Spænski boltinn Larsson fæst ekki til að vera áfram Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segist ásamt öllu starfsliði sínu hafa gert ótal árangurslausar tilraunir til að sannfæra sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um að vera eitt ár í viðbót í herbúðum liðsins, en Larsson ætlar sem kunnugt er að ganga í raðir Helsingborg í heimalandi sínu í sumar. Sport 21.3.2006 18:04 Eto'o ekki falur fyrir neina fjárhæð Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segir að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o sé ekki falur, sama hvaða fjárhæð verði boðin í leikmanninn. Sögusagnir herma að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í leikmanninn þegar liðin mættust í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum. Sport 19.3.2006 14:35 Barcelona jók forystuna á toppnum Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld og að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe. Sport 18.3.2006 21:33 Útilokar ekki að snúa aftur Vicente del Bosque, fyrrum stjóri Real Madrid, segist alls ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef sá möguleiki kæmi upp á borðið, en nú stendur leitin að næsta þjálfara félagsins sem hæst. Fel Bosque náði ágætum árangri með liðið á sínum tíma, en var engu að síður rekinn eftir að hafa gert liðið að spænskum meistara árið 2003. Sport 16.3.2006 16:13 Osasuna lagði Barcelona Spútniklið Osasuna vann góðan 2-1 sigur á Barcelona í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en Börsungar misstu tvö menn af velli með rauð spjöld í leiknum. Valdo og Punal skoruðu mörk Osasuna, en Henrik Larsson minnkaði muninn fyrir gestina, sem hafa þó enn 9 stiga forskot á toppi deildarinnar. Osasuna situr sem fyrr í fjórða sætinu. Sport 12.3.2006 22:15 Ronaldinho hefur engan áhuga á Chelsea Besti knattspyrnumaður í heimi, Ronaldinho, segist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea. Barcelona tekur á móti Englandsmeisturunum í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Sport 6.3.2006 00:21 Sevilla í 6. sætið Sevilla komst í dag í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2-1 sigri á Athletic Bilbao. Freddie Kanoute, fyrrverandi leikmaður West Ham skoraði sigurmark Sevilla en vandræði Bilbao halda áfram og er liðið í fallsæti eða þriðja neðsta sæti. Sport 5.3.2006 20:58 Barcelona heldur 10 stiga forystu á Spáni Barcelona og Real Madríd unnu bæði mótherja sína í spænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Barcelona lagði Deportivo La Coruña, 3-2 seint í gærkvöldi eftir að Real Madrid hafði lagt granna sína í Atletico, 2-1. Samuel Etoo skoraði sigurmark Börsunga á 61. mínútu. Sport 5.3.2006 14:08 Real Madrid vann nágrannaslaginn Real Madrid vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í nágrannaslagnum í spænska fótboltanum í kvöld. Liðið er nú í 2. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Barcelona sem mætir Deportivo kl 21 í kvöld. Antonio Cassano og Julio Baptista skoruðu mörk Real Madrid. Tveimur öðrum leikjum er lokið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Cadiz lagði Espanyol 2-0 og Villareal vann 3-2 sigur á Alaves. Sport 4.3.2006 21:05 Tveir stórleikir í beinni frá Spáni í kvöld 26. umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld. Klukkan 19 mætast grannaliðin í Madríd, Real og Atletico og verður sýndur beint á Sýn. Strax á eftir verður skipt yfir til Barcelona þar sem Barcelona mætir Deportivo La Coruna. Sport 4.3.2006 16:37 Borgarstjórinn í Zaragoza býður Eto´o í heimsókn Juan Alberto Belloch, borgarstjóri í Zaragoza á Spáni brást hinn versti við þegar hann heyrði að stuðningsmenn knattspyrnuliðsins þar í borg hefðu sýnt Samuel Eto´o hjá Barcelona kynþáttafordóma á leik liðanna um síðustu helgi. Belloch hefur því sent knattspyrnumanninum bréf og boðið honum í sérstaka heimsókn til borgarinnar. Sport 3.3.2006 17:34 Ronaldo settur út úr liðinu Brasilíski framherjinn Ronaldo verður ekki í leikmannahópi Real Madrid í grannaslag liðsins við Atletico Madrid um helgina og talið er að það sé að frumkvæði forseta félagsins sem hefur boðað nýja stefnu í leikmannamálum hjá félaginu. Sport 3.3.2006 16:38 Tiltekt í vændum hjá Real Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Sport 2.3.2006 19:25 Sainz sækist eftir forsetaembætti hjá Real Madrid Hinn fyrrum tvöfaldi heimsmeistari í rallakstri, Carlos Sainz, er alvarlega að íhuga að bjóða sig fram sem næsta forseta knattspyrnuliðs Real Madrid eftir að Florentino Perez sagði af sér á dögunum. Sport 1.3.2006 15:28 Englendingar taka vel á kynþáttafordómum Spænsku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa bent á að spænsk knattspyrnuyfirvöld ættu að taka sér ensku úrvalsdeildina til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka á kynþáttafordómum í deildarkeppninni á Spáni, en áhorfendur þar í landi voru enn í fréttunum um helgina vegna kynþáttafordóma. Sport 1.3.2006 15:08 Ekki liðtækur í heimanáminu Knattspyrnuhetjan David Beckham ætti líklega að halda sig við knattspyrnuiðkun á meðan hann hefur tök á því ef marka má grein í breska blaðinu Mail on Sunday, því þar kemur fram að Beckham treysti sér ekki til að hjálpa syni sýnum Brooklin við heimanámið. Brooklyn er sex ára gamall. Sport 27.2.2006 21:11 Florentino Perez segir af sér Florentino Perez, forseti Real Madrid, sagði af sér í kvöld og mun fyrrum Fernando Martin, fyrrum aðstoðarforseti félagsins taka við embætti hans. Real hefur ekki unnið titil síðan 2003 í stjórnartíð Perez, sem þótti réttast að segja af sér þar sem árangurinn hefur verulega látið á sér standa undanfarið. Sport 27.2.2006 21:22 Hefði gengið af velli með Eto´o Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir að ef félagi hans Samuel Eto´o hjá Barcelona hefði látið verða af því að ganga af velli í leiknum gegn Real Zaragoza um helgina, hefði hann sjálfur farið með honum. Ronaldinho fordæmir harðlega þá kynþáttafordóma sem viðgangast í spænska boltanum og segir tíma til kominn til að binda enda á þá. Sport 27.2.2006 20:40 Mallorca - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Real Mallorca og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 17:50. Madrid er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni, en Mallorca hefur aftur gengið afleitlega og því hlýtur pressan að vera mikil á gestina að klára leikinn. Sport 26.2.2006 09:53 Kynþáttafordómar skyggðu á sigur Barca Barcelona bar sigurorð af Real Zaragoza 2-0 í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en fáránleg framkoma stuðningsmanna Zaragoza í garð framherjans Samuel Eto´o hjá Barcelona var til háborinnar skammar. Dómari leiksins og samherjar hans náðu naumlega að hindra að Eto´o gengi af leikvelli vegna kynþáttafordóma. Sport 26.2.2006 07:45 Zaragoza - Barcelona í beinni á Sýn Leikur Real Zaragoza og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Zaragoza mun eflaust reyna að endurtaka leikinn frá því liðin mættust í spænska bikarnum fyrir mánuði, þegar Zaragoza sigraði 4-2 í hörkuleik en það var stærsta tap Barca á leiktíðinni. Sport 25.2.2006 19:36 Ósáttur við stuðningsmennina Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum. Sport 20.2.2006 16:39 Barcelona burstaði Betis Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur á Real Betis í kvöld og tryggðu stöðu sína á toppi La Liga deildarinnar. Real Madrid vann einnig öruggan sigur, þeir lögðu Alaves 3-0 á heimavelli. Sport 18.2.2006 23:27 Hlær að sögusögnum Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona gat aðeins hlegið þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann væri á leið til Englandsmeistara Chelsea í sumar. Sport 15.2.2006 15:16 Fjögur mörk nægðu Real ekki Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum þrátt fyrir 4-0 sigur á Zaragoza í undanúrslitum keppninnar í kvöld, en Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 á dögunum og er því komið áfram í keppninni. Brasilíumennirnir Ronaldo, Robinho, Cicinho og Carlos skoruðu mörk Real. Sport 14.2.2006 22:16 Tekst Real hið ómögulega? Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Real Madrid og Zaragoza í undanúrslitum spænska bikarnum og hafa heimamenn 3-0 forystu. Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 og því var talið nær öruggt að Real væri úr leik. Þeir Cicinho, Robinho og Ronaldo skoruðu mörk Real á fyrstu tíu mínútum leiksins og þurfa því tvö mörk í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Sport 14.2.2006 20:50 Cuper hættur með Mallorca Þjálfarinn Hector Cuper hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Mallorca, en liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er í neðsta sæti deildarinnar. Sport 14.2.2006 17:18 Stórleikur á Sýn í kvöld Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni. Sport 12.2.2006 16:33 Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld. Sport 11.2.2006 19:35 Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13 « ‹ 257 258 259 260 261 262 263 264 265 … 270 ›
