Lög og regla Fundu tæp 200 grömm af hassi Maður á þrítugsaldri hlaut í gær skilorðsbundið mánaðarfangelsi auk 180.000 króna sektar fyrir brot á fíkniefnalöggjöf og umferðarlögum. Hann var að auki sviptur ökuleyfi í þrjú ár og þarf að greiða kostnað upp á 203.501 krónu. Innlent 13.10.2005 19:28 Dæmd fyrir kannabisrækt í haughúsi Þrír karlmenn og ein kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda kannabisrækt í haughúsi á sveitabæ á Suðurlandi. Kunnáttusamlega var staðið að verki og lagði lögregla meðal annars hald á tólf gróðurhúsalampa, hitablásara, flúorlampa, ljósaperur og ýmsan annan búnað til ræktunarinnar, að ónefndum 710 kannabisplöntum. Innlent 13.10.2005 19:28 Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:28 Kona fær réttargæslumann Hæstiréttur sneri í gær fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og skipaði konu réttargæslumann vegna ætlaðs heimilisofbeldis. Innlent 13.10.2005 19:28 Dæmdur fyrir húsbrot og hasssmygl Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa í apríl og maí í fyrra staðið að innflutningi á rúmlega 2,5 kílóum af hassi frá Danmörku. Hassið var falið í leikfangatraktor sem sendur var í pósti. Innlent 13.10.2005 19:28 Efla þarf réttindagæslu Meintur fjárdráttur konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík er litinn mjög alvarlegum augum hjá svæðisskrifstofu fatlaðra, ekki síst þar sem um stjórnanda var að ræða. Þar mun nú hugað að endurskipulagi verkferla. Innlent 13.10.2005 19:28 Eiturlyfjamarkaðurinn Götuverð á kókaíni hefur hríðfallið á einum mánuði úr tólf þúsund krónum grammið niður í sjö þúsund og fimm hundruð krónur, samkvæmt verðkönnun SÁÁ. Þessi verðlækkun getur verið vísbending um að einhverjum hafi nýverið tekist að smygla miklu af efninu til landsins. Innlent 13.10.2005 19:28 Málsgögnum var skilað í gær Embætti Ríkislögreglustjóra lét í gær af hendi rannsóknargögn í Baugsmálinu svokallaða. Ákærur voru gefnar út á föstudag, en rannsókn lögreglu hefur staðið í tæp þrjú ár. Sex sæta ákæru, þar á meðal fyrrverandi og núverandi forstjóri Baugs, stjórnarmenn og tveir endurskoðendur. Innlent 13.10.2005 19:28 Svara spurningum í ágúst Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, eru báðir í sumarfríi fram í ágúst. Hjá embættinu fengust þau svör að trúlega gætu þeir einir svarað spurningum tengdum rannsókninni á Baugsmálinu svokallaða, en komið hefur fram alvarleg gagnrýni á hana og eins á skipulag embættisins. Innlent 13.10.2005 19:28 Leit að líki í Grafarvogi hætt Leit að líki í Grafarvogi í Reykjavík sem hófst síðdegis í gær bar ekki árangur og var henni hætt upp ur miðnætti. Þá höfðu björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkviliðsmenn kafað, siglt um voginn og gengið fjörur auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið. Innlent 13.10.2005 19:28 Líks leitað í Grafarvogi Lögreglumenn og slökkviliðsmenn leituðu í gærkvöld að líki við Gullinbrú í Reykjavík. Leitin hófst eftir að barn sagði frá því að það hefði séð lík á floti þar sem það var á ferð. Að sögn lögreglu var lýsing barnsins þannig að ekki var annað hægt en að hefja leit af fullri alvöru. Innlent 13.10.2005 19:28 Stjórnandi sambýlis stal frá íbúum Lögregla rannsakar meintan fjárdrátt konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan tók út vörur til eigin nota á reikning sambýlisins. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma þar sem stolið er frá íbúum sambýlis. Innlent 13.10.2005 19:27 Barði niður bílstjóra 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað snemma á laugardagsmorgni í febrúar í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:27 Fundu eiturlyf, umbúðir og búnað Lögregla fann þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni við húsleit á lögheimili manns í Reykjavík síðasta þriðjudag. Þá fundust fyrr um morguninn ætluð íblöndunarefni, umbúðir og búnaður sem lögregla ætlar að notaður hafi verið til að pakka fíkniefnum á dvalarstað mannsins. Innlent 13.10.2005 19:27 Maður lést í umferðarslysi Eldri maður lést í árekstri pallbíls og rútu við Minni-Borg í Grímsnesi laust eftir klukkan hálf tvö í gærdag. Þrír farþegar