Lífið

Heitustu trendin í haust

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það er ýmislegt að trenda fyrir haustið 2025.
Það er ýmislegt að trenda fyrir haustið 2025. SAMSETT

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Nú eru tískuvikur að fara á fullt víða um heiminn og nýjar stefnur og straumar ryðja sér til rúms á ári hverju. Trend eru ekki fyrir alla en þó getur alltaf verið gaman að taka púlsinn á því heitasta hverju sinni. 

Því heyrði blaðamaður í fjölbreyttum hópi álitsgjafa sem á það sameiginlegt að vera sérfræðingar á sínum sviðum og fékk að heyra hver þeim finnst heitustu trendin fyrir haustið 2025.

Förðun

Kolbrún Anna Vignisdóttir, förðunarfræðingur:

Hið svokallaða Clean girl makeup sem hefur verið eitt vinsælasta förðunartrendið síðustu tvö ár virðist ætla að halda velli þar sem áherslan er á ferska, náttúrulega og ljómandi húð sem er fullkomnað með því að nota mikið af kremvörum og hyljara án þess að þekja of vel. Þá er það líka að halda í náttúrulega eiginleika húðarinnar eins og freknur og jafnvel ýkja þær með freknupennum.

@gglowitup Get the ultimate glowing, natural makeup look inspired by Hailey Bieber ✨ Perfect for an effortless, dewy vibe! 💖 Tap the link for the step-by-step guide and beauty tips you need to glow like a pro! 💄 #CleanGirlAesthetic #MakeupInspo #HaileyBieberMakeup #GlowySkin #NaturalMakeup #DewyLook #BeautyRoutine #MakeupTips #SkinPrep #RadiantSkin #CleanBeauty #MakeupLover #EverydayMakeup #FreshFace #MakeupHacks #NoMakeupMakeup #FlawlessSkin #GlowUp #MakeupGoals #MinimalMakeup #MakeupArtist #BronzedGlow #CreamBlush #HydratedSkin #EffortlessBeauty #MakeupTrends #skincareandmakeup ♬ original sound - GLOW IT UP✨

Það er þó nýtt trend að koma sterkt inn sem er kallað skýjahúð eða cloud skin. Það er ekki alveg jafn mikill fókus á ljóma og highlighter heldur snýst það um að ná svokallaðri flauelsáferð án þess að hafa hana of matta með of þekjandi farða. Primerar sem blörra svitaholur og ójöfnur eru að koma sterkir inn og púður til að fá jafnari áferð.

Næntís trendið virðist ennþá vera inni. Kaldir augnskuggar. Svartur augnblýantur í vatnslínu og að tightline-a (svartur blýantur í efri vatnslínu).

Glossaðar varir með miklum gljáa, til dæmis eru juicy glossarnir frá lancome sem margir muna eflaust eftir með mikla endurkomu.

Dökkar varir koma alltaf sterkar inn á haustin. Hvort sem það eru mattar eða glossaðar þá er þetta lúkk alltaf tímalaust og klassískt.

Varablýantatrendið fer þó hvergi þar sem fókusinn er að ná vörum með meiri fyllingu, með því að nota svipaðan tón og varirnar jafnvel í köldum tón og blörra út og svo leyfa náttúrulegum lit varanna að skína með smá glansa í miðjunni. Zoe Kravitz rokkar þetta lúkk fullkomlega.

Zoë Kravitz er með puttann á púlsinum í tískunni. Photo by Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images

Hár

Ólöf Sunna, hárgreiðslumeistari og meðeigandi Sjoppunnar hárgreiðslustofu:

Fastar fléttur eru alltaf klassískar í greiðslu og mér finnst ég hafa séð sérstaklega mikið um þær á tískupöllunum um þessar mundir.

Mjúkir og náttúrulegir tónar eru að koma mikið inn eins og smjörljóst eða butter blonde og sömuleiðis sand og beige blonde. Það er mikið um afslappaðar eða effortless strípur, sem snýst um að líta út eins og hárið sé sem minnst litað. 

Rótin fær að njóta sín með lúmskum strípum og endarnir eru jafnvel nokkrum tónum ljósari, hógvært ombre gengur bæði fyrir ljóst og dökkt hár.

Gullbrúna eða golden brunette hárið kemur sterkt inn í haust en það er fallegt að blanda saman léttum mildum strípum án þess að þær verði gular eða appelsínugular.

