
Íslenski handboltinn

Fram Reykjavíkurmeistari karla og kvenna
Fram varð í dag Reykjavíkurmeistari í handbolta, bæði í karla- og kvennaflokki. Lokaumferð mótsins fór fram í Laugardalshöll í dag.

Gústaf Adolf aðstoðar Ágúst
Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Gústaf Adolf Björnsson sem aðstoðarþjálfara Ágústs Jóhannssonar hjá A-landsliðið kvenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu í dag.

Eru KSÍ og HSÍ að rífast um Birnu Berg?
Birna Berg Haraldsdóttir hefur verið valin í tvö landslið í sitthvorri boltagreininni og í verkefni sem rekast á. Ágúst Þór Jóhannsson A-landsliðsþjálfari í handbolta valdi hana í liðið sitt fyrir æfingamót í Póllandi sem fer fram 23. til 25. september í Póllandi en áður hafi Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, valið hana í hópinn sem leikur í undankeppni EM hér á landi 17. til 22. september.

Dagný Skúladóttir valin á ný í kvennalandsliðið í handbolta
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í æfingarmóti í Póllandi helgina 23.-25. September. Liðið leikur þar við Holland, Pólland og Tékkland og er leikið í borginni Chorzow.

Afturelding vann nauman sigur á Víkingi
Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti karla í kvöld. Afturelding vann nauman sigur á Víkingum en Framarar lentu ekki í teljandi vandræðum með ÍR.

Stelpurnar okkar spila seint á kvöldin á HM í Brasilíu
Alþjóðahandboltasambandið er búið að gefa út leikjaplanið fyrir HM kvenna í Brasilíu sem fer fram í desember næstkomandi en íslensku stelpurnar eru nú með á heimsmeistaramóti fyrst íslenskra kvennalandsliðs.

Guif vann alla leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu
Eskilstuna Guif, lið Kristján Andréssonar, vann alla þrjá leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem lauk í dag. Guif vann öruggan níu marka sigur á Val, 34-25, í lokaleik sínum en hafði áður unnið bæði FH (31-27) og Hauka (24-21). Haukar urðu í öðru sæti á mótinu eftir 26-20 sigur á FH í hreinum úrslitaleik um annað sætið í dag en Valsmenn töpuðu öllum leikjum sínum og ráku lestina.

Kristján Andrésson kemur með lið sitt Guif á Hafnarfjarðarmótið
Hið árlega Hafnarfjarðarmót fer fram 18. ágúst til 20. ágúst. Fjögur lið taka þátt í mótinu eins og undanfarin ár og eru þau: FH, Haukar, Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Einnig leikur bróðir Kristjáns, miðjumaðurinn Haukar Andrésson með liðinu.

Haraldur og Kristján til Stjörnunnar
Handknattleiksmennirnir Haraldur Þorvarðarson og Kristján Svan Kristjánsson hafa gengið frá samningum við Stjörnuna og leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Haraldur leikur á línunni og Kristján Svan í hægra horninu.

Logi leggur skóna á hilluna
Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Samningur við Ágúst í höfn - verður með stelpurnar til 2013
Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta til ársins 2013 en Handknattleikssamband Íslands hefur á undanförnum vikum verið í samningaviðræðum við Ágúst Jóhannsson um áframhaldandi samstarf er varðar þjálfun kvennalandsliðs Íslands.

Íslandsmótið í strandhandbolta fer fram um helgina
Hið árlega Íslandsmót í strandhandbolta fer fram í Nauthólsvík á laugardag. Um 200 keppendur taka þátt í mótinu líkt og áður.

Arnar tekur við af Sebastian á Selfossi
Arnar Gunnarsson mun þjálfa meistaraflokk karla og 2.flokk karla hjá Selfossi næstu tvö árin en liðið féll úr N1 deildinni síðasta vetur. Arnar tekur við af Sebastian Alexanderssyni sem hefur verið með liðið undanfarin ár.

HK hlaut gullverðlaun á Partille Cup í Svíþjóð
HK-drengir fæddir árið 1998 hlutu gullverðlaun á Partille Cup handknattleiksmótinu sem lauk í Gautaborg um síðustu helgi. HK vann stórsigur á IFK Kristianstad í úrslitaleik 19-9. Mótið er það fjölmennasta sinnar tegundar í heiminum.

Ólafur Guðmundsson lánaður til Nordsjælland
Handknattleikskappinn Ólafur Guðmundsson hefur verið lánaður til danska félagsins Nordsjælland og leikur með liðinu á næsta tímabili. Ólafur er samningsbundinn dönsku meisturunum AG Kaupmannahöfn.

Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK
Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu.

Piltalandsliðið tapaði gegn Belgíu
Íslenska landsliðið í handknattleik karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði gegn Belgíu 20-14 í lokaleik riðlakeppninnar á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í dag. Tapið þýðir að íslensku piltarnir komast ekki upp úr riðlinum og spila um 9-15. sætið á mótinu.

Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK
Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu.

U19 landslið Íslands steinlá gegn Hollandi
Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri beið lægri hlut 20-12 gegn Hollendingum á Opna Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Gautaborg. Íslenska liðið leiddi í hálfleik 9-7.

Afturelding og KA/Þór á ný með kvennalið í handboltanum
Tvö ný lið koma inn í N1 deild kvenna í handknattleik á næsta tímabili. Afturelding og KA/Þór koma inn í deildina á nýjan leik eftir árs fjarveru. Fjórtán karlalið eru skráð til leiks og 11 kvennalið.

Aron Pálmarsson spilar aftur með FH
Stórskyttan Aron Pálmarsson mun klæðast FH-treyjunni á nýjan leik á föstudagskvöld þegar Íslandsmeistararnir mæta U-19 ára landsliði Íslands í æfingaleik. Leikurinn verður einnig kveðjuleikur Ólafs Guðmundssonar með FH en hann heldur á næstunni til Danmerkur þar sem hann mun spila með AG Kaupmannahöfn.

Löngu og ströngu tímabili hjá Gumma lauk með stórsigri - myndir
Það hefur verið nóg að gera hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara íslenska handboltalandsliðsins á þessu tímabili því auk þess að þjálfa íslenska landsliðið þá hefur hann staðið í ströngu með þýska liðinu Rhein Neckar Löwen.

Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir
Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggði sér annað sætið í riðlinum.

Guðjón: Erum öruggir með okkur í þessari höll
„Það gekk flest upp það sem við lögðum upp með í leiknum í dag,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríki og í leiðinni miða á Evrópumótið í Serbíu.

Björgvin: Gaman að geta glatt þjóðina í janúar
„Þetta er frábær tilfinning því það er ekkert sjálfgefinn hlutur að komast inn á stórmót,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu árið 2012.

Róbert: Alltaf jafn gaman að spila svona leiki
„Tilfinningin breytist aldrei, þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Róbert Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríkismönnum í síðasta leik riðilsins.

Guðmundur: Við slóum varla feilnótu í leiknum
"Liðið spilaði frábærlega á öllum sviðum hér í dag og ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir frækinn 15 marka sigur á Austurríkismönnum.

Sverre: Þeir áttu aldrei séns
"Við vorum vel stemmdir fyrir þessum leik,“ sagði Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári.

Arnór: 2012 verður stórt ár
„Við erum auðvita alveg himinlifandi,“ sagði Arnór Atlason, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 15 marka sigur gegn Austurríkismönnum í Laugardalshöll í dag.

Hreiðar Levý er genginn til liðs við Nøtterøy
Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Nøtterøy en samningurinn er til eins árs.