Lög og regla Fangelsi fyrir fjársvik Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vörur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslukorti sem hún átti ekki. Innlent 13.10.2005 14:58 Spenntu upp spilakassa Nokkuð hefur verið um innbrot á Akureyri að undanförnu. Í fyrrinótt var brotist inn í tvö fyrirtæki í bænum, Bónusvideo við Geislagötu og tölvufyrirtækið Skrín við Furuvelli. Innlent 13.10.2005 14:58 Skilorð fyrir hnefahögg Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri. Maðurinn var fundinn sekur um að slá annan mann hnefahöggi í andlitið. Innlent 13.10.2005 14:57 Sýknaður af innbroti Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar. Innlent 13.10.2005 14:57 Árekstur á miðri brú Árekstur varð á miðri brúnni yfir Tungnaá skammt frá Hrauneyjum í gærdag. Glerhált var og náðu ökumenn bílanna sem komu úr gagnstæðri átt ekki að stöðva áður en bílarnir lentu saman að sögn Lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 13.10.2005 14:57 Síbrotamaður í fangelsi Hæstiréttur mildaði þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni í tveggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir hylmingu, níu þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot. Innlent 13.10.2005 14:57 Hæstiréttur lækkar bætur Hæstiréttur lækkaði slysabætur til ungrar konu, vegna miska sem hún hlaut í bílslysi árið 1998, vegna ölvunar ökumannsins. Ökumaðurinn, sem var kærasti konunnar, lést í slysinu. Áfengismagn í blóði hans reyndist vera 2,15 prómill. Innlent 13.10.2005 14:57 Hæstiréttur lækkaði bæturnar Hæstiréttur lækkaði í dag bætur til konu sem varð fyrir slysi er hún var farþegi í bifreið með ölvuðum ökumanni. Maðurinn andaðist í slysinu. Héraðsdómur dæmdi konunni eina og hálfa milljón í bætur en Hæstiréttur lækkaði bæturnar í rúma milljón. Innlent 13.10.2005 14:57 Sýknaður á grundvelli skófars Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru fyrir að hafa stolið þrjú þúsund krónum í innbroti í verslun í Mjóddinni. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en hann er síbrotamaður. Vafinn um sekt snerist um skófar. Innlent 13.10.2005 14:57 Tuttugu karlar yfirheyrðir Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Innlent 13.10.2005 14:57 Dæmdur fyrir að rífa upp klósett Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá nágranna sínum. Salernisskálin eyðilagðist. Innlent 13.10.2005 14:57 Sjö handteknir í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði handtók samtals sjö manns í tveimur fíkniefnamálum sem upp komu í bænum í gærkvöldi og í nótt. Lítilsháttar af efnum var gert upptækt og er talið að fólkið hafi ætlað það til eigin nota. Málin teljast bæði upplýst og hefur öllum verið sleppt en sektir verða ákveðnar síðar. Innlent 13.10.2005 14:56 Mörg siðferðileg álitamál Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Innlent 13.10.2005 14:56 Eldur tekur jóðsótt ... Fjölmennt slökkvilið var sent að verksmiðju Lýsis við Grandaveg um klukkan fimm í morgun eftir að nágranni verksmiðjunnar tilkynnti um eld og reyk í húsinu. Þegar til kom sást þar ekkert athugavert nema hvað laus járnplata blakti í vindinum og var hún fest. Innlent 13.10.2005 14:56 Byssumaður við Hrauneyjar Karlmaður á sjötugsaldri skaut úr skotvopni upp í loft við Hrauneyjarfossvirkjun í nótt. Hann mun samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa verið í uppnámi vegna uppsagna starfsmanna við virkjunina. Innlent 13.10.2005 14:56 Fjórir þjófar handteknir Reykjavíkurlögreglan handtók fjóra menn á bíl í nótt eftir að tilkynnt var að þeir hefðu brotist inn í fjölbýlishús og látið greipar sópa í geymslum hússins. Lögreglumenn stöðvuðu mennina skammt frá húsinu og reyndist ýmiskonar varningur vera í bílnum sem menn eru ekki vanir að fara með í bíltúr um miðja nótt. Innlent 13.10.2005 14:56 Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 14:56 Framburður Jónasar þótti ótrúlegur Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, þremenningarnir í líkfundarmálinu, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um fíkniefnabrot, fyrir að koma manni í lífshættu ekki til hjálpar og fyrir illa meðferð á líki. Innlent 13.10.2005 14:57 Amfetamín falið í loftpressu Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Innlent 13.10.2005 14:56 Færri glæpir en fleiri fangar Bandarískum föngum fjölgaði á síðasta ári þrátt fyrir að bæði ofbeldisglæpum og þjófnuðum fækkaði samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 14:56 Stýrði fjárkúgun úr fangaklefa Mafíuforingi sem var dæmdur fyrir fjárkúgun hélt áfram að stýra starfseminni úr fangaklefa sínum. Hann kom skilaboðum fyrir í óhreina þvottinum sem hann lét ættingja sína sækja í fangelsi. Þannig kom hann fyrirskipunum áfram til undirmanna sinna sem héldu áfram að kúga fé út úr vínsölum á Sikiley. Innlent 13.10.2005 14:56 Fíkniefni í húsleit Nokkuð af fíkniefnum fannst í húsleit í Grafarvogi sem gerð var hjá manni á þrítugsaldri síðastliðinn föstudag. Þar fundust um 200 grömm af hassi, 200 grömm af maríjúana, átján grömm af kókaíni og sextán grömm af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 14:56 Saksóknari þarf leyfi Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur lagt fram beiðni til Hæstaréttar um áfrýjun vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness þar sem frestað var refsingu manns sem beitti eiginkonu sína ofbeldi. Innlent 13.10.2005 14:56 Ekki vafasamt fólk til landsins "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Innlent 13.10.2005 14:56 Sextán tölvuskjám stolið Sextán nýjum IBM-tölvuskjám var stolið í innbroti í Menntaskólann við Sund síðastliðna nótt. Kjallaragluggi var spenntur upp og skjáirnir handlangaðir út um hann. Tölvurnar sjálfar voru hins vegar á sínum stað, sem og tölvuprentari. Innlent 13.10.2005 14:56 Þrír handteknir í Keflavík Lögreglan í Keflavík færði þrjá menn í fangageymslur í nótt vegna ölvunarástands þeirra að sögn Víkurfrétta. Einn þremenninganna hafði sparkað í fót eins lögreglumanns sem þurfti að hafa afskipti af honum. Allir mennirnir voru látnir sofa úr sér vímuna. Innlent 13.10.2005 14:56 Fangageymslur fylltust á Selfossi Allar fangageymslur lögreglunnar á Selfossi fylltust í nótt. Þar gista nú sex karlar á milli tvítugs og þrítugs, allir handteknir í tengslum við fíkniefnaneyslu. Sá fyrsti var handtekinn undir stýri í nótt, undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann kannabisefni á manninum og var hann lagður til svefns í fangaklefa. Innlent 13.10.2005 14:55 Fimm á slysadeild eftir árekstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir árekstur jeppa og fólksbíls á mótum Bogatanga og Langatanga í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöld. Fólksbíllinn valt við áreksturinn og þurfti að klippa ökumann og farþega út úr bílnum. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir samstuðið og þurfti kranabíll að draga þá af slysstað. Innlent 13.10.2005 14:55 Slapp ómeiddur úr bílveltu Fólksbifreið valt í umdæmi Selfosslögreglu laust eftir klukkan sjö í morgun á Biskupstungnabraut á móts við bæinn Torfastaði. Ungur ökumaður var einn í bílnum og slapp hann nánast ómeiddur úr veltunni. Innlent 13.10.2005 14:55 Ók utan í bíla á stolnum bíl Maður um þrítugt var handtekinn á áttunda tímanum í morgun á Frakkastíg í miðborg Reykjavíkur. Hann sat þversum undir stýri á bíl sem hann hafði stolið og hafði hann ekið utan í fjórar kyrrstæðar bifreiðar í næsta nágrenni á ferðalagi sínu. Innlent 13.10.2005 14:55 « ‹ 107 108 109 110 111 112 113 114 115 … 120 ›
Fangelsi fyrir fjársvik Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vörur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslukorti sem hún átti ekki. Innlent 13.10.2005 14:58
Spenntu upp spilakassa Nokkuð hefur verið um innbrot á Akureyri að undanförnu. Í fyrrinótt var brotist inn í tvö fyrirtæki í bænum, Bónusvideo við Geislagötu og tölvufyrirtækið Skrín við Furuvelli. Innlent 13.10.2005 14:58
Skilorð fyrir hnefahögg Hæstiréttur staðfesti átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri. Maðurinn var fundinn sekur um að slá annan mann hnefahöggi í andlitið. Innlent 13.10.2005 14:57
Sýknaður af innbroti Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar. Innlent 13.10.2005 14:57
Árekstur á miðri brú Árekstur varð á miðri brúnni yfir Tungnaá skammt frá Hrauneyjum í gærdag. Glerhált var og náðu ökumenn bílanna sem komu úr gagnstæðri átt ekki að stöðva áður en bílarnir lentu saman að sögn Lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 13.10.2005 14:57
Síbrotamaður í fangelsi Hæstiréttur mildaði þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni í tveggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir hylmingu, níu þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot. Innlent 13.10.2005 14:57
Hæstiréttur lækkar bætur Hæstiréttur lækkaði slysabætur til ungrar konu, vegna miska sem hún hlaut í bílslysi árið 1998, vegna ölvunar ökumannsins. Ökumaðurinn, sem var kærasti konunnar, lést í slysinu. Áfengismagn í blóði hans reyndist vera 2,15 prómill. Innlent 13.10.2005 14:57
Hæstiréttur lækkaði bæturnar Hæstiréttur lækkaði í dag bætur til konu sem varð fyrir slysi er hún var farþegi í bifreið með ölvuðum ökumanni. Maðurinn andaðist í slysinu. Héraðsdómur dæmdi konunni eina og hálfa milljón í bætur en Hæstiréttur lækkaði bæturnar í rúma milljón. Innlent 13.10.2005 14:57
Sýknaður á grundvelli skófars Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru fyrir að hafa stolið þrjú þúsund krónum í innbroti í verslun í Mjóddinni. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en hann er síbrotamaður. Vafinn um sekt snerist um skófar. Innlent 13.10.2005 14:57
Tuttugu karlar yfirheyrðir Meira en tuttugu karlmenn hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík vegna rannsóknar á starfsemi nuddstofu sem auglýsti erótískt nudd. Grunur er um að á nuddstofunni hafi farið fram vændi af einhverju tagi. Mennirnir eru taldir hafa keypt kynlífsþjónustu á nuddstofunni. Rannsókn málsins er rétt að ljúka. Innlent 13.10.2005 14:57
Dæmdur fyrir að rífa upp klósett Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá nágranna sínum. Salernisskálin eyðilagðist. Innlent 13.10.2005 14:57
Sjö handteknir í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði handtók samtals sjö manns í tveimur fíkniefnamálum sem upp komu í bænum í gærkvöldi og í nótt. Lítilsháttar af efnum var gert upptækt og er talið að fólkið hafi ætlað það til eigin nota. Málin teljast bæði upplýst og hefur öllum verið sleppt en sektir verða ákveðnar síðar. Innlent 13.10.2005 14:56
Mörg siðferðileg álitamál Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina. Innlent 13.10.2005 14:56
Eldur tekur jóðsótt ... Fjölmennt slökkvilið var sent að verksmiðju Lýsis við Grandaveg um klukkan fimm í morgun eftir að nágranni verksmiðjunnar tilkynnti um eld og reyk í húsinu. Þegar til kom sást þar ekkert athugavert nema hvað laus járnplata blakti í vindinum og var hún fest. Innlent 13.10.2005 14:56
Byssumaður við Hrauneyjar Karlmaður á sjötugsaldri skaut úr skotvopni upp í loft við Hrauneyjarfossvirkjun í nótt. Hann mun samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa verið í uppnámi vegna uppsagna starfsmanna við virkjunina. Innlent 13.10.2005 14:56
Fjórir þjófar handteknir Reykjavíkurlögreglan handtók fjóra menn á bíl í nótt eftir að tilkynnt var að þeir hefðu brotist inn í fjölbýlishús og látið greipar sópa í geymslum hússins. Lögreglumenn stöðvuðu mennina skammt frá húsinu og reyndist ýmiskonar varningur vera í bílnum sem menn eru ekki vanir að fara með í bíltúr um miðja nótt. Innlent 13.10.2005 14:56
Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 14:56
Framburður Jónasar þótti ótrúlegur Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, þremenningarnir í líkfundarmálinu, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um fíkniefnabrot, fyrir að koma manni í lífshættu ekki til hjálpar og fyrir illa meðferð á líki. Innlent 13.10.2005 14:57
Amfetamín falið í loftpressu Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Innlent 13.10.2005 14:56
Færri glæpir en fleiri fangar Bandarískum föngum fjölgaði á síðasta ári þrátt fyrir að bæði ofbeldisglæpum og þjófnuðum fækkaði samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Innlent 13.10.2005 14:56
Stýrði fjárkúgun úr fangaklefa Mafíuforingi sem var dæmdur fyrir fjárkúgun hélt áfram að stýra starfseminni úr fangaklefa sínum. Hann kom skilaboðum fyrir í óhreina þvottinum sem hann lét ættingja sína sækja í fangelsi. Þannig kom hann fyrirskipunum áfram til undirmanna sinna sem héldu áfram að kúga fé út úr vínsölum á Sikiley. Innlent 13.10.2005 14:56
Fíkniefni í húsleit Nokkuð af fíkniefnum fannst í húsleit í Grafarvogi sem gerð var hjá manni á þrítugsaldri síðastliðinn föstudag. Þar fundust um 200 grömm af hassi, 200 grömm af maríjúana, átján grömm af kókaíni og sextán grömm af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 14:56
Saksóknari þarf leyfi Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur lagt fram beiðni til Hæstaréttar um áfrýjun vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness þar sem frestað var refsingu manns sem beitti eiginkonu sína ofbeldi. Innlent 13.10.2005 14:56
Ekki vafasamt fólk til landsins "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Innlent 13.10.2005 14:56
Sextán tölvuskjám stolið Sextán nýjum IBM-tölvuskjám var stolið í innbroti í Menntaskólann við Sund síðastliðna nótt. Kjallaragluggi var spenntur upp og skjáirnir handlangaðir út um hann. Tölvurnar sjálfar voru hins vegar á sínum stað, sem og tölvuprentari. Innlent 13.10.2005 14:56
Þrír handteknir í Keflavík Lögreglan í Keflavík færði þrjá menn í fangageymslur í nótt vegna ölvunarástands þeirra að sögn Víkurfrétta. Einn þremenninganna hafði sparkað í fót eins lögreglumanns sem þurfti að hafa afskipti af honum. Allir mennirnir voru látnir sofa úr sér vímuna. Innlent 13.10.2005 14:56
Fangageymslur fylltust á Selfossi Allar fangageymslur lögreglunnar á Selfossi fylltust í nótt. Þar gista nú sex karlar á milli tvítugs og þrítugs, allir handteknir í tengslum við fíkniefnaneyslu. Sá fyrsti var handtekinn undir stýri í nótt, undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fann kannabisefni á manninum og var hann lagður til svefns í fangaklefa. Innlent 13.10.2005 14:55
Fimm á slysadeild eftir árekstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir árekstur jeppa og fólksbíls á mótum Bogatanga og Langatanga í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöld. Fólksbíllinn valt við áreksturinn og þurfti að klippa ökumann og farþega út úr bílnum. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir samstuðið og þurfti kranabíll að draga þá af slysstað. Innlent 13.10.2005 14:55
Slapp ómeiddur úr bílveltu Fólksbifreið valt í umdæmi Selfosslögreglu laust eftir klukkan sjö í morgun á Biskupstungnabraut á móts við bæinn Torfastaði. Ungur ökumaður var einn í bílnum og slapp hann nánast ómeiddur úr veltunni. Innlent 13.10.2005 14:55
Ók utan í bíla á stolnum bíl Maður um þrítugt var handtekinn á áttunda tímanum í morgun á Frakkastíg í miðborg Reykjavíkur. Hann sat þversum undir stýri á bíl sem hann hafði stolið og hafði hann ekið utan í fjórar kyrrstæðar bifreiðar í næsta nágrenni á ferðalagi sínu. Innlent 13.10.2005 14:55