Körfubolti

Fréttamynd

Helena og félagar taka þátt í nýrri tveggja landa keppni

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice eiga möguleika á því að vinna glænýjan titil í vor því í fyrsta sinn fer þá fram keppni á milli bestu liða Slóvakíu og bestu liða Ungverjalands. Hún hefur fengið nafnið MEL-deildin en deildarkeppni liða frá Mið-Evrópu.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel ekki kalt í janúar

Landsliðsmaðurinn Axel Kárason hefur spilað frábærlega með Værloese BBK í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta á nýju ári en hann var með 15 stig og 5 fráköst í sigri á Aalborg Vikings um helgina. Axel er með 17,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum ársins en hann skoraði 9,5 stig að meðaltali fyrir áramót og hefur því nánast tvöfaldað meðalskor sitt frá því fyrir jól.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumur sigur Norrköping

Pavel Ermolinskij skilaði flottum tölum þegar að Norrköping vann dramatískan sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Handbolti
Fréttamynd

Hlynur og Jakob með 44 stig saman í naumum sigri

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson voru lykilmenn á bak við þriggja stiga heimasigur Sundsvall Dragons á 08 Stockholm HR, 86-83, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var 19. sigur Drekanna í 22 leikjum í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór frá í þrjár vikur

Jón Arnór Stefánsson spilaði ekki með sínu liði, CAI Zaragoza, í spænsku úrvalsdeildinni í dag en hann verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena stigahæst í sigri Good Angels

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá liði Good Angels Kosice þegar nýkrýndir bikarmeistarar í Slóvakíu unnu 17 stiga sigur á Samorin, 73-56, í lokaumferð úrvalsdeildar slóvakíska kvennakörfuboltans. Good Angels Kosice vann alla 18 leiki sína í deildinni en Samorin er í 3. sætinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar bikarmeistarar í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice tryggðu sér slóvakíska bikarmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld með 76-58 sigri á MBK Ruzomberok í úrslitaleik. Þetta er þriðji stóri titilinn sem Helena vinnur með slóvakíska félaginu en liðið vann tvöfalt á hennar fyrsta tímabili í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob með 17 stig í tapleik Sundsvall

Jakob Örn Sigurðsson átti fínan leik í tapi Sundsvall Dragons gegn Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur urðu 76-70 fyrir heimamenn í Södertälje Kings.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór stigalaus í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson lék tæpar 14 mínútur í sigri CAI Zaragoza gegn Uxue Bilbao Basket, 81-74. Leikurinn var í járnum allan tímann en Jón Arnór og félagar voru sterkari á lokametrunum og höfðu góðan sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrettándi sigurinn í röð hjá íslensku drekunum

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann fimmtán stiga útisigur á Jämtland Basket, 90-75. Drekarnir unnu þar með þrettán síðustu deildarleiki ársins 2012 og eru með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hörður Axel með tíu stig í sigurleik

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 10 stig þegar Mitteldeutscher BC vann fimm stiga heimasigur á LTi GIESSEN 46ers, 93-88, í framlengdum leik í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar rétt töpuðu fyrir Murcia

Murcia vann fínan sigur, 77-75, á CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Jón Arnór Stefánsson, sem leikur með Zaragoza, náði sér ekki á strik í leiknum og skoraði tvö stig og tók fjögur fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Drekarnir verða á toppnum yfir jólin

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld með góðum heimasigri og verður því á toppnum yfir jólin.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel góður í sigri Norrköping

Pavel Ermolinskij átti fínan alhliða leik í tuttugu stiga útisigri Norrköping Dolphins á Jämtland Basket, 91-71, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping komst þar aftur á sigurbraut eftir tvö deildartöp í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012

Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Aldrei áður þurft að sitja á bekknum

Helena Sverrisdóttir er farin að spila stærra hlutverk hjá liði sínu Good Angels Kosice í Slóvakíu eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili. Helena er ein af bestu þriggja stiga skyttunum í Euroleague eftir fyrstu sjö umferðirnar og liðið er í góum málum í sínum riðli.

Körfubolti
Fréttamynd

Drekarnir sigruðu Höfrungana

Drekarnir frá Sundsvall unnu tíunda sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðsson og félagar skelltu Pavel Ermolinskij og félögum í Höfrungunum frá Norrköping 86-81 í hörkuleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar töpuðu í Madríd

Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig fyrir CAI Zaragoza sem tapaði fyrir Real Madrid í Madríd 94-79 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Real Madrid er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Körfubolti