Innlent Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. Innlent 9.10.2006 21:25 Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. Innlent 9.10.2006 21:12 Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.10.2006 20:27 Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. Innlent 9.10.2006 19:46 Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Innlent 9.10.2006 19:31 Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. Innlent 9.10.2006 17:21 Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. Innlent 9.10.2006 17:28 Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. Innlent 9.10.2006 18:04 Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. Innlent 9.10.2006 18:10 Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Innlent 9.10.2006 18:06 Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. Innlent 9.10.2006 17:45 Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn. Innlent 9.10.2006 17:30 Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan stendur í eina og hálfa klukkustund og verður hún send beint út hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 15:30 Innlent 9.10.2006 15:10 Verð á GSM símtölum í útlöndum lækkar Vodafone Passport er ný þjónusta frá Vodafone sem gildir í 18 löndum og á Íslandi. Með þjónustunni lækkar verð símtala til Íslands frá þessum 18 löndum umtalsvert. Ef miðað er við 5 mínútna símtal er sparnaður viðskiptavina 48% í Danmörku, 59% í Frakklandi og 76% í Bretlandi þegar hringt er til Íslands. Lífið 9.10.2006 14:57 Spáir Dagsbrún sigri í dönsku fríblaðastríði Erlent 9.10.2006 13:49 Kanar hugsuðu vel um gæludýr sín Innlent 9.10.2006 11:39 Langtíma þjónustuáætlun fyrir geðfatlaða Innlent 9.10.2006 11:10 Höfðu ekki undan að gifta ásatrúarfólk Innlent 9.10.2006 10:35 16 ára með hass á Akureyrarflugvelli Innlent 9.10.2006 10:08 Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System. Viðskipti innlent 9.10.2006 09:35 Friðarsúla sem lýsir að eilífu Myndlistarkonan og friðarsinninn Yoko Ono staðfestir í dag áform sín um friðarsúluna sem rísa á í Viðey. Áætlað er að kveikja á súlunni að ári liðnu, 9. október 2007 en dagurinn í dag er fæðingardagur Johns Lennons. Súlan mun lýsa í nafni friðar. Innlent 8.10.2006 22:03 RÚV í viðræðum um EM 2008 Ríkisútvarpið er komið í formlegar viðræður um kaup á sýningarrétti á Evrópukeppninni í knattspyrnu 2008 sem fram fer í Sviss og Austurríki. Sýn og Skjásport sóttust einnig eftir réttinum, en nú stefnir allt í að RÚV hreppi hnossið. Innlent 8.10.2006 22:02 Sjálfstæðismenn stilla upp Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þetta var samþykkt á þingi kjördæmaráðs flokksins um helgina. Innlent 8.10.2006 22:02 Dómssátt ólíkleg niðurstaða Málsaðilar í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 fjölmiðlum íhuga nú möguleika á dómsátt. Málið höfðaði Jónína vegna umfjöllunar DV um samband hennar við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, með fyrirsögninni: Þau voru elskendur. Innlent 8.10.2006 22:02 Aðeins lítill hluti af heildinni Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir fimmtíu tonn af Hrafntinnu, sem tekin voru á friðlýstu svæði við Hrafntinnusker til þess að nota við klæðningu Þjóðleikhússins, vera aðeins lítið brot af því magni sem er að finna á Hrafntinnu við Hrafntinnusker. Innlent 8.10.2006 22:03 Hús brann til kaldra kola Engin slys urðu á fólki er eldur braust út í íbúðarhúsi á bænum Búlandi skammt frá Hjalteyri í Eyjafirði í gær. Fjölskyldan í húsinu vaknaði upp við hljóð í reykskynjara og tókst að koma sér út úr húsinu og varð ekki meint af. Innlent 8.10.2006 22:02 Hrannar bar sigur úr býtum Skákmót var haldið í Ráðhúsinu í gær í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Hrannar Baldursson bar sigur úr býtum en hann keppti fyrir hönd Hróksins. Þórður Harðarson sigraði í flokki sextíu ára og eldri, Elsa María Þorfinnsdóttir í flokki barna þrettán til átján ára og hinn ungi Dagur Ragnarsson í flokki tólf ára og yngri. Innlent 8.10.2006 22:02 Grbavica uppgötvun