Innlent

Fréttamynd

Ekki líklegt að verði slátrað í Búðardal

Óvíst er hvort slátrað verður í sláturhúsinu í Búðardal í framtíðinni en 66 milljónum var varið í viðamiklar endurbætur á húsinu í fyrra. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan þá framseldi óvænt samning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga í byrjun ágúst. Bændur í Dalasýslu þurfa því að flytja fé sitt annað til slátrunar.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að farga 300 tonnum af laxi

Starfsmenn laxeldisfyrirtækisins Sæsilfurs hf. í Mjóafirði slátruðu í gær hundrað tonnum af laxi. Slátra þarf um 200 tonnum til viðbótar en margglyttur sem komust í laxeldiskvíarnar í fyrrinótt brenndu fiskinn.

Innlent
Fréttamynd

Vill viðræður um myndun kosningabandalags

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill viðræður við hina stjórnarandstöðuflokkana um myndun kosningabandalags til þess að koma núverandi ríkisstjórn frá í komandi þingkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðarrektor Bifrastar segir upp

Magnús Árni Magnússon sagði upp starfi sínu sem aðstoðarrektor í Viðskiptaháskólanum á Bifröst í fyrradag. Magnús sagði, í samtali við NFS í dag, ástæðuna vera persónulegs eðlis.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði fíkniefnum átta sinnum í fangelsið

Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Þá hafa 5 menn játað að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þrír þeirra eru fyrrverandi fangar á Litla-Hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Hreinn Jakobsson til Anza

Hreinn Jakobsson, fyrrum forstjóri Skýrr, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Anza hf. Guðni B. Guðnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, lætur af störfum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fíkniefni fundust við tollaeftirlit í Norrænu

Fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. Fram kemur a vef lögreglunnar að kveðnir hafi verið upp úrskurðir í málinu um gæsluvarðhald í fjórar vikur í Héraðsdómi Austurlands.

Innlent
Fréttamynd

Tap á rekstri Jeratúns

Jeratún ehf., einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, sem sér um byggingu og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellings í Grundarfirði, tapaði tæpum 14 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtæki tæplega 7,4 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri nemendur á Bifröst

Aldrei hafa fleiri nemendur verið í Viðskiptaháskólanum á Bifröst sem settur verður á sunnudaginn kemur. Þá munu rúmlega 700 nemendur hefja eða halda áfram námi í viðskiptum, félagsvísindum, lögfræði og frumgreinum við skólann.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Landsafls rúm 241 milljón

Landsafl hf., fasteignafélag í eigu Landsbankans og Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, skilaði 241,4 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins samanborið við tæplega 1,4 milljarða króna hagnaðs á sama tímabili í fyrra. Afkoman er viðunandi, að mati stjórnenda félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipulagsstofnun leggur blessun sína yfir álver Alcoa

Skipulagsstofnun hefur lagt blessun sína yfir álver Alcoa í Reyðarfirði eftir að hafa farið yfir matsskýrslu fyrirtækisins vegna umhverfisáhrifa álversins. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að í matsskýrslu hafi verið sýnt fram á að bæði þurrhreinsun og vothreinsun séu fullnægjandi til að halda loftmengun neðan tilgreindra marka.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á aukafjárveitingu vegna mikils halla

Rúmlega 400 milljóna króna tap var á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrstu sex mánuðum ársins. Spítalinn á fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn en stjórnendur spítalans hafa farið fram á aukin fjárframlög frá heilbrigðisyfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingasagnaútgáfan verður Birtíngur

Íslendingasagnaútgáfan, sem keypti nýverið útgáfurétt á öllum tímaritum Fróða, hefur verið gefið nafnið Birtíngur útgáfufélag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að nafnið sé niðurstaða samkeppni sem efnt var til meðal starfsmanna hins nýja fyrirtækis.

Innlent
Fréttamynd

Engu slátrað í Búðardal

Dregið verður verulega úr rekstri Sláturhússins í Búðardal í haust og í vetur. Norðlenska, sem hefur rekið húsið síðan í fyrra hefur framselt leigusamning sinn við sveitarfélagið til Kaupfélags Skagfirðinga og þurfa bændu í Dalasýslu því að flytja fé til Sauðárkróks til slátrunar.

Innlent
Fréttamynd

HB Grandi áfram kvótamesta útgerð landsins

HB Grandi hf. heldur sæti sínu sem kvótamesta útgerð landsins með tæplega 37.000 þorskígildis tonna kvóta. Nýtt kvótaár hófst á miðnætti í nótt en alls er 930 skipum og bátum úthlutað kvóta í ár.

Innlent
Fréttamynd

Vilja göng úr Bolungarvík í Hnífsdal

Um 150 manns söfnuðust saman og óku Óshlíðina í gærkvöldi til að minna á það ástand sem oft ríkir á Óshlíðarvegi. Valrún Valgeirsdóttir, sem á hugmyndina að hópakstrinum, ræsti bílalestina með því að skjóta á loft neyðarblysi.

Innlent
Fréttamynd

Gistu fangageymslur vegna ölvunar

Nokkrir gistu í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar í gær og nótt. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að tveir piltar hafi verið handteknir við skemmtistað þar sem annar braut þar rúðu til að komast inn en hinn var með ólæti en báðir voru þeir verulega ölvaðir.

Innlent
Fréttamynd

Vilja aðgang að textasamanburði

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra að fá aðgang og afrit af textasamanburði iðnaðarráðuneytisins á athugasemdum Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings og öðrum athugasemdum sem bárust ráðuneytinu við matskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Tap á rekstri Leifsstöðvar

Rétt rúmlega eins milljarðs krónu tap varð á rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði rekstur flugstöðvarinnar 380 milljóna króna hagnaði. Hluti tapsins er kominn vegna gengistaps en stór hluti skulda FLE er í erlendri mynt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konur í fyrsta sinn meirihluti framhaldsskólakennara

Konur eru í fyrsta skipti meirihluti framhaldsskólakennara en þeim hefur fjölgað um átta prósentustig á fimm árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Árið 2000 voru konur 44 prósent allra starfsmanna við kennslu en í nóvember í fyrra voru þær orðnar 52 prósent kennara.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í Hampiðjunni

Enn á ný þurfti slökkviliðið í Reykjavík að slökkva eld í Hampiðjuhúsinu í gærkvöld. Tilkynnt var um eld í húsinu rétt fyrir klukkan átta en að þessu sinni var um lítinn eld að ræða. Kveiktur var eldur í húsinu í tvígang í fyrradag. Rannsóknardeild lögreglunnar rannsakar þessa endurteknu íkveikjur.

Innlent
Fréttamynd

16 flugmönnum sagt upp störfum hjá Icelandair

Sextán fastráðnum flugmönnum hefur verði sagt upp hjá Icelandair um mánaðarmótin til viðbótar þeim fjörtíu og fjórum sem sagt var upp um síðustu mánaðarmót. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að ástæða uppsagnanna sé sögð vera verkefnisskortur. Þeir fastráðnu flugmenn sem er sagt upp hafa stystan starfsaldur hjá fyrirtækinu.

Innlent