

Danska kvikmyndin Stúlkan með nálina (The Girl with the Needle/Pigen med nålen) er söguleg sálfræði hrollvekja sem nú er sýnd í Bíó Paradís. Leikstjóri hennar er Magnus von Horn, en hann skrifaði handritið ásamt Line Langebek. Myndin er lauslega byggð á sönnum atburðum um Dagmar Overbye, sem gaf sig út fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Aðrar persónur myndarinnar eru hinsvegar hreinn skáldskapur.
Kvikmyndin The Bikeriders kom í kvikmyndahús um mitt síðast liðið sumar og af kynningarefninu að dæma virkaði hún sem áhugavert mótvægi við tæknibrellumyndirnar sem ráða ríkjum á þeim árstíma. Hins vegar er hætt við því að margir úr markhópnum, þ.e. fullorðið fólk sem fer í sumarleyfi, hafi misst af. Nú er The Bikeriders hins vegar komin á Leiguna og hægt að bera hana augum þar fyrir tæpar 1000 krónur.
Danska hrollvekjan Gæsterne kom út hér á landi fyrir u.þ.b. tveimur árum undir nafninu Speak No Evil. Hún vakti töluverða athygli og voru viðbrögð áhorfenda almennt mjög góð. Hollywood-fólk fór ekki varhluta af því og var ekki lengi að skella í eitt stykki endurgerð, sem heitir jú, Speak No Evil og er nú sýnd í kvikmyndahúsum.
Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar.
Kvikmyndin May December er ein þeirra Óskartilnefndu kvikmynda frá því í fyrra sem íslenskir áhorfendur voru sviknir um en hún kom ekki íslensk kvikmyndahús, né á íslenskt Netflix (þar sem hún var frumsýnd víðsvegar). Á dögunum birtist hún hins vegar óvænt á Voddinu, löngu eftir að allir voru hættir að pæla í henni.
Bíddu, skrifaði ég ekki pistil um kvikmynd eftir Grikkjann Yorgos Lanthimos fyrir innan við hálfu ári? Tekur þessi maður sér ekki frí? Þurfum við áhorfendur ekki líka frí? Svarið við báðum þessum spurningum er nei.
The Lazarus Project hefur snúið aftur og er nú öll önnur þáttaröðin komin inn á Stöð 2 +. Fyrsta sería heppnaðist mjög vel og gaf undirritaður henni fjórar stjörnur fyrir um ári síðan.
Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit.
Kvikmyndin Knox Goes Away var tekin til sýningar í Sambíóunum sl. föstudag. Þar leikstýrir Michael Keaton og leikur leigumorðingja sem fær greiningu þess efnis að hann sé með Creutzfeldt-Jakob, taugasjúkdóm sem dregur fólk oftast til dauða innan við ári eftir greiningu.
Skáldsaga Patriciu Highsmith The Talented Mr. Ripley hefur verið sem segull fyrir kvikmyndagerðarfólk allt frá því að hún kom út árið 1955. Nú er það Steven Zailian sem tekst á við Tom, Dickie og Marge í sjónvarpsþáttaformi, en Netflix frumsýndi nýlega þættina átta.
Allir sex þættir bresku þáttaraðarinnar Blue Lights dúkkuðu nýlega upp í sarpi Ríkissjónvarpsins en fyrir þá sem kjósa enn að fylgjast með í línulegri dagskrá eru þeir sýndir á þriðjudögum og hafa fengið íslenska titilinn Bláu ljósin í Belfast. Í þessum pistli er fjallað um seríuna í heild sinni.
Fjórða þáttaröð True Detective hefur nú runnið sitt skeið og allir sex þættirnir komnir í spilara Stöðvar 2+. Skoðanir hafa verið skiptar um þetta True Detective innlegg mexíkóska leikstjórans Issa López, svo mikið að legið hefur við netóeirðum á Twitter (X) og Instagram.
The Holdovers fjallar um hóp nemenda bandarísks heimavistarskóla sem neyðast til að dvelja þar yfir jól, þar sem fjölskyldur þeirra geta ekki tekið á móti þeim. Með þeim þurfa að vera starfsmenn og fellur það skaut óvinsælasta kennara skólans að sitja yfir eftirlegukindunum.
Undirritaður var farinn að halda að allar myndirnar sem líklegar eru til að berjast um Óskarsstyttuna í ár væru hálfgerðar luðrur. Kemur svo ekki Grikkinn Jorgos Lanthimos (How to Kill a Scared Deer og The Favourite) og bjargar deginum með kvikmynd sinni Poor Things, en hún hlaut ellefur tilnefningar til Óskarsverðlauna í gær.
Titill The Iron Claw vísar í auðkennisbragð fjölbragðaglímukappans Fritz Von Erich, sem var mikill sigurvegari í þeirri „íþrótt“ um miðja síðustu öld. Kvikmyndin fjallar að mestu leyti um syni hans fjóra sem fetuðu í fótspor hans og voru áberandi í glímheiminum á 9. og 10. áratugnum og alla þá harmleiki sem á þeim dundu.
