

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hefja á morgun leik í Evrópukeppninni í handbolta. FH spilar við Visé í Belgíu en Haukar eiga fyrri leikinn við tékneska liðið Talent Plzen á heimavelli.
Vignir Svavarsson er kominn aftur heim í uppeldisfélagið Hauka eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í bæði Þýskalandi og Danmörku.
Strákarnir spila gegn annað hvort Ungverjum eða Spánverjum um sjöunda sætið á morgun.
U19 ára strákarnir í handboltalandsliði karla eru komnir í 16-liða úrslit á HM í Makedóníu.
U19 ára landslið karla vann sinn annan sigur á HM í Norður-Makedóníu er liðið vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 30-26.
Ísland hefur leik á HM U-19 ára karla í handbolta á þriðjudaginn.
Nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta segir að verkefnið sem framundan er sé krefjandi. Hann sér samt sóknarfæri í stöðunni.
Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf.
Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið.
Stjórnarformaður Leikmannasamtaka Íslands segir virðingarleysi fyrir leikmönnum mikið.
Ísland burstaði heimamenn í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri lauk keppni í 5.sæti B-deildar EM kvenna.
Umboðsmaðurinn Arnar Freyr Theodórsson telur að íslenskum handboltamönnum í sterkustu deildum Evrópu muni fjölga á næstu árum.
Þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta getur ekki nýtt krafta Hauks Þrastarsonar og Teits Arnar Einarssonar á HM. Þeir gáfu ekki kost á sér í verkefnið.
Íþróttafréttamaðurinn og einn helsti handboltasérfræðingur landsins, Guðjón Guðmundsson, er ekki sáttur við Hauk Þrastarson, Teit Örn Atlason, Svein Andra Sveinsson og Arnar Frey Guðmundsson sem gáfu ekki kost á sér til að spila á HM U21 árs liða.
Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta.
Ungir og efnilegir drengir á leiðinni upp í íslenska handboltanum.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi málefni nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum.
Síðasti hálfleikurinn af öllum kostaði litlu strákana okkar gullið á æfingamóti í Portúgal.
Stórkostlegur sigur hjá strákunum í dag.
Strákarnir lentu í engum vandræðum með Japan á æfingamóti í Portúgal í dag.
Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi.
Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst.
Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll.
Selfyssingurinn er einn fjögurra sem eru tilnefndir sem besti ungi leikstjórnandi heims.
Ísland vann glæsilegan eins marks sigur á Spáni í Laugardalshöll í kvöld. Stelpurnar okkar þurftu þó 10 marka sigur til að komast á HM en þær ganga stoltar frá leiknum í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir í kvöld Spáni í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan í desember næstkomandi.
Grótta er að safna liði fyrir átökin í Grill 66-deild karla í handbolta.
Haukar fóru með sigur af hólmi í oddaleik liðsins gegn ÍBV í dag en Erlingur, þjálfari ÍBV, var vitaskuld svekktur eftir leik.
Axel Stefánsson hefur valið æfingahóp fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta og fengið nýjan aðstoðarmann.