Íslenski handboltinn

Sigfús ekki með
Línumaðurinn snjalli, Sigfús Sigurðsson, leikur ekki með Íslenska landsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu í Túnis í næsta mánuði. Meiðsli í baki tóku sig upp á nýjan leik og ljóst að Sigfús getur ekki æft næstu vikurnar.
Norsku stelpurnar líklegastar
Norska kvennalandsliðið þykir sigurstranglegast á Evrópumóti kvenna í handbolta sem nú stendur yfir í Ungverjalandi.

Dregið í bikarnum í dag
Það verður dregið í undanúrslitin hjá bæði körlum og konum í hádeginu í dag

Guðjón Valur á leið til Gummersbach
Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach.
ÍBV í undanúrslitin
Einn leikur var í SS bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld er KA tók á móti ÍBV í KA heimilinu á Akureyri, en þessi leikur hafi verið frestað í tvígang vegna ófærðar norður. ÍBV vann leikinn með þriggja marka mun, 27-24 og verða því í hattinum er dregið verður í undanúrslitin.

Arnór skoraði 2
Arnór Atlason skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg þegar liðið vann slóvenska liðið Drustvo Termo í 37-31 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í gærkvöldi. Magdeburg er komið í átta liða úrslit í keppninni. Sigfús Sigurðsson lék ekki með þýska liðinu í gær.

Haukar töpuðu heima gegn Þór
Þór frá Akureyri tyllti sér í 4. sæti Norður riðils DHL deildarinnar í handbolta karla í dag með óvæntum útisigri á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum, <strong>28:29</strong>. Þar með er Þór með 2 stiga forskot á Fram sem tapaði fyrir HK, <strong>35:29</strong>. HK náði með því 2. sæti riðilsins fyrir lokaumferðina og er með 15 stig, tveimur stigum á eftir Haukum og jafnt KA að stigum.

Stórleikir í handboltanum í dag
Þrír leikir eru á dagskrá í Norður-riðli DHL deildarinnar í handbolta karla í dag og eru línur að skýrast með hvaða lið tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Fram sem er í mikilli baráttu við Þór um fjórða sætið fer í heimsókn til HK sem er í 3. sæti, 3 stigum á undan Fram þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir. Topplið Hauka fær Þór Ak í heimsókn.
Naumir sigrar í handboltanum
Spennan er heldur betur farin að magnast í DHL deildinni í handbolta karla en þrír leikir fóru fram í Suður riðli í kvöld og lauk þeim öllum með naumum sigrum sigurliðanna. Topplið ÍR tapaði óvænt á heimavelli fyrir Gróttu/KR, 27-29 en heldur engu að síður toppsætinu þar sem Valur sem er í 2. sæti tapaði einnig sínum leik, með eins marks mun gegn ÍBV í Eyjum, 24-23.
Karfan og handboltinn í kvöld
í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn.
Einar með níu mörk
Einar Hólmgeirsson skoraði níu mörk fyrir Grosswallstadt sem lagði Hamborg 31-28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.
Haukar lögðu Fram
Einn leikur var í Norðurriðli DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld. Fram tapaði heima gegn Haukum 34-33. Með sigrinum eru Haukar á toppi riðilsins með 17 stig, en Fram er í fjórða sæti með 10.
Leik KA og ÍBV frestað
Leik KA og ÍBV, sem fram átti að fara á Akureyri í SS bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld, hefur verði frestað vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum til Akureyrar. Leikurinn verður í staðinn leikinn þann 13. desember í KA-heimilinu á Akureyri klukkan 19:15

Besti handboltamaður heims
Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir kosningu á heimasíðu sinni þessa dagana um besta handknattleiksmann heims. Ólafur Stefánsson er einn þeirra leikmanna sem kemur til greina í kjörinu.

8-liða úrslit í handboltanum
Einn leikur er í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. KA og ÍBV mætast í KA-heimilinu klukkan 19.15.