@weronikaciemna BLONDISH✨ #östermalmfrisör #frisöröstermalm #frisör #östermalm #frisörstockholm #stockholmfrisör #blonde #oldmoneyblonde #highlights #blondish #balayage #hairdresser #stockholmhairstylist ♬ original sound - natyrav

Hið svokallaða Old money blonde heldur sínum stað í hártískunni ásamt mjúkum línum í klippingum, svo sem mjúkar styttur og toppar sem er skipt í miðju (e. curtain bangs).

Mér finnst bob klippingin líka stöðugt verða meira áberandi. Bylgjur og krullur sem eru sem minnst stíliseraðar og flæða á afslappaðan máta eru líka mjög vinsælar. 

Það er æðislegt að blanda saman bylgjujárni og keilujárni en mín uppáhalds járn til að ná því lúkki fram eru Rod 8 og Rod 4.

Afslappaðar bylgjur og krullur í hári eru mjög vinsælar um þessar mundir.Getty

Matur

Jana Steingríms, heilsukokkur og jógakennari:

Það er svo margt við haustið sem ég elska. Fyrst og fremst kemur meiri rútína í daglegt líf, en um leið verður stemningin heima kósý með kertaljósum og heimagerðum, nærandi réttum sem faðma mann að sér. 

Mér finnst sérstaklega notalegt að njóta súpna á þessum árstíma – hef þær vel kryddaðar, matarmiklar og svo mikil snilld þegar fer að kólna úti. Það er fátt dásamlegra en heit súpa á köldu haust- eða vetrarkvöldi.

Ristuð graskers-, miso- og engifersúpa

Silkimjúk, krydduð og nærandi – tilvalin haustsúpa

  • 1 meðalstórt grasker eða butternut grasker (ca. 1 kg), flysjað og skorið í teninga
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 laukur, saxaður
  • 3 hvítlauksrif, söxuð
  • 4–5 cm engifer, rifinn
  • 1 msk hvít miso-mauk
  • 1 tsk chiliflögur (valfrjálst)
  • 1 lítri grænmetissoð
  • 2 msk lime-safi
  • Til að toppa: chiliolía, ristuð graskersfræ og ferskur kóríander
Jana er sannkallaður súpusnillingur.Aðsend

Aðferð:

  • Bakið graskerið við 200°C í 25–30 mínútur með 1 msk olíu, salti og pipar.
  • Steikið lauk, hvítlauk og engifer í potti með olíu þar til mjúkt (3–4 mín).
  • Bætið við ristuðu graskeri, miso, chiliflögum og soði. Látið malla í 10 mínútur.
  • Maukið súpuna þar til hún verður silkimjúk og hrærið lime-safanum saman við.
  • Berið fram með chiliolíu, ristuðum fræjum og kóríander.

Heimalagað granóla með haustbrag

Haustin kalla líka á góðan graut eða krukkugraut sem hægt er að græja kvöldið áður. Það sparar tíma á morgnana og er svo notalegt að byrja daginn á nærandi máltíð. Getur fundip allskonar krukkugrauta a heimasíðunni minni Jana.is og instagram : janast

Ég gef mér líka tíma í að búa til mitt eigið granóla og finnst mér fátt betra en heimalagað granóla – þá ilmar allt heimilið dásamlega.

Graskerskryddað epla granóla:

  • 4 bollar grófir hafrar
  • 1/3 bolli graskersfræ
  • 1/3 bolli sólblómafræ
  • 1/4 bolli hörfræ
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 1 msk graskers krydd (pumpkin spice)
  • 1 msk kanill
  • 1/4 bolli kókosolía
  • 1/3 bolli hlynsíróp, hunang eða önnur fljótandi sæta
  • 1 stk rifið epli
  • Síðustu 5-8 mínútur í ofninum blandað saman og bakað:
  • 1 bolli valhnetur
  • 1/3 bolli Kókosflögur
  • Eftir bakstur:
  • 1/3 bolli þurrkuð trönuber/rúsínur til að blanda saman vel við bakaða granólað
  • Hitið ofninn í 170 gráður
  • Blandið höfrum, fræjum, kryddi og salti saman í stóra skál.

Hitið kókosolíuna, sætuna og eplið í litlum potti við miðlungs lágan hita og hrærið vel í. Hellið þurrefnunum yfir og hrærið vel saman.

Dreifið blöndunni jafnt á tvær bökunarplötur og bakið í 25- 35 mínútur, hrærið aðeins við granólanu eftir ca 15 mínútur. Ef þú vilt frekar þykkari granóla skaltu ekki hræra þar sem það brýtur upp klasana.

