Tækni

Fréttamynd

15 þúsund gestir á Tækni og vit 2007

Alls heimsóttu um 15 þúsund gestir stórsýninguna Tækni og vit 2007 sem lauk á sunnudag. Þar með voru um þúsund gestir viðstaddir opnun sýningarinnar. Athyglisverðasta vara sýningarinnar voru valin rafræn skilríki sem kynnt voru á vegum Auðkennis, Landsbankans og fjármálaráðuneytisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjónvarpsrás þar sem þú ert dagskrárstjóri og framleiðandi

Sjónvarpsrás sem hefur enga eiginlega dagskrárliði - Current TV - er nú að ryðja sér til rúms í Bretlandi. Sjónvarpsrásin nýtur sívaxandi vinsælda í Bandaríkjunum en Al Gore, fyrrverandi varaforseti er einn stofnenda stöðvarinnar. Í stað þess að sjónvarpa hefðbundnum framleiddum sjónvarpsþáttum og fréttum reiðir rásin sig á þátttöku áhorfenda og myndskeið sem þeir senda inn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úthluta tíðni fyrir þriðju kynslóð farsíma

Þrjú fjarskiptafyrirtæki uppfylla skilyrði fyrir uppbyggingu þriðju kynslóðar í farsímatækni á Íslandi. Tilboð voru opnuð frá fjarskiptafélaginu Nova, fjarskiptafélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Símanum og Vodafone hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan 11 í morgun. Stofnunin áætlar að úthluta tíðnileyfum fyrir 1. apríl næstkomandi. Þriðja kynslóð farsíma býður upp á meiri möguleika í gagnaflutningum en GSM-símar hafa hingað til. Með tilkomu þriðju kynslóðar farsíma munu GSM-símar fara að líkjast litlum fartölvum með miklum möguleikum til samskipta, upplýsingamiðlunar og afþreyingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Industria eitt framsæknasta fyrirtæki Evrópu

Fyrirtækið Industria er meðal 50 framsæknustu fyrirtækja Evrópu að mati CNBC European Buissnes viðskiptatímaritsins. Í umsögn dómnefndar er Indrustia sagt „geta reynst eitt mikilvægasta fyrirtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjónvarpið í símann hjá Vodafone

Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýningin Tækni og vit opnuð í dag

Stórsýningin Tækni og vit 2007 verður formlega opnuð í Fífunni í Kópavogi síðdegis í dag. Þetta er stærsta fagsýning tækni- og þekkingariðnaðarins sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði. Geir H. Haarde forsætisráðherra setur sýninguna við hátíðlega athöfn en hún opnar fyrir gestum klukkan 18:00.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tölvunotkun mest á Íslandi

Tölvunotkun og aðgangur að interneti er mest á Íslandi miðað við aðildarlönd Evrópusambandsins og nýta Íslendingar sér tæknina í mun meira mæli en þeir. Níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 16-74 ára notuðu tölvu árið 2006, og 88 prósent þeirra notuðu internetið. Á sama tíma notuðu 61 prósent íbúa Evrópusambandsins tölvu og rúmur helmingur þarlendra heimila hafði aðgang að interneti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tyrkir loka YouTube

Tyrkneskir dómstólar hafa úrskurðað að lokað skuli á aðgang að vefmyndbandaveitunni YouTube vegna þess að þar er að finna móðgandi myndbrot við landsföðurinn Kemal Ataturk. Nú þegar tyrkneskir netnotendur reyna að fara inn á síðuna mætir þeim ekkert annað en skilaboð frá yfirvaldinu um að síðan sé lokuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

NASA vantar fjármagn

Fulltrúar Geimsferðarstofnunar Bandaríkjanna, Nasa, segja stofnunina vanta fjármagn til að rannsaka alla þá loftsteina og halastjörnur sem Jörðinni kann að stafa ógn af. Talið er að um 20,000 hluti sé að finna í sólkerfi okkar sem kunna að nálgast Jörðina í framtíðinni. Ætlun Nasa er að finna og rannsaka 90 prósent þeirra fyrir árið 2020. Í skýrslu sem Nasa lét vinna kemur fram að kostnaðurinn við þá vinnu yrði um einn milljarður bandaríkjadala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ofurleiðni er næsta skrefið

Hraðlestir sem snerta ekki jörðina, ofurrafgeymar og enn öflugri og kröftugri tölvur eru skammt undan. Efni sem nefnast háhita ofurleiðarar munu gera allt þetta að veruleika í framtíðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

BBC og YouTube í eina sæng

BBC og YouTube hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að YouTube býður nú myndskeið frá þremur sjónvarpsrásum BBC. Þá verður hægt að sjá viðtöl BBC við „fræga fólkið“, fréttir og eitthvað skemmtiefni. BBC mun að líkindum sjálft sjá um að hýsa myndskeiðin, en þeim verður veitt á síðu YouTube eins og öðrum myndskeiðum sem þar má sjá.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lenovo innkallar rafhlöður

