Innlent Enginn slasaðist þegar flugvél nauðlenti í Eyjafirði Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél nauðlenti skammt frá svokölluðum Gamla Hjalteyrarvegi í Eyjafirði á öðrum tímanum í dag. Tveir menn voru innanborðs, flugkennari og nemandi hans, en þeir eru ómeiddir. Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að þeir þurftu að nauðlenda. Vélin steyptist á hvolf í lendingunni og er nokkuð skemmd. Rannsóknarnefnd flugslysa er komin á staðinn en búið er að loka vettvangi og verið er að rannsaka orsakir slyssins. Innlent 3.9.2006 14:38 Gefur kost á sér í 3. sæti í SV-kjördæmi Valdimar Leó Friðriksson, 9. þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann óskar eftir stuðningi Samfylkingarfólks í 3. sæti listans fyrir Suðvesturkjördæmi. Innlent 3.9.2006 14:06 Árleg messa í Eyrarkirkju í dag Árviss messa verður haldin í Eyrarkirkju í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi kl. 14 í dag. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því hefð hafi myndast fyrir tíu árum eða svo að messa árlega í kirkjunni. Kirkjan er merkileg fyrir margar sakir en hún var reist árið 1866 og gerð upp fyrir áratug síðan. Kirkjan var friðuð í byrjun árs 1990. Það er Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur á Suðureyri sem messar og Sigríður Ragnarsdóttir er organisti. Innlent 3.9.2006 13:52 Nokkuð um þjófnað á gaskútum Undanfarið hefur talsvert borið á þjófnaði á gaskútum og eru slík mál til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Nokkrir voru handteknir vegna þessa fyrir helgina en einn mannanna tók gaskút ófrjálsri hendi og hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Þá liggur einn aðili undir grun og verður hann færður til yfirheyrslu fljótlega. Enginn hefur tilkynnt þjófnað á gaskútum um helgina en sölumenn gaskúta hafa verið mjög á verðbergi síðustu daga. Innlent 3.9.2006 12:52 Ungmennin yfirheyrð í dag Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en hátt í 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna einkasamkvæmis. Lögregla beitti kylfum í átökunum en tíu manns voru handteknir og gistu fangageymslur í nótt. Innlent 3.9.2006 12:10 Féll niður af húsþaki Maður á þrítugsaldri var fluttur á gjörgæslu Landspítalans í nótt eftir að hann féll niður af húsþaki í miðborginni. Maðurinn fór út á svalir og þaðan þakið en hann hugðist njóta útsýnisins. Maðurinn rann í dögginni á þakinu með fyrrgreindum afleiðingum en fallið var um átta metrar. Maðurinn er nokkuð slasaður en líðan hans er stöðug og hann er með meðvitund. Nóttin var annars erilsöm hjá lögreglu en mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum og höfðu leigubílar vart undan að ferja fólkið heim í morgunsárið. Innlent 3.9.2006 10:03 Lögregla beitti kylfum í óeirðum Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en um 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna samkvæmis. Ungur maður hafði kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu öryggisverðir lögreglu vita. Þegar lögregla kom á staðinn og hugðist handtaka manninn veittist hópurinn að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna. Innlent 3.9.2006 09:54 Ætla að safna fyrir skóla í Pakistan Borgarholtsskóli heldur upp á tíu ára afmæli sitt með fjársöfnun sem vonast er til að dugi fyrir nýjum skóla í Pakistan. Innlent 2.9.2006 18:08 Lögin ekki í lagi Menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir breytingu á lögum um rétt barna af erlendum uppruna til skólavistar. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa þurft að brjóta lögin til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Innlent 2.9.2006 18:06 Bónorðinu fálega tekið Steingrímur J. Sigfússon vill stofna hræðslubandalag, segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Hugmyndir Steingríms um kosningabandalag fá heldur dræmar undirtektir hjá formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Innlent 2.9.2006 18:21 Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets. Innlent 2.9.2006 17:45 Hafa náð meira en 70 kílóum af amfetamíni Lögreglan og tollur hafa náð yfir sjötíu kílóum af amfetamíni í nokkrum stórum málum það sem af er árinu. Litháar hafa staðið á bakvið innflutning af tæplega sextíu kíló af