rútunnar meiddust og voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykavík til skoðunar. Maðurinn sem lést ók pallbílnum og var einn á ferð. Talið er að hann hafi látist samstundis. Innlent 13.10.2005 19:27 Tvíkjálkabrotinn fær bætur Ungir bræður voru fyrir helgi dæmdir í hálfsársfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að berja mann og sparka ítrekað í höfuð hans þar sem hann lá þannig að hann tvíkjálkabrotnaði og hlaut önnur meiðsl. Árásin átti sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri, aðfararnótt 17. júní í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:27 Umferðin dreifðari en oft áður Ein mesta ferðahelgi ársins er afstaðin. Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig en víða urðu minniháttar óhöpp einkum vegna veðurs. Innlent 13.10.2005 19:27 Enginn handtekinn í nauðgunarmáli Enginn hefur enn verið handtekinn vegna nauðgunarmáls sem kom upp í Ólafsvík í fyrrinótt. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun og taldi að sér hefði verið byrlað ólyfjan. Tvær aðrar stúlkur tilkynntu lögreglu líka að þær teldu að þeim hafi verið byrlað einhverju álíka. Innlent 13.10.2005 19:27 Kaup 10-11 einn ákæruliða Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. Innlent 13.10.2005 19:27 Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. Innlent 13.10.2005 19:27 Stakkst réttindalaus inn í garð Sautján ára ökumaður en réttindalaus reyndi að hrista lögregluna af sér um hálfþrjúleytið í nótt með þeim afleiðingum að hann stakkst inn í garð á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og staðnæmdist harkalega á húsinu. Innlent 13.10.2005 19:27 Bifhjól fauk út af Um klukkan fjögur síðdegis í gær fauk bifhjól út af veginum á Kjalarnesi. Gríðarlegt hvassviðri og rigning olli því að víða var illfært um vegi landsins og var ástandið sérlega slæmt á Vesturlandsvegi. Innlent 13.10.2005 19:27 Ók á konu og flúði Ekið var á konu við Vaglaskóg í nótt og ökumaðurinn stakk síðan af. Þegar hann var kominn nokkuð frá vettvangi beið lögreglan á Akureyri eftir honum og gómaði hann. Þá var einnig ekið á mann á Flúðum seint í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:27 Húsbíll fauk út af Síðdegis í gær fauk húsbíll út af veginum við Böðvarsholt í Staðarsveit. Bíllinn er gjörónýtur en allir sem í bílnum voru sluppu nokkuð vel og fengu að fara heim eftir læknisskoðun. Innlent 13.10.2005 19:27 Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Innlent 13.10.2005 19:27 Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi Alþjóðleg glæpastarfsemi með öllu sem henni fylgir hefur skotið rótum á Íslandi. Fréttastofa Stöðvar 2 mun á næstu dögum sýna röð frétta um skipulagða glæpi á Íslandi og umfang þeirra, þá fyrstu annað kvöld. Innlent 13.10.2005 19:27 Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan á Höfn í Hornafirði hefur sleppt manninum sem handtekinn var í gær vegna gruns um að hafa nauðgað konu í bænum í fyrrinótt. Konan kærði nauðgun til lögreglunnar og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Sökum ölvunar var ekki hægt að yfirheyra hann strax en það er búið nú og hefur honum verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram. Innlent 13.10.2005 19:27 Tvær nauðganir í rannsókn Grunur liggur á að tveimur konum hafi verið nauðgað um helgina, önnur var á Færeyskum dögum í Ólafsvík, en hin á humarhátíðinni í Höfn í Hornafirði. Innlent 13.10.2005 19:27 Mannslát og grunur um nauðganir Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. Innlent 13.10.2005 19:27 Nauðgun kærð á Humarhátíðinni Nauðgun hefur kærð á Humarhátíðinni sem fram fer á Höfn í Hornafirði um helgina. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem sér um gæslu á hátíðinni, er málið upplýst. Innlent 13.10.2005 19:27 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 120 ›
Fundu tæp 200 grömm af hassi Maður á þrítugsaldri hlaut í gær skilorðsbundið mánaðarfangelsi auk 180.000 króna sektar fyrir brot á fíkniefnalöggjöf og umferðarlögum. Hann var að auki sviptur ökuleyfi í þrjú ár og þarf að greiða kostnað upp á 203.501 krónu. Innlent 13.10.2005 19:28
