Lög og regla Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu. Innlent 13.10.2005 19:21 Rólegt á Akureyri í gærkvöld Skemmtanalífið fór vel fram á Akureyri í nótt. Tveir þurftu þó að gista fangageymslur lögreglunnar þar sem þeir gátu ekki greitt reikning sem þeir höfðu stofnað til á veitingastað í bænum. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi þegar þeir voru teknir klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi. Fjórir voru teknir fyrir hraðakstur, tveir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur án réttinda. Innlent 13.10.2005 19:21 Handtekin með þýfi á Selfossi Par á þrítugsaldri var handtekið á Selfossi í gærmorgun með þýfi í bíl sínum. Maðurinn ók bílnum en hann er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Við nánari athugun kom þýfið í ljós og reyndist það vera úr nýlegu innbroti í Reykjavík. Parinu var sleppt um miðnætti að loknum yfirheyrslum en það hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Innlent 13.10.2005 19:21 Ferðamaður velti bíl í Dýrafirði Þýskur ferðamaður slapp ómeiddur eftir að hafa velt bíl sem hann ók í Dýrafirði í fyrrinótt. Bíllinn lenti utan vegar og fór að minnsta kosti eina veltu en lenti aftur á hjólunum. Ökumaður, sem tilkynnti sjálfur um óhappið, segist hafa fipast þegar lamb hljóp í veg fyrir bílinn. Bíllinn skemmdist mikið en hægt var að aka honum á lögreglustöðina þar sem hann var tekinn úr umferð. Innlent 13.10.2005 19:21 30 gripnir fyrir of hraðan akstur Þrjátíu voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri síðastliðinn sólarhring. Flestir þeirra voru teknir í gærkvöldi eða 23, í Öxnadal og á Svalbarðsströnd. Sá sem hraðast ók var á 149 kílómetra hraða. Enn fremur var einum stungið inn í fangageymslur í nótt sökum ölvunar. Innlent 13.10.2005 19:20 Slasaðist töluvert í veltu Ungur maður slasaðist talsvert eftir að hafa velt bíl sínum á veginum upp að Laugarvatni í nótt. Hann var ekki talinn í lífshættu en var fluttur á slysadeild til Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur en tildrög slyssins eru í rannsókn. Bíllinn er gjörónýtur og þykir mildi að ekki hafi farið enn verr. Innlent 13.10.2005 19:20 Á stolnum bíl með þýfi Maður velti stolnum bíl rétt fyrir innan Flateyri í Önundarfirði í gærmorgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en reyndist ekki alvarlega slasaður. Í bílnum fannst þýfi úr innbroti sem framið var sömu nótt. Maðurinn, sem grunaður er um akstur undir áhrifum lyfja, ók án þess að hafa ökuréttindi. Hann gisti fangageymslur þar til síðdegis í gær þegar honum var sleppt. Málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:21 Veifaði skammbyssu í Bústaðahverfi Maður, sem veifaði loftskammbyssu utandyra í Bústaðahverfinu, var handtekinn á heimili móður sinnar og færður í fangageymslur í dag. Innlent 13.10.2005 19:21 Sýknaður af ákæru um hasssmygl Héraðsdómur Reykjaness sýknaði síbrotamann af ákæru um tilraun til að smygla hassi til landsins, en það fannst við gegnumlýsingu á farangri hans á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Í skýrslu lögreglunnar í Danmörku segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa ætlað að flytja efnið til Íslands fyrir vin sinn en ekki viljað upplýsa hver það væri. Innlent 13.10.2005 19:21 Erilsamt hjá lögreglu í Reykjavík Erilsamt var að sögn lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Einn var handtekinn og látinn gista fangageymslur eftir líkamsárás í heimahúsi í austurborginni. Fjórir voru teknir með lítilræði af fíkniefnum. Þeir voru fluttir í yfirheyrslur á lögreglustöðina en sleppt að þeim loknum. Þá voru fjórir teknir fyrir ölvunarakstur snemma í morgun. Innlent 13.10.2005 19:21 Biskup hafnar ásökunum um vanhæfi Karl Sigurbjörnsson biskup hafnar alfarið alvarlegum ásökunum lögmanns Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, sem lýst hefur biskup vanhæfan til að fjalla um deilu prestins og hluta sóknarnefndar. Í yfirlýsingu frá Biskupsstofu, þar sem þessu