Innlent

Fréttamynd

Meiri stuðningur við Siv en Jón

Siv Friðleifsdóttir nýtur mikils stuðnings í samfélaginu til forystustarfa fyrir Framsóknarflokksins, eftir því sem stuðningsmenn hennar lesa út úr könnun sem þeir létu gera hjá Gallup. Spurt var um líkur á að Framsókn verði kosin miðað við formann. Áður hafa stuðningsmenn hennar látið gera könnun þar sem spurt var hvort meiri líkur væru á því að Siv eða Jón Sigurðsson myndi styrkja flokkinn. Alls svöruðu 348 manns en af þeim studdu 34% þeirra Siv til formennsku en 12% Jón Sigurðsson. 6,5% töldu að það hefði ekki áhrif hvort þeirra myndi leiða flokkinn og 46,9% sögðu að þeir myndu ekki kjósa Framsókn. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknar segir niðurstöðurnar staðfestingu á því sem stuðningsmenn Sivjar hafa haldið fram, það er að hún sé frambærilegust flokksmann sem formaður og mestar líkur séu á að hún nái að auka fylgið Framsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Þakka fyrir stuðninginn

Litháarnir koma hingað til þess að þakka Íslendingum fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku ríkjanna, Litháen, Lettlands og Eistlands. Nú eru liðin 15 ár síðan Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Snörp lækkun fasteignaverð

Íbúðaverð lækkaði um 1,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu á milli júní og júlí samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir ljóst að verðlækkun á íbúðamarkaði dragi úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Glitnir spáir 5 til 10 prósenta lækkun á íbúðaverði næstu 12 til 24 mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beinagrind af landnámsmanni ásamt vopnum

Vel varðveitt beinagrind af landnámsmanni ásamt vopnum hans hafa fundist í heiðnu kumli frá tíundu öld í Hringsdal í Arnarfirði á Vestfjörðum. Um er að ræða einn merkasta fornleifafund síðari ára því kumlið sem um ræðir er nær óraskað.

Innlent
Fréttamynd

Opnast sprungur?

Búast má við þeim möguleika að gamlar sprungur eða nýjar opnist undir Kárahnjúkastíflunni, einkum þegar lónið er fullt, og í framhaldi af því geti stíflan brostið, segir meðal annars í greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings til forstjóra Orkustofnunar fyrir rúmum fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Mikill verðmunur á kennslubókum

Verslunin Office One var oftast með lægsta verðið á kennslu- og orðabókum, í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í bókabúðum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-löndunum var 102,4 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents lækkun frá fyrri mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 105,7 stig og hafði hún hækkað um hækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Næstmesta verðbólgan var á Íslandi eða 6,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Handteknir vegna fíkniefnamála

Lögreglumenn úr Hafnarfirði og Kópavogi fóru aftur í fíknefnaleit í gærkvöldi, eftir að hafa handtekið sex menn vegna fíkniefnamála í fyrrakvöld, og handtóku aðra sex í gærkvöldi og í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone eflir GSM kerfi sitt

Og Vodafone ætlar að efla GSM kerfið í Stykkishólmi um þessa helgi en þá fara fram Danskir dagar í bænum. Hátíðin, sem hefst í dag og lýkur á sunnudag, fer nú fram í 13. sinn. Danskir dagar hefur verið vel sóttir síðustu árin og með eflingu GSM kerfis Og Vodafone í Stykkishólmi verður hægt að tryggja viðskiptavinum enn betri þjónustu um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Bifhjólamaður á of miklum hraða

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifhjólamann á Kjalarnesi í gær eftir að lögreglan í Borgarnesi hafði mælt hann á eitthvað á þriðja hundrað kílómetra hraða í grennd við bæinn. Þrátt fyrir þennan mikla hraða hóf Borgarneslögreglan eftirför, en maðurinn hvarf þeim sjónum. Var þá haft samband við Reykjavíkurlögregluna, sem gerði manninum fyrirsát á Kjalarnesi. Það skýrist í dag þegar lögreglan fer nánar yfir mælitæki sín úr lögreglubílnum, hvort þetta er mesti hraði, sem mælst hefur hér á landi til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Fagaðilar óttast breytingar

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir viðbrögð fagaðila við nýju leikskólaráði lýsa ótta við breytingar. Leikskólinn muni styrkjast við breytinguna.

Innlent
Fréttamynd

Nöfn mannanna sem létust í gær

Mennirnir sem létust í bílslysi í gær heita Jóhann Fannar Ingibjörnsson og Guðmundur Adam Ómarsson. Jóhann Fannar var 34 ára og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Hann var búsettur í Njarðvík. Guðmundur Adam var 21 árs og var búsettur í Sandgerði.

Innlent
Fréttamynd

Vísitala íbúðaverðs lækkar

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,7% milli júní- og júlí-mánaða. Vísitalan fyrir sérbýli lækkaði meira en fyrir fjölbýli. Þetta er í fyrsta sinn í tæpt ár sem vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins, www.fmr.is.

Innlent
Fréttamynd

Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hættir rekstri

Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á Austurlandi er eitt rótgrónasta verktakafyrirtæki fjórðungsins komið í rekstrarstöðvun. Um þrjátíu starfsmenn voru sendir heim og þeim tilkynnt að uppsagnarbréf væri á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

KS gerir tilraun með rafrænt kjötmat

Kindaskrokkar, sem eru metnir með því að láta þá renna í gegnum eftirlitshlið, eins og þau sem flugfarþegar ganga í gegnum á flugvöllum, eru ekki fjarlæg framtíð.

Innlent
Fréttamynd

KÍ fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar

Kennarasamband Íslands fordæmir vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar við stofnun nýs leikskólaráðs. Í ályktun stjórnar KÍ segir að ekkert samráð hafi verið haft við fagaðila og ákvörðunin samræmist ekki stefnu þeirra um samræmingu milli skólastiga. Stjórnin segist vænta þess að borgarstjórn endurskoði ákvörðun sína.

Innlent
Fréttamynd

Litháar vilja þakka fyrir stuðninginn

Von er á tæplega tvöhundruð Litháum til Íslands nú um helgina, en þeir eru á leið hingað til lands til að votta Íslendingum þakklæti fyrir stuðninginn í sjálfstæðisbaráttu baltnesku landanna.

Innlent
Fréttamynd

Aukin áhersla á flug til Evrópu

Í vetraráætlun Icelandair liggur fyrir aukin áhersla á flug til áfangastaða í Evrópu en að sama skapi mun draga lítilega úr flugi til Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag um fyrirtækið Framvegis

Verzlunarskóli Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja undirrituðu í dag samkomulag um stofnun fyrirtækis sem á að sjá um rekstur Framvegis, miðstöðvar um símenntun.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur ákærðir

Í dag voru þingfestar í héraðsdómi Austurlands fjórar ákærur á hendur nítján manns sem mótmælt hafa virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankastjóri setur ekki lög

Seðlabankastjóri hefur ekki vald til stefnumótunar varðandi Íbúðalánasjóð, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að Framsóknarmenn muni standa fast á því að ákvæði í stjórnarsáttmála um sjóðinn standi.

Innlent
Fréttamynd

Nafn stúlkunnar sem lést í gær

Stúlkan sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi í gær hét Linda Björg Rafnsdóttir, til heimilis að Klukkurima 49 í Grafavogi. Hún var sextán ára gömul.

Innlent
Fréttamynd

Slapp vel eftir útafkeyrslu

Kona var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir útafkeyrslu um klukkan tvö í dag. Slysið átti sér stað á Reykjanesbrautinni rétt austan við Voga. Konan var ein í bílnum. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er konan ekki mikið slösuð og á heimleið. Bíllinn er mikið skemmdur og var fluttur burt með kranabíl.

Innlent
Fréttamynd

Spá lægri verðbólgu á næsta ári

Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs í september hækki um 0,8 prósent og muni 12 mánaða verðbólga því lækka úr 8,6 prósentum í 7,8 prósent. Deildin telur líklegt að toppnum á verðbólguskotinu hafi verið náð og muni verðbólgan lækka snemma á næsta ári.

Viðskipti innlent