Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 21:43 Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar. Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.
Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50