Þegar granólað er orðin gullinbrúnt (venjulega eftir um 25 mínútur. ( gæti þurft nokkrar mínútur í viðbót til að þorna vel) Slökkvið á hitanum setjið hnetur og kókosflögur ofan á og lokið ofninum i 5 mínútur. Takið svo úr ofninum og látið kólna alveg. Hrærið trönuberjum við og setjið í góða stóra krukku.

Ætti að geymast í nokkrar vikur, næ aldrei að láta þetta dásamlega geymast mikið lengur en viku á mínu heimili. Njóttu með kefir, jógúrt, skyr einhverskonar mjólk eða því sem hugurinn girnist.

Sætir ilmir og heimilisleg stemning

Á mínu heimili er mjög oft bakað banana-, döðlu- eða kúrbítsbrauð á haustin. Þá fyllist húsið enn og aftur dásamlegri lykt. Súkkulaði-kúrbíts hleifurinn er í uppáhaldi – djúsí, bragðmikill og algjör haustveisla.

Súkkulaði kúrbíts hleifur

  • 2 bollar rifinn kúrbítur (2 stór eða 3 lítil) ( kreistið mesta vökvann úr)
  • 1 brúnn banani, stappaður
  • 1 3/4 bollar hveiti eða hafrahveiti
  • 1/3 bolli (40g) kakóduft
  • 1,5 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk vanilla
  • 2/3 bolli hrá sykur
  • 2 egg
  • 1/2 bolli grísk jógúrt
  • 100 gr / 7 msk kókosolía, brædd
  • 1 bolli dökkt súkkulaði, gróft saxað
  • Forhitið ofninn í 180 gráður
  • Hrærið öllu saman í skál og blandið vel saman

Hellið svo blöndunni í brauðform (eg notaði silikonformið mitt svo eg þurfti ekki að smyrja það) annars er gott að nota bökunarpappír eða smyrja formið að innan.

Bakið í um 45 mín. Setjið þá álpappír yfir kökuna og bakið í aðrar 20 mínútur eða þar til teinn sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út (fyrir utan bráðnar súkkulaðirákir!). Látið standa í 15 mínútur áður en þið skerið í sneiðar. Ég veit að það er erfitt en reynið að hemja ykkur.

Heitir drykkir og orkubitar

„Kaldari dagar kalla á heita drykki – hvort sem það er kryddaður kakóbolli, chai-matcha eða pumpkin cappuccino. Og með slíku er fullkomið að fá sér litla orkuhleðslu, til dæmis appelsínu- og kanil orkukúlur sem eru einfaldar í undirbúningi og hreinasta sælgæti.“

  • Appelsínu- og kanil orkukúlur
  • 200 g döðlur (steinlausar)
  • 100 g möndlur
  • 2 msk kakóduft
  • 1 tsk kanill
  • Börkur af 1 appelsínu (lífrænni)
  • 1–2 msk appelsínusafi
  • Smá sjávarsalt

Setjið hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til klístruð blanda myndast. Stillið áferð með appelsínusafa eða möndlumjöli/haframjöli. Mótið kúlur og veltið í kókos, kakói eða möndlumjöli ef vill. Geymið í frysti og njótið með heitu drykkjum.

Þannig að heitustu matartrendin eru kryddaðar matarmiklar súpur, kryddaðir heitir drykkir eins og chili og kardimommu kakó, sætir köku hleifar eins og banana/döðlu/ kryddköku og kúrbíts, góðir orkubitar ásamt því að það mun færast í aukana að fólk noti sýrðan mat meira með - ég er einmitt að fara að búa til mitt eigið kimchi og sýrðar rauðrófur. 

Einnig hef eg verið að búa til Kefir, en það er heilnæm mjólkurvara sem inniheldur lifandi góðgerla, sem mér finnst alveg hreint frábært að fá mér á morgnanna.

Heilsa & Hreyfing

Gerða Jónsdóttir, þjálfari og eigandi In Shape:

Líkamsræktarstöðvar eru alltaf að breytast. Þar sem áður var aðaláhersla á lóð, hlaupabretti og spinning, er nú horft til heildrænnar nálgunar þar sem hreyfing, endurheimt og vellíðan renna saman.

Endurheimt í brennidepli

Kuldaböð, infrarauðar saunur, gusur, teygjur og slökun eru orðin að jafn sjálfsögðum hlut af heilsu og sjálfar æfingarnar. Fólk vill ekki aðeins svitna, heldur líka hvíla sig og ná jafnvægi.

Áhersla á minni hópa og meiri tenging

Þegar hóptímar verða smærri skapast meira rými fyrir einstaklingsmiðaða leiðsögn. Þjálfarar fylgjast með tækni, líkamsstöðu og líðan þátttakenda – og tengingin á milli þjálfara og iðkenda verður sterkari.

Andleg líðan og líkami

Jóga, útivera, öndun og hugleiðsla eru ekki lengur aukaþættir heldur hluti af heildarprógrammi.Þarmaflóra, stöðugt hormónakerfi og jafnað taugakerfi eru einnig lykill að betri árangri í hreyfingu og líðan í daglegu lífi.

Líkamsræktarstöðvar verða samfélög

Líkamsræktarstöðvar verða meira að heilsusamlegum félagsmiðstöðvum. Þar hittist fólk ekki bara til að æfa, heldur einnig til að spjalla, deila hollum drykkjum í kaffihorni, sækja fræðslunámskeið og tengjast í kringum heilbrigðan lífsstíl.

Drykkir

Helga Signý, barþjónn á Tipsý: 

Helga Signý er barþjónn á Tipsý. Aðsend

Með nýrri árstíð verður breyting á uppskeru ávaxta og grænmetis. Það er vinsælt núna að nýta það sem er tengt árstíðinni eða er „í seasoni“ eins og epli og perur sem verða nú upp á sitt besta. Þegar haustið kemur og öll veðráttan sem fylgir því verða hlý krydd vinsælli og þeim parað með ýmis konar brögðum. 

Með árunum höfuð við séð aukningu á tegundum af Spritzum og það mun fylgja okkur sérstaklega lengi inn í haustið þar sem Íslendingar vilja halda í sumarið eins lengi og mögulegt er. Við munum sjá skemmtilegar útfærslur á spritzum og þá sérstaklega með hlýjum kryddum haustsins.

Mest afgerandi breytingin til að bjóða haustið velkomið er kaffidrykkja. Kaffið tekur á sig öðruvísi mynd með bragðtegundum eins og pumpkin spice og chai. Sígíldir kaffikokteilar eins og Espresso martini rjúka upp í vinsældum og undanfarin ár hafa kaffikokteilar fylgt kaffihúsum með bragðbætingu á þessari einfaldri uppskrift. 

Helga Signý spáir auknum vinsældum í kaffitengdum kokteilum.Aðsend

Ég spái því að fólk verði enn óhræddara við að stíga út fyrir boxið og leika sér meira með kaffikokteila.

Þessi er fyrir þá sem eru mikið búnir að drekka spicy margarítu í sumar:

Café con Peppe:

  • 30ml cognac
  • 20ml Portvín
  • 15ml kahlua
  • espressóskot
  • teskeið af hrásykri(eða eftir lyst)
  • Möddla sneið af chilli í hristara(tvær ef þú elskar sterkt)
  • Hrista hressilega með klökum og sikta í coupe glas

Pomme Pæ (óáfengur)

  • 45ml Eplasafi
  • 30ml Lyre’s white cane(óáfengt romm)
  • 10ml Haframjólk
  • 5ml Kanil sýróp
  • ½ teskeið rifinn engifer
  • Hrista með klökum og sikta í vískíglas
  • Þeyttur rjómi á drykkinn og strá kanil yfir.

Tíska

Thelma Gunnarsdóttir, fatahönnuður og eigandi Suskin töskumerkisins:

Mér finnst bóhem lúkkið búið að vera mjög áberandi og mikið inn upp á síðkastið og ég held að það muni halda áfram inn í haustið, afslappaður og flæðandi stíll, síðir kjólar og skemmtileg mynstur.

Skærir litir eru að ryðja sér til rúms sem er mjög skemmtilegt og sér maður það sérstaklega í aukahlutunum á borð við töskur, húfur og skó.

Demantar eru líka að eiga rosalegt móment núna og ég er með smá þráhyggju fyrir þeim bæði í skarti og aukahlutum. Mögulega færa þeir sig yfir í flíkurnar líka en mér finnst auðvitað lang best að versla hina svokölluðu lab grown demanta eða þá notaða/vintage.

Svo eru aðeins stærri töskur að taka yfir og það er algjört möst að eiga tösku sem þú getur tekið með þér í allt fyrir öll tilefni og verður einkennandi fyrir þig. Það er einmitt okkar hugsjón fyrir Suskin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.