Nýjasti snjallsími Apple, iPhone 4S, fer í sölu í dag.
Sérfræðingar telja að þessi nýjasti snjallsími Apple muni seljast mun betur en forveri sinn, iPhone 4. Talið er að fjórar milljónir eintaka verði seld um helgina.
Útgáfa iPhone 4S markar þáttaskil í sögu fyrirtækisins en síminn er síðasta varan sem Jobs tók þátt í að hanna áður en hann lést.
Fyrstu dómar um símann eru afar jákvæðir.
Talið er að sala á iPhone 4S hér á landi hefjist á næstu vikum.