Dæmd fyrir kannabisrækt í haughúsi Þrír karlmenn og ein kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda kannabisrækt í haughúsi á sveitabæ á Suðurlandi. Kunnáttusamlega var staðið að verki og lagði lögregla meðal annars hald á tólf gróðurhúsalampa, hitablásara, flúorlampa, ljósaperur og ýmsan annan búnað til ræktunarinnar, að ónefndum 710 kannabisplöntum. Innlent 13.10.2005 19:28
Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:28
Kona fær réttargæslumann Hæstiréttur sneri í gær fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og skipaði konu réttargæslumann vegna ætlaðs heimilisofbeldis. Innlent 13.10.2005 19:28
Dæmdur fyrir húsbrot og hasssmygl Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa í apríl og maí í fyrra staðið að innflutningi á rúmlega 2,5 kílóum af hassi frá Danmörku. Hassið var falið í leikfangatraktor sem sendur var í pósti. Innlent 13.10.2005 19:28
Efla þarf réttindagæslu Meintur fjárdráttur konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík er litinn mjög alvarlegum augum hjá svæðisskrifstofu fatlaðra, ekki síst þar sem um stjórnanda var að ræða. Þar mun nú hugað að endurskipulagi verkferla. Innlent 13.10.2005 19:28
Eiturlyfjamarkaðurinn Götuverð á kókaíni hefur hríðfallið á einum mánuði úr tólf þúsund krónum grammið niður í sjö þúsund og fimm hundruð krónur, samkvæmt verðkönnun SÁÁ. Þessi verðlækkun getur verið vísbending um að einhverjum hafi nýverið tekist að smygla miklu af efninu til landsins. Innlent 13.10.2005 19:28
Málsgögnum var skilað í gær Embætti Ríkislögreglustjóra lét í gær af hendi rannsóknargögn í Baugsmálinu svokallaða. Ákærur voru gefnar út á föstudag, en rannsókn lögreglu hefur staðið í tæp þrjú ár. Sex sæta ákæru, þar á meðal fyrrverandi og núverandi forstjóri Baugs, stjórnarmenn og tveir endurskoðendur. Innlent 13.10.2005 19:28
Svara spurningum í ágúst Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, eru báðir í sumarfríi fram í ágúst. Hjá embættinu fengust þau svör að trúlega gætu þeir einir svarað spurningum tengdum rannsókninni á Baugsmálinu svokallaða, en komið hefur fram alvarleg gagnrýni á hana og eins á skipulag embættisins. Innlent 13.10.2005 19:28
Leit að líki í Grafarvogi hætt Leit að líki í Grafarvogi í Reykjavík sem hófst síðdegis í gær bar ekki árangur og var henni hætt upp ur miðnætti. Þá höfðu björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkviliðsmenn kafað, siglt um voginn og gengið fjörur auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið. Innlent 13.10.2005 19:28
Líks leitað í Grafarvogi Lögreglumenn og slökkviliðsmenn leituðu í gærkvöld að líki við Gullinbrú í Reykjavík. Leitin hófst eftir að barn sagði frá því að það hefði séð lík á floti þar sem það var á ferð. Að sögn lögreglu var lýsing barnsins þannig að ekki var annað hægt en að hefja leit af fullri alvöru. Innlent 13.10.2005 19:28
Stjórnandi sambýlis stal frá íbúum Lögregla rannsakar meintan fjárdrátt konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan tók út vörur til eigin nota á reikning sambýlisins. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma þar sem stolið er frá íbúum sambýlis. Innlent 13.10.2005 19:27
Barði niður bílstjóra 22 ára gamall maður var í gær dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað snemma á laugardagsmorgni í febrúar í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:27
Fundu eiturlyf, umbúðir og búnað Lögregla fann þrjú kíló af hassi og 400 grömm af amfetamíni við húsleit á lögheimili manns í Reykjavík síðasta þriðjudag. Þá fundust fyrr um morguninn ætluð íblöndunarefni, umbúðir og búnaður sem lögregla ætlar að notaður hafi verið til að pakka fíkniefnum á dvalarstað mannsins. Innlent 13.10.2005 19:27
Maður lést í umferðarslysi Eldri maður lést í árekstri pallbíls og rútu við Minni-Borg í Grímsnesi laust eftir klukkan hálf tvö í gærdag. Þrír farþegar rútunnar meiddust og voru fluttir á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykavík til skoðunar. Maðurinn sem lést ók pallbílnum og var einn á ferð. Talið er að hann hafi látist samstundis. Innlent 13.10.2005 19:27
