Endurmeta heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:01 Svandís segir mikla gæfu að sóttvarnalæknir Íslands sé réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum og ráðleggingum. Vísir/Vilhelm „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“ Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
„Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heimsóknarbann var sett á mörgum hjúkrunarheimilum í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins. Bannið reyndist mörgum þungbært en heimsóknarbannið stóð yfir í tæplega sextíu daga. Við fyrstu tilslakanir sem tóku gildi þann 4. maí síðastliðinn var einum aðstandanda leyfilegt að koma í heimsókn í einu á hjúkrunarheimilum. „Heimsóknabannið er þannig að um það er tekin ákvörðun af hjúkrunarheimilunum sjálfum á grundvelli leiðbeininga frá landlækni um umgengni við þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru viðkvæmir hópar eins og það var kallað,“ sagði Svandís. Hún fundaði með samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á fimmtudaginn í síðustu viku og var efni fundarins að ræða það hvernig fyrirtækin myndu nálgast heimsóknarbannið héðan af. „Þar ræddum við það að við myndum nálgast þetta, að fyrirtækin myndu nálgast þetta með öðrum hætti núna og kannski frekar að það yrði gert með mildilegri hætti, þetta heimsóknarbann.“ Hún sagði mögulegt að hægt væri að sjá fyrir sér að beita svokallaðri sóttkví B gagnvart einhverjum ættingjum en það felur í sér að þeir væru heima hjá sér og fengju leyfi til að heimsækja hjúkrunarheimilin að því gefnu að þeir væru ekki innan um aðra að öðru leiti. „Þau tjáðu mér það á þessum fundi að þau hafa nálgast Háskóla Íslands með að fara í einhverja heilsuhagfræðilega úttekt á áhrifum þessa heimsóknarbanns og við vorum sammála um það að þetta væri það sem við myndum endurmeta.“ „Mín afstaða byggir í raun og veru bara á ráðleggingum sóttvarnalæknis, ég held við höfum borið gæfu við það að vera með sóttvarnalækni sem hefur verið réttsýnn og skynsamur í sínum leiðbeiningum til mín og ráðleggingum fyrir utan það að byggja sínar ákvarðanir og sitt mat á bestu þekkingu hverju sinni og eitt af því er þessi þjónusta sem veitt er með líkamlegri snertingu og mikilli nálægð,“ sagði Svandís. „Ef við myndum lenda þar í smiti við slíka þjónustu þá værum við komin með mjög stórt mengi fólks sem að gæti hafa smitast.“
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34 Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50 Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Heimsóknarbann á bráðamóttöku Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma. 22. maí 2020 10:34
Katrín segir mikilvægt að fólk haldi áfram að gæta sín Á miðnætti verður stigið skref í afléttingu samkomubanns þegar fjöldatakmörk verða hækkuð úr 20 í 50 manns. 3. maí 2020 12:50
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00