Íslenski handboltinn Aron P.: Erfitt að leika gegn þessu tekníska liði "Þeir eru mjög erfiðir viðureignar, það verður að segjast og þeir spila skemmtilegan bolta. Þeir eru ekki stærstir og sterkastir en eru gríðarlega teknískir en við náðum að halda haus í 60 mínútur og það þarf gegn svona liði. Við náðum að keyra hraðann upp í seinni hálfleik og það gerði gæfu muninn,“ sagði Aron Pálmarsson sem skoraði 9 mörk fyrir Ísland gegn Slóveníu í dag. Handbolti 7.4.2013 19:36 Guðjón Valur: Tapaður bolti var eins og sjálfsmark "Þetta var mjög sætur sigur og gríðarlega erfiður. Við vorum að spila við ótrúlega gott lið sem skiptir mjög mikið og spilar mismunandi kerfi eftir því hvaða leikmaður er inni á og þeir fengu hörku skyttu inn í hópinn í dag sem við áttum í erfiðleikum með,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði 13 mörk fyrir Ísland gegn Slóveníu í dag. Handbolti 7.4.2013 19:34 Alexander: Gleymi verkjunum fyrir framan fulla höll "Það skiptir ekki máli þó sigurmarkið hafi ekki verið mitt fallegasta. Ég náði ekki að nota kraftinn en mark er mark . Tvö stig og sigur það skiptir öllu,“ sagði Alexander Petersson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Slóveníu í kvöld. Handbolti 7.4.2013 18:50 Sverre: Unnum á góðri sókn "Þetta var hrikalega erfiður leikur eins og úti líka. Þetta spilaðist mjög svipað og úti. Við áttum í erfiðleikum gegn þeim en klárum þetta á síðustu metrunum. Það sýnir ákveðinn styrk okkar megin. Þetta var hrikalega sætt gegn sterku liði. Ég er mjög glaður með að ná fjórum stigum á móti þeim,“ sagði Sverre Jakobsson sem stóð í ströngu í vörn Íslands í dag. Handbolti 7.4.2013 18:50 Snorri Steinn: Styrkur að vinna þá tvisvar án þess að vera ánægður með leik sinn "Þetta var alvöru leikur. Slóvenar eru með frábært lið eins og þeir sýndu í janúar. Við vorum lengi í gang og komumst kannski aldrei almennilega í gang,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn í dag. Handbolti 7.4.2013 18:48 Ísland á EM eftir frábæran sigur Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Handbolti 5.4.2013 16:47 Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag. Handbolti 5.4.2013 12:40 Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar. Handbolti 4.4.2013 16:43 Alexander enn í miklu basli með öxlina Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið talsvert púsluspil að velja íslenska landsliðshópinn fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Handbolti 27.3.2013 16:23 ÍBV harmar mistök Aðalstjórn ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök eru hörmuð vegna komu erlendra leikmanna til félagsins. Handbolti 26.3.2013 20:38 Tókum okkur í gegn Ísland vann tvo frábæra sigra á sterku liði Svía í æfingaleikjum í Austurbergi um helgina. Rakel Dögg Bragadóttir segir að það hafi verið mikið afrek að vinna báða leikina. "Liðið endurheimti neista sem vantaði á EM í Serbíu,“ sagði hún. Handbolti 25.3.2013 22:08 Bikarúrslitaleikjaárið mikla í Garðabæ Stjörnumenn fóru í bikarúrslitaleik karla í blaki um helgina og náði félagið því þar með einstakri fernu. Á síðustu sjö mánuðum hefur Stjarnan átt karlalið í bikarúrslitum í fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki. Sport 25.3.2013 14:02 Vilji til að breyta reglunum HSÍ og KSÍ vilja fara að fordæmi KKÍ og breyta reglugerð um félagaskipti. Erlendir knattspyrnumenn og handboltamenn geta í dag spilað með liðum hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Sport 17.3.2013 23:27 ÍR-ingar fóru með bikarinn í Breiðholtslaug "Að sjálfsögðu fórum við í sund,“ sagði Runólfur Sveinsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í samtali við Vísi í morgun. Handbolti 11.3.2013 14:23 Hefðin með Fram þó Valur eigi titil að verja Fjórða árið í röð verður það Fram eða Valur sem verður bikarmeistari kvenna í handbolta því liðin mætast í úrslitum Síma bikarsins í dag klukkan 16:00. Þetta er jafnframt í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mætast í úrslitum. Handbolti 9.3.2013 22:25 ÍR mun sigurstranglegra þó hefðin sé með Stjörnunni ÍR og Stjarnan mætast í úrslitum Síma bikars karla í handbolta í dag klukkan 13:30 í Laugardalshöll. Flestir búast við því að ÍR sem leikur í N1 deild karla eigi að vinna Stjörnuna sem leikur í 1. deild nokkuð örugglega. Handbolti 9.3.2013 22:54 Fram vann öruggan sigur á Stjörnunni Fram vann góðan sigur, 34-27, á Stjörnunni í N1-deild kvenna í handknattleik en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Handbolti 16.2.2013 18:52 HK vann fimm marka sigur á Haukum HK vann frábæran sigur á Haukum, 26-21, í dag en leikurinn fór fram í Ásvöllum í N1-deild kvenna í handknattleik. Handbolti 16.2.2013 18:10 Selfoss í undanúrslit bikarsins Selfoss er komið áfram í undanúrslit Símabikarkeppni karla eftir sigur á ÍBV í fjórðungsúrslitunum í kvöld, 27-23. Handbolti 13.2.2013 21:22 Stjarnan í undanúrslit bikarsins Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Símabikars karla í handbolta. Liðið vann fimm marka sigur á Þrótti í 8-liða úrslitum, 27-22. Handbolti 11.2.2013 21:36 Fyrirhafnalítið hjá Eyjakonum ÍBV vann fimmtán marka sigur á Aftureldingu í lokaleik 16-liða úrslita Símabikarkeppni kvenna í handbolta. Handbolti 25.1.2013 21:33 Grótta lagði Hauka í bikarnum Grótta er komið áfram í fjórðungsúrslit Símabikars kvenna eftir sigur á Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 24-22. Handbolti 22.1.2013 21:36 Strákarnir unnu Norðmenn aftur Íslenska 16 ára landsliðið í handbolta vann 32-31 sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Austurbergi í dag en íslensku strákarnir hafa þar með unnið tvo leiki af þremur á móti norska liðinu. Handbolti 5.1.2013 17:58 16 ára strákarnir lögðu Norðmenn Drengjalandslið Íslands í handbolta vann þriggja marka sigur á Norðmönnum í fyrsta æfingaleik þjóðanna í Austurbergi í kvöld. Handbolti 4.1.2013 22:00 Landsliðsstrákar framtíðarinnar spila þrjá leiki við Norðmenn Íslenska sextán ára landslið karla í handbolta verður í sviðsljósinu um helgina þegar liðið spilar þrjá æfingaleiki við Norðmenn og fara þeir allir fram í Austurbergi í Efra-Breiðholti. Handbolti 4.1.2013 10:09 HM 2013: Spilum alltaf með bensínið í botni Þorsteinn J. spjallar við Dag Sigurðsson þjálfara Fücshe Berlin í Max-Schmeling höllinni í Berlín. Dagur segir karakter íslenska landsliðsins sé á heimsmælikvarða. "Þetta er það sem talað er um hér í Þýskalandi, þessi seigla og óbilandi trú í leikmönnum íslenska landsliðsins.Við spilum alltaf með bensínið í botni.“ Handbolti 4.1.2013 06:49 Landsliðsfólkið eyðir klukkutíma með krökkunum á morgun Íslensku handboltalandsliðin hafa verið í sviðsljósinu á árinu 2012 og tóku saman þátt í þremur stórmótum. Karlarnir eru á leið á HM á Spáni í upphafi næsta árs en voru á Ólympíuleikunum í London í ágúst og á EM í Serbíu í janúar. Konurnar eru nýkomnar heim frá EM í Serbíu. Handbolti 28.12.2012 16:57 Hemmi Hreiðars tekur fram handboltaskóna Ansi hreint athyglisverður leikur fer fram í sextán liða úrslitum Símabikars karla í handbolta í Vestamannaeyjum annað kvöld. Þá mætast A-lið og B-lið ÍBV. Handbolti 20.12.2012 10:06 Kanna líkamsástand efnilegustu handboltakvenna landsins Landsliðsþjálfarar 17 og 19 ára liða kvenna í handbolta ætla að kalla á leikmenn sína í próf fyrir jólin. Þessi próf eiga þó ekkert skylt við skólanámið því ætlunin er að kanna líkamsástand stelpnanna. Handbolti 19.12.2012 14:04 Stelpurnar höfðu heppnina með sér og mæta Tékklandi í umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti á móti Tékklandi í umspilinu um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári en dregið var í Belgrad í hádeginu. Ísland var í neðri styrkleikaflokknum þar sem að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því var alltaf ljóst að liðið myndi fá sterka mótherja í umspilinu. Handbolti 16.12.2012 12:33 « ‹ 56 57 58 59 60 61 62 63 64 … 123 ›
Aron P.: Erfitt að leika gegn þessu tekníska liði "Þeir eru mjög erfiðir viðureignar, það verður að segjast og þeir spila skemmtilegan bolta. Þeir eru ekki stærstir og sterkastir en eru gríðarlega teknískir en við náðum að halda haus í 60 mínútur og það þarf gegn svona liði. Við náðum að keyra hraðann upp í seinni hálfleik og það gerði gæfu muninn,“ sagði Aron Pálmarsson sem skoraði 9 mörk fyrir Ísland gegn Slóveníu í dag. Handbolti 7.4.2013 19:36
Guðjón Valur: Tapaður bolti var eins og sjálfsmark "Þetta var mjög sætur sigur og gríðarlega erfiður. Við vorum að spila við ótrúlega gott lið sem skiptir mjög mikið og spilar mismunandi kerfi eftir því hvaða leikmaður er inni á og þeir fengu hörku skyttu inn í hópinn í dag sem við áttum í erfiðleikum með,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði 13 mörk fyrir Ísland gegn Slóveníu í dag. Handbolti 7.4.2013 19:34
Alexander: Gleymi verkjunum fyrir framan fulla höll "Það skiptir ekki máli þó sigurmarkið hafi ekki verið mitt fallegasta. Ég náði ekki að nota kraftinn en mark er mark . Tvö stig og sigur það skiptir öllu,“ sagði Alexander Petersson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Slóveníu í kvöld. Handbolti 7.4.2013 18:50
Sverre: Unnum á góðri sókn "Þetta var hrikalega erfiður leikur eins og úti líka. Þetta spilaðist mjög svipað og úti. Við áttum í erfiðleikum gegn þeim en klárum þetta á síðustu metrunum. Það sýnir ákveðinn styrk okkar megin. Þetta var hrikalega sætt gegn sterku liði. Ég er mjög glaður með að ná fjórum stigum á móti þeim,“ sagði Sverre Jakobsson sem stóð í ströngu í vörn Íslands í dag. Handbolti 7.4.2013 18:50
Snorri Steinn: Styrkur að vinna þá tvisvar án þess að vera ánægður með leik sinn "Þetta var alvöru leikur. Slóvenar eru með frábært lið eins og þeir sýndu í janúar. Við vorum lengi í gang og komumst kannski aldrei almennilega í gang,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn í dag. Handbolti 7.4.2013 18:48
Ísland á EM eftir frábæran sigur Ísland tryggði sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári með hreint stórkostlegum sigri á sterku liði Slóvena, 35-34, í Laugardalshöllinni í dag. Handbolti 5.4.2013 16:47
Aron: Óþolandi vinnubrögð hjá Wetzlar Vísir fylgdist með blaðamannafundi HSÍ í beinni textalýsingu. Tilefnið var leikur Íslands og Slóveníu í Laugardalshöllinni á sunnudag. Handbolti 5.4.2013 12:40
Datt næstum því úr sófanum þegar ég sá Kára spila Wetzlar hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við íslenska landsliðslínumanninn Kára Kristjánsson eftir að Kári lék með íslenska landsliðinu í Slóveníu í gær. Félagið vissi ekki betur en að Kári væri í veikindaleyfi heima á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu HSG Wetzlar. Handbolti 4.4.2013 16:43
Alexander enn í miklu basli með öxlina Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið talsvert púsluspil að velja íslenska landsliðshópinn fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Handbolti 27.3.2013 16:23
ÍBV harmar mistök Aðalstjórn ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök eru hörmuð vegna komu erlendra leikmanna til félagsins. Handbolti 26.3.2013 20:38
Tókum okkur í gegn Ísland vann tvo frábæra sigra á sterku liði Svía í æfingaleikjum í Austurbergi um helgina. Rakel Dögg Bragadóttir segir að það hafi verið mikið afrek að vinna báða leikina. "Liðið endurheimti neista sem vantaði á EM í Serbíu,“ sagði hún. Handbolti 25.3.2013 22:08
Bikarúrslitaleikjaárið mikla í Garðabæ Stjörnumenn fóru í bikarúrslitaleik karla í blaki um helgina og náði félagið því þar með einstakri fernu. Á síðustu sjö mánuðum hefur Stjarnan átt karlalið í bikarúrslitum í fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki. Sport 25.3.2013 14:02
Vilji til að breyta reglunum HSÍ og KSÍ vilja fara að fordæmi KKÍ og breyta reglugerð um félagaskipti. Erlendir knattspyrnumenn og handboltamenn geta í dag spilað með liðum hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Sport 17.3.2013 23:27
ÍR-ingar fóru með bikarinn í Breiðholtslaug "Að sjálfsögðu fórum við í sund,“ sagði Runólfur Sveinsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í samtali við Vísi í morgun. Handbolti 11.3.2013 14:23
Hefðin með Fram þó Valur eigi titil að verja Fjórða árið í röð verður það Fram eða Valur sem verður bikarmeistari kvenna í handbolta því liðin mætast í úrslitum Síma bikarsins í dag klukkan 16:00. Þetta er jafnframt í þriðja skiptið á fjórum árum sem liðin mætast í úrslitum. Handbolti 9.3.2013 22:25
ÍR mun sigurstranglegra þó hefðin sé með Stjörnunni ÍR og Stjarnan mætast í úrslitum Síma bikars karla í handbolta í dag klukkan 13:30 í Laugardalshöll. Flestir búast við því að ÍR sem leikur í N1 deild karla eigi að vinna Stjörnuna sem leikur í 1. deild nokkuð örugglega. Handbolti 9.3.2013 22:54
Fram vann öruggan sigur á Stjörnunni Fram vann góðan sigur, 34-27, á Stjörnunni í N1-deild kvenna í handknattleik en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Handbolti 16.2.2013 18:52
HK vann fimm marka sigur á Haukum HK vann frábæran sigur á Haukum, 26-21, í dag en leikurinn fór fram í Ásvöllum í N1-deild kvenna í handknattleik. Handbolti 16.2.2013 18:10
Selfoss í undanúrslit bikarsins Selfoss er komið áfram í undanúrslit Símabikarkeppni karla eftir sigur á ÍBV í fjórðungsúrslitunum í kvöld, 27-23. Handbolti 13.2.2013 21:22
Stjarnan í undanúrslit bikarsins Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Símabikars karla í handbolta. Liðið vann fimm marka sigur á Þrótti í 8-liða úrslitum, 27-22. Handbolti 11.2.2013 21:36
Fyrirhafnalítið hjá Eyjakonum ÍBV vann fimmtán marka sigur á Aftureldingu í lokaleik 16-liða úrslita Símabikarkeppni kvenna í handbolta. Handbolti 25.1.2013 21:33
Grótta lagði Hauka í bikarnum Grótta er komið áfram í fjórðungsúrslit Símabikars kvenna eftir sigur á Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 24-22. Handbolti 22.1.2013 21:36
Strákarnir unnu Norðmenn aftur Íslenska 16 ára landsliðið í handbolta vann 32-31 sigur á Norðmönnum í æfingaleik í Austurbergi í dag en íslensku strákarnir hafa þar með unnið tvo leiki af þremur á móti norska liðinu. Handbolti 5.1.2013 17:58
16 ára strákarnir lögðu Norðmenn Drengjalandslið Íslands í handbolta vann þriggja marka sigur á Norðmönnum í fyrsta æfingaleik þjóðanna í Austurbergi í kvöld. Handbolti 4.1.2013 22:00
Landsliðsstrákar framtíðarinnar spila þrjá leiki við Norðmenn Íslenska sextán ára landslið karla í handbolta verður í sviðsljósinu um helgina þegar liðið spilar þrjá æfingaleiki við Norðmenn og fara þeir allir fram í Austurbergi í Efra-Breiðholti. Handbolti 4.1.2013 10:09
HM 2013: Spilum alltaf með bensínið í botni Þorsteinn J. spjallar við Dag Sigurðsson þjálfara Fücshe Berlin í Max-Schmeling höllinni í Berlín. Dagur segir karakter íslenska landsliðsins sé á heimsmælikvarða. "Þetta er það sem talað er um hér í Þýskalandi, þessi seigla og óbilandi trú í leikmönnum íslenska landsliðsins.Við spilum alltaf með bensínið í botni.“ Handbolti 4.1.2013 06:49
Landsliðsfólkið eyðir klukkutíma með krökkunum á morgun Íslensku handboltalandsliðin hafa verið í sviðsljósinu á árinu 2012 og tóku saman þátt í þremur stórmótum. Karlarnir eru á leið á HM á Spáni í upphafi næsta árs en voru á Ólympíuleikunum í London í ágúst og á EM í Serbíu í janúar. Konurnar eru nýkomnar heim frá EM í Serbíu. Handbolti 28.12.2012 16:57
Hemmi Hreiðars tekur fram handboltaskóna Ansi hreint athyglisverður leikur fer fram í sextán liða úrslitum Símabikars karla í handbolta í Vestamannaeyjum annað kvöld. Þá mætast A-lið og B-lið ÍBV. Handbolti 20.12.2012 10:06
Kanna líkamsástand efnilegustu handboltakvenna landsins Landsliðsþjálfarar 17 og 19 ára liða kvenna í handbolta ætla að kalla á leikmenn sína í próf fyrir jólin. Þessi próf eiga þó ekkert skylt við skólanámið því ætlunin er að kanna líkamsástand stelpnanna. Handbolti 19.12.2012 14:04
Stelpurnar höfðu heppnina með sér og mæta Tékklandi í umspilinu Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti á móti Tékklandi í umspilinu um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári en dregið var í Belgrad í hádeginu. Ísland var í neðri styrkleikaflokknum þar sem að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því var alltaf ljóst að liðið myndi fá sterka mótherja í umspilinu. Handbolti 16.12.2012 12:33