Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Sigfús ekki með

Línumaðurinn snjalli, Sigfús Sigurðsson, leikur ekki með Íslenska landsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu í Túnis í næsta mánuði. Meiðsli í baki tóku sig upp á nýjan leik og ljóst að Sigfús getur ekki æft næstu vikurnar.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur á leið til Gummersbach

Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach.

Sport
Fréttamynd

Norsku stelpurnar líklegastar

Norska kvennalandsliðið þykir sigurstranglegast á Evrópumóti kvenna í handbolta sem nú stendur yfir í Ungverjalandi.

Sport
Fréttamynd

ÍBV í undanúrslitin

Einn leikur var í SS bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld er KA tók á móti ÍBV í KA heimilinu á Akureyri, en þessi leikur hafi verið frestað í tvígang vegna ófærðar norður. ÍBV vann leikinn með þriggja marka mun, 27-24 og verða því í hattinum er dregið verður í undanúrslitin.

Sport
Fréttamynd

Arnór skoraði 2

Arnór Atlason skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg þegar liðið vann slóvenska liðið Drustvo Termo í 37-31 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í gærkvöldi. Magdeburg er komið í átta liða úrslit í keppninni. Sigfús Sigurðsson lék ekki með þýska liðinu í gær.

Sport
Fréttamynd

Haukar töpuðu heima gegn Þór

Þór frá Akureyri tyllti sér í 4. sæti Norður riðils DHL deildarinnar í handbolta karla í dag með óvæntum útisigri á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum, <strong>28:29</strong>. Þar með er Þór með 2 stiga forskot á Fram sem tapaði fyrir HK, <strong>35:29</strong>. HK náði með því 2. sæti riðilsins fyrir lokaumferðina og er með 15 stig, tveimur stigum á eftir Haukum og jafnt KA að stigum.

Sport
Fréttamynd

Stórleikir í handboltanum í dag

Þrír leikir eru á dagskrá í Norður-riðli DHL deildarinnar í handbolta karla í dag og eru línur að skýrast með hvaða lið tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Fram sem er í mikilli baráttu við Þór um fjórða sætið fer í heimsókn til HK sem er í 3. sæti, 3 stigum á undan Fram þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.  Topplið Hauka fær Þór Ak í heimsókn.

Sport
Fréttamynd

Naumir sigrar í handboltanum

Spennan er heldur betur farin að magnast í DHL deildinni í handbolta karla en þrír leikir fóru fram í Suður riðli í kvöld og lauk þeim öllum með naumum sigrum sigurliðanna. Topplið ÍR tapaði óvænt á heimavelli fyrir Gróttu/KR, 27-29 en heldur engu að síður toppsætinu þar sem Valur sem er í 2. sæti tapaði einnig sínum leik, með eins marks mun gegn ÍBV í Eyjum, 24-23.

Sport
Fréttamynd

Karfan og handboltinn í kvöld

í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn.

Sport
Fréttamynd

Einar með níu mörk

Einar Hólmgeirsson skoraði níu mörk fyrir Grosswallstadt sem lagði Hamborg 31-28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Fram

Einn leikur var í Norðurriðli DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld. Fram tapaði heima gegn Haukum 34-33. Með sigrinum eru Haukar á toppi riðilsins með 17 stig, en Fram er í fjórða sæti með 10.

Sport
Fréttamynd

Leik KA og ÍBV frestað

Leik KA og ÍBV, sem fram átti að fara á Akureyri í SS bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld, hefur verði frestað vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum til Akureyrar. Leikurinn verður í staðinn leikinn þann 13. desember í KA-heimilinu á Akureyri klukkan 19:15

Sport
Fréttamynd

Besti handboltamaður heims

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, stendur fyrir kosningu á heimasíðu sinni þessa dagana um besta handknattleiksmann heims. Ólafur Stefánsson er einn þeirra leikmanna sem kemur til greina í kjörinu.

Sport
Fréttamynd

8-liða úrslit í handboltanum

Einn leikur er í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. KA og ÍBV mætast í KA-heimilinu klukkan 19.15.

Sport
Fréttamynd

Logi með fimm mörk, Óli með sjö

Logi Geirsson skoraði fimm mörk þegar lið hans Lemgo burstaði rússnesku meistarana í Chehovski Chekov 45-32 í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Florian Kehrman var markahæstur, skoraði þrettán mörk. Liðin mætast aftur um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Ingólfur sagði ósatt

Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt.

