Endurmeta heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:01 Svandís segir mikla gæfu að sóttvarnalæknir Íslands sé réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum og ráðleggingum. Vísir/Vilhelm „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“ Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
„Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00