Innlent

LME, Stork og Candover ræða áfram saman
LME eignarhaldsfélag ehf., hollenska iðnsamsteypan Stork N.V. og breska fjárfestingafélagið Candover munu halda áfram formlegum viðræðum til að skoða mögulegar útfærslur með hag allra hagsmunaðila í huga.

Frosti Bergsson kaupir Opin kerfi
Frosti Bergsson hefur keypt Opin Kerfi á 1,8 milljarða króna en gengið var frá áreiðanleikakönnun á föstudag. „Við horfum til þess að bæta reksturinn enn frekar og skapa okkur sérstöðu með því að veita afburðaþjónustu,“ segir Frosti.

Landsbankinn gefur út skuldabréf
Landsbankinn gaf á föstudag út víkjandi skuldabréf fyrir 400 milljónir bandaríkjadala eða um 24 milljarða íslenskra króna. Útgáfunni, sem telst til eiginfjárþáttar A (e. Tier 1), var beint til stofnanafjárfesta á Bandaríkjamarkaði og er án lokagjalddaga en innkallanleg af hálfu Landsbankans að 10 árum liðnum.

Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank
SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina.

Askar með milljarðasjóð
Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjárfestingasjóð. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúmlega 301 milljón íslenskra króna.

Alfesca hækkaði mest í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við lokun viðskiptadags í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Alfesca hækkaði mest, eða um 1,43 prósent á meðan gengi bréfa í Teymi og Tryggingamiðstöðinni lækkaði jafn mikið, eða um 2,08 prósent.

Askar Capital stofnar framtakssjóð
Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sett á fót fjárfestingarsjóð á sviði framtaksfjármögnunar (private equity) í samvinnu við VCM Capital Management, eitt umsvifamseta fyrirtæki í heimi á sviði framtaksfjármögnunar, og bandaríska fjármálafyrirtækið Resource America.

Icelandair eitt á uppleið
Gengi hlutabréfa í Teymi lækkaði um 2,16 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun á gengi bréfa í félagi sem þar er skráð en einungis bréf í Icelandair hafa hækkað í verði.

Bréf Nýherja hækka mest
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í lok viðskiptadags í Kauphöllinni í dag, mismikið þó. Þannig hækkaði gengi bréfa í Nýherja langmest, eða um 4,09 prósent en félagið tilkynnti í dag um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software. Á sama tíma hækkaði bréf Eimskipafélagsins um rétt rúm tvö prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum hækkaði nokkuð minna.

Textinn var lesinn upp fyrir Svandísi
Á aukafundi borgarstjórnar í gær sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri að hann hefði ekki áður verið kallaður lygari, í störfum sínum.

Kaupþing kaupir banka í Belgíu
Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings banka hf., hefur undirritað samning um kaup á Robeco Bank Belgium, litlum belgískum banka sem sérhæfir sig í einkabankaþjónustu og eignastýringu.

Nýherji kaupir 77 prósent í TM Software
Nýherji hefur samið um kaup á 77 prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software hf.. Seljendur eru Straumur, FL Group og Tryggingamiðstöðin.Kaupverð nemur 1,3 milljörðum króna.

Sparisjóðir skrifa undir samrunaáætlun
Stjórnir Byrs sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga hafa skrifað undir áætlun um samruna sparisjóðanna og miðast hann við 1. júlí síðastliðinn. Gert er ráð fyrir því að hlutur stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði verði 90,5 prósent í sameinuðum sjóði og hlutur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga verði 9,5 prósent.

Teymi kaupir Landsteina Streng
Teymi hefur keypt allt hlutafé í Landsteinum Streng ehf. og Hugi Ax ehf. Á sama tíma hefur félagið selt rúman 80 prósenta hlut sinn í Hands Holding hf.

Baugur kaupir í breskri íþróttavöruverslun
Baugur hefur keypt eins prósents hlut í breska íþróttavöruversluninni Sports Direct. Kaupverð er ekki gefið upp. Breska blaðið Telegraph hefur eftir heimildamönnum, að verðmiðinn á félaginu hafi verið hagstæður enda hafi gengi þess fallið um rúman helming síðan það var skráð á markað í febrúar síðastliðnum.

