Átelja seinagang embættis 10. júní 2005 00:01 Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Sjá meira
Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Sjá meira