Tækni

Í tilraunaflug hjá ESA
Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi.

Öryggismyndavél með símkorti
Hafin er sala á nýrri eftirlitsmyndavél frá Nokia sem sögð er geta hentað fyrir heimili og eins til að hafa auga með sumarbústöðum.
PFS vill skýringar á viðgerðartöf
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan.

Kvaðir lagðar á símafyrirtæki
Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt.

Öll heimili tengd árið 2011
Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir samning um að ljósleiðaravæðingu allra heimila borgarinnar ljúki árið 2011. Sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Akraneskaupstað og Seltjarnarnes.

Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE
Rannsókna- og háskólanet Íslands tengist ekki um FARICE sæstrenginn nýja og varð því ekki fyrir truflunum þegar samband rofnaði nýverið við Skotland. Verð gagnaflutninga um FARICE strenginn, sem stjórnvöld standa að, sætir gagnrýni.

Þrefaldur munur á boði og áætlun
Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað öllum tilboðum í lagningu ljósleiðara á Akranesi og Seltjarnarnesi þar sem þau voru langt yfir kostnaðaráætlunum fyrirtækisins. Stjórnarmaður í Orkuveitunni gagnrýnir fyrirtækið fyrir ranga áætlanagerð.

Allt falt á Netinu
Álfelgur undir bílinn, keramik-brennsluofn og iguana-eðla er meðal þess sem hægt er að kaupa í gegnum Netið þessa dagana. Margir af þessum auglýsingavefjum eru til þess gerðir að koma saman kaupendum og seljendum og því er lítið um að skattur eða önnur gjöld séu greidd af sölulaunum.

Útgáfufyrirtæki geta lögsótt
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að útgáfufyrirtæki geti höfðað mál gegn þeim fyrirtækjum sem hvetja viðskiptavini til að stela lögum og kvikmyndum af netinu.

100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands
Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði).

Netnotkun óvíða meiri
Rúm 80 prósent allra íslenskra heimila eru tengd internetinu og er það hlutfall það hæsta í gervallri Evrópu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Hagstofa Íslands hefur gert.

86% Íslendinga nota Netið daglega
Hlutfall heimila með nettengingu er hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. 88 prósent Íslendinga nota tölvu og 86 prósent nota Netið nær daglega.

GPRS-þjónusta hjá Og Vodafone
Og Vodafone hefur gert samning við Landssíma Íslands um GPRS-reikiþjónustu. GPRS er gagnflutningsþjónusta fyrir farsíma og gerir notendum kleift að miðla myndum, hreyfimyndum og gögnum. Einnig er hægt að vafra um á Netinu og sýsla með tölvupóst.

SMÁÍS fær verðlaun fyrir baráttu
Alheimssamtök Kvikmyndaframleiðenda veitti Samtökum myndrétthafa á Íslandi verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á síðasta ári. Verðlaunin voru veitt framkvæmdastjóra SMÁÍS við formlega athöfn á í Flórens á Ítalíu í síðustu viku. Verðlaun sem þessi eru veitt þeim löndum sem sýna framúrskarandi árangur gegn ólöglegri dreifingu myndefnis og er þetta í fyrsta sinn sem eitt af norrænu ríkjunum hlýtur þessi verðlaun.

Ísland dýrast í öllum flokkum
Íslenskir neytendur greiddu hæsta verð í Evrópu fyrir ADSL tengingar sínar á síðasta ári samkvæmt úttekt dönsku Tækni og fjarskiptastofnunarinnar. Greiddu Íslendingar rúmar sex þúsund krónur fyrir 512 kb/s áskrift á mánuði meðan Hollendingar, þar sem verðið var ódýrast, greiddu aðeins tæpar tvö þúsund krónur.

Lýðræði og frelsi bannorð í Kína
Kínverskir bloggarar fá skammir frá ritskoðurum ef þeir skrifa inn orð eins og „lýðræði“, „frelsi“ eða „mannréttindi“. Þeim er sagt að slíkt orðbragð sé bannað.