Sport
Fréttamynd

Hafnarfjarðarslagur hjá konunum

Þrír leikir verða í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. Klukkan 14 keppa Fram og Valur og Grótta/KR og Víkingur. Klukkan 17.30 mætast svo Haukar og FH.

Sport
Fréttamynd

Róbert heldur uppteknum hætti

Handboltakappinn Róbert Gunnarsson heldur áfram uppteknum hætti í danska handboltanum. Róbert skoraði 14 mörk þegar Århus vann Viborg 34-31. Sturla Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Árósaliðið. Ragnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar Skjern vann GOG 37-34. Kolding og Århus eru jöfn að stigum með 19 stig.</font />

Sport
Fréttamynd

Haukar töpuðu í Króatíu

Íslandsmeistarar Hauka töpuðu fyrri leik sínum gegn króatíska liðinu Medvescak Infosistem Zagreb í Evrópukeppni bikarhafa í gær, 29-28, en leikið var í Króatíu. Staðan í hálfleik var 17-13 fyrir króatíska liðið. Seinni leikur liðanna fer fram í dag en hann fer einnig fram í Króatíu enda seldu Haukarnir heimaleik sinn í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Óli Stefáns skoraði sjö mörk

Íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í Evrópukeppnum í gær. Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Ciudad Real sem gerði góða ferð til Danmerkur þar sem þeir lögðu GOG, 45-29

Sport
Fréttamynd

Úrslit úr handboltanum

Þrír leikir fóru fram í kvöld í úrvaldsdeild karla í handknattleik, en fjórðaleiknum, leik Fram og Hauka, var frestað.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Aftureldingu

Þá er síðasta leiknum lokið í úrvaldsdeild karla í handknattleik. Í Norðurriðlinum sigraði HK Aftureldingu í Mosfellsbæ örugglega með 38 mörkum gegn 28, en HK leiddi í hálfleik 19-10. Með sigrinum er HK komið með þrettán stig, tveimur minna en Haukar og KA sem deila efsta sætinu. Afturelding er hinsvegar enn á botninum og útlitið að verða svart fyrir Mosfellinga.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur 8-liða úrslitanna

Stórleikur 8-liða úrslitanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta verður í kvöld þegar ÍBV mætir Haukum en leik liðanna var frestað í gærkvöldi. Fimm leikir verða í DHL-deild karla í kvöld. Þá keppa Stjarnan – Selfoss, Grótta/KR – ÍBV, Fram – Haukar, KA – FH og Afturelding – HK. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Sport
Fréttamynd

Eyjastúlkur í 8-liða úrslitin

Einn leikur var í 16-liða úrslitum SS bikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld. ÍBV sigraði Hauka með 33 mörkum gegn 25 og eru því Eyjastúlkur komnar í 8-liða úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Leik ÍBV og Hauka frestað

Leik ÍBV og Hauka sem fram átti að fara í SS bikarkeppni kvenna í Eyjum í kvöld hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar til Eyja. Leikurinn fer því fram á morgun, 3. desember, klukkan 19:15

Sport
Fréttamynd

Úrslit í SS bikarnum í kvöld

Grótta/KR, Valur og Stjarnan tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum SS bikarkeppni kvenna í handknattleik. Valsstúlkur sigruðu Fram örugglega í Valsheimilinu 26-17. Í Víkinni unnu Stjörnustúlkur Víkinga 27-18.

Sport
Fréttamynd

Grótta/KR í undanúrslit

Einum leik er lokið í átta liða úrslitum SS bikarkeppni kvenna í handknattleik. Á Ásvöllum sigraði Grótta/KR Stjörnuna 2 örugglega með þrettán marka mun, 32-19 . Núna stendur yfir leikur Vals og Fram og leikur Víkings og Stjörnunnar og hófust þeir klukkan 19:15. Leik ÍBV og Hauka var frestað.

Sport
Fréttamynd

Þetta er algjört rugl

Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér.

Sport
Fréttamynd

Ég skil ekkert í þessum dómi

Framarinn Ingólfur Axelsson var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd HSÍ vegna láta sem áttu sér stað í leik Þórs og Fram á Akureyri um síðustu helgi. Ingólfur lenti í handalögmálum við leikmenn 3. flokks Þórs sem ögruðu Ingólfi á leið sinni til búningsklefa og í kjölfarið varð allt vitlaust í húsinu þar sem áhorfendur tóku þátt í látunum.

Sport