Lög og regla

Fréttamynd

Þrjú tundurdufl á Langanesi

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni fyrir dómi

Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að tvær stúlkur væru sekar um að bera mann röngum sakargiftum og dæmdi þær til samtals fimmtán mánaða fangelsisdóms. Fékk önnur þeirra níu mánaða dóm, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, en hin sex mánaða dóm sem að öllu leyti var bundinn skilorði.

Innlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni um nauðgun

Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Dómur í Skeljungsráninu þyngdur

Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Stefán fékk tveggja ára dóm í héraði en ránið framdi hann ásamt tveimur öðrum við Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995.

Innlent
Fréttamynd

Fólkið fundið heilt á húfi

Seinni bílinn sem leitað hefur verið að í dag er fundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hann um klukkan 19.35 við Mikluöldu. Um borð voru allir þrír sem saknað var og voru allir heilir á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán afbrot á einum degi

Þrítugur karlmaður var í morgun dæmdur í sex mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir tugi afbrota af ýmsum toga sem hann hefur framið upp á síðkastið. Einn daginn náði hann að fremja þrettán afbrot.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið skaðabótaskylt

Íslenska ríkið var í gær dæmt til greiðslu tæpra sjö milljóna króna í skaðabætur vegna læknamistaka við meðferð á karlmanni á Sjúkrahúsi Akraness árið 1997.

Innlent
Fréttamynd

Mildaði kynferðisbrotadóm

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir kynferðisbrotamanni vegna mótsagnakennds framburðar eins fórnarlamba hans. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf og alvarleg kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum og þriðju stúlkunni og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Stúlkurnar voru 11-14 ára þegar brotin áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Refsing þyngd í Skeljungsráninu

Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómur óhaggaður

Dómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum skal standa óhaggaður samkvæmt dómi Hæstaréttar. Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsis auk greiðslu skaðabóta til handa báðum stúlkunum.

Innlent
Fréttamynd

Sex mánaða fangelsisdómur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann til sex mánaða fangelsisvistar, tímabundna sviptingu ökuleyfis og greiðslu skaðabóta vegna margvíslegra brota. Voru ákærur á hendur manninum einar sextán talsins en hann á að baki umtalsverðan brotaferil og hefur fimm sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Dómur mildaður fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur mildaði í gær um fjóra mánuði dóm Héraðsdóms Suðurlands frá júlí síðastliðnum yfir kynferðisbrotamanni sem dæmdur hafði verið til þriggja ára fangelsis.

Innlent
Fréttamynd

Stígamót óttast afleiðingarnar

Talskona Stígamóta segist óttast að dómur yfir tveimur stúlkum, sem lugu nauðgun upp á varnarliðsmann, ýti undir ranghugmyndir um að vitni segi almennt ósatt í nauðgunarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Misjafnlega tekið á verkamönnum

Mismunandi er á milli landshluta hvernig tekið er á málum erlendra verkamanna sem ráðnir eru með þjónustusamningi í gegnum starfsmannaleigur og hafa ekki atvinnuleyfi. Á Snæfellsnesi er vinna þeirra stöðvuð en ekki á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Hætta við myndatökur

"Okkar mat er að betur má ef duga skal og tillögurnar eru fyrstu skref í þá átt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, en bæjarstjórnin hefur lagt línurnar með hvernig sé best að efla innbrotavarnir og öryggi íbúa bæjarfélagsins en tíðni innbrota á Nesinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með fíkinefni á Hellisheiði

Selfosslögregla stöðvaði fólksbíl á austurleið á Hellisheiði um klukkan 8 á gærkvöld. Í ljós kom að ökumaður, karlmaður um þrítugt sem var einn á ferð, var með sex grömm af hassi og sex grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hann var tekinn til yfirheyrslu og sleppt að henni lokinni.

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um fíkniefnasölu

Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglan í Kópavogi fann sextíu grömm af amfetamíni í bíl þeirra í fyrrinótt. Vegna þess hversu mikið magn mennirnir voru með leikur grunur á að þeir hafi ætlað sér að selja efnið.

Innlent
Fréttamynd

Bíða dóms um ógildingu útboðs

Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs.

