Innlent

Hæstiréttur dæmir mann í gæsluvarðhald fyrir kókaínsmygl

Mynd/Valgarður Gíslason
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem talinn er viðriðinn stórfellt kókaínsmygl til landsins. Maður og kona voru handtekin í Leifsstöð 9. ágúst og fundust tæp tvö kíló af kókaíni í farangri þeirra. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi var handtekinn á þriðjudag. Hann er talinn hafa aðstoðað við fjármögnun og innflutning kókaínsins. Lögreglan telur að fleiri gætu tengst málinu og krafðist því gæsluvarðhalds yfir manninum svo hann hefði ekki áhrif á rannsóknina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×