er hafnað, segir enn fremur að Biskupsstofa tjái sig ekki frekar um innihald bréfs lögmannsins til biskups á meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:20 Töldu sig þekkja mann í löggubíl Lögreglan í Hafnarfirði handtók rétt fyrir hádegi tvo karlmenn og eina konu í húsi í Reykjavík sem eru grunuð um að hafa í félagi við tvo aðra karla, sem handteknir voru í nótt, ráðist á óeinkennisklædda lögreglumenn og stórskemmt ómerkta lögreglubifreið. Árásarmennirnir töldu sig þekkja einhvern í lögreglubílnum sem þeir áttu sökótt við og þess vegna létu þeir til skarar skríða. Innlent 13.10.2005 19:20 Sextugur sýknaður af hasssmygli Sextugur karl var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af ákæru um að hafa reynt að smygla til landsins 304 grömmum af hassi. Efnið fannst í tösku mannsins við gegnumlýsingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Innlent 13.10.2005 19:20 Rökstuðningur ekki fullnægjandi Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Innlent 13.10.2005 19:20 Velti stolnum bíl með þýfi Á sjötta tímanum í gærmorgun valt lítil fólksbifreið í Önundarfirði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki alvarlega slasaður. Hann er grunaður um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og ekið henni undir áhrifum lyfja. Hann reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Innlent 13.10.2005 19:20 Afgreiðslustjóri sparisjóðs dæmdur 37 ára gömul kona var fyrir helgi dæmd í níu mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega átta milljóna króna skaðabóta til Sparisjóðs Hafnarfjarðar vegna umboðssvika í störfum sínum fyrir sjóðinn árin 2000 til 2003. Konan starfaði sem afgreiðslustjóri hjá sparisjóðnum. Innlent 13.10.2005 19:20 Tóku feil og réðust á lögreglumenn Fjórir karlmenn og ein kona réðust að ómerktum lögreglubíl í Hafnarfirði og skemmdu töluvert skömmu fyrir klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit. Fólkið fór mannavillt og var handtekið. Innlent 13.10.2005 19:20 Stórskemmdu lögreglubíl Fjórir karlar og ein kona réðust í nótt á lögreglumenn í Hafnarfirði og stórskemmdu lögreglubifreið. Innlent 13.10.2005 19:20 Dæmdar bætur vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða manni rúmlega eina milljón króna í skaðabætur. Maðurinn varð fyrir slysi í febrúar í fyrra þegar hann var að vinna við svokallaða brettastöflunarvél sem er hluti af pökkunarvél í hraðfrystihúsi Ísfélagsins. Vélin bilaði með þeim afleiðingum að dragplata gekk út og dró með sér öskjur sem duttu yfir manninn þar sem hann stóð. Innlent 13.10.2005 19:20 Fellir úrskurð ráðherra úr gildi Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðherra, sem synjað hafði Lilju Sæmundsdóttir um að ættleiða barn frá Kína á þeim forsendum að hún væri of þung. Lilja, sem er 48 ára, er með kennaramenntun og sérkennaramenntun og sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:20 Í fangelsi fyrir brot gegn barni Maður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þá 10 ára gamalli stúlku, en tveir mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár. Brotið átti sér stað í ágúst í fyrra. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað auk 300 þúsund króna í miskabætur til stúlkunnar. Innlent 13.10.2005 19:20 Margdæmdur aftur í steininn 29 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnað og umboðssvik. Maðurinn hefur oft verið dæmdur áður fyrir þjófnað. Innlent 13.10.2005 19:20 Ráðuneytið gekk of langt Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að Lilju Sæmundsdóttur væri óheimilt að ættleiða barn frá Kína. Ráðuneytið studdist í úrskurði sínum við að Lilja gæti átt á hættu heilsubrest vegna offitu. Þá voru henni dæmdar 600.000 krónur í málskostnað. Innlent 13.10.2005 19:20 9 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í níu mánaða fangelsi í morgun og til að greiða sparisjóðnum liðlega átta milljónir króna fyrir umboðssvik en afgreiðslustjórinn sveik með ýmsum hætti umrædda fjárhæð út úr