Larsson fæst ekki til að vera áfram Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segist ásamt öllu starfsliði sínu hafa gert ótal árangurslausar tilraunir til að sannfæra sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um að vera eitt ár í viðbót í herbúðum liðsins, en Larsson ætlar sem kunnugt er að ganga í raðir Helsingborg í heimalandi sínu í sumar. Sport 21.3.2006 18:04
Eto'o ekki falur fyrir neina fjárhæð Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segir að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o sé ekki falur, sama hvaða fjárhæð verði boðin í leikmanninn. Sögusagnir herma að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í leikmanninn þegar liðin mættust í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum. Sport 19.3.2006 14:35
Barcelona jók forystuna á toppnum Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld og að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe. Sport 18.3.2006 21:33
Útilokar ekki að snúa aftur Vicente del Bosque, fyrrum stjóri Real Madrid, segist alls ekki útiloka að taka aftur við liðinu ef sá möguleiki kæmi upp á borðið, en nú stendur leitin að næsta þjálfara félagsins sem hæst. Fel Bosque náði ágætum árangri með liðið á sínum tíma, en var engu að síður rekinn eftir að hafa gert liðið að spænskum meistara árið 2003. Sport 16.3.2006 16:13
Osasuna lagði Barcelona Spútniklið Osasuna vann góðan 2-1 sigur á Barcelona í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en Börsungar misstu tvö menn af velli með rauð spjöld í leiknum. Valdo og Punal skoruðu mörk Osasuna, en Henrik Larsson minnkaði muninn fyrir gestina, sem hafa þó enn 9 stiga forskot á toppi deildarinnar. Osasuna situr sem fyrr í fjórða sætinu. Sport 12.3.2006 22:15
Ronaldinho hefur engan áhuga á Chelsea Besti knattspyrnumaður í heimi, Ronaldinho, segist ekki hafa neinn áhuga á því að ganga til liðs við Chelsea. Barcelona tekur á móti Englandsmeisturunum í seinni leik liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Sport 6.3.2006 00:21
Sevilla í 6. sætið Sevilla komst í dag í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2-1 sigri á Athletic Bilbao. Freddie Kanoute, fyrrverandi leikmaður West Ham skoraði sigurmark Sevilla en vandræði Bilbao halda áfram og er liðið í fallsæti eða þriðja neðsta sæti. Sport 5.3.2006 20:58
Barcelona heldur 10 stiga forystu á Spáni Barcelona og Real Madríd unnu bæði mótherja sína í spænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Barcelona lagði Deportivo La Coruña, 3-2 seint í gærkvöldi eftir að Real Madrid hafði lagt granna sína í Atletico, 2-1. Samuel Etoo skoraði sigurmark Börsunga á 61. mínútu. Sport 5.3.2006 14:08
Real Madrid vann nágrannaslaginn Real Madrid vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í nágrannaslagnum í spænska fótboltanum í kvöld. Liðið er nú í 2. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Barcelona sem mætir Deportivo kl 21 í kvöld. Antonio Cassano og Julio Baptista skoruðu mörk Real Madrid. Tveimur öðrum leikjum er lokið í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Cadiz lagði Espanyol 2-0 og Villareal vann 3-2 sigur á Alaves. Sport 4.3.2006 21:05
Tveir stórleikir í beinni frá Spáni í kvöld 26. umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í kvöld. Klukkan 19 mætast grannaliðin í Madríd, Real og Atletico og verður sýndur beint á Sýn. Strax á eftir verður skipt yfir til Barcelona þar sem Barcelona mætir Deportivo La Coruna. Sport 4.3.2006 16:37
Borgarstjórinn í Zaragoza býður Eto´o í heimsókn Juan Alberto Belloch, borgarstjóri í Zaragoza á Spáni brást hinn versti við þegar hann heyrði að stuðningsmenn knattspyrnuliðsins þar í borg hefðu sýnt Samuel Eto´o hjá Barcelona kynþáttafordóma á leik liðanna um síðustu helgi. Belloch hefur því sent knattspyrnumanninum bréf og boðið honum í sérstaka heimsókn til borgarinnar. Sport 3.3.2006 17:34
Ronaldo settur út úr liðinu Brasilíski framherjinn Ronaldo verður ekki í leikmannahópi Real Madrid í grannaslag liðsins við Atletico Madrid um helgina og talið er að það sé að frumkvæði forseta félagsins sem hefur boðað nýja stefnu í leikmannamálum hjá félaginu. Sport 3.3.2006 16:38
Tiltekt í vændum hjá Real Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Sport 2.3.2006 19:25
Sainz sækist eftir forsetaembætti hjá Real Madrid Hinn fyrrum tvöfaldi heimsmeistari í rallakstri, Carlos Sainz, er alvarlega að íhuga að bjóða sig fram sem næsta forseta knattspyrnuliðs Real Madrid eftir að Florentino Perez sagði af sér á dögunum. Sport 1.3.2006 15:28
