

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, hefur staðfest að spænska ríkisstjórnin muni framlengja neyðarástandstilskipun sem gilt hefur á Spáni síðan 14. mars.
Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi.
Ekkert kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn hér á landi samkvæmt nýjum tölum á Covid.is sem birtar voru um klukkan 13.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti.
Starfsfólki Landspítalans og mökum þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra verður boðið frí gisting á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur í sumar. Þetta er gert sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf vegna kórónuveirunnar.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að ákvarðanir er varða heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum þurfi að endurmeta ef komi til annarrar bylgju Covid-19.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.
Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.
Minnst 400 þúsund manns hafa nú smitast af Covid-19 í Rússlandi. 9.268 ný smit greindust á milli daga og hafa minnst 405.843 greinst með sjúkdóminn, sem nýja kórónuveiran veldur.
Belgíski prinsinn Jóakim hefur verið greindur með kórónuveiruna eftir að hafa sótt gleðskap í spænsku borginni Córdoba. Hann gæti átt von á hárri sekt vegna brots á samkomubanni.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu.
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð.
Ásgeir Kristján Guðmundsson, matreiðslumeistari og trúbador í Þorlákshöfn hefur slegið í gegn á Facebook síðustu 64 daga en hann hefur spilað og sungið á hverjum degi lög, sem hann hefur flutt á Facebook. Ásgeir missti vinnuna vegna kórónuveirunnar en ætlar að spila alveg þangað til að hann fær vinnu aftur.
Nýlega bárust af því fréttir að öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði hefði verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar til hagræðingar í kjölfar þess að tollurinn hefur misst sértekjur vegna falls WOW og Covid–19.
W ciągu ostatnich 24 godzin, w kraju wykryto koronawirusa u jednej osoby.
Evrópusambandið biðlar til Bandaríkjanna að endurmeta ákvörðun sína að hætta að styrkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, vegna viðbragða stofnunarinnar við kórónuveirufaraldrinum.
Stjórnarfrumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í gær með 27 atkvæðum. 22 sátu hjá. Nefndarmaður í velferðarnefnd óttast að hert skilyrði fyrir nýtingu leiðarinnar geti fælt fyrirtæki frá því að nota hana.
Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi samkvæmt nýjum tölum á Covid.is sem birtar voru um klukkan 13. Fólki í sóttkví fjölgar örlítið milli sólarhringa.
Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar.
Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn.
„Við teygðum okkur eins langt og við töldum mögulegt, og jafnvel aðeins lengra,“ segir Guðni Bergsson um 120 milljóna króna fyrirgreiðslu KSÍ til aðildarfélaga.
Óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir um hvernig og hvort staðið verði að skimun vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segist varla hafa getað gengið eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann hafi hins vegar náð fullum bata.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO.
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka óttast að óbreytt frumvarp ríkistjórnarinnar um ríkisstuðning á uppsagnafresti launafólks hvetji fyrirtæki til uppsagna. Stjórnaliðar segja að að fyrirtæki þurfi að uppfylla ströng skilyrði til að geta nýtt úrræðið.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní.
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að það séu ekki góð vísindi að taka sýni úr einkennalausum ferðamönnum á landamærunum í júní.
Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum.
Framkvæmdastjóri SAF segir óvissu um fyrirkomulag opnunar á landamærum valda ferðaþjónustuaðilum erfiðleikum og áhyggjum.
NBA-deildin átti í viðræðum við KKÍ um að koma með liðin sín til Íslands til að klára hluta af leikjum deildarinnar.