Tvíkjálkabrotinn fær bætur Ungir bræður voru fyrir helgi dæmdir í hálfsársfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að berja mann og sparka ítrekað í höfuð hans þar sem hann lá þannig að hann tvíkjálkabrotnaði og hlaut önnur meiðsl. Árásin átti sér stað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri, aðfararnótt 17. júní í fyrra. Innlent 13.10.2005 19:27
Umferðin dreifðari en oft áður Ein mesta ferðahelgi ársins er afstaðin. Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig en víða urðu minniháttar óhöpp einkum vegna veðurs. Innlent 13.10.2005 19:27
Enginn handtekinn í nauðgunarmáli Enginn hefur enn verið handtekinn vegna nauðgunarmáls sem kom upp í Ólafsvík í fyrrinótt. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun og taldi að sér hefði verið byrlað ólyfjan. Tvær aðrar stúlkur tilkynntu lögreglu líka að þær teldu að þeim hafi verið byrlað einhverju álíka. Innlent 13.10.2005 19:27
Kaup 10-11 einn ákæruliða Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni eru komin í uppnám vegna ákærunnar á eigendur Baugs. Breskir fjölmiðlar segja einn ákæruliðanna gegn Jóni Ásgeiri snúa að kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. Innlent 13.10.2005 19:27
Kaupin á Somerfield í uppnámi Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield. Innlent 13.10.2005 19:27
Stakkst réttindalaus inn í garð Sautján ára ökumaður en réttindalaus reyndi að hrista lögregluna af sér um hálfþrjúleytið í nótt með þeim afleiðingum að hann stakkst inn í garð á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og staðnæmdist harkalega á húsinu. Innlent 13.10.2005 19:27
Bifhjól fauk út af Um klukkan fjögur síðdegis í gær fauk bifhjól út af veginum á Kjalarnesi. Gríðarlegt hvassviðri og rigning olli því að víða var illfært um vegi landsins og var ástandið sérlega slæmt á Vesturlandsvegi. Innlent 13.10.2005 19:27
Ók á konu og flúði Ekið var á konu við Vaglaskóg í nótt og ökumaðurinn stakk síðan af. Þegar hann var kominn nokkuð frá vettvangi beið lögreglan á Akureyri eftir honum og gómaði hann. Þá var einnig ekið á mann á Flúðum seint í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 19:27
Húsbíll fauk út af Síðdegis í gær fauk húsbíll út af veginum við Böðvarsholt í Staðarsveit. Bíllinn er gjörónýtur en allir sem í bílnum voru sluppu nokkuð vel og fengu að fara heim eftir læknisskoðun. Innlent 13.10.2005 19:27
Peningaþvætti ekki í ákæruliðunum Peningaþvætti kemur ekki fyrir í ákæruliðunum í Baugsmálinu. Ríkislögreglustjórinn fékk fyrir rúmum fjórtán mánuðum aðgang að gögnum Kaupþings í Lúxemborg um reikninga fyrirtækja Baugs á þeim forsendum að sterkur grunur léki á peningaþvætti. Innlent 13.10.2005 19:27
Alþjóðleg glæpastarfsemi á Íslandi Alþjóðleg glæpastarfsemi með öllu sem henni fylgir hefur skotið rótum á Íslandi. Fréttastofa Stöðvar 2 mun á næstu dögum sýna röð frétta um skipulagða glæpi á Íslandi og umfang þeirra, þá fyrstu annað kvöld. Innlent 13.10.2005 19:27
Grunuðum nauðgara sleppt Lögreglan á Höfn í Hornafirði hefur sleppt manninum sem handtekinn var í gær vegna gruns um að hafa nauðgað konu í bænum í fyrrinótt. Konan kærði nauðgun til lögreglunnar og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Sökum ölvunar var ekki hægt að yfirheyra hann strax en það er búið nú og hefur honum verið sleppt. Rannsókn málsins heldur áfram. Innlent 13.10.2005 19:27
Tvær nauðganir í rannsókn Grunur liggur á að tveimur konum hafi verið nauðgað um helgina, önnur var á Færeyskum dögum í Ólafsvík, en hin á humarhátíðinni í Höfn í Hornafirði. Innlent 13.10.2005 19:27
Mannslát og grunur um nauðganir Grunur leikur á að unglingsstúlku hafi verið nauðgað í Ólafsvík í nótt eftir að hafa verið byrlað ólyfjan. Karlmaður er í haldi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði grunaður um aðra nauðgun. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í Ketillaugarfjalli við Höfn í dag. Ekki er vitað hvað varð honum að aldurtila. Innlent 13.10.2005 19:27
Nauðgun kærð á Humarhátíðinni Nauðgun hefur kærð á Humarhátíðinni sem fram fer á Höfn í Hornafirði um helgina. Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem sér um gæslu á hátíðinni, er málið upplýst. Innlent 13.10.2005 19:27