Innlent Vantar áttatíu starfsmenn Í könnun sem gerð var á öllum leikskólum í Reykjavík nú um mánaðamótin kemur í ljós að enn vantar starfsfólk í 83 stöðugildi. Nú vantar þrjá eða fleiri til starfa á sjö leikskólum í borginni en fyrir nokkrum vikum voru þessir leikskólar sautján talsins. Innlent 6.10.2006 21:29 Nauðgað í kirkjugarði á Norðurbrú Tvítug íslensk stúlka hefur kært nauðgun til lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Ekstra blaðsins átti atburðurinn sér stað í kirkjugarði á Norðurbrú síðastliðið miðvikudagskvöld. Stúlkan sagði lögreglu að hún hefði hitt ungan mann inni á skemmtistaðnum Cafe Rust, en hún hafði þá verið úti að skemmta sér ásamt nokkrum vinkonum sínum. Innlent 6.10.2006 21:29 Gagnrýndu Seðlabankann Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans sættu harðri gagnrýni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í gær. Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem hélt erindi á fundinum, sagði sjávarútvegsfyrirtækin hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna hás gengis krónunnar og hafi hagræðing í greininni skilað miklu. Innlent 6.10.2006 21:29 Frumvarpið sagt vera skáldsaga Framtíðarskáldsaga, var orðið sem Helgi Hjörvar í Samfylkingunni valdi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem tekið var til fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Sagði hann frumvarpið ávísun á áframhaldandi ójöfnuð í samfélaginu. Innlent 6.10.2006 21:29 Aðstandendur fá rangar upplýsingar Aðstandendur vistmanna á áfangastað fyrir fatlaða segjast hafa fengið rangar upplýsingar um fjárdrátt sem átti sér þar stað. Framkvæmdastjóri SSR neitar því og segir mismunandi hvaða skilning fólk leggi í orðið greinargerð. Innlent 6.10.2006 21:29 Hækkandi aldur ferðamanna Ferðamálaráð Evrópu og ETAG hafa unnið skýrslu undir heitinu Tourism Trends for Europe. Í skýrslunni er fjallað um þá þætti sem líklega hafa áhrif á þróun ferðamála næstu árin. Innlent 6.10.2006 21:29 Engin fjölgun í aldarfjórðung byggðaþróun Íbúum á landsbyggðinni hefur ekki fjölgað í aldarfjórðung ef Suðurnes eru undanskilin. Á sama tíma hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað um helming og íbúum á landinu öllu um 31 prósent. Innlent 6.10.2006 21:29 Skattaívilnun skynsamleg Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi segir að yfirvöld geti ekki beinlínis leitt þá þróun sem mun eiga sér stað. „Þau geta hins vegar gert það sem er skynsamlegt og hlúð að grunngerðinni, vegagerð, fjarskiptakerfi og þess háttar og beitt sér varðandi uppbyggingu opinberra stofnana, innan ákveðinna skynsemismarka þó,“ segir hann. Innlent 6.10.2006 21:29 Kvótakerfinu ekki um að kenna Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Innlent 6.10.2006 21:29 Viðskiptavinir stela mest úr verslunum: Milljarða rýrnun á ári Árleg rýrnun í verslunum hér á landi vegna þjófnaða og mistaka er um 2,8 milljarðar króna, að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar, séu niðurstöður nýrrar erlendrar könnunar heimfærðar á íslenskar aðstæður. Er þá miðað við meðaltalstölur frá 24 Evrópulöndum. Mestu munar um gripdeildir viðskiptavina. Innlent 6.10.2006 21:29 Gæti losnað fram að ákæru Hlynur Smári Sigurðsson, sem situr í brasilísku fangelsi vegna innflutnings á tveimur kílóum af kókaíni til landsins, fékk loks að hitta lögfræðing sinn nýverið. Að sögn Hlyns tjáði lögfræðingurinn honum að möguleiki væri á því að fá hann lausan úr fangelsinu þangað til að ákæra væri gefin út þar sem lögbundin gæsluvarðhaldstími væri útrunninn. Töluverður kostnaður er þó við slíkt og sagðist Hlynur ekki vera með á reiðum höndum þá fjármuni sem lögfræðingurinn fór fram á. Innlent 6.10.2006 21:29 Vilja tvöföldun örorkulífeyris Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Innlent 6.10.2006 21:28 Líkamsárás og fíkniefnabrot Nítján ára piltur var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Pilturinn sló til annars manns fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbar fyrir rúmu ári með þeim afleiðingum að sá hlaut töluverða áverka. Innlent 6.10.2006 21:29 Láta vel af dvölinni á Íslandi Erlendum verkamönnum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi undanfarin ár. Þeir gegna lykilhlutverki hér á landi