amfetamíninu. Innlent 2.9.2006 18:39 Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Keflavík Mjög harður árekstur varð á Hafnargötu á móts við Aðalstöðina í Reykjanesbæ á sjötta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl fólksins að svo stöddu. Báðir bílanir eru mikið skemmdir en talir er að ökumaður annars bílsins hafi misst sjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingu. Innlent 2.9.2006 18:35 TF-Líf sótti mann sem fékk verk fyrir brjóstið Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem hafði fengið verk fyrir brjóstið þegar hann var að ganga upp á Esjuna um klukkan þrjú í dag. Maðurinn var undir Þverfellshorni en erfitt færi er á þessum slóðum og því varð að kalla út TF-Líf. Nokkuð hvasst var á Esjunni og miklir sviftivindar en björgunaraðgerðir gengu vel. Maðurinn var fluttur á hjartamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er góð og stöðug en hann mun gangast undir rannsóknir í dag. Innlent 2.9.2006 16:44 Stefna Thatchers og Reagans í efnahagsmálum höfð til hliðsjónar hér á landi Stefán Ólafsson prófessor segir að ríkisstjórnina hafi haft stefnu Thatchers og Reagans í efnahagsmálum til hliðsjónar á síðustu áratugum með þeim afleiðingum að skattbyrði hafi aukist á launafólk. Innlent 2.9.2006 16:36 Frábær sigur á Norður-Írum Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku. Innlent 2.9.2006 16:01 Ísland komið í 2-0 Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Innlent 2.9.2006 14:25 Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft. Innlent 2.9.2006 13:41 300 Hornfirðingar í helgarferð í boði Skinneyjar-Þinganess Það er rólegt um að litast á Höfn í Hornafirði þessa dagana en 300 Hornfirðingar fóru í helgarferð til Tallin í Eistlandi í boði Skinneyjar-Þinganess á miðvikudaginn. Útgerðin fagnar sextíu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var starfsfólki og mökum boðið til Eistlands. Innlent 2.9.2006 12:03 Skemmdarverk á strætóskýlum Skemmdarverk voru unnin á þremur stætóskýlum á Akureyri í nótt. Öll gler í skýlunum voru brotin. Innlent 2.9.2006 10:58 Ölvun á Ljósanótt Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar. Innlent 2.9.2006 10:43 Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. Innlent 1.9.2006 21:26 Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23 Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands Flugskóli Íslands hefur verið keyptur af Fjöltækniskóla Íslands. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Innlent 1.9.2006 20:59 Tvö útköll samtímis Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi. Innlent 1.9.2006 20:46 Árekstur í Reykjanesbæ Þrír bílar lentu í árekstri á Njarðarbraut í Reykjanesbæ seinni partinn í dag. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu á bílunum. Innlent 1.9.2006 20:02 Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta Heimaþjónusta hins opinbera við sjúka og aldraða dugir ekki til, því að fjöldi fólks vill kaupa sér meiri þjónustu af einkafyrirtæki. Innlent 1.9.2006 17:44 Mikið magn fíkniefna í Norrænu Fíkniefnahundar fundu yfir tíu kíló af amfetamíni í Norrænu í gær við hefðbundið tollaeftirlit. Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá voru arabar teknir með fíkniefni innvortis í Leifsstöð. Innlent 1.9.2006 18:37 Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Innlent 1.9.2006 17:37 Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning. Innlent 1.9.2006 18:40 « ‹ 263 264 265 266 267 268 269 270 271 … 334 ›
Enginn slasaðist þegar flugvél nauðlenti í Eyjafirði Betur fór en á horfðist þegar lítil flugvél nauðlenti skammt frá svokölluðum Gamla Hjalteyrarvegi í Eyjafirði á öðrum tímanum í dag. Tveir menn voru innanborðs, flugkennari og nemandi hans, en þeir eru ómeiddir. Talið er að mannleg mistök hafi valdið því að þeir þurftu að nauðlenda. Vélin steyptist á hvolf í lendingunni og er nokkuð skemmd. Rannsóknarnefnd flugslysa er komin á staðinn en búið er að loka vettvangi og verið er að rannsaka orsakir slyssins. Innlent 3.9.2006 14:38
Gefur kost á sér í 3. sæti í SV-kjördæmi Valdimar Leó Friðriksson, 9. þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann óskar eftir stuðningi Samfylkingarfólks í 3. sæti listans fyrir Suðvesturkjördæmi. Innlent 3.9.2006 14:06