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar skrefi á undan

Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft læra af Google

Það var velgengni Google sem opnaði augu Microsoft fyrir þeim gríðarlegu fjármunum sem eru í húfi þegar kemur að auglýsingum á internetinu. Þetta sagði einn helsti hugbúnaðarhönnuður Microsoft á ráðstefnu í dag. Microsoft ætlar sér stóraukna markaðshlutdeild á vefnum á næstu árum en hingað til hefur meginþorri tekna fyrirtækisins komið í gegnum sölu á Windows-stýrikerfinu og skrifstofuhugbúnaði á borð við Word og Ecxel.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fresta útkomu Apple-TV

Raftækja- og tölvurisinn Apple hefur ákveðið að fresta útkomu nýs Apple-TV tengiboxs fyrir sjónvörp þar til um miðjan mars. Talsmaður fyrirtækisins segir ástæðuna vera að pökkun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og því þurfi að fresta útkomu Apple-TV um nokkra daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BitTorrent ætla að selja löglegt efni

Veffyrirtækið BitTorrent sem löngum hefur verið talið einn helsti óvinur Hollywood fyrir að hafa fundið upp torrent-skráaskiptastaðalinn hefur nú slegist í lið með kvikmyndaiðnaðinum og ætlar að fara að selja kvikmyndir og sjónvarpsþætti á vefsíðu sinni og dreifa þeim með torrent-tækninni. Einnig er ætlunin að selja tónlist og tölvuleiki á síðu BitTorrent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

IBM styðja ekki Linux frá Oracle

IBM-tölvuframleiðandinn segist ekki tilbúinn að tryggja að tölvur þeirra geti keyrt nýja útgáfu Linux-stýrikerfisins frá Oracle. Þetta þýðir að ef upp koma vandamál með keyrslu á nýja Linux á tölvum IBM er það vandamál Oracle, ekki IBM sagði talsmaður IBM í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Borgaði Apple fyrir iPhone nafnið?

Nú eru uppi kenningar um að Apple hafi borgað Cisco milljónir dala fyrir afnot af iPhone nafninu. Fyrirtækin hafa rifust um nafnið í nokkrar vikur þar til í dag að þau náðu samkomulagi um að Apple mætti nota nafnið. Cisco hefur notað iPhone sem vörumerki á internet símaþjónustu í nær sjö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Canon kynnir nýjar gerðir myndavéla

Canon kynntu í dag til sögunnar fimm nýjar gerðir af stafrænum myndavélum fyrir almenning. Þá kynntu þeir einnig nýja gerð af stafrænni vél fyrir atvinnumenn, 10.1 megapixla 1D Mark III D-SLR.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Risarnir saman á sviði

Steve Jobs forstjóri Apple og Bill Gates forstjóri Microsoft munu stíga saman á svið í vor á tækniráðstefnu sem haldin verður á vegum Wall Street Journal í Kaliforníu. Jobs og Gates hafa verið aðalleikarar á tölvuöld í meira en þrjátíu ár. Þeir munu saman fjalla um stafræna byltingu undanfarinna ára og framtíð tækninnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jobs og Gates stíga saman á svið en það gerðu þeir síðast á samskonar ráðstefnu fyrir tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afrita auðveldlega af Blue Ray og HD-DVD

Það er orðið alþekkt að eftir því sem framleiðendur DVD og geisladiska búa til betri afritunarvarnir finna tölvuþrjótar leiðir til að komast í kringum þær. Nú er þegar kominn í umferð lykill sem fer framhjá afritunarvörnum á bæði Blue-Ray og HD-DVD diskum, öllum. Áður þurfti sérstakan lykil fyrir hvern einstakan Blue-Ray eða HD-DVD disk.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google dæmdir fyrir höfundarréttarbrot

Google-fyrirtækið hefur verið dæmt fyrir brot á höfundarréttarlögum fyrir að hafa birt greinar og fyrirsagnir belgískra dagblaða án leyfis. Dómurinn gæti orðið til fordæmis um hvernig leitarvélar tengja á höfundarréttarvarið efni og fréttir á vefnum. Google ætla að áfrýja og segja þjónustu sína Google News algjörlega löglega. Belgíski dómarinn var þeim ekki sammála og sagði fyrirtækið endurvinna og birta efni án leyfis og slíkt væri höfundarréttarbrot.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupa tölvur vegna Vista

Sprenging hefur orðið í sölu á nýjum heimilistölvum eftir að Windows Vista kom út. Samkvæmt sölutölum í Bandaríkjunum jókst salan um heil 173% á milli vikna eftir að stýrikerfið nýja kom út í lok janúar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

YouTube að ganga af netinu dauðu?

Vefsíður á borð við YouTube gætu gengið af internetinu dauðu. Internetfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa ráðist í gríðarlegar fjárfestingar til að anna því stóraukna gagnamagni sem flæðir um internetið eftir að myndbandasíður á netinu öðluðust stórauknar vinsældir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Geta lesið hugsanir

Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella.

Erlent
Fréttamynd

Eltu vekjaraklukkuna

Nú er komin lausn fyrir þá sem aldrei vakna við vekjaraklukkuna á morgnanna. Þetta er vekjaraklukka sem ekki aðeins skapar svakalegan hávaða heldur rúllar hún af stað um leið og hún hringir. Sá sem sefur á sínu græna eyra þarf því að vakna og elta vekjaraklukkuna uppi til að slökkva á henni. Má þá gera ráð fyrir að flestir séu vaknaðir.

Viðskipti erlent