sparisjóðnum. Hluti fangelsisvistarinnar er skilorðsbundinn þar sem dráttur varð á rannsókn málsins hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Innlent 13.10.2005 19:20 Gripnir við hassreykingar Þrír unglingspiltar voru gripnir glóðvoldir við hassreykingar við Hamraskóla í Grafarvogi á fjórða tímanum í nótt. Þeir voru utan við skólann og stöðvaði lögreglan reykinarnar, málið telst upplýst og var piltunum sleppt eftir skýrslutöku á staðnum. Innlent 13.10.2005 19:20 Hjólreiðalöggur handtóku ökumann Tveir lögreglumenn á reiðhjólum handtóku í nótt ökumann fyrir utan veitingastað við Laugaveg. Veittu lögreglumennirnir ökumanninum athygli þar sem hann ók bifreið sinni allgreitt niður Laugarveg og stöðvaði fyrir utan veitingastað. Höfðu þeir tal af ökumanninum þar sem hann sat undir stýri bifreiðarinnar. Vaknaði þá grunur um að ökumaður væri ölvaður og var hann því færður á lögreglustöð blóðsýnatöku. Innlent 13.10.2005 19:20 Segir forsendur leyfis brostnar Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Innlent 13.10.2005 19:20 Tjón mest á Suðurlandsvegi Samfélagskostnaður vegna tjóna á Suðurlandsvegi er mun hærri en á öðrum vegum. Þetta kemur fram í úttekt sem Vinir Hellisheiðar létu gera í samstarfi við tryggingarfélögin. Á blaðamannafundi í dag var kynnt samantekt yfir tjón á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss frá 1990 og þar til í mars í ár og þar kom fram að kostnaðurinn nam fimm milljörðum króna. Innlent 13.10.2005 19:20 Velti bíl utan við Flateyri Ölvaður ökumaður á stolnum bíl, að því að talið er, er nú á sjúkrahúsinu á Ísafirði eftir að hann velti bílnum utan við Flateyri á sjötta tímanum í morgun. Maðurinn er til rannsóknar á sjúkrahúsinu en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Bíllinn er hins vegar töluvert skemmdur. Innlent 13.10.2005 19:20 Átelja seinagang embættis Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Innlent 13.10.2005 19:20 « ‹ 56 57 58 59 60 61 62 63 64 … 120 ›
Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu. Innlent 13.10.2005 19:21
Rólegt á Akureyri í gærkvöld Skemmtanalífið fór vel fram á Akureyri í nótt. Tveir þurftu þó að gista fangageymslur lögreglunnar þar sem þeir gátu ekki greitt reikning sem þeir höfðu stofnað til á veitingastað í bænum. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi þegar þeir voru teknir klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi. Fjórir voru teknir fyrir hraðakstur, tveir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur án réttinda. Innlent 13.10.2005 19:21
Handtekin með þýfi á Selfossi Par á þrítugsaldri var handtekið á Selfossi í gærmorgun með þýfi í bíl sínum. Maðurinn ók bílnum en hann er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja. Við nánari athugun kom þýfið í ljós og reyndist það vera úr nýlegu innbroti í Reykjavík. Parinu var sleppt um miðnætti að loknum yfirheyrslum en það hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Innlent 13.10.2005 19:21
Ferðamaður velti bíl í Dýrafirði Þýskur ferðamaður slapp ómeiddur eftir að hafa velt bíl sem hann ók í Dýrafirði í fyrrinótt. Bíllinn lenti utan vegar og fór að minnsta kosti eina veltu en lenti aftur á hjólunum. Ökumaður, sem tilkynnti sjálfur um óhappið, segist hafa fipast þegar lamb hljóp í veg fyrir bílinn. Bíllinn skemmdist mikið en hægt var að aka honum á lögreglustöðina þar sem hann var tekinn úr umferð. Innlent 13.10.2005 19:21
30 gripnir fyrir of hraðan akstur Þrjátíu voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri síðastliðinn sólarhring. Flestir þeirra voru teknir í gærkvöldi eða 23, í Öxnadal og á Svalbarðsströnd. Sá sem hraðast ók var á 149 kílómetra hraða. Enn fremur var einum stungið inn í fangageymslur í nótt sökum ölvunar. Innlent 13.10.2005 19:20
Slasaðist töluvert í veltu Ungur maður slasaðist talsvert eftir að hafa velt bíl sínum á veginum upp að Laugarvatni í nótt. Hann var ekki talinn í lífshættu en var fluttur á slysadeild til Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur en tildrög slyssins eru í rannsókn. Bíllinn er gjörónýtur og þykir mildi að ekki hafi farið enn verr. Innlent 13.10.2005 19:20