við að halda uppi blómlegu og fjölbreyttu mannlífi. Nuno Silvestre, portúgalskur verkstjóri sem starfað hefur hér í nokkur ár, er ánægður á Íslandi en hann hefur talsverða reynslu af farandverkamennsku. Síðasti vetur var ótrúlega fallegur og þá sérstaklega himininn og norðurljósin, segir hann. Innlent 6.10.2006 21:28 Stefnir á 3. sæti í Kraganum Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður gefur kost á sér í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri. Valdimar settist á þing í september 2005, þegar Guðmundur Árni Stefánsson hætti á þingi. Innlent 6.10.2006 21:29 17 ára braust tvívegis inn Þrjú innbrot voru tilkynnt lögreglunni í Reykjavík á fimmtudag. 17 ára piltur hefur gengist við tveimur þeirra en lögreglunni höfðu borist haldgóðar upplýsingar um piltinn í gær og teljast þau því að mestu upplýst. Pilturinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu þrátt fyrir ungan aldur. Í þriðja innbrotinu var brotist inn í raðhús í borginni og stolið þaðan tölvubúnaði og myndavél. Að sögn lögreglu mun rannsókn þess máls halda áfram. Innlent 6.10.2006 21:29 19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. Innlent 6.10.2006 22:37 Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. Innlent 6.10.2006 21:31 Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. Innlent 6.10.2006 21:26 Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. Innlent 6.10.2006 21:18 Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Innlent 6.10.2006 20:51 Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Innlent 6.10.2006 20:02 ÖBÍ undirbýr málsókn gegn lífeyrissjóðunum Öryrkjabandalagið undirbýr víðtæka málsókn gegn lífeyrissjóðunum vegna stórfelldrar kerfisbundinnar kjaraskerðingar fátækasta fólks landsins. Sjóðirnir hafa ekki sinnt erindi um að eitt prófmál hafi verið höfðað. Innlent 6.10.2006 19:57 Mótmæla brottrekstri Rafiðnaðarsamband Íslands hótar því að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan í gær. Í ályktun sambandins segir að þrír iðnaðarmenn á aldrinum 58 til 60 ára hafi verið reknir fyrirvaralaust með þeim orðum að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra. Innlent 6.10.2006 19:51 Ratsjárstofnun sögð hafa fylgst með sprengjuflugvélunum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir Ratsjárstofnun hafa fylgst með rússneskum sprengjuflugvélum fyrir viku. Annað kemur fram í dagbókarfærslum flugumferðarstjóra í Keflavík. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að Flugmálastjórn í Reykjavík hafi verið látin vita en vill ekki segja hvenær. Ríkisstjórnin skoðar nú boðskipti milli stofnana sem hafa eftirlit með flugumferð. Innlent 6.10.2006 19:45 Rýmt fyrir enn hættulegri manni Geðsjúkum afbrotamanni, sem dæmdur var á Sogn í kjölfar líkamsárásar og líflátshótana, var sleppt fyrir viku án dómsúrskurðar vegna þess að það þurfti að taka í vistun hættulegri einstakling. Kona sem maðurinn hefur ofsótt á grundvelli ranghugmynda árum saman fékk ekki að vita af lausn mannsins fyrr en hann sendi henni ástarbréf og blóm daginn eftir að honum var sleppt. Innlent 6.10.2006 19:09 Hvalfjarðargöngin opnuð á ný Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð á ný eftir að þeim var lokað vegna bílveltu í göngunum á sjötta tímanum síðdegis. Innlent 6.10.2006 18:15 19 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19 hafa gefið kost á sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður daganan 27. og 28. október næstkomandi. Framboðsfresturinn rann út kl. 17 í dag. Innlent 6.10.2006 18:05 17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 17 gefa kost á sér í 5 efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 4. nóvember og er opið öllum kosningabærum mönnum sem eiga lögheimili í kjördæminu á kjördag. Innlent 6.10.2006 18:02 Sonja B. Jónsdóttir sækist eftir 4. - 5. sæti Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember n.k. Hún sækist eftir 4.-5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu, forvarnamálum, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum. Innlent 6.10.2006 15:27 « ‹ 212 213 214 215 216 217 218 219 220 … 334 ›
Vantar áttatíu starfsmenn Í könnun sem gerð var á öllum leikskólum í Reykjavík nú um mánaðamótin kemur í ljós að enn vantar starfsfólk í 83 stöðugildi. Nú vantar þrjá eða fleiri til starfa á sjö leikskólum í borginni en fyrir nokkrum vikum voru þessir leikskólar sautján talsins. Innlent 6.10.2006 21:29
Nauðgað í kirkjugarði á Norðurbrú Tvítug íslensk stúlka hefur kært nauðgun til lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Ekstra blaðsins átti atburðurinn sér stað í kirkjugarði á Norðurbrú síðastliðið miðvikudagskvöld. Stúlkan sagði lögreglu að hún hefði hitt ungan mann inni á skemmtistaðnum Cafe Rust, en hún hafði þá verið úti að skemmta sér ásamt nokkrum vinkonum sínum. Innlent 6.10.2006 21:29
Gagnrýndu Seðlabankann Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans sættu harðri gagnrýni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í gær. Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem hélt erindi á fundinum, sagði sjávarútvegsfyrirtækin hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna hás gengis krónunnar og hafi hagræðing í greininni skilað miklu. Innlent 6.10.2006 21:29
Frumvarpið sagt vera skáldsaga Framtíðarskáldsaga, var orðið sem Helgi Hjörvar í Samfylkingunni valdi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem tekið var til fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Sagði hann frumvarpið ávísun á áframhaldandi ójöfnuð í samfélaginu. Innlent 6.10.2006 21:29
Aðstandendur fá rangar upplýsingar Aðstandendur vistmanna á áfangastað fyrir fatlaða segjast hafa fengið rangar upplýsingar um fjárdrátt sem átti sér þar stað. Framkvæmdastjóri SSR neitar því og segir mismunandi hvaða skilning fólk leggi í orðið greinargerð. Innlent 6.10.2006 21:29
Hækkandi aldur ferðamanna Ferðamálaráð Evrópu og ETAG hafa unnið skýrslu undir heitinu Tourism Trends for Europe. Í skýrslunni er fjallað um þá þætti sem líklega hafa áhrif á þróun ferðamála næstu árin. Innlent 6.10.2006 21:29
Engin fjölgun í aldarfjórðung byggðaþróun Íbúum á landsbyggðinni hefur ekki fjölgað í aldarfjórðung ef Suðurnes eru undanskilin. Á sama tíma hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað um helming og íbúum á landinu öllu um 31 prósent. Innlent 6.10.2006 21:29
Skattaívilnun skynsamleg Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi segir að yfirvöld geti ekki beinlínis leitt þá þróun sem mun eiga sér stað. „Þau geta hins vegar gert það sem er skynsamlegt og hlúð að grunngerðinni, vegagerð, fjarskiptakerfi og þess háttar og beitt sér varðandi uppbyggingu opinberra stofnana, innan ákveðinna skynsemismarka þó,“ segir hann. Innlent 6.10.2006 21:29
Kvótakerfinu ekki um að kenna Þéttbýlismyndun hófst á Íslandi um 1890, að sögn Ásgeirs Jónssonar hagfræðings. „Þá hófust fólksflutningar úr sveit til ýmissa þéttbýlisstaða á landinu en þó vitanlega mest til Reykjavíkur en eftir stríð voru sveitarnar að mestu leyti tæmdar og fólksflutningar hófust frá smærri þéttbýlisstöðum til þeirra stærri, mest þó til höfuðborgarsvæðisins,“ segir hann. Innlent 6.10.2006 21:29
Viðskiptavinir stela mest úr verslunum: Milljarða rýrnun á ári Árleg rýrnun í verslunum hér á landi vegna þjófnaða og mistaka er um 2,8 milljarðar króna, að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar, séu niðurstöður nýrrar erlendrar könnunar heimfærðar á íslenskar aðstæður. Er þá miðað við meðaltalstölur frá 24 Evrópulöndum. Mestu munar um gripdeildir viðskiptavina. Innlent 6.10.2006 21:29
Gæti losnað fram að ákæru Hlynur Smári Sigurðsson, sem situr í brasilísku fangelsi vegna innflutnings á tveimur kílóum af kókaíni til landsins, fékk loks að hitta lögfræðing sinn nýverið. Að sögn Hlyns tjáði lögfræðingurinn honum að möguleiki væri á því að fá hann lausan úr fangelsinu þangað til að ákæra væri gefin út þar sem lögbundin gæsluvarðhaldstími væri útrunninn. Töluverður kostnaður er þó við slíkt og sagðist Hlynur ekki vera með á reiðum höndum þá fjármuni sem lögfræðingurinn fór fram á. Innlent 6.10.2006 21:29
Vilja tvöföldun örorkulífeyris Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Innlent 6.10.2006 21:28
Líkamsárás og fíkniefnabrot Nítján ára piltur var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Pilturinn sló til annars manns fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbar fyrir rúmu ári með þeim afleiðingum að sá hlaut töluverða áverka. Innlent 6.10.2006 21:29