Saltburn er nýjasta kvikmynd Emerald Fennell, leikstýru einnar eftirtektarverðustu kvikmyndar ársins 2022, A Promising Young Woman. Það er Amazon-streymisveitan Prime sem frumsýndi hana rétt fyrir jól.
Tvær franskar verðlauna kvikmyndir prýða nú hvít tjöld Bíó Paradísar, Cesar verðlaunamyndin The Night of the 12th og Cannes-hátíðar verðlaunamyndin Anatomy of a Fall.
Kvikmyndin The Killer hefur nú verið frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um leigumorðingja sem tekur að sér verkefni sem fer í vaskinn og afleiðingar þess. Á yfirborðinu er hún merkilegri en flest sem Netflix býður upp á þessa dagana og það fyrir ýmissa hluta sakir. Sérstaklega er það vegna þess að hér leiða saman hesta sína leikstjórinn David Fincher og handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker, en samstarf þeirra gat af sér eina eftirminnilegustu spennumynd tíunda áratugarins, Seven.
Nú hafa kvikmyndahús hafið sýningar á Killers of the Flower Moon, 27. leiknu kvikmynd eins besta leikstjóra kvikmyndasögunnar, Martin Scorsese. Hann er nú orðinn áttræður og því spurning hversu mörg verk hans verða til viðbótar.
Það kennir ýmissa grasa í sjónvarpinu þessa dagana, enda valkostirnir aldrei verið fleiri. Hér er umfjöllun um nokkrar þáttaraðir og tvær kvikmyndir.
The Exorcist: Believer er nú komin í kvikmyndahús. Hún er nýjasta viðbótin í tilraun Hollywood til að blása lífi í söguna af andsetinni stúlku.
Leikararnir Steve Coogan og Sarah Solemani eru fólk sem er með puttann á púlsinum. Þau tók eftir #metoo bylgjunni og náðu að selja Channel Four í Bretlandi hugmyndina að þau ættu að gera leikna þáttaröð sem tæklar mál henni tengd. Verst að útkoman er ekki sérlega beysin.
Netflix hóf nýverið sýningar á þáttaröðinni Painkiller, sem byggð er á sögum í kringum ópíóðafaraldurinn sem dunið hefur á Bandaríkjunum. Meginfókusinn er á Oxycontin-lyfið, framleiðendur, neytendur og svo fólk sem reyndi að láta lyfjafyrirtækið Purdue Pharma svara fyrir starfshætti sína.
Hlaðvörp og morð er hjónaband sem nýtur mikillar velgengni þessi misserin. Það hefur ekki farið fram hjá Hollywood og skömmu eftir frumsýningu Peacock-þátta með hlaðvarpstengingu, Based on a True Story, frumsýndi Prime Video The Horror of Dolores. Þar er hlaðvarpstengingin eingöngu til málamynda, en morðin þeim mun suddalegri.
Stöð 2 sýnir nú Peacock-framleiddu þáttaröðina Paul T. Goldman. Það er erfitt að henda reiður á hverslags þáttaröð þetta er, enda hef ég aldrei séð neitt henni líkt. Eru þetta heimildaþættir? Eru þetta leiknir þættir?
Eitt sinn sýndi Ríkissjónvarpið sjónvarpsþáttaröð um ævintýri hins unga Indiana Jones. Nú sýna íslensk kvikmyndahús ævintýri hins aldna Indiana Jones. Ber hún titilinn Indiana Jones: The Dial of Destiny og fjallar um leitina að skífu örlaganna.
Bíó Paradís frumsýndi sl. föstudag bandarísku kvikmyndina God's Country. Hún fjallar um háskólakennara í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna sem er allt annað en sátt við rusti tvo sem leggja fyrir utan húsið hennar til að komast í veiðilendur.
Fyrir skemmstu komu fyrstu þættir af Love & Death, nýrri þáttröð HBO, inn á streymisþjónustu Sjónvarps Símans. Ég læt HBO-þætti aldrei framhjá mér fara, enda er hún sú sjónvarpsstöð/streymisveita sem oftast er hægt að treysta til að framleiða gæðaefni. Því hikaði ég ekki við að hefja áhorf.
Tvær töluvert ólíkar hrollvekjur eru nú sýndar í kvikmyndahúsum. Önnur er framleidd innan Hollywood-kerfisins, á meðan hin er framleidd innan evrópska styrkjakerfsins. Þetta eru Evil Dead Rise og Infinity Pool.
Ég fékk skilaboð frá vini mínum sem mælti með þáttunum Beef á Netflix, hann sagðist ekki hafa getað hætt og vakað til klukkan 3 um nótt að klára. Maður fær slík meðmæli ekki oft, því hóf ég áhorf.