ársins Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík lauk á laugardaginn með pomp og prakt og voru verðlaun veitt í hinum ýmsu flokkum. Aðalverðlaun hátíðarinnar sem nefnast „uppgötvun ársins“ gengu til bosnísku kvikmyndarinnar Grbavica eftir Jasmila Zbanic. Það var formaður dómnefndar, Niki Karimi, sem veitti verðlaunin en Grbavica heitir eftir samnefndu hverfi í Bosníu og er raunsætt drama um eftirstríðsárin í Bosníu. Innlent 8.10.2006 22:02 Vill leiða lista Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Forval flokksins mun fara fram 2. desember næstkomandi og mun þá koma í ljós hvort Katrín muni leiða annan hvorn þessara lista. Innlent 8.10.2006 22:02 Með minni háttar meiðsl Rúmlega fertugur maður slapp lítið meiddur eftir að hafa ekið bifreið sinni út af á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til þar sem klippa þurfti manninn út úr bifreiðinni en hún valt utan vegar. Innlent 8.10.2006 22:02 « ‹ 208 209 210 211 212 213 214 215 216 … 334 ›
Verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landsins Stofnfundur nýs sameinaðs verkalýðsfélags, Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands, verður um helgina. Um fjögur þúsund manns verða í félaginu sem verður meðal stærstu verkalýðsfélaga landins. Innlent 9.10.2006 21:25
Kristján Þór vill leiða í Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í Norðausturkjördæmi. Hann er sá þriðji sem lýsir því yfir að hann vilji leiða listann. Kristján tilkynnti þetta á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í kvöld. Innlent 9.10.2006 21:12
Google kaupir YouTube Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. Erlent 9.10.2006 20:27
Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um pólitískar njósnir Sjálfstæðisflokkurinn var á Alþingi í dag sakaður um pólitískar njósnir. Formaður Vinstri-grænna segir að gróflega hafi verið brotin mannréttindi á friðarsinnum og vinstri mönnum af pólitískum andstæðingum þeirra og opinbert fé hafi verið misnotað í því skyni. Dómsmálaráðherra kynnti á föstudag fyrir ríkisstjórn og í dag fyrir formönnum þingflokka, tillögur um öryggislögreglu. Innlent 9.10.2006 19:46
Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Innlent 9.10.2006 19:31
Breytingarnar munu skerða kjör bænda Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar, til lækkunar matarverðs, ganga heldur lengra en bændur höfðu búist við. Hann segir tillögurnar skerða kjör bænda verulega. Innlent 9.10.2006 17:21
Fjölga þarf plássum að Sogni Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum við Réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu. Innlent 9.10.2006 17:28
Sjúkdómsvæðing hegðunarvandamála Hegðunarvandi íslenskra barna hefur margfaldast á síðustu tíu árum, segir deildarstjóri Miðgarðs í Grafarvogi. Nýlegar tillögur heilbrigðisráðherra munu ýta undir sjúkdómsvæðingu hegðunarvandamála barna. Innlent 9.10.2006 18:04
Vörugjöldin hverfa og vaskurinn lækkar í 7% Matarreikningur heimilanna lækkar um tugi þúsunda á ári þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matarverð taka gildi. Virðisaukaskattur á allan mat lækkar niður í sjö prósent og vörugjöld heyra sögunni til frá fyrsta mars á næsta ári. Innlent 9.10.2006 18:10
Umhverfisstofnun getur gert betur Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Innlent 9.10.2006 18:06
Ríkisútvarpið hættir við að stefna 365 og Góðu fólki Ríkisútvarpið, 365 og Gott fólk hafa gert með sér sátt vegna breytinga og afbökunar á auglýsingum 365 á auglýsingum Ríkisútvarpsins. Í framhaldi af því hefur Ríkisútvarpið afturkallað stefnu sína gegn 365 og Góðu fólki. Innlent 9.10.2006 17:45
Starfshópur telur þörf á öryggis- og greiningarþjónustu Starfshópur um öryggismál telur að stofna þurfi öryggis- og greiningarþjónustu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti ríkisstjórninni tillögur starfshópsins á föstudaginn. Innlent 9.10.2006 17:30
Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda Möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda verður rædd utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon en dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan stendur í eina og hálfa klukkustund og verður hún send beint út hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 15:30 Innlent 9.10.2006 15:10
Verð á GSM símtölum í útlöndum lækkar Vodafone Passport er ný þjónusta frá Vodafone sem gildir í 18 löndum og á Íslandi. Með þjónustunni lækkar verð símtala til Íslands frá þessum 18 löndum umtalsvert. Ef miðað er við 5 mínútna símtal er sparnaður viðskiptavina 48% í Danmörku, 59% í Frakklandi og 76% í Bretlandi þegar hringt er til Íslands. Lífið 9.10.2006 14:57
Engar formlegar viðræður milli Marel og Stork Marel hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Fréttablaðsins í dag um hugsanlega sameiningu Marel og Stork Food System í Hollandi. Marel vill koma því á framfæri að félögin hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlega nánara samstarf þeirra. Engar formlegar viðræður séu í gangi um sameiningu Marels og Stork Food System. Viðskipti innlent 9.10.2006 09:35
Friðarsúla sem lýsir að eilífu Myndlistarkonan og friðarsinninn Yoko Ono staðfestir í dag áform sín um friðarsúluna sem rísa á í Viðey. Áætlað er að kveikja á súlunni að ári liðnu, 9. október 2007 en dagurinn í dag er fæðingardagur Johns Lennons. Súlan mun lýsa í nafni friðar. Innlent 8.10.2006 22:03
RÚV í viðræðum um EM 2008 Ríkisútvarpið er komið í formlegar viðræður um kaup á sýningarrétti á Evrópukeppninni í knattspyrnu 2008 sem fram fer í Sviss og Austurríki. Sýn og Skjásport sóttust einnig eftir réttinum, en nú stefnir allt í að RÚV hreppi hnossið. Innlent 8.10.2006 22:02
Sjálfstæðismenn stilla upp Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þetta var samþykkt á þingi kjördæmaráðs flokksins um helgina. Innlent 8.10.2006 22:02
Dómssátt ólíkleg niðurstaða Málsaðilar í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365 fjölmiðlum íhuga nú möguleika á dómsátt. Málið höfðaði Jónína vegna umfjöllunar DV um samband hennar við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, með fyrirsögninni: Þau voru elskendur. Innlent 8.10.2006 22:02
Aðeins lítill hluti af heildinni Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir fimmtíu tonn af Hrafntinnu, sem tekin voru á friðlýstu svæði við Hrafntinnusker til þess að nota við klæðningu Þjóðleikhússins, vera aðeins lítið brot af því magni sem er að finna á Hrafntinnu við Hrafntinnusker. Innlent 8.10.2006 22:03
Hús brann til kaldra kola Engin slys urðu á fólki er eldur braust út í íbúðarhúsi á bænum Búlandi skammt frá Hjalteyri í Eyjafirði í gær. Fjölskyldan í húsinu vaknaði upp við hljóð í reykskynjara og tókst að koma sér út úr húsinu og varð ekki meint af. Innlent 8.10.2006 22:02
Hrannar bar sigur úr býtum Skákmót var haldið í Ráðhúsinu í gær í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Hrannar Baldursson bar sigur úr býtum en hann keppti fyrir hönd Hróksins. Þórður Harðarson sigraði í flokki sextíu ára og eldri, Elsa María Þorfinnsdóttir í flokki barna þrettán til átján ára og hinn ungi Dagur Ragnarsson í flokki tólf ára og yngri. Innlent 8.10.2006 22:02
Grbavica uppgötvun ársins Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík lauk á laugardaginn með pomp og prakt og voru verðlaun veitt í hinum ýmsu flokkum. Aðalverðlaun hátíðarinnar sem nefnast „uppgötvun ársins“ gengu til bosnísku kvikmyndarinnar Grbavica eftir Jasmila Zbanic. Það var formaður dómnefndar, Niki Karimi, sem veitti verðlaunin en Grbavica heitir eftir samnefndu hverfi í Bosníu og er raunsætt drama um eftirstríðsárin í Bosníu. Innlent 8.10.2006 22:02
Vill leiða lista Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Forval flokksins mun fara fram 2. desember næstkomandi og mun þá koma í ljós hvort Katrín muni leiða annan hvorn þessara lista. Innlent 8.10.2006 22:02
Með minni háttar meiðsl Rúmlega fertugur maður slapp lítið meiddur eftir að hafa ekið bifreið sinni út af á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til þar sem klippa þurfti manninn út úr bifreiðinni en hún valt utan vegar. Innlent 8.10.2006 22:02