Á stolnum bíl með þýfi Maður velti stolnum bíl rétt fyrir innan Flateyri í Önundarfirði í gærmorgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en reyndist ekki alvarlega slasaður. Í bílnum fannst þýfi úr innbroti sem framið var sömu nótt. Maðurinn, sem grunaður er um akstur undir áhrifum lyfja, ók án þess að hafa ökuréttindi. Hann gisti fangageymslur þar til síðdegis í gær þegar honum var sleppt. Málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 19:21
Veifaði skammbyssu í Bústaðahverfi Maður, sem veifaði loftskammbyssu utandyra í Bústaðahverfinu, var handtekinn á heimili móður sinnar og færður í fangageymslur í dag. Innlent 13.10.2005 19:21
Sýknaður af ákæru um hasssmygl Héraðsdómur Reykjaness sýknaði síbrotamann af ákæru um tilraun til að smygla hassi til landsins, en það fannst við gegnumlýsingu á farangri hans á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Í skýrslu lögreglunnar í Danmörku segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa ætlað að flytja efnið til Íslands fyrir vin sinn en ekki viljað upplýsa hver það væri. Innlent 13.10.2005 19:21
Erilsamt hjá lögreglu í Reykjavík Erilsamt var að sögn lögreglunnar í Reykjavík í nótt. Einn var handtekinn og látinn gista fangageymslur eftir líkamsárás í heimahúsi í austurborginni. Fjórir voru teknir með lítilræði af fíkniefnum. Þeir voru fluttir í yfirheyrslur á lögreglustöðina en sleppt að þeim loknum. Þá voru fjórir teknir fyrir ölvunarakstur snemma í morgun. Innlent 13.10.2005 19:21
Biskup hafnar ásökunum um vanhæfi Karl Sigurbjörnsson biskup hafnar alfarið alvarlegum ásökunum lögmanns Hans Markúsar Hafsteinssonar, sóknarprests í Garðasókn, sem lýst hefur biskup vanhæfan til að fjalla um deilu prestins og hluta sóknarnefndar. Í yfirlýsingu frá Biskupsstofu, þar sem þessu er hafnað, segir enn fremur að Biskupsstofa tjái sig ekki frekar um innihald bréfs lögmannsins til biskups á meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Innlent 13.10.2005 19:20
Töldu sig þekkja mann í löggubíl Lögreglan í Hafnarfirði handtók rétt fyrir hádegi tvo karlmenn og eina konu í húsi í Reykjavík sem eru grunuð um að hafa í félagi við tvo aðra karla, sem handteknir voru í nótt, ráðist á óeinkennisklædda lögreglumenn og stórskemmt ómerkta lögreglubifreið. Árásarmennirnir töldu sig þekkja einhvern í lögreglubílnum sem þeir áttu sökótt við og þess vegna létu þeir til skarar skríða. Innlent 13.10.2005 19:20
Sextugur sýknaður af hasssmygli Sextugur karl var í Héraðsdómi Reykjaness í gær sýknaður af ákæru um að hafa reynt að smygla til landsins 304 grömmum af hassi. Efnið fannst í tösku mannsins við gegnumlýsingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Innlent 13.10.2005 19:20
Rökstuðningur ekki fullnægjandi Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Innlent 13.10.2005 19:20
Velti stolnum bíl með þýfi Á sjötta tímanum í gærmorgun valt lítil fólksbifreið í Önundarfirði. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki alvarlega slasaður. Hann er grunaður um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og ekið henni undir áhrifum lyfja. Hann reyndist vera með útrunnin ökuréttindi. Innlent 13.10.2005 19:20
Afgreiðslustjóri sparisjóðs dæmdur 37 ára gömul kona var fyrir helgi dæmd í níu mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega átta milljóna króna skaðabóta til Sparisjóðs Hafnarfjarðar vegna umboðssvika í störfum sínum fyrir sjóðinn árin 2000 til 2003. Konan starfaði sem afgreiðslustjóri hjá sparisjóðnum. Innlent 13.10.2005 19:20
Tóku feil og réðust á lögreglumenn Fjórir karlmenn og ein kona réðust að ómerktum lögreglubíl í Hafnarfirði og skemmdu töluvert skömmu fyrir klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Í bílnum voru tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit. Fólkið fór mannavillt og var handtekið. Innlent 13.10.2005 19:20