Barnakláms leitað hjá Íslendingi
Tölvubúnaður, disklingar og myndbönd eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um að þar sé að finna barnaklám. Eigandinn, 32 ára karlmaður, var handtekinn í gær og yfirheyrður. Europol stýrði aðgerðum gegn barnaklámhring í 13 löndum.

Síminn hættur sekúndumælingum
Póst- og fjarskiptastofnun vakti í gær athygli á breytingum sem Síminn hefur gert á tímamælingu símtala. Annan júní hætti fyrirtækið að innheimta gjöld samkvæmt sekúndumælingu í einstaklingsáskriftum farsíma.

Tölvuþrjótur laus gegn tryggingu
Gary McKinnon, 39 ára gamall Breti sem sakaður er um að hafa brotist inn í 53 tölvur Bandaríkjahers, varnarmálaráðuneytis og Varnarmálaskrifstofu Bandaríkjanna (Pentagon), auk Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar (NASA) á árunum 2001 og 2002, var í gær látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið dreginn fyrir dómara.

Varað við símasölu netfyrirtækis
Tölvu- og netþjónustan Snerpa varar fólk við símasölu frá erlendu netfyrirtæki. Í tilkynningu frá Snerpu segir að fyrirtækið hafi síðustu daga fengið ábendingar um símasöluherferð netfyrirtækisins þar sem hringjandinn segist vera að aðstoða við skráningu á nafni viðkomandi í lénaskrá.
Kínverjar ritskoða bloggsíður
Stjórnvöld í Kína hyggjast taka upp sérstakt eftirlit með bloggsíðum og umræðuvefjum. Opinberrar skráningar vefsíðna hefur lengi verið krafist í Kína. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu nú ákveðið að bloggsíður skyldu einnig lúta ríkisvaldi.

PC World verðlaunar Opera vafrann
Greint var frá því í gær að Opera netvafrinn hafi unnið til sérstakra verðlauna tölvutímaritsins PC World, annað árið í röð. Blaðið hampar þar nýjustu útgáfu vafrans, sem kallast Opera 8 og segir hann bæði aðlaðandi og haganlega sniðinn þar sem notagildi fengi að njóta sín.
Klámnetsíður endi á
Nú hillir undir að þeir sem halda úti erótískum síðum eða klámsíðum á netinu skái heimasvæði sín undir endingunni ".xxx".
365 og RÚV buðu í UHF-rásir
Tvö fyrirtæki, 365 ljósvakamiðlar og Ríkisútvarpið, sendu Póst- og fjarskiptastofnun tilboð í UHF-rásir fyrir dreifingu á stafrænu sjónvarpi út um allt land. Í útboði voru gerðar þær kröfur að dreifinet bjóðenda næðu að lágmarki til 40 sveitarfélaga innan árs frá úthlutun réttinda og til 98 prósenta heimila í landinu innan tveggja ára.

Æ fleiri heitir reitir hjá OgVodafone
Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á Heita reiti (Hot Spot), þráðlausa háhraða nettengingu, frá Og Vodafone. Um 50 veitinga- og kaffihús og ýmiss konar þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri hafa nú þegar tekið þjónustuna í notkun.
Viðgerð á ljósleiðara lokið um miðnætti
Gert er ráð fyrir að búið verði að tryggja net og símasamband viðskiptavina Og Vodafone í Mosfellsbæ upp úr miðnætti. Um svipað leyti verður búið að koma á DSL sambandi að nýju á Akranesi. Ljósleiðari var grafinn í sundur við tengivirki nærri Iðntæknistofnun um klukkan 20 sem hafði áhrif á net- og símasamband í Mosfellsbæ og DSL samband á Akranesi. Viðgerð hefur staðið yfir í kvöld og miðar vel áfram.

Gervigreindarsetur stofnað
Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind.

Safna undirskriftum gegn lögum
Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu.

Takmörk hjá Símanum og Vodafone
Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum.

90 prósent landsmanna eiga farsíma
Níu af hverjum tíu Íslendingum eiga farsíma. Hins vegar veit innan við fimmtungur þeirra hvað mínútan í farsímtali kostar og enn færri hvað það kostar á hringja á milli síma hjá farsímafyrirtækjunum tveimur, Símanum og Og Vodafone. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun í apríl.