Árleg messa í Eyrarkirkju í dag Árviss messa verður haldin í Eyrarkirkju í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi kl. 14 í dag. Fréttavefur Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því hefð hafi myndast fyrir tíu árum eða svo að messa árlega í kirkjunni. Kirkjan er merkileg fyrir margar sakir en hún var reist árið 1866 og gerð upp fyrir áratug síðan. Kirkjan var friðuð í byrjun árs 1990. Það er Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur á Suðureyri sem messar og Sigríður Ragnarsdóttir er organisti. Innlent 3.9.2006 13:52
Nokkuð um þjófnað á gaskútum Undanfarið hefur talsvert borið á þjófnaði á gaskútum og eru slík mál til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Nokkrir voru handteknir vegna þessa fyrir helgina en einn mannanna tók gaskút ófrjálsri hendi og hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Þá liggur einn aðili undir grun og verður hann færður til yfirheyrslu fljótlega. Enginn hefur tilkynnt þjófnað á gaskútum um helgina en sölumenn gaskúta hafa verið mjög á verðbergi síðustu daga. Innlent 3.9.2006 12:52
Ungmennin yfirheyrð í dag Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en hátt í 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna einkasamkvæmis. Lögregla beitti kylfum í átökunum en tíu manns voru handteknir og gistu fangageymslur í nótt. Innlent 3.9.2006 12:10
Féll niður af húsþaki Maður á þrítugsaldri var fluttur á gjörgæslu Landspítalans í nótt eftir að hann féll niður af húsþaki í miðborginni. Maðurinn fór út á svalir og þaðan þakið en hann hugðist njóta útsýnisins. Maðurinn rann í dögginni á þakinu með fyrrgreindum afleiðingum en fallið var um átta metrar. Maðurinn er nokkuð slasaður en líðan hans er stöðug og hann er með meðvitund. Nóttin var annars erilsöm hjá lögreglu en mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum og höfðu leigubílar vart undan að ferja fólkið heim í morgunsárið. Innlent 3.9.2006 10:03
Lögregla beitti kylfum í óeirðum Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en um 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna samkvæmis. Ungur maður hafði kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu öryggisverðir lögreglu vita. Þegar lögregla kom á staðinn og hugðist handtaka manninn veittist hópurinn að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna. Innlent 3.9.2006 09:54
Ætla að safna fyrir skóla í Pakistan Borgarholtsskóli heldur upp á tíu ára afmæli sitt með fjársöfnun sem vonast er til að dugi fyrir nýjum skóla í Pakistan. Innlent 2.9.2006 18:08
Lögin ekki í lagi Menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir breytingu á lögum um rétt barna af erlendum uppruna til skólavistar. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa þurft að brjóta lögin til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Innlent 2.9.2006 18:06
Bónorðinu fálega tekið Steingrímur J. Sigfússon vill stofna hræðslubandalag, segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Hugmyndir Steingríms um kosningabandalag fá heldur dræmar undirtektir hjá formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna. Innlent 2.9.2006 18:21
Þrýst á fyrrum rektor HÍ að beita áhrifum sínum Stefán Ólafsson prófessor segir að þrýst hafi verið á þáverandi rektor Háskóla Íslands, um að hafa áhrif á afskipti Stefáns af efnahagsmálum. Stefán líkir stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum undanfarna áratugi við stefnu Thatchers, Reagans og Pinochets. Innlent 2.9.2006 17:45
Hafa náð meira en 70 kílóum af amfetamíni Lögreglan og tollur hafa náð yfir sjötíu kílóum af amfetamíni í nokkrum stórum málum það sem af er árinu. Litháar hafa staðið á bakvið innflutning af tæplega sextíu kíló af amfetamíninu. Innlent 2.9.2006 18:39
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Keflavík Mjög harður árekstur varð á Hafnargötu á móts við Aðalstöðina í Reykjanesbæ á sjötta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl fólksins að svo stöddu. Báðir bílanir eru mikið skemmdir en talir er að ökumaður annars bílsins hafi misst sjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingu. Innlent 2.9.2006 18:35
