Tvö útköll samtímis

Tvö útköll bárust slökkviliðinu í Reykjavík á sama tíma, rétt eftir klukkan átta í kvöld. Annað útkallið var vegna elds í eldhúsi íbúðarhúss í Seljahverfi. Allir voru komnir út úr húsinu þegar slökkvilið bar að garði og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Miklar skemmdir urðu á eldhúsinu en engann sakaði. Eldsupptök eru ókunn. Hitt útkallið var vegna bílhræs sem kviknað hafði í, í verksmiðju á Gufunesi. Talið er að gneisti hafið farið í bílinn úr logsuðu tæki. Slökkvilið slökkti eldinn og engum varð meint af.