Logi með fimm mörk, Óli með sjö
Logi Geirsson skoraði fimm mörk þegar lið hans Lemgo burstaði rússnesku meistarana í Chehovski Chekov 45-32 í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Florian Kehrman var markahæstur, skoraði þrettán mörk. Liðin mætast aftur um næstu helgi.
Hafnarfjarðarslagur hjá konunum
Þrír leikir verða í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. Klukkan 14 keppa Fram og Valur og Grótta/KR og Víkingur. Klukkan 17.30 mætast svo Haukar og FH.

Ingólfur sagði ósatt
Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt.

Haukar töpuðu í Króatíu
Íslandsmeistarar Hauka töpuðu fyrri leik sínum gegn króatíska liðinu Medvescak Infosistem Zagreb í Evrópukeppni bikarhafa í gær, 29-28, en leikið var í Króatíu. Staðan í hálfleik var 17-13 fyrir króatíska liðið. Seinni leikur liðanna fer fram í dag en hann fer einnig fram í Króatíu enda seldu Haukarnir heimaleik sinn í keppninni.

Róbert heldur uppteknum hætti
Handboltakappinn Róbert Gunnarsson heldur áfram uppteknum hætti í danska handboltanum. Róbert skoraði 14 mörk þegar Århus vann Viborg 34-31. Sturla Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Árósaliðið. Ragnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar Skjern vann GOG 37-34. Kolding og Århus eru jöfn að stigum með 19 stig.</font />

Óli Stefáns skoraði sjö mörk
Íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í Evrópukeppnum í gær. Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Ciudad Real sem gerði góða ferð til Danmerkur þar sem þeir lögðu GOG, 45-29
Úrslit úr handboltanum
Þrír leikir fóru fram í kvöld í úrvaldsdeild karla í handknattleik, en fjórðaleiknum, leik Fram og Hauka, var frestað.
HK sigraði Aftureldingu
Þá er síðasta leiknum lokið í úrvaldsdeild karla í handknattleik. Í Norðurriðlinum sigraði HK Aftureldingu í Mosfellsbæ örugglega með 38 mörkum gegn 28, en HK leiddi í hálfleik 19-10. Með sigrinum er HK komið með þrettán stig, tveimur minna en Haukar og KA sem deila efsta sætinu. Afturelding er hinsvegar enn á botninum og útlitið að verða svart fyrir Mosfellinga.
Stórleikur 8-liða úrslitanna
Stórleikur 8-liða úrslitanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta verður í kvöld þegar ÍBV mætir Haukum en leik liðanna var frestað í gærkvöldi. Fimm leikir verða í DHL-deild karla í kvöld. Þá keppa Stjarnan – Selfoss, Grótta/KR – ÍBV, Fram – Haukar, KA – FH og Afturelding – HK. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Eyjastúlkur í 8-liða úrslitin
Einn leikur var í 16-liða úrslitum SS bikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld. ÍBV sigraði Hauka með 33 mörkum gegn 25 og eru því Eyjastúlkur komnar í 8-liða úrslitin.
Úrslit í SS bikarnum í kvöld
Grótta/KR, Valur og Stjarnan tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum SS bikarkeppni kvenna í handknattleik. Valsstúlkur sigruðu Fram örugglega í Valsheimilinu 26-17. Í Víkinni unnu Stjörnustúlkur Víkinga 27-18.
Grótta/KR í undanúrslit
Einum leik er lokið í átta liða úrslitum SS bikarkeppni kvenna í handknattleik. Á Ásvöllum sigraði Grótta/KR Stjörnuna 2 örugglega með þrettán marka mun, 32-19 . Núna stendur yfir leikur Vals og Fram og leikur Víkings og Stjörnunnar og hófust þeir klukkan 19:15. Leik ÍBV og Hauka var frestað.
Leik ÍBV og Hauka frestað
Leik ÍBV og Hauka sem fram átti að fara í SS bikarkeppni kvenna í Eyjum í kvöld hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar til Eyja. Leikurinn fer því fram á morgun, 3. desember, klukkan 19:15
Þetta er algjört rugl
Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér.

Engir landsleikir hér heima
Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi.