
Verslun

Tæplega hundrað íslenskir jólabjórar mættir til leiks
Bjórþyrstir Íslendingar eru líklega sérlega kátir þessa stundina, þar sem sala á jólabjór hófst í verslunum ÁTVR í dag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem tæplega hundrað tegundir eru í boði. Þar af eru íslensku bjórarnir í miklum meirihluta eða 91.

Kröfur upp á 940 milljónir í þrotabú Víðis
Gjaldþrotaskiptum í þrotabúi Víðis ehf. sem rak samnefndar matvöruverslanir lauk í síðustu viku. Heildarfjárhæð lýstra krafna nam rúmum 940 milljónum króna.

Réðst á starfsmann sem gómaði hann við að stela
Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann Nettó í Mjódd. Starfsmaðurinn hafði gómað manninn við að stela.

Tímamót í tölfræði fyrir verslun og þjónustu
Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt.

Dalamanni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið
Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini.

Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar
Byggingavöruverslunin Víkurkaup opnar á Dalvík á fimmtudaginn. Bæjarbúar voru byggingavöruverslunarlaus í tíu mánuði og fannst vera nóg komið.

Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli
Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi.

Ilse Jacobsen er látin
Danski fatahönnuðurinn Ilse Rohde Jacobsen, sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, er látin 62 ára að aldri.

Stundar veðurhappdrætti með rekstri garðyrkjustöðvar
„Þetta er náttúrlega veðurhappdrætti sem ég stunda. Ef það er rigningarvor þá er ég í vondum málum,“ segir garðyrkjufræðingurinn Anna Heiða Gunnarsdóttir á Reyðarfirði.

Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði
Heimkaup var að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun verðlagseftirltis ASÍ á matvöru. Bónus var oftast með lægsta verðið.

Heimila samruna Haga og Eldum rétt
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Haga á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. án íhlutunar.

Löng röð myndaðist á lagersölu í Síðumúla
Löng röð fólks myndaðist í Múlunum í Reykjavík um miðjan dag í dag og hefur annað eins ekki sést síðan sýnatökur stóðu sem hæst í heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Pappaskeiðarnar heyra brátt sögunni til
Eftir áramót verður hvorki boðið upp á plast- né pappaskeiðar með skyri og öðrum mjólkurvörum frá MS. Markaðsstjóri MS hvetur verslanir til að bjóða upp á skeiðar í verslunum í staðinn.

66°Norður opnar í ILLUM
66°Norður hefur opnað verslun í nýju, flottu svæði tileinkað útivistarfatnaði á þriðju hæð ILLUM í Kaupmannahöfn.

Þjófnaður á skyrlokum orðinn stórvandamál í Bónus
Bónus í Kringlunni hefur þurft að farga hundruðum skyrdolla vegna þjófnaðar á loki umbúðanna. Vilji framleiðenda til að sporna gegn plastneyslu hefur skapað nýtt og ófyrirséð vandamál.

Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“
Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var.

Dæmd fyrir hundruð þúsunda króna strikamerkjasvindl
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu og karl í sextíu daga og þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun Ikea í Garðabæ með því að hafa tekið strikamerki af ódýrari vörum og sett á dýrari vörur.

Spennandi heimilisvörur á Boozt fyrir haustið
Boozt.com er vefverslun vikunnar á Vísi.

Sparkaði í líkama og sló ítrekað í andlit starfsmanns Krónunnar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að starfsmanni verslunar Krónunnar í Rofabæ í Reykjavík í janúar 2021. Maðurinn sparkaði í líkama starfsmannsins og sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit.

Lokar Brynju á næstu vikum
Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna.

Guðrún tekur við af Ástu sem framkvæmdastjóri Krónunnar
Guðrún Aðalsteinsdóttir rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar og hefur hún störf í dag. Hún tekur við af Ástu Sigríði Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, fyrr í mánuðinum.

Hörður hættir í Macland
Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.

Fær endurgreitt þrátt fyrir andlitsfarða á peysunni
Kona hafði betur gegn fyrirtæki í máli sem kærunefnd vöru- og þjónustukaupa tók fyrir í síðustu viku. Deilumálið var hvort andlitsfarðaklessa hefði komið fyrir eða eftir að peysu var skilað aftur til verslunarinnar.

Vörukarfan lækkar í helmingi verslana
Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september.

Taka við störfum vöruflokkastjóra og fræðslustjóra Hagkaups
Ólöf Sara Árnadóttir hefur verið ráðin nýr vöruflokkastjóri Hagkaups og Ingibjörg Karlsdóttir nýr fræðslustjóri.

Fá stjórnvaldssekt vegna auglýsinga á CBD-snyrtivörum
Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt.

Sló starfsmenn ítrekað með flötum og krepptum hnefa
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann verslunar 10-11 við Laugaveg í Reykjavík í febrúar 2021.

Hrella starfsfólk matvöruverslana með fáránlegum spurningum
Fjallað var um útgáfu okkar tíma af hinni klassísku földu myndavél í Íslandi í dag á miðvikudag. Þar voru sýnd brot af TikTok-aðgangi íslenskra ungmenna, sem leggja það í vana sinn áhorfendum sínum til gamans að hrella starfsfólk matvöruverslana með óraunhæfum spurningum um staðsetningu ákveðinna vöruflokka.

Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“
Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki.

Myndband sýnir Hollywood-lega tilburði innbrotsþjófsins sem seig niður um gat í loftinu
Innbrotsþjófur sem lagði töluvert á sig til þess að brjótast inn í verslunina Prinsinn í Árbænum í vikunni fór tómhentur út. Eigandi verslunarinnar veltir því fyrir sér hvort að viðkomandi sé að undirbúa sig undir eitthvað stærra.