Englendingar taka vel á kynþáttafordómum Spænsku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa bent á að spænsk knattspyrnuyfirvöld ættu að taka sér ensku úrvalsdeildina til fyrirmyndar þegar kemur að því að taka á kynþáttafordómum í deildarkeppninni á Spáni, en áhorfendur þar í landi voru enn í fréttunum um helgina vegna kynþáttafordóma. Sport 1.3.2006 15:08
Ekki liðtækur í heimanáminu Knattspyrnuhetjan David Beckham ætti líklega að halda sig við knattspyrnuiðkun á meðan hann hefur tök á því ef marka má grein í breska blaðinu Mail on Sunday, því þar kemur fram að Beckham treysti sér ekki til að hjálpa syni sýnum Brooklin við heimanámið. Brooklyn er sex ára gamall. Sport 27.2.2006 21:11
Florentino Perez segir af sér Florentino Perez, forseti Real Madrid, sagði af sér í kvöld og mun fyrrum Fernando Martin, fyrrum aðstoðarforseti félagsins taka við embætti hans. Real hefur ekki unnið titil síðan 2003 í stjórnartíð Perez, sem þótti réttast að segja af sér þar sem árangurinn hefur verulega látið á sér standa undanfarið. Sport 27.2.2006 21:22
Hefði gengið af velli með Eto´o Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir að ef félagi hans Samuel Eto´o hjá Barcelona hefði látið verða af því að ganga af velli í leiknum gegn Real Zaragoza um helgina, hefði hann sjálfur farið með honum. Ronaldinho fordæmir harðlega þá kynþáttafordóma sem viðgangast í spænska boltanum og segir tíma til kominn til að binda enda á þá. Sport 27.2.2006 20:40
Mallorca - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Real Mallorca og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 17:50. Madrid er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni, en Mallorca hefur aftur gengið afleitlega og því hlýtur pressan að vera mikil á gestina að klára leikinn. Sport 26.2.2006 09:53
Kynþáttafordómar skyggðu á sigur Barca Barcelona bar sigurorð af Real Zaragoza 2-0 í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en fáránleg framkoma stuðningsmanna Zaragoza í garð framherjans Samuel Eto´o hjá Barcelona var til háborinnar skammar. Dómari leiksins og samherjar hans náðu naumlega að hindra að Eto´o gengi af leikvelli vegna kynþáttafordóma. Sport 26.2.2006 07:45
Zaragoza - Barcelona í beinni á Sýn Leikur Real Zaragoza og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Zaragoza mun eflaust reyna að endurtaka leikinn frá því liðin mættust í spænska bikarnum fyrir mánuði, þegar Zaragoza sigraði 4-2 í hörkuleik en það var stærsta tap Barca á leiktíðinni. Sport 25.2.2006 19:36
Ósáttur við stuðningsmennina Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum. Sport 20.2.2006 16:39
Barcelona burstaði Betis Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur á Real Betis í kvöld og tryggðu stöðu sína á toppi La Liga deildarinnar. Real Madrid vann einnig öruggan sigur, þeir lögðu Alaves 3-0 á heimavelli. Sport 18.2.2006 23:27
Hlær að sögusögnum Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona gat aðeins hlegið þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann væri á leið til Englandsmeistara Chelsea í sumar. Sport 15.2.2006 15:16
Fjögur mörk nægðu Real ekki Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum þrátt fyrir 4-0 sigur á Zaragoza í undanúrslitum keppninnar í kvöld, en Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 á dögunum og er því komið áfram í keppninni. Brasilíumennirnir Ronaldo, Robinho, Cicinho og Carlos skoruðu mörk Real. Sport 14.2.2006 22:16
Tekst Real hið ómögulega? Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Real Madrid og Zaragoza í undanúrslitum spænska bikarnum og hafa heimamenn 3-0 forystu. Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 og því var talið nær öruggt að Real væri úr leik. Þeir Cicinho, Robinho og Ronaldo skoruðu mörk Real á fyrstu tíu mínútum leiksins og þurfa því tvö mörk í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Sport 14.2.2006 20:50
Cuper hættur með Mallorca Þjálfarinn Hector Cuper hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Mallorca, en liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er í neðsta sæti deildarinnar. Sport 14.2.2006 17:18
Stórleikur á Sýn í kvöld Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni. Sport 12.2.2006 16:33
Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld. Sport 11.2.2006 19:35
Við játum okkur ekki sigraða Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1. Sport 9.2.2006 15:13