Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Handboltaveisla í Höllinni á Akureyri í dag og á morgun

Eitt af sterkustu æfingamótum haustsins í handboltanum verður á Akureyri um helgina. Norðlenska er bakhjarl mótsins sem nefnist fyrir vikið Opna Norðlenska en mörg bestu liðanna hafa ákveðið að keppa frekar á þessu móti en Opna Reykjavíkurmótinu sem fram fer sömu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Góður sigur Valskvenna í Evrópukeppninni

Valur vann mikilvægan sigur á Luventa frá Slóvakíu í forkeppni EHF-bikarkeppni kvenna á Hlíðarenda í kvöld, 26-21. Valskonur leiddu leikinn frá fyrstu mínútu og náðu góðri forystu snemma leiks. Staðan í hálfleik var 14-7 fyrir heimastúlkur.

Sport
Fréttamynd

Arion banki styrkir strákana okkar

Arion banki og Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, undirrituðu nýlega samning um áframhaldandi samstarf þar sem Arion banki er nú sem áður einn af aðalbakhjörlum HSÍ. Ekki er gefið upp hversu hár styrkur bankans er til HSÍ.

Handbolti
Fréttamynd

HM í handbolta á Stöð 2 Sport

Undirritaðir hafa verið samningar um sýningu næstu tveggja heimsmeistaramóta í handbolta á Stöð 2 Sport. Næsta mót verður í Svíþjóð, en íslenska landsliðið mun verða þar í eldlínunni eins og landsmönnum er kunnugt.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Svakalegur milliriðlinn er lykillinn að árangri

Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland í efsta styrkleikaflokki á HM

Frábær árangur íslenska karlalandsliðsins á síðustu mótum hefur séð til þess að Ísland verður í efsta styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir HM föstudaginn 9. júlí.

Handbolti
Fréttamynd

Ásgeir og Ingimundur ekki með gegn Brasilíu í kvöld

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Ingimundur Ingimundarson munu ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta í kvöld þegar liðið mætir Brasilíu í æfingalandsleik í Balneário Camboriú í Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 23.00 að íslenskum tíma.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Pálmarsson fer ekki með til Brasilíu

Aron Pálmarsson fer ekki með íslenska landsliðinu til Brasilíu og er enn einn sterkur leikmaður sem dettur út úr íslenska hópnum. Ástæðan eru meiðsli en þetta kom fyrst fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingurinn í danska landsliðinu

Hans Óttar Tómasson er ef til vill ekki nafn sem margir þekkja. Enda er hann betur þekktur sem Hans Lindberg og hann er einn besti handknattleiksmaður heims. Hann er lykilmaður í danska landsliðinu og hjá þýska stórliðinu HSV Hamburg.

Handbolti
Fréttamynd

Þeir ungu undirbúnir fyrir HM í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í handbolta spilar næstu leiki sína á heldur framandi slóðum. Liðið leggur upp í 20 klukkustunda ferðalag til Brasilíu þar sem það leikur tvo æfingaleiki í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Pálmar: Ég er æsti og spennti gaurinn

Pálmari Péturssyni var sagt að fá sér frí í vinnunni og pakka ofan í tösku á fimmtudagskvöldið, hann væri á leiðinni til Brasilíu að spila sína fyrstu A-landsleiki. "Ég á þrjá leiki með B-liðinu en þetta verða fyrsti alvöru leikirnir," sagði Pálmar við Fréttablaðið í gærkvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Guðmundur: Spiluðum vel í 50 mínútur

„Við spiluðum mjög vel í 50 mínútur en gerðum okkur seka um mistök í vörn og sókn á tíu mínútna kafla og það gerði útslagið í þessum leik,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 28-29 tap Íslands gegn Dönum í gærkvöldi.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre vildi sigur í brúðkaupsgjöf

„Það hefði verið skemmtilegra að gera jafntefli í þessum leik og samkvæmt sögunni átti þessi leikur að enda þannig,“ sagði Sverre Jakobsson eftir tap Íslands gegn Dönum 28-29 í Laugardalshöllinni í gærkvöld.

Handbolti