Stórskemmdu lögreglubíl Fjórir karlar og ein kona réðust í nótt á lögreglumenn í Hafnarfirði og stórskemmdu lögreglubifreið. Innlent 13.10.2005 19:20
Dæmdar bætur vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða manni rúmlega eina milljón króna í skaðabætur. Maðurinn varð fyrir slysi í febrúar í fyrra þegar hann var að vinna við svokallaða brettastöflunarvél sem er hluti af pökkunarvél í hraðfrystihúsi Ísfélagsins. Vélin bilaði með þeim afleiðingum að dragplata gekk út og dró með sér öskjur sem duttu yfir manninn þar sem hann stóð. Innlent 13.10.2005 19:20
Fellir úrskurð ráðherra úr gildi Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðherra, sem synjað hafði Lilju Sæmundsdóttir um að ættleiða barn frá Kína á þeim forsendum að hún væri of þung. Lilja, sem er 48 ára, er með kennaramenntun og sérkennaramenntun og sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Innlent 13.10.2005 19:20
Í fangelsi fyrir brot gegn barni Maður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þá 10 ára gamalli stúlku, en tveir mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár. Brotið átti sér stað í ágúst í fyrra. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað auk 300 þúsund króna í miskabætur til stúlkunnar. Innlent 13.10.2005 19:20
Margdæmdur aftur í steininn 29 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnað og umboðssvik. Maðurinn hefur oft verið dæmdur áður fyrir þjófnað. Innlent 13.10.2005 19:20
Ráðuneytið gekk of langt Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins þess efnis að Lilju Sæmundsdóttur væri óheimilt að ættleiða barn frá Kína. Ráðuneytið studdist í úrskurði sínum við að Lilja gæti átt á hættu heilsubrest vegna offitu. Þá voru henni dæmdar 600.000 krónur í málskostnað. Innlent 13.10.2005 19:20
9 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í níu mánaða fangelsi í morgun og til að greiða sparisjóðnum liðlega átta milljónir króna fyrir umboðssvik en afgreiðslustjórinn sveik með ýmsum hætti umrædda fjárhæð út úr sparisjóðnum. Hluti fangelsisvistarinnar er skilorðsbundinn þar sem dráttur varð á rannsókn málsins hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Innlent 13.10.2005 19:20
Gripnir við hassreykingar Þrír unglingspiltar voru gripnir glóðvoldir við hassreykingar við Hamraskóla í Grafarvogi á fjórða tímanum í nótt. Þeir voru utan við skólann og stöðvaði lögreglan reykinarnar, málið telst upplýst og var piltunum sleppt eftir skýrslutöku á staðnum. Innlent 13.10.2005 19:20
Hjólreiðalöggur handtóku ökumann Tveir lögreglumenn á reiðhjólum handtóku í nótt ökumann fyrir utan veitingastað við Laugaveg. Veittu lögreglumennirnir ökumanninum athygli þar sem hann ók bifreið sinni allgreitt niður Laugarveg og stöðvaði fyrir utan veitingastað. Höfðu þeir tal af ökumanninum þar sem hann sat undir stýri bifreiðarinnar. Vaknaði þá grunur um að ökumaður væri ölvaður og var hann því færður á lögreglustöð blóðsýnatöku. Innlent 13.10.2005 19:20
Segir forsendur leyfis brostnar Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Innlent 13.10.2005 19:20
Tjón mest á Suðurlandsvegi Samfélagskostnaður vegna tjóna á Suðurlandsvegi er mun hærri en á öðrum vegum. Þetta kemur fram í úttekt sem Vinir Hellisheiðar létu gera í samstarfi við tryggingarfélögin. Á blaðamannafundi í dag var kynnt samantekt yfir tjón á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss frá 1990 og þar til í mars í ár og þar kom fram að kostnaðurinn nam fimm milljörðum króna. Innlent 13.10.2005 19:20
Velti bíl utan við Flateyri Ölvaður ökumaður á stolnum bíl, að því að talið er, er nú á sjúkrahúsinu á Ísafirði eftir að hann velti bílnum utan við Flateyri á sjötta tímanum í morgun. Maðurinn er til rannsóknar á sjúkrahúsinu en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Bíllinn er hins vegar töluvert skemmdur. Innlent 13.10.2005 19:20
Átelja seinagang embættis Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Innlent 13.10.2005 19:20