Innlent
Fréttamynd

Ekki borgunarmaður skaðabóta

Hákon Eydal, sem í gær var dæmur fyrir morðið á Sri Rahmawati í fyrra, er ekki borgunarmaður fyrir skaðabótum til barnanna hennar og ríkissjóður ábyrgist aðeins lítinn hluta þeirra. Réttargæslumaður barna Sri telur tímabært að endurskoða lög um þetta.

Innlent
Fréttamynd

Ók á ljósastaur og slasaðist

Fólksbíl var ekið á ljósastaur um klukkan hálfníu í morgun á hringtorgi við Mosfellsbæ. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var ekki í bílbelti og hentist í framrúðu bílsins. Hann var fluttur á slysadeild og er þar nú í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú fíkniefnamál í Keflavík

Þrjú fíkniefnamál hafa komið upp í Keflavík síðastliðinn hálfan sólarhring. Laust eftir klukkan tíu í gærkvöld stöðvaði lögreglan bifreið á Njarðarbraut. Í honum fundust þrjú grömm af amfetamíni. Þrennt var í bílnum og viðurkenndu tveir að eiga efnið. Hálftíma síðar var önnur bifreið stöðvuð í bænum og þar fannst eitt gramm af amfetamíni og viðurkenndi ökumaður að eiga það.

Innlent
Fréttamynd

Enn við störf að Kárahnjúkum

Lettarnir fjórir sem hafa starfað fyrir GT verktaka að Kárahnjúkum án atvinnu- og dvalarleyfa eru enn við störf. Meira en mánuður er liðinn frá því Vinnumálastofnun sendi kæru vegna mannanna til sýslumannsins á Seyðisfirði.

Innlent
Fréttamynd

Vörubíll valt við Blönduós

Vörubíll með tengivagn á leið norður í land fór á hliðina við Sveinsstaði vestan við Blönduós í gærkvöld. Að sögn lögreglu virðist sem bóman á byggingakrana tengivagnsins hafi losnað og slegist við jörðina. Þar með dróst bíllinn á hliðina og valt síðan ásamt tengivagninum. Bílstjórinn var fluttur beinbrotinn og skorinn með sjúkrabíl til Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Vopnið fjörugt ímyndunarafl

Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir frammistöðu tollvarða sem handtóku 64 ára gamla konu með 800 grömm af kókaíni í hárkollu þann 12. mars vera framúrskarandi og á heimsmælikvarða.

Innlent
Fréttamynd

Margir teknir fyrir ölvunarakstur

Óvenju margir ölvaðir ökumenn voru á ferðinni í gærkvöldi og í nótt. Einn var tekinn í Reykjavík, annar í Kópavogi, sá þriðji í Keflavík, þrír á Akureyri frá því síðdegis í gær og fram á nótt og einn í Hveragerði. Á Akureyri olli einn þeirra árekstri með því að virða ekki biðskyldu og aka í veg fyrir bíl á aðalbraut en engin slys hlutust af.

Innlent
Fréttamynd

Engar bætur fyrir varðhaldsvist

Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum manns sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði, en hann var grunaður um að eiga þátt í innflutningi á fíkniefnum. Maðurinn krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður.

Innlent
Fréttamynd

Hákon Eydal á sér ekki málsbætur

Hákon Eydal átti sér ekki málsbætur og var dæmdur í sextán ára fangelsi í gær. Honum er gert að greiða börnum Sri Rahmawati nær 22 milljónir króna. Verjandi hans segir hann ekki geta borgað. Verði svo fær hvert 600 þúsund krónur frá ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði kókaíni undir hárkollu

Heyrnarskert kona á sjötugsaldri var tekin á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með 800 grömm af kókaíni falin í hárkollu sem var saumuð á höfuðið á henni. Verðmæti efnanna er metið á bilinu tólf til þrjátíu milljónir króna og segjast tollverðir sjaldan eða aldrei hafa séð eins ósvífna smygltilraun. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Faldi kókaín í hárkollunni

"Þetta er ein djarfasta og ósvífnasta smygltilraun sem við höfum orðið vitni að," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en 12. mars síðastliðinn var 64 ára gömul kona handtekin þegar hún reyndi að smygla 800 grömmum af kókaíni til landsins frá Amsterdam.

Innlent