík hafa lagt inn beiðni um rannsókn á málinu til embættis lögreglustjórans í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 15:11
Gæsluvarðhald framlengt Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa leitt í ljós að Ragnar Björnsson, maðurinn sem lést eftir árás í Mosfellsbæ um síðustu helgi, lést af völdum höggs á kjálka og gagnauga. Gæsluvarðhald yfir árásarmanninum hefur verið framlengt Innlent 13.10.2005 15:11
Varð brátt í brók Ætlað kókaín fannst á 25 ára gömlum Nígeríumanni við tollskoðun í Leifsstöð á þriðjudagskvöld. Strax vaknaði grunur um að maðurinn væri með meira magn fíkniefna innvortis sem var sannreynt með röntgenskoðun sama kvöld. Innlent 13.10.2005 15:11
Fékk skilorð fyrir að skalla mann Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Honum var gert að greiða þeim sem hann réðst á tæplega 300 þúsund krónur í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 15:11
Sveik út 650 þúsund Kona um þrítugt fær þriggja mánaða fangelsisdóm brjóti hún lög næstu tvö árin. Konan sveik út vörur og tölvubúnað á kostnað raunvísindadeildar Háskóla Íslands fyrir tæpar 650 þúsund krónur þegar hún vann þar sem deildarstjóri. Innlent 13.10.2005 15:11
Sextán seldu unglingum tóbak Sextán sölustaðir í Hafnarfirði af 27, eða 59 prósent, seldu unglingum tóbak í nýlegri könnun sem forvarnarnefnd Hafnarfjarðar gerði. Útkoman er betri nú en í vor þegar 62 prósent sölustaða seldu unglingum tóbak. Innlent 13.10.2005 15:11
Voru ölvaðir í bílferð Jeppi og fólksbíll, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Sandgerðisvegi skammt frá veginum að Rockville klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 15:11
Skeljungur hótar skaðabótakröfu Skeljungur hefur mótmælt því að Atlantsolía fái að reisa sjálfsafgreiðslustöð á lóð Teits Jónassonar hf. við Dalsveg í Kópavogi við hliðina á bensínstöð Skeljungs. Í bréfi til skipulagsnefndar Kópavogs segir að vegna nálægðar við bensínstöð Skeljungs muni breytingin leiða til minni eldsneytissölu fyrirtækisins og verulegs fjárhagstjóns. Innlent 13.10.2005 15:11
Reykbúr flutt vegna dópsala Reykaðstaða sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut verður flutt á næstunni. Ástæðan er meðal annars sú að dópsalar hafa stundað að bjóða fíkniefni til sölu þar og fólk hefur jafnvel sofið þar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:11
500 handsprengjum eytt Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddu 500 handsprengjum fyrir Varnarliðið á þriðjudag. Handsprengjurnar höfðu skemmst í geymslum Varnarliðsins og var því tekið til þess ráðs að eyða þeim með tveimur sprengingum. Innlent 13.10.2005 15:11
Gæsluvarðhald framlengt Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Magnúsi Einarssyni um tvo mánuði, til 15. febrúar. Innlent 13.10.2005 15:11
Skilorð vegna dráttar á rannsókn Rúmlega þrítugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni, sem er þroskahömluð. Sjálfur er maðurinn nokkuð þroskahamlaður og í slakri félagslegri stöðu. Innlent 13.10.2005 15:11
Sótti veikan sjómann Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í togarann Guðmund frá Nesi sem staddur var um eitt hundrað sjómílur norðvestur af Snæfellsnesi. Innlent 13.10.2005 15:11
Óvenjutíðir stórbrunar Eftir fremur rólega tíð hjá slökkviliðum landsins fyrstu átta mánuði ársins hefur fjöldi bruna orðið í landinu síðan í september. Sumir þeirra hafa verið ansi stórir. Bruninn í Hringrás í Klettagörðum er einhver mesti bruni sem orðið hefur síðustu ár eða jafnvel áratugi. Innlent 17.10.2005 23:41
Hefði getað orðið stórbruni Minnstu mátti muna að stórbruni yrði í 150 ára gömlu húsi á horni Lækjargötu og Austurstrætis þegar eldur kviknaði þar út frá eldunartækjum í Kebab-húsinu á neðri hæðinni um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang. Innlent 13.10.2005 15:10
Lögreglan á Selfossi leitar vitna Lögreglan á Selfossi leitar vitna vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi skammt austan við Hveragerði um klukkan tvö síðastliðinn sunnudag. Þar valt bifreið þegar ökumaðurinn reyndi að koma í veg fyrir árekstur við bifreið sem ekið var á móti og var að fara fram úr öðrum bílum. Innlent 13.10.2005 15:10