Láta vel af dvölinni á Íslandi Erlendum verkamönnum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi undanfarin ár. Þeir gegna lykilhlutverki hér á landi við að halda uppi blómlegu og fjölbreyttu mannlífi. Nuno Silvestre, portúgalskur verkstjóri sem starfað hefur hér í nokkur ár, er ánægður á Íslandi en hann hefur talsverða reynslu af farandverkamennsku. Síðasti vetur var ótrúlega fallegur og þá sérstaklega himininn og norðurljósin, segir hann. Innlent 6.10.2006 21:28
Stefnir á 3. sæti í Kraganum Valdimar Leó Friðriksson alþingismaður gefur kost á sér í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri. Valdimar settist á þing í september 2005, þegar Guðmundur Árni Stefánsson hætti á þingi. Innlent 6.10.2006 21:29
17 ára braust tvívegis inn Þrjú innbrot voru tilkynnt lögreglunni í Reykjavík á fimmtudag. 17 ára piltur hefur gengist við tveimur þeirra en lögreglunni höfðu borist haldgóðar upplýsingar um piltinn í gær og teljast þau því að mestu upplýst. Pilturinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu þrátt fyrir ungan aldur. Í þriðja innbrotinu var brotist inn í raðhús í borginni og stolið þaðan tölvubúnaði og myndavél. Að sögn lögreglu mun rannsókn þess máls halda áfram. Innlent 6.10.2006 21:29
19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. Innlent 6.10.2006 22:37
Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. Innlent 6.10.2006 21:31
Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. Innlent 6.10.2006 21:26
Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. Innlent 6.10.2006 21:18
Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Innlent 6.10.2006 20:51
Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Innlent 6.10.2006 20:02
ÖBÍ undirbýr málsókn gegn lífeyrissjóðunum Öryrkjabandalagið undirbýr víðtæka málsókn gegn lífeyrissjóðunum vegna stórfelldrar kerfisbundinnar kjaraskerðingar fátækasta fólks landsins. Sjóðirnir hafa ekki sinnt erindi um að eitt prófmál hafi verið höfðað. Innlent 6.10.2006 19:57
Mótmæla brottrekstri Rafiðnaðarsamband Íslands hótar því að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan í gær. Í ályktun sambandins segir að þrír iðnaðarmenn á aldrinum 58 til 60 ára hafi verið reknir fyrirvaralaust með þeim orðum að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra. Innlent 6.10.2006 19:51
Ratsjárstofnun sögð hafa fylgst með sprengjuflugvélunum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir Ratsjárstofnun hafa fylgst með rússneskum sprengjuflugvélum fyrir viku. Annað kemur fram í dagbókarfærslum flugumferðarstjóra í Keflavík. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að Flugmálastjórn í Reykjavík hafi verið látin vita en vill ekki segja hvenær. Ríkisstjórnin skoðar nú boðskipti milli stofnana sem hafa eftirlit með flugumferð. Innlent 6.10.2006 19:45
Rýmt fyrir enn hættulegri manni Geðsjúkum afbrotamanni, sem dæmdur var á Sogn í kjölfar líkamsárásar og líflátshótana, var sleppt fyrir viku án dómsúrskurðar vegna þess að það þurfti að taka í vistun hættulegri einstakling. Kona sem maðurinn hefur ofsótt á grundvelli ranghugmynda árum saman fékk ekki að vita af lausn mannsins fyrr en hann sendi henni ástarbréf og blóm daginn eftir að honum var sleppt. Innlent 6.10.2006 19:09
Hvalfjarðargöngin opnuð á ný Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð á ný eftir að þeim var lokað vegna bílveltu í göngunum á sjötta tímanum síðdegis. Innlent 6.10.2006 18:15
19 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19 hafa gefið kost á sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður daganan 27. og 28. október næstkomandi. Framboðsfresturinn rann út kl. 17 í dag. Innlent 6.10.2006 18:05
17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 17 gefa kost á sér í 5 efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 4. nóvember og er opið öllum kosningabærum mönnum sem eiga lögheimili í kjördæminu á kjördag. Innlent 6.10.2006 18:02
Sonja B. Jónsdóttir sækist eftir 4. - 5. sæti Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember n.k. Hún sækist eftir 4.-5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu, forvarnamálum, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum. Innlent 6.10.2006 15:27