Ítalski boltinn

Benítez vann titil með Inter í fyrsta leik
Inter Milan varð í gærkvöldi meistari meistaranna á Ítalíu eftir sigur á Roma. Þetta var fyrsti keppnisleikur Rafael Benítez með Inter.

Krasic í skýjunum með að fara til Juventus
Serbeski kantmaðurinn Milan Krasic er á leiðinni til Juventus. "Ég er hamingjusamasti maður í heimi," sagði Krasic og skafaði ekkert af því.

Boateng keyptur til Genoa en lánaður til AC Milan
Kevin-Prince Boateng hefur gengið í raðir ítalska liðsins Genoa sem lánar hann strax til AC Milan. Kaupverðið er fimm milljónir punda.

Barcelona býður Liverpool Hleb og pening fyrir Mascherano
Það verður ekkert úr því að Javier Mascherano fari frá Liverpool til ítalska liðsins Internazionale en argentínski landsliðsmaðurinn er þess í stað orðaður sterklega við spænsku meistarana í Barcelona í spænska blaðinu El Mundo Deportivo í dag.

Camoranesi dæmdur til að greiða bætur fyrir harða tæklingu
Mauro Camoranesi, miðjumaður í heimsmeistaraliði Ítala 2006, hefur verið dæmdur af dómstól í Argentínu, til að greiða 5,9 milljónir í bætur fyrir að tækla illa leikmanna í leik í Argentínu fyrir sextán árum.

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur
Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Nýi landsliðsþjálfari Ítala valdi ólátabelgina í landsliðið
Cesare Prandelli, nýi landsliðsþjálfari Ítala, hefur kallað á framherjana Mario Balotelli og Antonio Cassano inn í ítalska landsliðið fyrir vináttuleik á móti Fílabeinsströndinni á mánudaginn.

Adebayor vill spila fyrir Juventus
„Juventus er frábært félag sem ég hef svo sannarlega áhuga á að spila fyrir," segir Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, í viðtali við ítalskt dagblað í morgun.

Jovetic frá í hálft ár
Ítalska liðið Fiorentina hefur orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn Stevan Jovetic leikur ekki næstu sex mánuði vegna slæmra meiðsla í hné.

Staðfest að Insua fer ekki til Fiorentina
Argentínumaðurinn Emiliano Insua er ekki á leið til Fiorentina á Ítalíu. Það varð ljóst í dag þegar framkvæmdastjóri Fiorentina steig fram og sagði að ekki hefðu náðst samningar við leikmanninn.

Krasic hafnaði City - gæti enn farið til Juventus
Serbinn Milos Krasic gæti farið til Juventus á Ítalíu þrátt fyrir allt eftir að umboðsmaður hans greindi frá því að leikmaðurinn hefði hafnað tilboði frá Manchester City.

Maicon ánægður hjá Inter
Brasilíski bakvörðurinn Maicon er ekki tilbúinn að skipta yfir til Real Madrid nema hann fái ansi há laun. Launakröfur hans kæta ekki forráðamenn spænska stórliðsins.

Adebayor í ítalska boltann?
Sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor gæti verið á leið í ítalska boltann en Juventus og AC Milan vilja fá hann í sínar raðir. Hann var sterklega orðaður við liðin fyrir ári síðan en ákvað að semja við Manchester City.

Jafnt hjá AC Milan og Lyon
AC Milan og Lyon gerðu 1-1 jafntefli á Emirates-æfingamótinu í dag. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik.

Inter ekki í vandræðum með City
Patrick Vieira, miðjumaður Manchester City, á yfir höfði sér leikbann og missir líklega af byrjun tímabilsins á Englandi. Hann fékk að líta rauða spjaldið þegar City steinlá 3-0 fyrir Ítalíu- og Evrópumeisturum Inter í nótt.

Beckham ekki til AC í þriðja sinn
Knattspyrnukappinn David Beckham mun ekki fara á lánssamningi til AC Milan á komandi tímabili eins og hann hefur gert síðustu tvö.

Formsatriði að ganga frá nýjum samningi Ronaldinho
Umboðsmaður Ronaldiniho segir að það sé aðeins formsatriði að Brasilíumaðurinn knái skrifi undir nýjan þriggja ára samning við AC Milan.

Real Madrid hefur enn áhuga á Maicon
Forráðamenn Real Madrid segjast enn hafa áhuga á að fá Brasilíumanninn Maicon í raðir félagsins frá Inter á Ítalíu. Maicon var þrefaldur meistari með Inter á síðasta tímabili og var svo valinn í lið mótsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Ronaldinho meiddist á æfingu
Útlit er fyrir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho verði frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á æfingu með AC Milan í gær.

Real Madrid í viðræðum vegna Thiago Silva
Real Madrid og AC Milan eiga nú í viðræðum um kaup fyrrnefnda félagsins á Brasilíumanninum Thiago Silva samkvæmt umboðsmanni leikmannsins.

Mourinho mælir ekki með Balotelli
Jose Mourinho hefur ráðið Manchester City frá því að kaupa sóknarmanninn Mario Balotelli frá Inter á Ítalíu.

Adebayor vill fá Balotelli til City
Emmanuel Adebayor segist gjarnan vilja spila við hlið Mario Balotelli hjá Manchester City.

Sneijder verður áfram hjá Inter
Wesley Sneijder verður áfram hjá Inter á Ítalíu að sögn umboðsmanns hans en hann hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.

Ítalska sjónvarpið ætlar að hætta að endursýna umdeild atvik
Ítalska Ríkissjóvarpið, RAI, ætlar að hætta að endursýna umdeild atvik á komandi tímabili en þetta gera menn þar á bæ til að auka umfjöllum um taktískan hluta fótboltans.

Balotelli farinn í fríið
„Ég er farinn í fríið," sagði vandræðagemlingurinn Mario Balotelli á flugvellinum í Mílanó þegar hann hélt til Bandaríkjanna með félögum sínum í Inter en þar er liðið að fara í æfingaferð.

Inter kaupir sterkan varnarmann en lánar hann strax til Genoa
Ítalska liðið Internazionale Milan hefur gengið frá kaupunum á varnarmanninum Andrea Ranocchia frá Bari en leikmaðurinn mun þó ekkert spila með liðinu á næsta tímabili því hann verður strax lánaður til Genoa.

Silvio Berlusconi heimtar að AC Milan spili með tvo framherja
Silvio Berlusconi hefur gefið nýjum þjálfara AC Milan, Massimiliano Allegri, skýr fyrirmæli um hvernig leikaðferð liðið eigi að spila á næsta tímabili. Berlusconi hefur nefnilega heimtað að liðið muni spila með tvo framherja á næsta tímabili.

Edinson Cavani kominn til Napoli
Edinson Cavani er genginn til liðs við Napoli en þetta staðfesti Aurelio De Laurentiis forseti félagsins. Cavani sem að stóð sig vel með Úrúgvæ á HM í sumar kemur frá til liðsins frá Palermo.

Hleb gæti farið til AC Milan
Hvít-Rússinn Aliaksandr Hleb er enn að velta fyrir sér hvað hann eigi að gera í vetur. Hann er í eigu Barcelona sem vill ekki sjá hann.

Juventus reynir við Forlan
Forráðamenn Juventus eru að byggja upp nýtt lið þar á bæ og þeir hafa nú beint spjótum sínum að Úrúgvæanum Diego Forlan en Juve vill fá hann í fremstu víglínu hjá sér.