Samskip flytur ál fyrir Alcoa
Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Meginhluti framleiðslu Alcoa Fjarðaáls fer á Evrópumarkað. Flutningarnir munu stórauka umsvif Samskipa á Íslandi.

Líkur á hærri vöxtum hjá Íbúðalánasjóði
Greiningardeild Glitnir reiknar með því að vextir Íbúðalánasjóðs muni hækka á næstu vikum. Deildin bendir í Morgunkorni sínu í dag að vextir á útlánum sjóðsins hafi hækkað um 0,15 prósent á árinu vegna kröfuhækkunar á íbúðabréfum og séu vextirnir, með uppgreiðsluálagi, nú orðnir jafnháir og þeir voru þegar samkeppni hófst á húsnæðislánamarkaði í ágúst fyrir þremur árum þegar bankarnir hófu að veita fasteignlán.

Bréf Atlantic Petroleum hækka um 12 prósent
Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um heil 12,11 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Þetta er langmesta hækkunin í Kauphöllinni í dag.

Verðbólga mælist nú 4,5 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna, en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka á bilinu 0,5 til 0,8 prósent á milli mánaða.

Óskaði eftir stuðningi Íslands
Forsætisráðherra Albaníu óskaði í morgun eftir stuðningi Íslands við aðild Albana að Atlantshafsbandalaginu.

Atorka eykur við sig í NWF
Atorka Group hefur aukist við hlut sinn um rúmlega eitt prósent í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group og fer nú með 21,55 prósenta eignarhluta í félaginu.

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa breyttist almennt afar lítið við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í einungis sex fyrirtækjum hækkaði, þar af bréf í Teymi langmest, eða um 4,44 prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum ýmist stóð í stað eða lækkaði. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór niður um þrjú prósent.

Ofvirkniaukandi E-efnablanda
Neytendasamtökin hvetja neytendur til að sneiða hjá matvælum sem innihalda blöndu af litarefnum og rotvarnarefni sem nýleg bresk rannsókn bendir til að auki ofvirkni barna.

Eru einkarekin fangelsi hagkvæm?
Dómsmálaráðherra hyggst skoða það í fullri alvöru hvort einkarekstur sé hagkvæmur kostur til að koma nýju fangelsi á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar.

Villi ekki rúinn trausti
Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, Júlíus Vífill Ingvarsson, gagnrýnir harðlega aðdraganda samruna orkuútrásarrisanna en segir það fjarri sanni að borgarstjóri sé rúinn trausti flokkssystkina sinna. Viðskiptaráðherra segir að tryggja þurfi með lögum að einkaaðilar geti ekki eignast meirihluta í almannaveitum eða auðlindirnar sjálfar.

Össur leiðir hækkanalestina í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa tók ágætan kipp við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Athygli vekur að gengi allra hlutabréfa í félögum sem greiningardeild Glitnis segir í afkomuspá sinni búa yfir helstu tækifærunum hækkaði í morgun.

Íhugar einkarekin fangelsi
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi.

Litlir möguleikar á sæti í öryggisráði SÞ
Íslendingar eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann telur Tyrki og Austurríkismenn verða fyrir valinu.

Milljarðaáhætta Orkuveitunnar
Orkuveita Reykjavíkur leggur milljarða króna að veði í gegnum Reykjavík energy invest. Bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ sakar borgarfulltrúa Reykjavíkur um að fórna Hitaveitu Suðurnesja í útrásinni og vill að Reykjanesbær kaupi hið nýsameinaða orkuútrásarfélag út úr Hitaveitunni.

Nokkur félög í methæðum
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Atorku hækkaði langmest skráðra félaga, eða um 8,19 prósent, og fór í 11,10 krónur á hlut og hefur aldrei verið hærra. Þá fór gengi fleiri félaga í methæðir, svo sem Landsbankans.