Besta deild karla

„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“
Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni.

Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn
Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag.

Túfa: „Leiðin var erfið“
Valur vann nauðsynlegan sigur á Vestra í 19. umferð Bestu deildarinnar á N1 vellinum í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vestra eftir að gestirnir höfðu komist yfir snemma í leiknum.

Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 1-2 | Ný hetja sendi KA í efri hlutann í blálokin
KA vann dramatískan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Fram í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu mínútu uppbótartíma.

Uppgjörið: Valur - Vestri 3-1 | Valsmenn kreistu út sigur gegn tíu Vestfirðingum
Þrátt fyrir að vera manni fleiri stærstan hluta leiksins þurftu Valsmenn að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Vestra í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag.

Sjáðu perlu Úlfs í fyrsta leik eftir að hann kvaddi Bestu deildina
Úlfur Ágúst Björnsson skoraði stórglæsilegt mark, eftir að hafa lagt upp mark, í fyrsta leik nýs tímabils með Duke í bandaríska háskólafótboltanum í gær.

Björn Daníel kórónaði frábæran leikdag með marki í uppbótartíma
Leikdagurinn er nýr þáttur þar sem skyggnst er bakvið tjöldin og séð hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi. Í fjórða þætti fáum við að fylgjast með Birni Daníel Sverrissyni leikmanni FH undirbúa sig fyrir stórleik FH og Vals sem fram fór síðasta mánudag.

KR-ingar með fæst stig úr innbyrðis leikjum neðstu liðanna
KR hefur tapað á móti Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum sínum og það þýðir að ekkert lið er með slakari árangur í innbyrðis leikjum fallbaráttuliðanna í Bestu deildinni í sumar.

Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað
Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks.

Sjáðu 4. deildar hetjur HK gegn KR og markasúpu Víkinga
Það voru tveir bráðskemmtilegir leikir á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöld og nóg af mörkum sem nú má sjá á Vísi.

„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar.

„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“
HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik.

Uppgjörið og viðtöl: HK - KR 3-2 | Lygilegur endurkomusigur HK-inga
HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

KR og HK alveg jöfn í innbyrðis leikjum fyrir leik kvöldsins
HK tekur á móti KR í kvöld í Bestu deild karla í fótbolta í einum umtalaðasta leik í deildinni í langan tíma.

„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“
„Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld.

„Ekki verið neitt sérstakt mál“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun.

Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld.

Tíminn naumur hjá KSÍ
KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum.

Uppsöfnuð spjöld gætu haft áhrif: Tólf í banni
Leikmenn Bestu deildar karla í knattspyrnu eru heldur betur farnir að safna upp spjöldum og alls verða tólf leikmenn í leikbanni í næsta leik síns liðs. Þetta kemur fram í reglubundnum úrskurði aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands.

KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum.

KSÍ hafnar kröfu KR
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum.

„Hann setti á sig súperman-skikkju“
Atli Viðar Björnsson hreifst mjög af framgöngu Ragnars Braga Sveinssonar, fyrirliða Fylkis, í fallslagnum gegn HK í Bestu deild karla í fyrradag.

Ólafur Karl þénaði mest af leikmönnum Bestu deildarinnar í fyrra
Fimm leikmenn sem spiluðu í Bestu deild karla á síðasta tímabili þénuðu milljón eða meira á mánuði í fyrra.

Lítil hamingja á heimavelli hamingjunnar
Blikar hafa unnið upp forskot Víkinga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta og liðin eru nú með jöfn stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru þar til að deildinni verður skipt upp.

Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“
KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður.

Sjáðu Blikana nýta sér hjálp Skagamanna og ná í skottið á toppliði Víkings
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum en þau voru ellefu talsins.

Hafði gott af of löngu banni
Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni.

„Ég ætla rétt að vona að menn hafi ekki verið að spara sig“
Sölvi Ottesen stýrði Víkingum í fjarveru þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar sem var í leikbanni. Hann sagði frammistöðu Víkinga í dag ólíka því sem þeir eru vanir að sýna.

Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum
Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar.