Podcast með Sölva Tryggva

Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí
Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar.

„Ætlaði að halda þessu leyndu“
Ríkharð Óskar Guðnason, fjölmiðlamaður hjá Sýn, segir það hafa verið alvöru högg að koma að föður sínum látnum fyrir þremur árum þegar hann var á leið í útsendingu. Rikki G., sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir pabba sinn vera skólabókardæmi um að það sé aldrei of seint að taka til í lífi sínu og hann hafi skilið fallega við allt í sínu lífi eftir áraraðir af fíknisjúkdómi.

Frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kíló í eftirdragi
Bergur Vilhjálmsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður segist sjá það í störfum sínum að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að vekja athygli á andlegri heilsu og útbreiddri vanlíðan fólks.

Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum
Gestur Pálmason, markþjálfi og fyrrverandi lögreglumaður, segist eiga skýrslur, trúnaðargögn, sem hann skrifaði sjálfur fyrir tíu árum. Hann bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar.

Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog
Gunnar Ingi Valgeirsson segir að fíknisjúkdómar geti bankað upp á hvar sem er. Hann var á tímabili kominn í mikla dagneyslu á alls kyns efnum og svaf að jafnaði tvo daga í viku.

Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segist hafa viljað sleppa öllu öryggi þegar hún ákvað að segja upp í Borgarleikhúsinu eftir 30 ár. Halldóra, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölvar Tryggvasonar. Hún segist finna sig vel í nýjum lífsstíl sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, en hún sé enn að leita að hinum gullna meðalvegi í að taka ekki að sér of mörg verkefni:

Segir nýtt að konan sé tekin á beinið
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir ekki eðlilegt hvað Ágústa Johnson konan hans hefur fengið ómaklega umfjöllun bara af því að hann er í stjórnmálum.

Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022
Halldór Armand rithöfundur segist árum saman hafa átt í óheilbrigðu sambandi við sjálfan sig og þegar það hafi breyst hafi allt breyst í skrifum hans. Halldór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa kynnst því á eigin skinni að ákveðnum sjónarmiðum megi helst ekki velta upp í meginstraumsumræðu á Íslandi. Hann óttast þó að viðbrögð við woke-ismanum gæti orðið enn verra en öfga woke.

Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló
Ívar Örn Hansen, kokkur og athafnamaður segist hafa gjörbreytt lífi sínu í byrjun ársins 2022, þegar hann ákvað að treysta lífinu. Ívar, sem gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.

Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti
Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu.

Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki
Valgeir Magnússon athafnamaður segir gríðarlega erfitt hlutskipti að vera aðstandandi fíkils. Valli Sport, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist í áraraðir hafa notað stjórnsemi til að reyna að laga fíknisjúkdóm sonar síns þar til hann loks áttaði sig á því að það gerði meiri skaða en gagn.

Með skottið fullt af próteini
Svavar Jóhannsson rekstrarmaður segist hafa þurft að hafa fyrir öllu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Svavar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, stofnaði verslun með fæðubótarefni fyrir 25 árum. Hann keyrði þrisvar í viku með skottið fullt af próteini til Reykjavíkur frá Akureyri samhliða vinnu og var með lager í bílskúrnum hjá ömmu sinni.

Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn
Haraldur Erlendsson geðlæknir segir stóran hóp fólks á Íslandi í raun aldrei hafa tekið út neinn þroska, það hafi aldrei tekist á við neinar áskoranir og lifi því eins og um börn sé að ræða.

Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður
Bergsveinn Ólafsson segist hafa verið óttasleginn og einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna. Beggi Ólafs segir í podcasti Sölva Tryggvasonar, að hann hafi komið sér vel fyrir á Íslandi, með háar tekjur í stjórnendaþjálfun, fyrirlestrum og hlaðvarpsgerð. Hann ákvað upphaflega að halda sér innan þægindarammans, en fljótlega var eitthvað innra með honum sem fann að hann yrði að láta vaða.

Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið
Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í.

Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti
Sigurjón Ernir Sturluson ofurhlaupari og afreksíþróttamaður segir samfélagið á kolrangri leið þegar kemur að heilsu fólks. Sigurjón, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir hinar raunverulegu öfgar í heilsu vera hreyfingarleysi, að borða gjörunnin matvæli og sykur. Fjöldi fólks sé að rífa sig niður fyrir eitthvað sem í grunninn sé ekki þeim að kenna:

Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð
Ívar Örn Katrínarson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Dr. Mister, segist hafa ákveðið að verða dópisti tíu ára gamall. Hann vakti gríðarlega athygli uppúr aldamótum fyrir tónlist en einnig ýmis axarsköft. Hann segist nú á beinu brautinni.

Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar
Sara María Júlíudóttir fatahönnuður og meðferðaraðili segist enn vera að melta ferð inn í frumskóga Afríku, þar sem hún kláraði mastersnám í meðferð hugvíkkandi efna. Sara ræðir þessi mál í podcasti Sölva Tryggvasonar en hún stendur í febrúar fyrir stórri alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu. Hún vill opna umræðuna um hugvíkkandi efni og að Ísland taki fyrstu skrefin í átt að lögleiðingu.

Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað
Ólafur Stefánsson handboltagoðsögn segir ferðalag sitt í vinnu með hugvíkkandi efni hafa endað á sama stað og hann byrjaði á. Samt sé allt orðið öðruvísi. Ólafur ræðir ferðalag sitt í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist hafa farið í allar gildrurnar og lært mikið. Á endanum snúist þetta allt um að verða betri manneskja. Hann unir sér nú vel í mastersnámi í sálfræði í Þýskalandi.

Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum
Sverrir Þór Sverrisson segist ekki nenna að pæla í því þegar hann fær á sig neikvæða umræðu fyrir grín sem fólki finnst fara yfir strikið. Sveppi, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir aðalatriðið að konan hans og börnin séu sátt við hann. Í þættinum rifjar Sveppi upp hvernig hann byrjaði fjölmiðlaferilinn á því að ganga hringinn í kringum Ísland.

Tapaði miklum peningum í vínbransanum
Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, segist hafa tapað miklum peningum með því að taka sér hlé frá uppistandi og hefja rekstur vínbars við Hverfsigötu. Lærdómurinn hafi verið mikilvægur.

„Það var ekkert eftir nema dauðinn sem kom á ógnarhraða“
Anton Sveinn McKee segir dauða föður síns hafa gjörbreytt lífi sínu og sýn sinni á tilveruna. Anton, sem er gestur í nýjasta þætti podcasts Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að kafa djúpt til að finna aftur vonarneistann, en hann er sannfærður um að það sé undir okkur sjálfum komið að finna fegurðina í tilverunnni, sama hvað bjátar á.

Tekur synjun um dvalarleyfi af æðruleysi
Sýrlendingur sem nýlega var sendur til síns heima eftir synjun um dvalarleyfi vonast til að koma aftur til Íslands einn daginn. Hann varð á augnabliki vaktstjóri hjá Te & kaffi og segist um fram allt vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

„Lífsstíllinn er að drepa okkur“
Númi Snær Katrínarson, þrautreyndur þjálfari og rekstrarmaður, segist hafa fengið menningarsjokk þegar hann kom aftur til Íslands eftir að hafa dvalið mánuðum saman í frumskógum Costa Rica með fjölskyldu sinni.

Útilokar ekki að bjóða sig aftur fram
Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings.

„Það er ekki auðvelt að leggja mig í einelti“
Diljá Mist Einarsdóttir, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa lært að eiga við eineltisseggi í grunnskóla og það hjálpi henni þegar ákveðinn hópur að fólki ræðst að henni í opinberri umræðu.

„Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra segir vandamálabransann orðið sérstakt vandamál á Íslandi. Það sé bransi sem gangi út á að finna sífellt nýtt bakslag til þess að geta beðið um meiri pening frá hinu opinbera. Þetta segir Sigmundur í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir stjórnmálamenn upp til hópa ekki standa í lappirnar gagnvart þessu og fleiri málum sem snúi að umbúðum og ímyndarmennsku.

Hafi ráðist að Vigdísi á dönsku kránni
Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi Alþingismaður og borgarfulltrúi segist hafa mætt hatri og einelti nánast alveg frá því að hún byrjaði í stjórnmálum. Hún segir minna en mánuður síðan veist hafi verið að henni á dönsku kránni vegna starfa sinna í ráðhúsinu. Vigdís er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist aldrei hafa tekið það mikið inn á sig, ekki síst af því að hún hafi haft verkfæri til að kúpla sig út úr umræðunni.

Segist standa með Helga Magnúsi gegn hótunum
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ekki taka það persónulega þegar fólk hafi uppi stór orð eða neikvæða umræðu um hann. Bjarni, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa horft upp á þingmenn brenna upp af því að þeir hafi tekið neikvæða gagnrýni inn á sig.

Skipulagði innbrot tíu ára
Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Götusmiðjunnar segist hafa verið sannkallað götubarn sem hafi ekki átt neinn alvöru samastað á uppvaxtarárum sínum. Þetta kom ekki til af góðu en Mummi flúði óbærilegar aðstæður sem voru heima fyrir.