
Íslenski handboltinn

Arnar Pétursson ráðinn þjálfari ÍBV - Svavar fer yfir á kvennaliðið
Eyjamenn hafa ákveðið að breyta um þjálfara á handboltaliði sínu. Arnar Pétursson, leikmaður karlaliðs ÍBV í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Hann tekur við af Svavari Vignissyni sem hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafrétta.

Bjarki ráðinn þjálfari ÍR
Bjarki Sigurðsson var í kvöld ráðinn þjálfari 1. deildarliðs ÍR í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.

Júlíus búinn að velja kvennalandsliðið
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings vegna síðustu leikja liðsins í undankeppni EM.

Afturelding í úrslit umspilsins
Afturelding tryggði sér í dag sæti í úrslitum umspilskeppninar um sæti í N1-deild karla.

HSÍ tapaði rúmum 23 milljónum á síðasta rekstrarári
Ársþing HSÍ var haldið í dag en á því var Knútur G. Hauksson endurkjörinn formaður sambandsins. Þá var einnig gert upp síðasta rekstrarár í tölum.

Hrafnhildur: Mjög góð stemning í liðinu
„Þetta var svipað og við mátti búast en við áttum bara að vera löngu búnar að klára þetta í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að vera svona tíu til tólf mörkum yfir í hálfleik miðað við hvernig leikurinn spilaðist,” sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, eftir nauman sigur 20-19 gegn Fram í fyrstu viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu í N1-deild kvenna í handbolta.

Ólafur: Ætlum að vinna þá á morgun
„Þetta var mjög jákvæður leikur. Það var mikilvægt að ná muninum í fimm mörk fyrir hlé. Svo héldum við áfram að mjatla í síðari hálfleik," sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði eftir jafnteflisleikinn gegn Frökkum í Höllinni í kvöld.

Umfjöllun: Frábær endurkoma hjá strákunum okkar
Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar.

Tuttugasti leikur ríkjandi heimsmeistara í Höllinni
Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir mæta Heims- Ólympíu og Evrópumeisturum Frakka í Laugardalshöllinni. Það er uppselt á leikinn sem hefst klukkan 20.15 og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Guðmundur: Erum að mæta einu besta liði sögunnar
Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00.

Undankeppni EM hjá U-20 ára liðunum í uppnámi
Undankeppni EM U-20 ára liða sem átti að fara fram hér á landi um helgina er í uppnámi vegna röskunar á flugsamgöngum.

Undankeppni EM: Ísland með Austurríki og Þýskalandi
Í morgun var dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumótsins í handbolta. Evrópumótið 2012 verður haldið í Serbíu.

Búið að velja U-20 ára landsliðið
Það er ekki bara A-landslið karla í handbolta sem verður á ferðinni um næstu helgi því U-20 ára landsliðið verður að spila samhliða leikjum Íslands og Frakklands.

Frakkahópurinn valinn - Aron eini nýliðinn
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Frökkum sem fara fram 16. og 17. apríl.

Geir: Þetta er enn í okkar höndum
Gróttu tókst ekki að tryggja sæti sitt í í deildinni í næst síðustu umferð þar sem liðið tapaði á heimavelli fyrir Fram. Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að Safamýrarliðið hefði einfaldlega verið betra.

Hanna Guðrún með 31 mark í sigrunum tveimur á Bretum
Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór heldur betur á kostum í tveimur leikjum íslenska kvennalandsliðsins á móti Bretum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta.

Tuttugu marka sigur á Bretum
Hann var afar ójafn leikur kvennaliða Íslands og Bretlands í undankeppni EM í handbolta í dag. Ísland vann yfirburðasigur, 40-20.

Stelpurnar völtuðu yfir Breta
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann öruggan sigur á Bretum, 16-27, þegar liðin mættust í London í kvöld.

Von Viggó og ÍR-liðsins gæti dáið í Víkinni í kvöld
Víkingur og ÍR mætast í kvöld í 1. deild karla í handbolta í Víkinni en lærisveinar Viggós Sigurðssonar í ÍR verða að vinna ætli þeir sér að komast í úrslitakeppnina um sæti í N1 deild karla. Víkingar geta tryggt sér sæti í úrslitkeppninni með jafntefli.

Erna fór með til Bretlands - Ásta Birna meidd
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari A-liðs kvenna, þurfti að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Bretlandi í London á morgun.

Allar helstu stjörnur Frakka mæta í Laugardalshöllina
Claude Onesta, þjálfari Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í handbolta hefur valið 18 manna hóp fyrir vináttulandsleikina á móti Íslandi í Laugardalhöllinni 16. og 17. apríl.

Framkonur unnu fyrri leikinn í Makedóníu með þremur mörkum
Bikarmeistarar Fram eru í ágætum málum eftir fyrri leik sinn á móti Metalurg frá Makedóníu í Áskoraendakeppni Evrópu. Framkonur unnu 29-26 sigur í leik liðanna í Makedóníu í dag þar sem Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í markinu og varði 24 skot.

Frakkaleikirnir fara ekki fram í Egilshöllinni
Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill.

Ekkert athugavert við dómgæsluna í Framleiknum í Slóvakíu
Kæra Framara vegna fram slóvensku dómurunum Darko Repensiek og Janko Pozenznik vegna dómgæslu þeirra í viðureignum Fram og Tatran Presov í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla í október hefur verið tekin fyrir og þótti ekkert athugavert við frammistöðu dómara leiksins.

Aron búinn að skrifa undir hjá Hannover Burgdorf
Aron Kristjánsson er búinn að semja við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover-Burgdorf en það var tilkynnt á vef félagsins í kvöld að hann væri búinn að gera tveggja ára samning við liðið.

Topplið Vals mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar
Topplið Vals og Íslandsmeistarar Stjörnunnar drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna en dregið var í beinni útsendingu í EM-stofunni í Sjónvarpinu nú rétt áðan. Fram heimsækir FH annað árið í röð í hinum leiknum en FH sló Fram út úr bikarnum í fyrra.

Stjarnan vann Hauka eftir tvær framlengingar
Stjörnukonur eru komnar í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir 34-32 sigur á Haukum í tvíframlengdum leik í Mýrinni í kvöld. Stjarnan verður því pottinum þegar dregið verður á morgun ásamt Val, Fram og FH sem komust einnig áfram í bikarnum í kvöld.

Dregið í undanúrslit bikarins í hálfleik í Höllinni í kvöld
Í kvöld kemur það í ljós hvaða lið mætast í undanúrslitum Eimskips bikarsins í handbolta en það verður dregið í hálfleik á leik Íslands og Portúgal sem hefst klukkan 20.15 og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Ólafur: Var búinn að gleyma að ég hefði gert eitthvað í maí
Ólafur Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins í fjórða sinn í kvöld og bauð að venju upp á athyglisvert og skemmtilegt viðtal við sjónvarpsmennina Hjört Júlíus Hjartarson og Adolf Inga Erlingsson.

Í tíunda skipti sem handboltamaður er Íþróttamaður ársins
Handboltamaður var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins í tíunda skiptið í 54 ára sögu kjörs Samtaka Íþróttafréttamanna. Nýkrýndur Íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, var að hljóta þessi verðlaun í fjórða skiptið á ferlinum og er eini handboltamaðurinn sem hefur hlotið þau oftar en einu sinni.