TF-Líf sótti mann sem fékk verk fyrir brjóstið Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem hafði fengið verk fyrir brjóstið þegar hann var að ganga upp á Esjuna um klukkan þrjú í dag. Maðurinn var undir Þverfellshorni en erfitt færi er á þessum slóðum og því varð að kalla út TF-Líf. Nokkuð hvasst var á Esjunni og miklir sviftivindar en björgunaraðgerðir gengu vel. Maðurinn var fluttur á hjartamóttöku Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er góð og stöðug en hann mun gangast undir rannsóknir í dag. Innlent 2.9.2006 16:44
Stefna Thatchers og Reagans í efnahagsmálum höfð til hliðsjónar hér á landi Stefán Ólafsson prófessor segir að ríkisstjórnina hafi haft stefnu Thatchers og Reagans í efnahagsmálum til hliðsjónar á síðustu áratugum með þeim afleiðingum að skattbyrði hafi aukist á launafólk. Innlent 2.9.2006 16:36
Frábær sigur á Norður-Írum Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann í dag frábæran 3-0 sigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM á Windsor Park í Belfast. Íslenska liðið gerði nánast út um leikinn með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrri hálfleik. Þetta er sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem tekur næst á móti dönum á Laugardalsvelli í næstu viku. Innlent 2.9.2006 16:01
Ísland komið í 2-0 Hermann Hreiðarsson hefur komið íslenska landsliðinu í 2-0 gegn Norður-Írum á Windsor Park. Hermann skoraði markið með föstu og hnitmiðuðu skoti í teig Norður-Íra á 21. mínútu en hann var einn og óvaldaður eftir hornspyrnu Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Innlent 2.9.2006 14:25
Hannes Hlífar landaði sínum áttunda titli Hannes Hlífar Stefánsson varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í áttunda sinn. Hann gerði jafntefli við Héðin Steingrímsson í fjórðu einvígisskákinni. Með sigrinum sló Hannes Hlífar met, en enginn hefur orðið Íslandsmeistari í skák jafn oft. Innlent 2.9.2006 13:41
300 Hornfirðingar í helgarferð í boði Skinneyjar-Þinganess Það er rólegt um að litast á Höfn í Hornafirði þessa dagana en 300 Hornfirðingar fóru í helgarferð til Tallin í Eistlandi í boði Skinneyjar-Þinganess á miðvikudaginn. Útgerðin fagnar sextíu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var starfsfólki og mökum boðið til Eistlands. Innlent 2.9.2006 12:03
Skemmdarverk á strætóskýlum Skemmdarverk voru unnin á þremur stætóskýlum á Akureyri í nótt. Öll gler í skýlunum voru brotin. Innlent 2.9.2006 10:58
Ölvun á Ljósanótt Erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ á Ljósanótt sökum ölvunar. Nokkuð var um pústra og voru tvær líkamsárásir tilkynntar. Innlent 2.9.2006 10:43
Stórt orð, háskóli Það er stórt orð, háskóli, og verður að gera lágmarkskröfur til slíkra stofnana. Þetta segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og setur þar út á álit sérfræðings í stjórnskipun við Háskólann á Akureyri. Innlent 1.9.2006 21:26
Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23
Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands Flugskóli Íslands hefur verið keyptur af Fjöltækniskóla Íslands. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. Innlent 1.9.2006 20:59
Tvö útköll samtímis Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi. Innlent 1.9.2006 20:46
Árekstur í Reykjanesbæ Þrír bílar lentu í árekstri á Njarðarbraut í Reykjanesbæ seinni partinn í dag. Engan sakaði en einhverjar skemmdir urðu á bílunum. Innlent 1.9.2006 20:02
Einstaklingsmiðuð heimaþjónusta Heimaþjónusta hins opinbera við sjúka og aldraða dugir ekki til, því að fjöldi fólks vill kaupa sér meiri þjónustu af einkafyrirtæki. Innlent 1.9.2006 17:44
Mikið magn fíkniefna í Norrænu Fíkniefnahundar fundu yfir tíu kíló af amfetamíni í Norrænu í gær við hefðbundið tollaeftirlit. Tveir Litháar hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá voru arabar teknir með fíkniefni innvortis í Leifsstöð. Innlent 1.9.2006 18:37
Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Innlent 1.9.2006 17:37
Telur eðlilegt að áherslur um gæsluvarðhald breytist Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur Hæstarétt hafa verið að setja nýjar línur um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en rétturinn hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um umfangsmikinn fíkniefnainnflutning. Innlent 1.9.2006 18:40